Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 12
12 DV. MANUDAGUR19. SEPTEMBER1983. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. AöstoOarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86A11. Auglýsíngar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áksriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Helgarblað 22 kr. Leiftursóknar-tíöindi Ríkisstjórninni gengurvelaö framkvæma leiftursókn sína. Þaö verða allir aö játa, hvort sem þeir líta á stjórn- arstefnuna sem leiftursókn gegn lífskjörum eða leiftur- sókn gegn veröbólgu og óhófslífi um efni fram. 1 síðasta mánuði hækkaði byggingarvísitalan ekki nema um 2,55% og lánskjaravísitalan aðeins um 1,34%. Skrautfjöörin í hatti ríkisstjómarinnar var þó fram- færsluvísitalan, sem hækkaði nánast ekki neitt eða um 0,74%. Séístakar aðstæður hjálpa til að gera þessar tölur svona ótrúlega lágar. Ekki má búast við, að tölur næstu mánaða verði alveg jafnlágar. En engum getur dulizt, að verðbólgan er á dúndrandi niðurleið hér á landi. Ýmislegt fleira hefur verið lagað en verðbólgan ein. Mikið af óskhyggju hefur verið skorið úr fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar. Samt má fullyrða, að enn séu þar inni óþarfir og skaðlegir liðir upp á hundruð milljóna. 1 gengismálum hefur ýmislegt verið lagfært. Sérstak- ur skattur á ferðamannagjaldeyri hefur verið lagður nið- ur, svo að nú ríkir ekki tvöfalt gengi. Þá eru góðar horfur á, að gjafakjörum afurðalána verði breytt í gengistrygg- ingu. Ríkisstjórnin má þó hafa í huga, að gengisskráning er ónákvæmari mælikvarði en vísitala. Ríkisstjómir geta til dæmis haft þá rangsnúnu hugsjón að falsa gengiö með því að halda því föstu eins og þessi er að gera. Þess vegna er út í hött að taka upp gengisviðmiðun á spariskírteinum ríkissjóðs í stað vísitölu. Við slíka breyt- ingu er meiri hætta á krukki ríkisstjórna, sem hefur skað- leg áhrif á vilja manna til að spara peninga. Öbeit á vísitölum getur gengið út í öfgar. Til dæmis er nú töluverð hætta á, að vextir verði lækkaðir örar en hjöðnun veröbólgunnar gefur tilefni til. Aldrei má ganga svo langt á því sviði, að vextir verði öfugir. 7% vaxtalækkunin fyrir helgina er örugglega á yztu nöf hins gerlega. Ríkisstjómin má ekki verða of bráðlát í leitursókninni. Enn hefur hún þó ekki hróflað við vöxtum á verðtryggðum reikningum né við þeim reikningum sem slíkum. Sparnaðarandi verður seint ræktaður með Islending- um, nema ár eftir ár og áratug eftir áratug sé þess gætt, að hagkvæmara sé að spara peninga en að eyða þeim. Sú er forsenda þess, að fólk leggi inn fé, sem síðan má lána út. Ríkisstjómin stefnir réttilega að óbreyttri skattabyrði. Nóg hefur verið lagt á fólk á þessu ári, þótt skattheimta sé ekki aukin í ofanálag. En slík stefna er auðvitað erfið á tíma ört minnkandi verðbólgu. Erfiðast mun ríkisstjórninni reynast að standa við lof- orð sín og stjórnarflokkanna um lengri og hærri lán til íbúða. Þar sem fjárlagafrumvarpið er enn í óhæfilegum halla, hefur vandanum verið ýtt í lánsf járáætlunina. Þar verður ekki heldur um auðugan garð að gresja. Þegar skuldabyrði þjóðarinnar er komin upp undir 60%, er í mesta lagi hægt að slá ný lán fyrir afborgunum, en ekki til að auka byrðina. Eitthvað verður því undan að láta. Einhver dráttur verður því væntanlega á, að ríkið byggi orkuver og draumóraverksmiðjur fyrir