Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 22
22 DV. MANUDAGUR19.SE PTEMBER1983. Allir sem vettlingi geta valdið prjóna með MILWARD prjónum 4 m enda er heilnæml að hafa ávallt eitthvað á prjónunum. MILWARD býður uppá hringprjóna, fímmprjóna, tvíprjóna, heklunálar og margt, margt annað. Og nú er einmitt rétti tíminn að hafa eitthvað á prjónunum með MILWARD. HEILDSÖLUBIRGÐIR: |M N S njeep 5 R R VETURINN NÁLGAST - MÓTOR- OG LJÓSASTILLUM Mótorstilling dregur veruiega úr bensín- eyðslu. Yfirförum bílinn og bendum á hvað þarf að lagfæra. Hafið samband við verkstjóra. Símar 77756 og 77200. EGILL VILHJÁLMSSON H.F., SMIÐJUVEGI4 KÓPAVOGI, SÍMI 77200. Sérfræðingar í einnota vörum. Besti bar í bænum! Á DUNI kaffibarnum eru 80 bollar sem aldrei þarf þvo upp. Sterk hulstur (í ýmsum litum) og að sjálfsögðu hólf fyrir teskeiðar og sykur. DUNI kaffíbarinn getur staðið á borði eða hangið á vegg, þannig að ekki standa þrengsli honum fyrir þrifum. STANDBERG H.F. Sogavegi 108 Símar 35240 - 35242. DUNI — kaffistofa í hverjum krók! íþróttir íþróttir r---------------------------1 | Karl-Heinz Rummen- | igge með þrennu — þegar Bayern Mtinchen vann stórsigur 6:0 yfir nýliðum Mannheim. Hamburger SV vann einnig stórsigur yfir Offenbach Frá Gunnari Þ. Bjarnasynl — fréttamanni DV í V-Þýska- landl: — Karl-Heinz Rummenigge var heldur betur á skotskónum þegar Bayern Miinchen vann stór- sigur, 6:0, yfir Mannhelm. Rumm- enlgge skoraði þrjú mörk á aðeins 20 min. í seinni hálfleik en áður höfðu þeir Wolfgang Dremmler, Mlchael Rummenlgge og Calle Del’Haye skorað mörk Bayern. Leikmenn Mannheim léku rang- stöðuleikaðf erð sem gafst mjög illa eins og markatalan gefur til kynna. > Hamburger SV vann einnig stór-’ sigur (6:0) yfir Kickers Offenbach. Michael Schroeder og Jixnmy Hartwig skoruðu fyrst fyrir Hamborgarliðið en þeir Dieier Schatzschneider og Wolfgang Rolff skoruðu síðan sín tvö mörkin hvor. Það var algjör einstefna hjá leik- mönnum Hamburger ogleikmenn bökkuðu Offenbach í vörn. Glæsimark Fischer Klaus Fischer, leikmaðurinn 'snjalli hjá Köln, skoraði tvö mörk þegar 1. FC Köln lagði Bochum að velli, 3:0. Fyrra mark hans var afarglæsilegt og dæmigert mark fyrir Fischer — hann skoraði með hjólhestaspyrnu af fimm m færi og síðan skoraði hann með skalla.- Pierre Littbarski bætti síðan við þriðja markinu með því að vippa knettinum skemmtilega yfir mark- vörð Bochum. Toni Schumacher lék í marki Köln og þurfti ekki að taka á honum stóra sínum. Ágrein- ingur hans og forráöamanna Köln er nú úr sögunni. Urslit urðu þessi í V-Þýskalandi á laugardaginn: Kaiserslaut.—Diisseldorf...5:2 Úerdingen — Leverkusen....2:1 Dortmund —Bielefeld........1:0 Bayem — Mannheim...........6:0 Frankfurt — Bremen.........0:0 Köln—Bochum...............3:0 Karl-Heinz Rummenigge. Hamburger —Offenbach......6:0 Stuttgart—„Gladbach”......0:0 Niimberg — Braunschweig ... 