Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Side 18
18 DV, MANUDAGUR19. SEPTEMBER1983. BREIÐHOLTI SÍMj 76225 Fersk blóm daglega. MIKLATORGI. jSIMI 22822 GORI88 viðarvörn er í sérflokki Önnur fúavarnarefni slettast og drjúpa Það slettist hvorki né drýpur með GORI 88. GORI 88 viðarvörn er í sérflokki Endist sérstaklega vel — og það mun verða langt þangað til að það þarf að fúaverja aftur. Það má nota GORI 88 yfir hvaða fúavörn sem er. Með GORI 88 er hægt að lýsa dökku litina sem fyrir eru. Prófið nýja liti í ár. .©/GORI’ Einbýlishús í Fuglaf irði í Færeyjum FlatarmálllOferm á tveimur hæöum. til solu. Verð aöeins 530.000 d. kr. Næg atvinna. Uppl. í síma 90-4542-44777 á kvöldin. Japönsk vísinda stöð á íslandi — Tokai-háskóli rannsakar jarðfræði, umhverfisþætti og menningu hér Tokai-háskólinn japanski, sem er i Tokýo, hefur nú sett upp rannsókna- stofnun á Islandi, sem starfrækt verður í a.m.k. eitt til tvö ár og er til húsa að Melabraut 69 á SeltjarnamesL Rannsóknir skólans munu í fyrstu beinast að jaröfræði, síðan að umhverf- isþáttunum og menningu. Þess vegna verður jarðvísindamaðurinn dr. Asai fyrst um sinn hér, en hann er mikill að- dáandi Siguröar heitins Þórarinsson- ar jarðfræðings. Dr. Asai hefur gefið út einu islensku bókina svo vitað sé, á japönsku. Hún er örnefnatal. I tilefni af opnun stöðvarinnar hér færði hann ekkju dr. Sigurðar Þórar- inssonar gjöf, sem Sven, sonur þeirra hjóna, veitti viðtöku. Japanimir starfa í samvinnu viö is- lenska vísindamenn og hafa fengiö átta rannsóknaleyfi hjá Rannsókna- ráði ríkisins. Mun Rannsóknaráð fá af- rit af öllum niðurstöðum, svo sem venja er til. Þá munu birtast greinar frá Islandi í hinu vandaða tímariti Newton, sem gefið er út í 400 þúsund eintökum í Japan og hefur talsverða útbreiöslu víðar. Síöast en ekki síst mun þessi rann- sóknastöð tengja okkur Evrópustöð há- skólans, sem er i Kaupmannahöfn. Sú stofnun sér m.a. um nemendaskipti Evrópubúa og Japana, þannig að nem- endaskipti á milli Japans og Islands geta nú orðið að raunveruleika. Um stofnunina fara hverskyns upplýsinga- kynntist dr. Sigurði Þórarínssyni og verkum hans. Hér ræðlr hann við Sven Þ. Sigurðsson, reiknifræðing, son dr. Sigurðar, i hófi sem Japan- irnir hóidu við opnun rannsóknastöðvarínnar. D V-mynd Heigi. skipti og þar em haldnar margvíslegar ráðstefnur, sem kann að verða heppi- legur vettvangur fyrir Islendinga til að kynnast japönskum málefnum nánar. Tokai-háskólinn var stofnaður 1942 og er að því leyti frábragðinn Háskóla Islands aö á hans vegum eru öll mennt- unarstig í boði allt frá forskóla barna til háskólamenntunar í öllum visinda- greinum og til víðtæks rannsókna- starfs. Agúst Agústsson, markaðsstjóri Farskips, og Jónas Aðalsteinsson eiga veg og vanda af undirbúningi að komu hinna japönsku vísindamanna. -GS. Jm a msmRi i* v m&ft m WBBmmk Minnisvarðinn er reistur við topp Fjarðarhelðar, Seyðlsijarðarmegln. Hann er úr stuðlabergsdröngum og é að tékna brautryðjanda. DV-mynd: Bjarnelifur. Seyðisfjörður: Brautryðjandinn minnisvarði um Þorb jörn Arnoddsson, ferðagarp á Seyðisfirði, afhjúpaður Minnisvarði um Þorbjörn Amodds- son, fyrrum fjallabílstjóra á Seyðis- firöi, sem reistur hefur verið við topp Fjarðarheiðar, Seyðisfjarðarmegin var afhjúpaður og vígður formlega síö- astliðinn sunnudag. Er við DV-menn voram á ferð um Austfirði fyrir rúmlega mánuði tókum við myndir af minnisvarðanum, sem var f uúgerður seinni partinn í sumar. Byrjað var á varðanum fyrir tveimur árum. Hann er byggöur úr stuðlabergsdröngum ofan úr Hjalta- staðaþinghá, Fljótsdalshéraði, og á að tákna brauðryðjanda. Á honum stendur: „Þessi varði er reistur af Seyðfirðingum til minning- ar um ferðagarpinn Þorbjörn Amodds- son. Hann var brautryðjandi vetrar- ferða yfir Fjarðarheiði. Fæddur 13.3. ’87 og dáinn 31.8. ’76.” Það var dóttir Þorbjöms, Pálína, sem afh júpaði minnisvarðann. Þorbjöm Arnoddsson hélt í mörg ár uppi ferðum yfir Fjaröarheiði og bjó lengst af ævi sinnar á Seyðisfirði. Hann var fyrsti maðurinn sem ók á snjóbíl yf ir F jarðarheiði. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.