lánsfé á næstunni. Því má segja, að fátt sé svo með öllu illt., að ekki boði nokkuð gott. Peningaleysið er okkur raunar bráðhollt. Jónas Kristjánsson Setið að álsamningum i London. Að leita að gull- skipi í Sviss Nú eru samningamenn ríkisstjóm- arinnar komnir heim úr leiðangri sínum til Sviss. I farteskinu höföu þeir nýjan bráöabirgðaálsamning sem kynntur hefur verið þjóöinni eins og fundið gullskip. Þeir eru bún- ir aö leggja þennan samning fyrir ríkisstjómina og hún hefur fagnað fundnu fé og samþykkt samninginn. Þaö skyldi þó aldrei vera að þetta gullskip væri enn einn togarinn eða eitthvað þaðan af verra? Að semja af sér Fyrir gerð þessa samnings var samningsstaöa okkar Islendinga gagnvart Alusuisse með besta móti. Kom þar til annars vegar hækkandi verð á áli á heimsmarkaöi og hins vegar niöurstöður endurskoðunar Coopers og Lybrant á búreikningum álversins þar sem ýmislegt ófagurt kom í ljós. Samt fömm við til Sviss, og semjum af okkur. Við seljum Alu-| suisse „meðferð á deilumálum for- tíðarinnar” eins og það heitir i áliti samninganefndar um stóriðju, fyrir timabundna orkuverðshækkun upp á h'til 3 mills. Viö seljum þeim vilyröi um stækkun álbræðslunnar fyrir að fá að endurskoöa núgildandi heildar- samning. Með öðrum orðum, við göngum inn á allar meginforsendur Alusuisse í þessum viðskiptum og það þótt samningsstaða okkar hljóti að hafa tahst óvanalega góö. Þetta heitir einf aldlega að semja af sér eða aö láta hlunnf ara sig í viöskiptum. Mamma, hverjir tala þetta álmál? I fyrsta kafla samningsins láta ís- lensku samningamennirnir af hendi þann rétt að leggja deilumál ríkis- stjórnarinnar og Alusuisse í alþjóð- legan gerðardóm eins og til stóð. Þess í stað skal setja á stofn 3 dóm- nefndir til að f jalla um málið. Ein af ástæðunum sem gefin er upp fyrir þessari tilhögun mála er að þetta muni spara okkur heilmikla peninga. En hvaða peninga? Vissu- lega sparar þetta kostnað við mála- rekstur en hvaða trygging er fyrir því að þetta geti ekki leitt til þess að við töpum heilmiklu af því fé sem við teljum okkur eiga inni hjá Alusuisse, svo ekki sé minnst á það hve lág- kúrulegt það er fyrir frjálsa og full- valda þjóð aö hafa ekki efni á aö reka mál sín fyrir dómstólum. Aumir erum vér nú orðnir Islendingar. önnur ástæða sem gefin er fyrir þessari tilhögun er að það sé til mik- illa bóta að Islendingar eigi sjálfir aðild að þessum dómnefhdum. Mér finnst það harla einkennilegt ef þessi deilumál eru allt í einu farin að snú- ast um þjóðerni, þau hafa hingaö til snúist umhagsmuni og í þeim efnum hafa hagsmunir og þjóöemi engan veginn alltaf farið saman. Megin- máhð er hverjir gæta íslenskra hags- muna í þessum dómnefndum en um það er lítið að finna i samningnum og það þótt við vitum af reynslunni að það skiptir miklu máh hverjir tala Kjallarinn SigrídurDúna Krístmundsdóttir okkar máli á þessum vettvangi. Eða eins og fimm ára snáöinn sagði með spurn í augum: Mamma, hverjir tala þetta álmál? Það er einmitt það, hverjir tala álmálið? Raforkuverð og stækkun álversins 1 öðrum og þriðja kafla þessa samnings er fjallaö um raforkuverð til Alusuisse, stækkun álversins og rétt Alusuisse til að selja nýjum hlut- höfum allt að helmingi hlutaf jár í Is- al. Samkvæmt samningnum fæst raf- orkuverð til Alusuisse hækkað til bráðabirgða úr 6,5 mills í 9,5 mills og ef til vih um 0,5 miUs í viðbót