Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 6
6 DV. MANUDAGUR19. SEPTEMBER1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Raddir neytenda: „Fletti DV á meðan suðan kemur upp” Tæknin og matmálstímar f jölskyldunnar Kæru umsjónarmenn neytendasíöunn- ar. Eg er ein þeirra sem oftast les neyt- endasíöuna og finnst hún oft ansi fróö- leg. Fyrsta september sl. var uppskrift of ofnbökuöum fiski á síðunni, sem ég vii þakka kærlega fyrir. Á mínu heim- ili borðum við mikinn fisk og allar fisk- uppskriftir vel þegnar. Ég sá aö þennan ofnbakaöa fiskrétt gæti ég sett í örbylgjuofninn og matreitt á átta mínútum eöa svo. En þaö er örbylgju- ofninn sem mig langar til aö gera aö umtalsefni. Fyrir rúmu ári fengum viö okkur einn slíkan ofn. Viö hjónin vorum oft búin aö ræða vandamál sem hér var á heimilinu í sambandi viö máltíöir. Á meðan bömin voru yngri gátum viö haft fulla stjórn á matmálstímum fjölskyldunnar. En eftir því sem böm- in eltust varö þetta erfiöara viðureign- ar. Iþróttirnar settu allt úr skoröum. Matur hér á borðum frá klukkan sex á kvöldin til hálf eilefu. Vora allir heimilismenn argir yfir þessu fyrir- komulagi.. Viö hjónin vorum ekki tilbúin aö draga okkar matartima fram eftir kvöldum og börnin vora heldur óhress yfir því aö fá alltaf upphitaöan mat. Þetta vandamál er úr sögunni núna. Þökk sé tækninni. Nú eldum viö þegar við komum heim, stundum með „gamla laginu” og stundum meö því „nýja”. Þegar svo þeir, sem vora f jarstaddir þegar máltíöin fór fram, koma heim, er látinn skammtur á disk og hitað í 1— 2 mínútur í örbylgjuofninum. Og maturinn er eins og nýlagaður. Fiskréttur í örbylgjuofninn Um leiö og ég þakka aftur fyrir áður- nefnda uppskrift ætla ég aö launa með annarri. Þaö er fiskréttur og auðvitaö fyrirörbylgjuofn. Fiskflök (roðdregin) um 800 g skorin í bita og látin í eldfast fat (með loki). Krydda aöeins meö McCormick seafood kryddi (1/4 tesk.). Fatiö látið í örbylgjuofninn, á mesta straum í fimm mínútur. A meðan laga ég Hollandise-sósu úr einum pakka. Saman viö sósuna set ég blandaö grænmeti úr hálfri dós. Nota einnig vökvann úr dósinni til aö jafna sósuna. Þaö stendur vanalega á endum aö ofninn hringir þegar ég hef lagað sós- una. Þá helli ég sósujafningnum yfir fiskinn og stilli ofninn á þrjár minútur. Þar meö er rétturinn tilbúinn. Ég ber soðnar kartöflur meö fiskrétti þessum. Mitt fyrsta verk, þegar ég kem heim úr vinnunni á daginn, er aö setja kartöflur í pott og fletta DV á meðan suöan er að koma upp. Kistubrauð Nú ætla ég að venda mínu kvæði í kross og ræða örlítið um brauð og verf á þeim. Sumar húsmæður segjast ekki haff efni á að kaupa „góð brauö” nema un helgar. Þetta finnst mér undarlegt. É( kaupi aldrei visitölubrauö en kaupi allskonar ,,dýr” brauð með afslætti upp úr frystikistu þeirra hjá Nýja kökuhúsinu. Með því móti get ég alltaf haft margs konar brauö á borðum. Ég kanna hvað er i kistunni þeirra og kaupi svo það sem mér líst á fyrir vik- una og færi í mina kistu. Og svo læði ég einu alveg nýbökuðu brauði meö öðra hvoru. Oftast er brauðreikningur heimilisins upp á 259—300 krónur á viku. fjórir í heimili). Þaö getur veriö að þetta sé mikið, um það get ég ekki Margir neytendur eru liklega sama slnnls og Ingibjörg bréfritari, verö á marmelaði er orðið „skolli" hátt. Bf við náum í ódýrar appelsínur getur það borgað sig aðsnúa sór að einu góðu heimalöguðu marmelaði. OVmynd: EÓ. dæmt, en þetta er þaö sem mín budda leyfir. Nú langar mig til að biöja um einn greiöa. Væri ekki mögulegt að birta eina uppskrift aö góöu appelsínu- marmelaði, sem handhægt væri aö laga? Það er oröiö svo „skolli” hátt verö á marmelaði í búöunum. Svo þakka ég f yrir veittan f róðleik. Ingibjörg. Kistubrauð og marmelaði Við þökkum Ingibjörgu kærlega fyrir bréfið. Uppskrift hennar veröa lflclega margir örbylg juofnaeigendur fegnir aö fá í hendur. Uppskrift af ofnbökuöum fiskrétti sem birtist hér nýlega í blaöinu og gerð er aö um- talsefni í bréfi Ingibjargar er einnig prýöisgóð fyrir „nýju aðferöina” með örlitlum breytingum þó. Við teljum okkur hafa numið þann fróðleik varðandi matreiðslu í ör- bylgjuofnum að ekki sé ráðlegt að salta matinn áður en hann er látinn í ofninn. I okkar uppskrift er sagt að fiskinn eigi aö salta