Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 16
DV. sflSfð^lSÍFS^^ffiíl^^'Ííéí? '1 rr 16 Spurningin Hvað er framundan hjá þór í* vetur? (Spurt í Vestmannaeyjum). Htldur Gisladóttir snyrtitœknlr. Ég mun vinna í fiski í vetur og ætla líka aö æfa handbolta með IBV. Við reynum aðstandaokkur vel. Einar Ottó Högnason vélvlrki. Það er sama púlið, við Friðfinnur Þórari verðum saman á Old boys æfingum í vetur, það verður létt yfir þvi. Elisabet Elnarsdóttir, b.h. Það er fljót- svarað, það er bleiuþvottur framund- an. Þaö bendir allt til þess. Jón Vigfússon, fyrrv. skipstjóri. Mér finnst hneyksli aö kaupa rækju af Rússum þegar viö höfum nóg af skip- um til veiöanna sjálfir. Einar Friðþjófsson kennari. Það er fyrst og fremst kennslan, ég ætla einnig að þjálfa 6. flokk peyja hjá Tý j og líst mér vel á þaö. Lflja Garðarsdóttir, b.h. Það er þetta venjulega, hugsa um heimilið. Eg ætla að sleppa íþróttum í vetur og reyni heldur næsta vetur. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Um greiðslu sparimerkja Móðir hringdi: Mig langar að spyrjast fyrir um hvaöa reglur gilda við útborgun sparimerkja til skólafólks. Eg á tvö börn sem nú eru að hefja nám í menntaskóla og þurfa tilfinnanlega á peningum að halda vegna kaupa á bókum og annars sem til þarf við skólagöngu. Hjá veðdeildinni fengu þau þær upplýsingar að sparimerkin yrðu ekki greidd út fyrr en eftir 6 mánuöi. Er þetta rétt? Væri ekki eðiilegt að borga skólafólki þessa peninga þegar það þarf mest á þeim að halda? drekka Jóhann Hlíðar Harðarson, formaður nemendaráðs Fjölbrautaskólans í j Brelðholti, hrtngdi: : Mig langar að spyrja, á vegum nemendaráösins, hvort veitingahús hafi leyfi til að neita gestum um aö fá vatn í glas á barnum ? Þetta átti sér staö á dansleik skólans sem haldinn var i veitinga- húsinu Sigtúni hér í bæ, Svar: DV hafði samband viö Sigmar í' Sigtúni. Hann kvað veitingahús hafa leyfi til að neita mönnum um vatn og engar ákveðnar reglur væru gildandi í þessu sambandi. Astæðan fyrir þessu væri m.a. sú að hægt væri að fá vatn víðar en á bamum. Starf þjónanna fælist ekki í því að gefa vatn. Kaup þeirra miðaðist við ákveðnar prósentur af sölunni. Til er heimild fyrir því að selja vatn og gæti orðið af því ef of mikill ágangur yrði í vatn á börum veitingahúsa. Hvar eru skórnir? Slgriður Sigurðardóttir frá Patró hringdi: 1 Fyrir nokkru sá ég auglýsingu í DV þar sem kona ein auglýsti aö hún tæki aö sér að gylla fyrstu barnaskóna. Eg sendi skó til þessarar konu en nú er liöinn langur timi og enn hef ég ekkert . heyrt. Mér er annt um þessa skó og vildi gjarnan fá þá aftur. Eg hef nefhilega tapað heímilisfangi ; viðtakanda. Vonandi les kona þessi þetta og væri þá gott að fá skóna aftur senda til Sigríðar Sigurðardóttur, Brunnum 6, Patreksfirði. Svar: Hjá lánadeild Húsnæðis- málastofnunar rikisins fékk DV þær upplýsingar að greidd væru út sparimerki til skólafólks sem hefur verið yfir 6 mánuði í skóla á árinu. Það þýðir að þeir sem nú hefja nám fá flestir greidd út spari- merkin um næstu mánaðamót ef þess eróskað. Vinna erlendis? Þrjár stelpur í Kópavoginum skrifa: Við erum hér þrjár stelpur í Kópavoginum. Okkur langaðitil að vita hvort þaö er einhver skrifstofa eða fyrirtæki hér á landi sem út- vegar ungu fólki sumarvinnu erlendis t.d. við barnapössun eða þess háttar. Ef einhver veit um svona stað hér á landi er hann vinsamlega beðinn um að svara okkur hér á siðunnL Sfysið verður og alllr hrista hausínn. . Bflst jóri góður hvar er ábyrgð þín? 3620—9216 hringdi: Ég og dóttir mín, 5 ára, vorum stödd fyrir nokkru í miðbænum í Hafnar- firði. Dóttir mín gekk spölkorn á undan mér og kom að gangbraut. Hún leit til beggja hliða en bílamir brunuðu fram- hjá eins og ekkert væri, engum datt í hug aö stoppa. Þetta var bara bam., Hvað hugsar barnið? „Eg reyni bara að hlaupa yfir, það stoppar hvort eð er enginn.” Slysiö verður og allir hrista hausinn og kenna kerfinu um. Bilstjóri góður! Hvar er þín á- byrgð? Att þú ekki að stoppa svo barnið komist yfir? Ég bið þig, bílstjóri góður. Hugsaðu, vertu hrein-. skilinn við þig og aðra. Mundir þú vilja hafa barniö þitt út í umferöinni þar sem allir keyra eins og þú ? Nemendur í Fjölbrauta- skólanum íBreiðholti: Fengu ekki vatn að ' ■ =- ■■ ' Það er víst vissara að vo/Ja sér rétta dýnu, fyrir bakveika. Góð þjónusta J.A. (5068—7961) skrifar: Eg keypti fyrir ca. 5 árum hjóna- rúm af Ingvari og Gylfa, Grensás- vegi. Vegna bakveiki var ákveðið að velja stífar dýnur. Eftir að hafa dvalið nýlega erlendis og sofið í þremur mis- munandi gerðum af rúmum, kom það í ljós að dýnur af mýkri gerðinni voru mun heppilegri en stífar og veittu jafnframt betri hvíld. Þegar heim var komið var haft samband við Ingvar og Gylfa og leitaö ráða hjá þeim. Þeir buðust til að ná i gömlu dýnumar og mýkja þær og senda samdægurs aftur til baka. Þetta gerðu þeir fúslega og án þess aö til greiöslu kæmi. VELHJOLISTOLIÐ Ingþór Sveinsson, hafði samband: Það var heldur dapurlegt er ég uppgötvaöi að vélhjóli mínu hafði verið stolið. Ég er algjörlega háður þessu hjóli vegna vinnu minnar. Vélhjólið er af geröinni Suzuki ST125 (N—577)ogblátt aðlit. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um þetta mál eru beðnir að hafa samband við Ingþór Sveins- son, Bergstaðastræti 57 Reykjavík. Tapaöi úrinu sínu — ístimpingum 5881—4075 skrifar: Þann 2. sept. sl. var ég staddur í Þórscafé. Þar sat ég í góðu yfirlæti á annarri hæð hússins. Veit ég ekki fyrr en bláókunnugur maður ræðst á mig og rífur mig á fætur. Eg brást hinn versti • við og urðu úr þessu smástimpingar. Stuttu seinna varð ég þess var aö ég hafði tapaö úri mínu, af ATLANTIC gerð. Og það líklega í þessum stimp- ingum. Eg frétti að þýskur fararstjóri, sem staddur var þarna, heföi fundið úrið. Ég vil vinsamlegast biðja hann að skila mér úrinu. Síminn hjá mér er 79137 eftirkl. 18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.