Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Page 8
DV. MANUDAGUR19. SEPTEMBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Sænsku borgara- flokkarn- ir fylg- ismeiri en þeir sósíalísku Gunnlaugur A. Jónsson, Lundl: „1 fyrsta sinn í fjögur ár njóta nú sænsku borgaraflokkamir meira fylgis en sósíalísku flokkamir. Þetta kemur! fram í síðustu mánaðarlegu könnunum SIFO-stofnunarinnar. Borgaraflokkarnir hafa allir bætt við sig fylgi og hafa samtals 49,5% á móti 47% fylgi sósíalísku flokkanna. Samkvæmt könnuninni fengju sósíal- demókratar 42% og þarf að fara allt aftur til marsmánaðar 1979 til þess að finna svo lítið fylgi þeirra. Hægri flokk- urinn fengi 29,5%, Miðflokkurinn 14,5%, Þjóðarflokkurinn 5,5% og Vinstri flokkurinn (kommúnistar) 5%. Talsmenn borgaraflokkanna segja að ástæðnanna fyrir þessum úrslitum sé að leita í sviknum kosningaloforðum sósíaldemókrata en þeir siöamefndu biðja hins vegar kjósendur að sýna þolinmæði. Þaö taki tima að byggja upp á ný eftir sex ára óstjóm borgara- flokkanna. A annað þúsund þorp og bcir í nyrstu fylkjum Indlands ern komin nndir vatn eftir monsúnrigningamar. Um ein mflljón manna er sögð einangruð á flóðasvæðunum. — og á annað þúsund þorp komin á kaf Monsúnrigningar hafa kostað nær kaf í fylkjum Indlands síðan í byrjun 400 manns lífiö og sett hundruð þorpa á mánaðarins. Einkanlega þykir ástandið slæmt í Ballia-héraöi í Uttar Pradesh, nyrsta fylki landsins, þar sem áin Ganges hef- ur flætt yfir bakka sina og nær 700 þorp eru komin undir vatn. — Vitað er um 217 manns sem farist hafa í flóöunum í Uttar Pradesh. Flóðin hafa valdið qjjöflum í tveim þriöju fylkisins. I Assam-fýlki er flóðið í Bramaputra í rénun, en fylkið er einangrað frá öðr- um landshlutum og hefur veriö svo í nær viku. Þyrlur flughersins hafa flutt matvæli og varpað niöur til manna en talið er að fjöldi fólks sé í lífsháska. Vitað er um 35 manns að minnsta kosti sem drukknaö haf a í Assam. Rigningamar hafa valdið miklum skriðuföllum í Himalaya-fylkinu Sikk- im, þar sem 123 hafa farist. I Bihar hafa ár flætt yfir bakka sína og fært á kaf yfir 500 þorp. Flóðin hafa einangrað nær eina milljóna manna i þessumfylkjum. 400 manns hafa farist í flóðum á Indlandi GERÐU LOFTÁRAS Á ÞORP í PAKIST- AN VIÐ LANDA- MÆRIAFGHANA Norski olíuborpaflurinn Alexander Klelland sem hvoldi út af Noregsströndum í mars 1980. Frumathugun er nú haf- ináflakihans. Alexander Kielland-borpallurinn: ER í MUN VERRA ÁSTANDI EN MENN HÖFÐU ÓTTAST Frá Pétri Astvaldssyni, fréttamannl DVíNoregi: Frumathugun er nú hafin á flaki'. norska olíuborpallsins Alexander Kiel- iands, eftir að lokiö var við aö snúa honum um 180 gráður síðastliðinn föstudag. Er hann í mun verra ásig- komulagi en óttast var og virðist fátt heillegt eftir. A laugardag fannst á þyrluflugfari pailsins fyrsta likið af þeim 36 sem ófundin voru, en langan tima mun taka aö bera kennsl á það. Unniö er að því aö dæla sjó úr pallin- um, festa hann í sessi og styrkja áöur en nákvæm sérfræðileg rannsókn fer fram á honum síðar i vikunni. Er gert ráð fýrir að hún taki allt að mánuði. Alls 30 þúsund dagsverk hafa verið unnin við þessa umfangsmiklu björgunaraðgerð, þá stærstu sem um geturísögu Noregs. Tryggingarfyrirtækiö Norsk oljelor- flrkrings pool hefur fram að þessu greitt Stavanger drilling, sem átti pall- inn, alls 452 milljónir norskra króna í bætur og annan tilkostnað frá því slys- ið varð í mars 1980. Við þaö bætist hundruð milljóna kostnaður viö sjálfa björgunaraðgerðina. Forráðamenn tryggingarfyrirtækis- ins norska meta nú hvað gera skuli við paflinn að lokinni rannsókn. Til greina kemur að reyna að selja hann í núver- andi ástandi. Nokkrir aðilar hafa sýnt áhuga á aö kaupa þaö sem hugsanlega er heilt af borbúnaðinum, en einnig er rætt um aö sökkva pallinum eftir að allt nýtilegt hefur verið hirt. Einn kostur er siöan sá að höggva hann i sundur og selja í brotajám, en það mun ekki þykja fjárhagslega hag- kvæmt að s vo stöddu. -SER. Sjö MIG-orrustuþotur frá Afghanist- an gerðu sprengiárásir á landamæra- þorp i Pakistan i gær. Einn maður lét lífið og annar særðist. Var árásin gerð nærri Parachinar- héraði þar sem fjöldi flóttafólks frá Afghanistan hefur safnast fyrir. — Vörpuðu vélarnar átta sprengjum á þorpið. Utvarpið í Islamabad greindi frá þessu strax í gær og um leið var sagt að Pakistan mundi bera upp mótmæli við Sameinuðu þjóðimar vegna árás- arinnar. Þykja Pakistanar ætla aö bregða fyrr og harðar við en þeir hafa hingað til gert, sem bendir til þess að stjórnin í Islamabad telji sambúð ríkj- anna orðna svo slæma að ekki sé við bjargandi. A fyrstu sex mánuöum ársins hefur Pakistönum verið sýndur yfirgangur við Iandamærin alls 33 sinnum og stjórnarher Afghanistans farið jafnoft yfir landamærin inn í Pakistan. Stjóm- in í Islamabad hefur jafnan mætt því með þögninni á meðan staðið hafa yfir viðræður við stjórnina í Kabúl um póli- tiska lausn Afghanistanmálsins. Þessar viðræður hafa farið fram i Genf með milligöngu Sameinuðu þjóð- anna en virðast nú komnar í strand eftir að þriöju lotu þeirra lauk í júni án nokkurs árangurs. Loftárásin í gær þykir grófasta brot- ið á Pakistönum af hálfu Afghana síðan herþyrlur réðust á tvo áætlunar- bíla, tvö þorp og eina landamæravarð- stöð i Pakistan í desember 1981. Pakistan hef ur veitt þrem milljónum flóttamanna viötöku frá Afghanistan síðan Sovétrikin geröu innrásina í landið í desember 1979. Margt þessa fólks hefst við i flóttamannabúöum meðfram landamærunum. Eftir Kurramdalnum í Parachinar snúa margir múslimar aftur til skæruhern- aðar í Afghanistan. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Ólafur B. Guðnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.