Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Side 48
hverri
viku
......................S
SkákmótiðíSviss:
Jón L með
4^ogbiðskák
— eftir átta umferðir
Attunda umferöin á skákmóti ungra
manna í Sviss var tefld í gær og átti
Jón L. Amason þá í höggi viö Englend-
inginn King. Fór skákin í biö og í sam-
tali í morgun segir Jón aö staðan sé
nokkuö tvísýn. Hann sé peöi yfir en
hafi orðið þau mistök á aö taka eitraö
peö skömmu áður en skákin fór í biö.
Standi hann því frekar höllum fæti.
I sjöundu umferöinni á laugardag
tefldi Jón við efsta mann mótsins,
Svisslendinginn Ziiger, og geröu þeir
jafntefli.
Ziiger er því enn efstur á mótinu,
hefur sex vinninga aö loknum átta um-
feröum en staða næstu manna er mjög
óljós vegna fjölda biðskáka. Jón hefur
fjóra og hálfan og biðskák.
Níunda umferöin veröur tefld í dag.
____________________________SÞS
Banaslys
Banaslys varö á veginum skammt
sunnan viö Laugarvatn, laust eftir
klukkan átta í gærmorgun. Ungur
Eeykvíkingur lést þar í bílveltu, en auk
hans voru í bílnum tveir farþegar sem
slösuðusttalsvert.
Tildrög slyssins voru þau að þrír
Reykvíkingar í Lödu-stationbifreiö
voru á leiöinni að Laugarvatni. Er þeir
voru nýkomnir úr afliöandi beygju á
móts við bæinn Eyvindartungu rann
bíllinn til í lausamöl á vegarkantinum.
Viö þaö missti ökumaöur stjóm á bíl
sínum og valt hann nokkrar veltur
fram eftir veginum.
Okumaöur og farþegamir tveir
köstuöust út úr bílnum viö veltumar.
Er taliö aö ökumaöurinn bafi orðið
undir bílnum og látist samstundis.
Annar farþega bílsins siasaðist tölu-
vert á fæti. Sá þriöji skrámaðist lítil-
lega á líkama og maröist nokkuö.
Þeir voru báöir fluttir á sjúkrahúsið á
Selfossi og lagöir þar inn. Em þeir óö-
um aö ná sér eftir þennan hörmulega
atburö.
Pilturinn sem lést hét Siguröur
Smári Hilmarsson. Hann var fæddur
18. ágúst 1965, og var til heimilis aö
Möörafelli 15 í Reyk javík. -SER
Ásmundur skorar
áSteingrím
Vegna ummæla Steingríms Her-
mannssonar forsætisráöherra á al-
mennum borgarafundum að undan-
förnu, þess efnis að nú sé að veröa
vart efnahagsbata, ritaði Asmundur
Stefánsson, forseti ASI, honum bréf í'
gær. Þar mælist hann eindregið til við
Steingrím að þeir mætist hið fyrsta í
sjónvarpssal svo sjónarmið launþega-
samtakanna fái að koma fram jafn-
hliða sjónarmiöum Steingríms. Stein-
grímur hefur lýst sig reiðubúinn að
veröa viö ósk Asmundar hiö fyrsta.^jg.
LOKi
Sjónvarp getur nú veríö falleg
muhla, Öxfirðingar.
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33
SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1983.
Steingrímur Hermannsson um verðbólguhraðann á fundi á Patreksfirði:
blekkingin er að það kemur launafólki ekki til góða, segir forseti ASÍ
„Verðbólguhraðinn nú er kominn
niður í 35 prósent á ársgrundvelli,”
sagðiSteingrímur Hermannsson for-
sætisráöherra á almennum fundi á
Patreksfirði á laugardag. Það var
fyrsti fundur hans í fyrirhugaðri
fundaröð í öllum kjördæmum undir
yfirskriftinni: „Hvað er ríkisstjómin
aðgerafyrirþig?”
DV náði tali af Steingrími á Isa-
firði í gær og sagði hann m.a. að
miðað við að verðbólguhraðinn hefði
verið 131 prósent tímabilið mars,
apríl og maí, og enn hækkað eitthvað
eftir það, væri hjöðnun verðbólg-
unnar, mæld á ársgrundvelli miðað
viö hraða á mánuði, orðin nálega 100
prósent.
„I vor sögðum við í ríkisstjórninni
að við stefndum að því að koma verð-
bólgunni niður í um það bil 30 prósent
í árslok en nú segi ég hiklaust að þaö
munitakast,” sagðiSteingrimur.
„Þrátt fyrir aö framundan séu
almennar launahækkanir, búvöm-
veröshækkanir og fiskverðshækkan-
ir, sem óhjákvæmilega munu auka
verðbólguhraöann eitthvaö aftur,
vonumst við til aö hann fari þó ekki
yfir 40 prósent, lækki svo aftur í
nóvember og desember og verði
kominn niður fyrir 30 prósent um
áramótin.”