áður en hann er látinn bakast í ofninum. Þessu breyta þá þeir sem hyggjast nota ör- bylgjuofn (og eiga uppskriftina) og geta þá notað sama krydd og Ingi- björg nefinir i sinni uppskrift. Ingi- björg gerir einnig að umtalsefni verö á brauöum. Viö verðum aö játa að viö eram í þeim hópi sem kaupum aöeins vísi- tölubrauð hvunndags og „spáum” svo í „þau betri og dýrari” um helg- ar. Okkur finnst muna nokkuð miklu á verði á heilhveitibrauði (500 g) sem kostar rúmar fimmtán krón- ur og svo sem dæmi þriggja korna brauði sem er á bilinu frá 29 krónum og sums staðar á rúmlega 30 krónur. Reyndar þá aöeins þyngra brauð en heilhveitibrauðið. Um frystikistu bakarísins hennar Ingibjargar vissum viö ekki, en hringdum þangað til að kanna verð á „kistubrauðunum” Nýja Kökuhúsið selur brauö ó nokkrum stöðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Á tveim- ur þeirra í Kópavogi og Hafnarfirði hafa þeir frystikistur frammi í bakariunum. I kistumar er dags- gamalt brauö látið aö kvöldi og falt meö afslætti næstu daga meðan birgðir endast. Hjá Nýja kökuhúsinu í Kópavogi (Hamraborg) fengum við þær upplýsingar að frystu brauðin væra seld með 25% afslætti en hjá sama fyrirtæki í Hafnarfiröi eru kistubrauðin seld með 10% afslætti. Á báðum stööum era ófrosin dags- gömul brauð seld á hálfvirði. En eflaust nýta margir sér þennan möguleika og kaupa kistubrauðin, sérstaklega Kópavogsbúar. Við þökkum Ingibjörgu fyrir ábending- una. Þá er það greiðinn. Viö eigum nokkrar uppskriftir af appelsínu- marmelaði, þær koma úr ýmsum áttum. Við birtum nokkrar, látum Ingibjörgu eftir að velja úr. Appelsínu- marmelaöi I. 500 g appelsínur 250 g sitrónur llítrivatn sykur Ávextimir era þvegnir og skornir i tvennt. Steinarnir teknir úr þeim. Síöan eru ávextirnir skomir í þunnar sneiðar (það má svo sem alveg byrja á því strax að skera ávextina í sneiðar...) Sneiðarnar lagðar í skál og vatninu hellt yfir. Látiö standa í sólarhring. Ávextir og vatn vigtað og lótið jafnmikið magn af sykri saman við. Soðið í ca eina klukkustund. Hrært vel í og passað aö ekki brenni marmelaðiðviö. Hellt í heitar, hreinar krakkur eöa glös og viðeigandi róöstafanir gerðar með lokun, hvort sem notaður er sultupappír, plast- eða állok. Gamalt húsráð er aö leggja hringklipptan pappír, vættan í benzó- súrri natrónupplausn ofan á marme- laöið (eða sultuna). Það veitir vemd gegn myglu og dregur úr uppgufun. Hrátt appelsínu- marmelaði II. 1 greipaldin 2 sítrónur 3 appelsinur sykur Avextirnir þvegnir, skomir og steinar fjarlægöir. Síðan eru ávext- irnir hakkaðir í hakkavél. Maukið vigtað og jafnmiklu magni af sykri biandað saman við. Hrært í þar til sykurinn er runninn. Og síðan sett í glös eða krukkur. Appelsínu- marmelaði III. 1 kg appelsínur eða blandaðir sítrusávextir (appel- sinur, sítrónur og greipaldin) 750—850 g sykur vatn 1—2 tesk. sitrónusýra Ávextirnir eru þvegnir, skomir niður (steinar f jarlægðir) og hakkað- ir i hakkavél. Maukið látið í pott og 4 dl af vatni. Soðið við vægan hita (undir loki) í 15—20 mínútur eftir að suðan kemur upp. Sykrinum bætt útí pottinn og hrært í þangað til sykurinn er bráðinn. Sjóðið þá maukið í opnum pottinum við fremur snarpa suöu í 20—30 mínútur. Sítrónusýran hrærð út með 1 teskeið af vatni og blandaö saman viö maukiö um leiö og pottur- inn er tekinn af hitanum. Siöan taka glösin við. Appelsínumarmelaði IV 1 kg appelsínur 1 sítróna llítrivatn 1,7 kg sykur 2—3 tesk. vínsýra Að loknum þvotti og niðurskurði ávaxtanna í sneiöar eru kjarnamir (steinamir) teknir úr og settir í lítinn grisjupoka. Avaxtasneiöamar settar í pott ásamt grisjupokanum með kjörnun- um í. Vatninu hellt yfir. Lok sett á pottinn og látið standa í einn sólar- hring. Þegar þetta hefur svo veriö soöiö í u .þ.b. 45 minútur næsta dag er sykur- inn látinn saman við og soðið aftur í jafnlangan tíma. Hrært í af og til. Grísjupokinn fjarlægöur. Saman við maukið í pottinum er uppleystri vín- sýrunni (leyst upp í köldu vatni, örlitlu) blandað. Þegar marmelaðið er komið i hreinu glösin og krukkurn- ar er bara að gæta þess að geyma það á dimmum og köldum stað. -ÞG OPIÐ TIL SJÖ1KVÖLD MÁNUDAGA - ÞRIÐJUDAGA - MIÐVIKUDAGA Yörumarkaðurinn hf. eiðistorg/u

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.