4:2 Leikur Stuttgart og Borussia Mönchengladbach þótti ekki góöur. Leikmenn Stuttgart áttu mun meira í leiknum en sóknarleikur liðsins þótti vandræðalegur. Asgeir Sigurvinsson á greinilega enn langt í land að verða góður eftir uppskurðinn á nára. Blöö hér segja það helstu ástæðuna fyrir því hve vandræöalegur leikur Stutt- | gart er. Atli Eðvaldsson var dapur þegar * Diisseldorf tapaði, 2:5, fyrir I Kaiserslautem — Pétur Ormslev . lék ekki með. Bommer og Bocken- | feld skoruðu mörk Diisseldorf en ■ þeir Andreas Brehmer, Hannes' I Bongartz, Hans-Peter Brigel, Thor- I björn Nielsen og Thomas Allofs ■ skomöu fyrir heimamenn. Bayem Miinchen er efst með 12 stig eftir sjö leiki en síðan koma | Hamburger og Bayern Uerdingen , með ellefu stig, Stuttgart er með | níu stig og Mönchengladbach með ■ átta stig. -GÞB/-SOS. | -----------------------I Evrópu- ] úrvalið ! í golfi | Evrópuúrvaliðiö í golfi, sem I hinn gamalkunni kylfingur Tony • Jacklin stjórnar, var valið í gær. I Evrópuúrvalið á að leika gegn * Bandarikjamönnum í Flórída í I október. Liðið er þannig skipað: Nick Faldo, Brian Waites, Paui I Way og Gordon Brand frá Eng- * landi. Spánverjarnir Severiano | Ballesteros og Jose-María Canizar- . es. V-Þjóðverjinn Bemhard Lang- | er, Ian Woosnam frá Wales og ■ Skotamir Sandy Lyle, Ken Brown, I Bernard Gallacher og Sam Torr- I ance. -SOS I JESPER OLSEN FÓR Á KOSTUM — þegar Ajax vann stórsigur 8:2 yfir Feyenoord í Amsterdam i i Danski iandsliðsmaðurinn Jesper Olsen, sem hefur átt við meisll að stríða í ökkla, sendi Sepp Plotek, landsliðsþjálfara Dana, baráttu- kveðjur þegar Ajax vann stórsigur, 8:2, yflr Feyenoord á Olympíuleik- vanginum í Amsterdam í gær. Olsen, sem er klár i slaginn gegn Englendingum á Wembley á mlðvikudaglnn, skoraði tvö falleg mörk gegn Feyenoord og átti stór-, góðan leik. 39 þús. áhorfendur voru á leikn- um í Amsterdam þar sem Johann Cruyff lék í fyrsta skipti gegn Ajax — félaginu sem hann er uppalinn L.__________________________________ hjá. Cruyff reið ekki feitum hesti frá viðureigninni gegn sínum gömlufélögum. Leikurinn var í jafnvægi framan af og var staðan 3:2 fyrir Ajax þegar 30 min. voru til leiksloka. Þá var eins og flóögátt opnaðist og mátti markvörður Feyenoord hirða knöttinn fimm sinnum úr netinu hjá sér. Það var Olsen sem opnaöi leikinn á 23. mín. með þrumufleyg sem hafnaði efst uppi í markhominu og síðan bættu þeir Van Basten og Boeve mörkum við. Þeir Houtman og Duut svöruðu fyrir Feyenoord og siðan reyndu leikmenn liðsins aUt hvað þeir gátu til aö jafna metin. Molenaar skoraði þá 4:2 fyrir Ajax og greiddi Feyenoord rothöggið. Olsen fiskaði síðan víta- spymu sem Koeman skoraði úr. Van Basten skoraði siðan tvö mörk og Olsen gulltryggði sigurinn (8:2) með glæsilegu marki eftir mikinn einleik í gegnum vöm Feyenoord. Ajax er með 13 stig eftir sjö leiki, síðan kemur Roda og Feyenoord meö 11 stig og Eindhoven og Ga Eagles með 10 stig. -sos ------------------------------------1 i** H M l it Ú líl t ■ íþróttir íþróttir íþrótti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.