Steingrímur sagði að veigamikill
þáttur í þessu væri að frystingin væri
nú rekin með 7 prósent hagnaði aö
meöaltali og fiskvinnslan i heild meö
um 5 prósent hagnaði aö meðaltali
svo að hún væri í stakk búin að mæta
4 prósent fiskveröshækkun án opin-
berra aögerða svo sem gengisfelling-
ar.
„Stóra blekkingin í þessu er aö
gefa fólki til kynna aö eitthvað sé aö
batna. Allur ávinningur varðandi
verðbólguna er keyptur með kjara-
skerðingu eins og blákalt kemur
fram í þeim tölum að þaö tekur
mann á lágmarkslaunum liðlega 405
stundir að framfleyta vísitölufjöl-
skyldu í ágúst í ár miðað við 294
stundir í ágúst í fýrra,” sagði
Asmundur Stefánsson, forseti ASI,
er þessi tíðindi vom borin undir
hann. Hann sagöi þaö ljóst af mál-
flutningi Steingríms aö kaup ætti
ekki aö hækka tilsvarandi við verð-
hækkanir og því væri engin bati
fyrirsjáanlegur hjá launafólkl Ef
hægt væri að tala um eitthvað
jákvætt við þessa þróun þá væri það
aðeins það aö þessi lækkun verðbólg-
unnar drægi heldur úr kaupmáttar-
fallinu I framtiðinni, en stöðvaði það
ekki.
-GS.
vieaip
Loks fengu þær nafn:
„Frónfari skaltu heita....”
Á10 ára afmælishátíö Flugleiða, sem haldin var nú um
heigina, flugvélum félagsins var gefið nafn en þær
ekki heitið neitt frá því aö Loftleiöir og Flugfélag
gengu í eina sæng fyrir áratug.
Efnt var til samkeppni um naf
skörpust hjónin Jón S.Gunuar
ÞaÖ ereinmiM E.vgló sem hér?«fPBPiýjústCBoeing'
þotu Flugleiöa nafnið Frónfari. Aðrar millilandaflugvélar
félagsins fá nöfnin Heimfari og Langfari og innanlands
vélarnar, Vorfari, Arfari, Dagfari og NáMfari.
... ... ^
bafa
Engin ábyrgð á
— segir Hörður Vilhjáimsson, vegna mótmæla Öxfirðinga
„Viö vonum að sjónvarpsnotendur
viö öxarfjörð sjái að sér og greiði
afnotagjöld sín því mergurinn máls-
ins er sá að meö greiöslu þeirra fær
fólk heimild til aö hafa móttökutæki
en ekki neina ábyrgð frá Ríkisút-
varpinu á gæðum útsendinganna,”
sagði Hörður Vilhjálmsson, fjár-
málastj. Ríkisútvarpsins, í samtali
við DV. Fjölmargir ibúar við Oxar-
fjörð hafa neitað að greiða afnota-
gjöld sín vegna þess að lítið sem
ekkert sést á skjánum vegna tmfl-
ana frá utanaökomandi sendingum
og þá helst frá norskum útvarps- og
sjónvarpsstöövum.
„Eina úrlausnin er sú að fara inn á
örbylgjukerfi og setja upp senda á
Viöarfjalli í Þistilfirði en sú fram-
kvæmd kostar um 3 milljónir
króna,” sagði Höröur Vilhjálmsson,
„og er rétt aö geta þess í því sam-
bandi að afnotagjöld þeirra
Oxfirðinga sem mótmæla nú nema á
þessu ári aðeins 8 prósentum af þeim
kostnaði.”
Málið veröur rætt í haust i tækni-
deildum, fjármáladeildum og fleiri
deildum Utvarpsins en alls ekki er
víst að nokkuð verði gert, að sögn
Harðar.
- EIR.
Útboð Ríkisspítalanna:
Eldhús og mötu-
neyti næst
„Rekstur á eidhúsi og mötuneytum
verður þaö næsta sem verður boöiö út
og það ætti að verða innan skamms,”
sagði Símon Steingrímsson, forstjóri
tæknideildar Ríkisspítalanna, er DV
ræddi viðhann.
Um helgina vora birt útboð í rekstur
Þvottahúss Ríkisspítalanna. Er gert
ráð fyrir að þau útboð önnur sem fyrir-
huguð eru á tilteknum rekstrarþáttum
Rikisspítalanna fari fram á næstu
tveimvikum.
Aðspurður um kostnað við útboðin
kvað Símon hann ekki vera ýkja
mikinn en sagðist giska á 100—200
þúsund krónur þegar öll vinna við út-
boðsgögn væri talin saman.
Fundum stjómarnefndar Ríkis-
spítalanna með starfsfólki þeirra
deilda sem til stendur að bjóða út
reksturinn á fer nú senn að ljúka. - JSS