ef ál- markaðurinn er hagstæður. Hér er komin upp sú skríngUega staða að stjómarformaður Landsvirkjunar hefur samið um lægra raforkuverð en þarf tU þess einfaldlega að reka Landsvirkjun. Við höldum áfram að selja Alusuisse raforku á verði sem er langt undir framleiðsluverði ork- unnar. Skrýtin viðskipti þaö, enda ganga þau ekki upp, einhver verður að borga mismuninn til að halda fyr- irtækinu gangandi og það gerir al- menningur nú sem endranær. Og enn er ekki sagan ÖU. Við þetta bætist að ef samkomulag næst ekki við endurskoöun heUdarsamningsins við Alusuisse þá gengur þessi htla raforkuverðshækkun til baka og raf- orkuverðið verður aftur 6,5 miUs á kwst. Þá má spyrja — hvað þarf tU þess að samkomulag náist og viö fáum yfirleitt nokkra frambúðar- hækkun á raforkuverði til Alusuisse? TU þess að svo megi verða verðum við samkvæmt þessum samningi að faUast á stækkun álversins. Og hvað þýðir stækkun álversins fyrir okkur? Hún þýðir m.a. það, að við verðum að virkja Blöndu og sennilega leggja í aðra stórvirkjun enn tU aö mæta orkuþörfinni. Og hvað þýða þessar virkjanir? Þær þýða að við verðum að leggja gífurlegt fjármagn í virkj- anaframkvæmdir á næstu árum, fjármagn sem byrjar ekki að skUa , arði inn 1 þjóöarbúið fyrr en að mörg- um árum liðnum, og þá þvi aöeins að við getum selt orkuna með einhverj- um hagnaði. Og hvar á aö fá þetta fjármagn á meðan okkur er sagt að ekki séu tU peningar í landinu tU aö borga launamönnum þau laun sem þeim ber samkvæmt kjarasamning- um? Eina svarið er að við verðum að fá það fjármagn annars staöar frá, við verðum að taka enn fleiri erlend lán. Hvað vakti fyrir íslensku samninga-' mönnunum þegar þeir reistu sér þann hurðarás um öxl að tengja sam- an á þennan máta hækkun raforku- verös og endurskoðun heUdarsamn- ings annars vegar og stækkun ál- versins hins vegar? Þetta atriði er það alvarlegasta í öllum samningn- um þar sem það eitt og sér kemur í veg fyrir aö við getum náð viðunandi samkomulagi við Alusuisse á núver- andi samningsgrundvelh. Við höfum í þessum samningi gengið inn á allar forsendur Alusuisse. Við semjum um raforkuverð tU bráðabirgða sem er langt undir framleiðslukostnaði — þeirra hagur ekki okkar. Við semjum um að þeir geti tekið nýjan eignaraðila inn í fyrirtækið til aö auðvelda þeim að standa straum af fjármagnskostnaði við stækkun þess — þeirra hagur ekki okkar. Við semjum um endurskoðun heildar- samningsins með þeim skUyrðum að þeir fái að stækka álverið — þeirra hagur okkar f jörtjón. Það er ljóst að samningsstaöa okkar nú er mun verri en fýrir gerð þessa samnings og saga þessa máls, álmálsins, frá upphafi sýnir okkur á sífeUt nærtækari máta aö það borgar sig ekki að skapa atvinnu og verð- mæti á Islandi með því að eiga við- skipti við erlenda auðhringa. Er ekki kominn tími til að við Islendingar semjum um það okkar á mUh að hætta þátttöku í þessum hrunadansi alþjóðlegra stóriðjuhagsmuna og innlendrar verðmætasóunar og förum að hlúa að gróðrinum í okkar eigin garði? Reykjavík, 14. sept. 1983 Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, þingmaður Samtaka um Kvenna- lista. • .. saga þessa máls, álmálsins, frá upp- hafi sýnir okkur á sífellt nærtækari máta að það borgar sig ekki að skapa atvinnu og verðmæti á íslandi með því að eiga viðskipti við erlenda auðhringa.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.