Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 14
14 DV. MÁNUBAGTJR’24. OKTOBER1983. Stöðvum múr- og frostskemmdir ÞAKPAPPAVIÐGERÐIR SPRUNGUVIÐGERÐIR BÁRUJÁRNSÞÉTTINGAR Sprunguviðgerðir með efni sem stenst vel aikaií, sýru og seltuskemmdir — hefur góða viðioðun. 10 ára frábser reynsla. Látið fagmenn leysa lekavandamálið í eitt skipti fyrir öll. GUNNAR F.E. MAGNÚSSON MÚRARI Upplýsingar í síma 91-20623 kl. 12—13ogeftirkl. 18. Höfum skriflega yfirlýsingu margra ánægðra verkkaupenda. ■ '' ' / ÓTRÚLEGA ODYRIR KERAMIKPOTTAR Opið alla daga til kl. 21 MIKLATORGI SÍMI 22822 17 c SLETTIR RIFFLAÐIR I5 cm, 12cm, Fáanlegir í öllum stærð- um. Bensín/dísil 12/24 volt. HITARINN SEM LEYSIR VANDAMÁLIÐ í BÍLNUM OG BÁTN- UM Fullkomin viðgerðar- og varahlutaþjónusta. Eins árs ábyrgð. Samþykktur af trygg- ingafélögum og Siglinga- málastofnun ríkisins. Umboðsmenn um allt land. Skeifunni 3, Rvik. Sími 84210. Breytt stjórnarfar Á vordögum fengum viö nýja ríkis- stjórn sem sat síðan næstu 5 mán- uöina — þinglaus og nær allslaus i þrotabúinu. Veröbólgan hefur á þessum tíma sigiö um 100% og er þaö öllum lands- mönnum gleðiefni. Einu aðgeröirnar voru að taka samningsréttinn af launþegum og banna kauphækkanir. Svo lengi sem hægt er aö halda kauphækkunum fyrir neöan verö- hækkanir munu 100% glóa sem gull á borði ríkisstjómarinnar. En um leið og launþegar fara fram á meiri hækkanir en ríkisstjómin er þegar búin aö ákveða þá mun verðbólgan fara upp þar sem ekki er tekiö á nein- um öðrum veröbólguhvata en laununum. Launþegum verður því kennt um allar verðbólguhækkanir héöanífrá. Kjallarinn Kolbrún S.lngólfsdóttir „Núverandi ríkisstjóm ákvað að ekkert annað dygði gegn launþegum en vald- Nútíðin Núverandi ríkisstjóm ákvaö aö ekkert annað dygöi gegn launþegum en valdboð. Launþegar létu þetta gott heita, enda allir sammála um aö eitthvaö þurfti aö gera. Búiö er aö heilaþvo þreytta launþega og kenna þeim alfarið um veröbólguna. Þó er vitað mál aö rangar fjárfestingar, erlendar skuldir, erlend eyðslulán, gengisfellingar og útþensla stjóm- málamanna um efni fram eiga ekki mlnni þátt í verðbólgunni en kaup landsmanna. Kjósendur Kjósendur velja sér þingmenn eftir framboðslistum flokkanna til aö setja landinu lög og til að mynda ríkisstjóm. Slíkt hefur ætíö verið gert en með ámnum hafa umsvif þingmanna í framkvæmdavaldinu aukist umfram það sem eðlilegt getur talist. Árangurinn varö þó ekki sem skyldi enda leiddu of mikil ríkisaf- skipti til ósjálfstæöis fjölda at- vinnugreina. Nú sitja viö stjóm- völinn „gamalreyndir” þingmenn sem hafa séö verðbólguna magnast ár frá ári vegna mistaka í stjórnkerfi því sem viö búum viö. Áðhald þing- heims á framkvæmdavaldshafana hefur því ekkert verið enda erfitt að þjóna tveimur hermm í einu — setja lög og valsast í framkvæmdavald- inu. Breytinga þörf? Bandalag jafnaöarmanna benti á þau raunhæfu leið í vor að láta þing- menn um löggjafarvaldið og kjósa framkvæmdavaldið óháö þing- mennsku, þannig aö þingmenn gætu lagt hlutlaust mat á aðgerðir ríkis- stjórnar sem kosin yröi beint af al- menningi. Þingmenn óttuðust allar breytingar og töldu jafnvel þingræöiö í hættu. Þingræðislegt stjómarfar var þó ekki í landinu frá 23. apríl til 10. október, þar sem nýtt þing var ekki kallaö saman strax að loknum kosningum heldur vom þing- menn sendir beint heim. Kjósendur hafa því séð eftirfarandi staðreyndir í stjómarfari því sem viö höfum nú: 1. Það þarf cnga þingmenn í kring- um ríkisstjórn þar sem hún getur sett bráðabirgðalög og stjórnaö eftir þeim þar til forsætis- ráðherra þóknast að kalla þing- heim saman. 2. FramkvæmdavaldiÖ og löggjaf- arvaldið em tveir aðskildlr þættir, eins og núverandi ríkis- stjóm hefur greinilega sannað mönnum. 3. Þingræðið virðist vera til „trafala” þar sem núverandi ríkisstjóm áleit sig best geta stjómað óháð þingheimi. Gallar núverandi stjórnkerfis okkar hafa aldrei komið betur í ljós en í sumar. Kjósendur ættu því að íhuga til- lögur Bandalags jafnaðarmanna þar sem undanfarnir mánuðir sýna greinilega aö betri málsvara fyrir breyttum stjómarháttum en núver- andi ríkisstjóm getur Bandalag jafnaðarmanna varla fengið. Kolbrún S. Ingólfsdóttlr, húsméðir og félagi í Bandalagi jafnaðarmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.