Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 43
DV. MÁNUDAGUR19. SEPTEMBER1983. 43 Sandkorn Sandkorn ^ Sandkorn Gunnar Gunnanuon tagtH sögu af „Jtpamaðl" maO út- boðf. Útboð á þjón- ustu Þaö hefur vart fariö frain- hjá nokkrum mannl á Is- landi að hið opinbera hyggst spara í rekstri sínum, og hafa hagspekingar einkum rœtt um útboð á þeirri þjón- ustu sem hlngað til hefur verið veitt af Þvottahúsi rik- isspítalanna og eldhúsum. Ekki eru allir á eitt sáttir um þetta mái og sérlega munu starfsmenn þeir, sem unnið hafa hjá spítölunum við þessi verkefni, hafa áhyggjur af. A vinnustaðafundi með fulltrúum verkalýðsfélaga sem haldinn var nýlega sagðl Gunnar Gunnarsson, framkvœmdastjóri Starfs- mannafélags ríklsins, sögu af því hvernig farið gæti eft- ir slíkar sparnaðarráðstaf- anir: Fyrirtæki sem fékkst vlð öryggisgæslu gerði Þjóð- minjasafni og Árnastofnun tilboð um gæslu á fomminj- um og handritum. Það tilboð var hagkvæmt, svo að starfsmönnum sem gegnt höfðu því starfi, var sagt upp, en þelm þurfti að greiða sex mánaða laun áður. Ári síðar, þegar endumýja átti samninga um öryggis- gæslu, kom í ijós að allur tU- kostnaður hafði hækkað ótrúlega i millitíðinni og skyndUega varð gamla fyrir- komulaglð mun hagkvæm- ara. Þvi urðu forsvarsmenn stofnananna að leita aftur tU fyrra starfsfólks og biðja það að koma tU starfa að nýju. Þar mætti spara! Það hefur lengi verið hefö- bundið og á stundum tima- frekt verkefni lögreglu- þjóna að elta Ieynivínsala. Nú er það orðinn dauflegur velðiskapur þvi að leynivín- sala mun hafa dregist mjög saman upp á siðkastið og kenna menn þar um því, að vinveitingastaðlr hafa nú op- ið lengur svo að fólk er síður vinþurfi þegar þaö kemur heim eftlr danslelki. Þó slá vorir sívakandi lög- regluþjónar ekki slöku við, heldur vakta þeir leynlvín- söluna af miklum móð. Þannig munu um hverja helgi vera á ferð um bæinn tveir eða þrír bílaleigubílar, hver þeirra með tvo lög- regluþjóna innanborðs og fylgjast með ferðum grun- samlegra manna. Þrátt fyrir þessa miklu árveknl i starfi, bera þeir lítið úr býtum, og er fullyrt að siðustu fjórar vikur hafi þeir baft eina brennivinsflösku upp úr krafslnu, og er þá dýr hver tvöfaldur sjússinn úr hennl, ef reiknað er með útlögðum kostnaði. Hér mætti eflaust spara á þessum þrengingatimum. Sjávarútvegsbæn Jónas Blöndal, ritstjóri Ægis, er orðlnn svo úrkula vonar um að ráðamenn i sjávarútvegi muni bera gæfu til að nýta sér þekkingu, vís- indi og skynsemi við stjórn- un sjávarútvegsins, að hann sér þeim ekki annað til bjargar en bænina, nánar til tekið bæn alkóhólista, sem hljóðar svo: „Guð gefi mér æöruleysi tU að sætta mig vlð það sem ég fæ ekki breytt, kjark tU að breyta því sem ég get breytt og vlt tU að greina þar á milii”. Jónas lætur notkunarreglur fyigja i nýjasta hefti Ægis: „Mér finnst að þeir, sem ráða málum i sjávarútvegi ættu að læra þessa bæn og fara með hana við og við.” Nýjung S tónlist HaUbjörn Hjartarson, „country” söngvari er uú meðal vinsælustu tónUstar- manna þjóðarlnnar. En það er vert að benda á að ekki einasta er hann brautryðj- andi í „country” tónUst hér á landi, heldur hefur honum tekist að umskapa það tón- listarform svo að það hæfir betur isienskum aðstæðum. Þannig hefur hann fyrstur manna í heiminum samið og sungið „country” sjómanna- lag! i mii avwNfWWiyVK Sjúkrafæðí? „Pétur i Aski að fá sjúkra- fæðið?” spyr ÞjóðvUjinn i stórri fyrirsögn á forsíðu fimmtudagsblaðsins i siö- ustu viku. Þarna sýnir Þjóð- vUjinn lofsverða umhyggju, að sjálfsögðu, en hitt' vissum við ekld að Pétur væri veikur. Umsjón: JóhannaS. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir NÝJAR KVIKMYNDIR: Fyrir um það bil tuttugu árum var vinsæil sjónvarpsþáttur í Bandaríkj- unum er fjallaði um undarleg fyrir- brigði, kaUaðist hann TwiUght Zone og gekk í nokkur ár og þótti með því betra er sást á skjánum vestanhafs. Sá er átti heiðurinn af þessum þáttum var Rod SerUng, kom hann fram í byr jun hvers þáttar og kynnti efnið hverju sinni á sér- kennilegan hátt. Rod Serling lést 1975 aðeins fimmtugur að aidri. Nú hafa tveir þekktir bandarískir leikstjórar gert kvikmynd tU heiðurs þessum þáttum og nefnist myndin að sjálfsögðu TwUight Zone. Leikstjór- amir em Steven Speilberg og John Landis. Myndinni er skipt niður í fjóra sjálfstæða hluta og leikstýra þeir hvor sínum, en hinum tveim leikstýra George MiUer, sem aðal- lega er þekktur fyrir leikstjórn sína á Mad Max myndunum tveimur og Joe Dante, en hann hefur gengið í skóla hjá hinum þekkta hryUingsmynda- framleiðanda og leikstjóra Roger Corman. Sá er á mestan þátt í gerö handrits af Twilight Zone er Richard Mathe- son, en hann starfaði mikið meö Rod Serling við gerö sjónvarpsþáttanna. Leikarar em margir og þekktir, þó engar stórstjömur komi þar fram. Er þar fyrst aö telja Vic Morrow, en hann iést af slysförum viö gerö þess- Scatman Crothers, sitjandi fyrir mMri mynd, leikur aðalhlutverkið i þeim hluta myndarlnnar er Steven Spielberg lelkstýrir. Scatman, sem er einnig þekktur lagahöfundur, samdi lag meöan á kvikmyndatökunnl stóð og nefnist það A Remarkable Young Man og mega lesendur geta við hvern er átt. arar myndar ásamt tveimur börnum þegar var veriö að kvikmynda atriöi þar sem þyrla kom við sögu. Aðrir leikarar eru Dan Aykroyd, Scatman Crothers, John Lithgow, Kathleen Qunlan og Albert Brooks. Það er ekki að efa að TwiUght Zone á eftir aö vekja mikla athygli, ekki hvað síst vegna j>ess að „undra- drengurinn” Steven Spielberg kem- ur við sögu, en einnig vegna þess aö þarna er á ferðinni kvikmynd, skipt i fjóra sjálfstæða hluta, um forvitni- legt efni stjórnað af fjórum hæfi- leikamiklum leikstjórum. HK Twilight Zone varð siðasta kvikmynd Vlc Morrows, en hann lést af slysförum við gerð myndarinnar. Hann ieikur aðalhlutverkið i fyrsta hlutanum, sem stjórnað er af John Landis. Kvikmyndir Kvikmyndir RYÐVÖRN sf SMIÐSHOFOA 1, S 30945 BlLARYÐVÖRN UNDIRÞVOTTUR MÓTORÞVOTTUR NÝTT Mikið úrval af bóm- ullargarni og alullar- garni. AUK ÞESS MIKIÐ ÚRVALAF PRJÚNUM SMÁVÖRUM TILBÚNUM DÚKUM OG SMYRNA. Stórhnútað garn, acryl, bómull. HhR - STÚDÍÓ sfmi 74460 ÞANGBAKKA 10 (í MJÓDD) PÖNTUNARSlMI 74460 Permanent, litanir, kiippingar, blástur, stripur, næring, lagningaro.fi. HÖFUMEiNNiGÁ BOÐSTÓLUMHIHAR FRÁBÆRU JURTASNYRTIVÖRUR FRÁ BOOTS og veitum leiðbeiningar um valáþeim. N°7 Kreditkortaþjónusta N°7 SJÓIM ER SÖGU RÍKARI. PÓSTSENDUM DA GLEGA. HOF - INGÓLFSSTRÆT11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.