Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 9
ffEnsk
gœdavara
Keitöal
Höfurn mikid úrval af fallegum
gjafavörum úr ensku postulíni og
kristal.
Einnig matar- og kaffistell
postulíni og leir, fallegar vörur úr
eldföstum leir sem þola jafnt frost
sem mikinn hita.
Bökunarform og fleira fyrir örbylgjuofna. Borðdúka
og servíettur.
Heimsþekktar vörur á mjög hagstœdu verdi.
Opið föstudaga til kl. 19 og laugardaga kl. 10— 12.
Hverfisgötu 105, simi26360.
Hýja húsiö á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar.
Sviss:
Kosningar
án breyt-
inga
Þingkosningar í Sviss fóru fram um.
helgina og urðu litlar breytingar á
valdahlutföllum á þingi, þó gætti
smávægilegrar sveiflu til hægri. Ekki
er búist við að samsetning svissnesku
ríkisstjórnarinnar breytist eftir
kosningarnar.
Þegar þrír f jórðungar atkvæða höfðu
verið taldir hafði Róttæki flokkurinn,
sem er, íhaldssamur, unnið tvö þing-
sæti í neðri deild þingsins og þrjú í efri
deild. Sósialistar, sem hafa átt við
innanflokkságreining að stríða, töpuðu
þrem þingsætum í hvorri deild.
Tveir litlir hægri flokkar græddu
fylgi á ótta við að 900 þúsund út-
lendingar, sem búsettir eru í Sviss,
myndu hafa störf af innfæddum. Búist
er viö að þeir fái sex þingsæti nú, en
höföu þrjú. Og flokkur umhverfis-
vemdarmanna jók þingstyrk sinn um
helming og hefur nú tvo þingmenn.
Kosningamar hafa sýnt trausta
stöðu flokkanna fjögurra sem hafa
stjórnað landinu síðan 1959. Ekki er
búist viö að ríkisstjóm flokkanna f jög-
urra, Róttækra, Sósíalista, Kristilegra
demókrata og Þjóðarflokksins taki
breytingum , eftir kosningarnar.
Kosningabarátta þótti með af-
brigðuma bragðdauf og kjörsókn sú
minnsta nokkru sinní, eða 45%. Enda
hafa hin evrópsku vandamál verð-
bólgu og atvinnuleysis ekki komist yfir
svissnesku landamærin.
LANGAR ÞIG AÐ FORRITA OG SPILA ÞITT EIGIÐ
Þá er orgel frá CASIO rétta hljóðfærið fyrir þig
Leika má hvaða lag sem er með að-
eins einum fingri. . . Engin sérstök
þjálfun nauðsynleg
LAG?
VL-1: K 2.100.00 kr.
Nótnaborð með 29 lyklum. Hljómval: Píanó, fiðla, flauta, gítar og „fantasy". ADSR-möguleiki: Þú getur
búið til hljóð að vild. Innbyggðir eru tíu taktar: Mars, vals, 4-beat, sveifla, rock, rock 2, bossanova, samba,
rúmba og beguine. Innbyggt er lag með takti: Þýskt þjóðlag. Hægt er að forrita 100 nótur í minni. Stiila
má hljómstyrk, hraða og tón. Tölva með átta stafa borði: +, —, +, x, V, % og minni + —. Hæð 3 sm,
lengd 30 sm, breidd 7,5 sm. Þyngd 438 g með rafhlöðum.
VL-5: 3.800.00 kr.
Nótnaborð með 37 lyklum og þrem tóntegundum. Hljómval: - 10- m. a. píanó, fiðla, flauta og klarinett.
Innþyggðir eru átta taktar: Rock, samþa, sveifla (swing) o. fl. Hægt er að setja 240 nótur í minni.
Sérstakur penni fylgir til að lesa lög inn á minni. Stærð 3,3 x 32 x 8,6 sm.
PT-20: 2.800.00 kr.
Nótnaborð með 29 lyklum. Velja má um sjö hljóma. Innbyggðir eru 17 taktar. Níu sjálfvirk hIjómtiIbrigði.
Hægt er að setja 508 nótur í minni. Stærð: 3,2 x 34,5 x 9,5 sm.
Hægt er að tengja straumbreyti og hátalara við allar gerðirnar. Góður leiðarvísir á íslensku fylgir. Eins árs
ábyrgð og viðgerðarþjónusta.
Gild ástæða
fyrir
bjórþambi
Bjórþambarar hafa í gegnum tíð-
ina sýnt hið mesta hugvit við aö
finna upp afsakanir fyrir að kneyfa
ölið en kínverskt brugghús hefur
slegið fram þeirri gildustu sem
heyrst hefur hingað til. Nefnilega
að framleiðsla þess geti komið í
veg fyrir krabbamein.
„Ishafs”- og „Mjallhvítar”-bjór,
sem framleiddur er í Jinan, er
sagður „næringarríkur, slökkva
vel þorsta, bæta meltinguna, örva
blóörásina og hindra krabbamein”
í auglýsingu sem birtist í Dagblaði
alþýðunnar.
DV. MÁNUDAGUR 24. OKTÖBER Í983.
Útlönd
Útlönd
Fellir Fram-
faraflokkur-
im stjórn
Schluters?
Þeir samningar um efnahags- og
skattamál sem nauðsynlegt er að ná til
þess að danska þjóðþingið verði starf-
hæft áfram, milli ríkisstjórnarinnar,
annars vegar Framfaraflokksins og
Róttækra vinstri hins vegar, virðast
vera strandaðir.
Upphaflega var rætt við jafnaöar-
menn en þeir duttu strax út úr mynd-
inni. Það lítur því út fyrir að stjórn
Poul Schliiters forsætisráðherra segi
af sér í dag og að boöað verði til kosn-
inga þann 15. nóvember. Afimmtudag-
inn var virtust samningar vera í aug-
sýn en í gær lýsti formaöur þingflokks
Framfaraflokksinms því yfir að
flokkur hans gæti ekki staðið að samn-
ingum við ríkisstjómina, en skömmu
áður hafi ríkisstjómin gert bráða-
birgðasamkomulag við Róttæka
vinstri.
Spumingin sem allt veltur nú á er
um skattalækkanir. Til aö bæta upp
opinberan spamað sem ríkisstjómin
óskar eftir. Framfaraflokkurinn vill
einkum lækka almenna skatta með því
að auka opinberan sparnað. En Rót-
tækir vinstri vilja takmarka skatta-
lækkanir sem mundu koma niður á
opinberri þjónustu.
Stjóm Schliiters hefur aðeins 66 af
179 þingsætum danska þjóðþingsins en
tveir ofannefndir flokkar hafa stutt
hana þá 13 mánuði sem hún hefur setið
við völd.
-Guðjón—Kaupmhöfn.
UMB0ÐIÐ ÞINGHOLTSSTRÆT11 V/BANKASTR. SÍMI27510.