Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 20
20 DV. MÁNUDAGUR 24. OKTOBER1983. JACKSON BROWNE - LAWYERSIN LOVE: SVIPUR HJA SJON Það er best að segja það strax: Jaekson Browne er eitt af gömlu á- trúnaðargoðunum. Það er því sérstök tilhlökkun þegar nýrri plötu frá honum er smellt undir nálina. Gömlu plötumar hans margar hverjar eru hreinustu perlur og snúast á fóninum hjá manni löngu eftir aö jafnaldrar þeirra hafa falliö í gleymsku og dá. Sérstaklega eru þaulsætnar á fóninum plötumar The Pretender og Late For The Sky, báöar með merkari plötum síöasta áratugar. Jackson Browne vann sér fyrst nafn, sem lagasmiður og texta- höfundur þegar kántrirokk var í hvað mestum blóma. Margir kuonir; flytjendur tóku lög hans til hljóöritunar, meöal annarra The ’Byrds, Linda Ronstadt, Tom Rush og ^síðar The Eagles, en ásamt Glenn Frey samdi Browne lagið Take It Easy sem var afar vinsælt árið 1972. Fyrsta sólóplatan kom út árið 1971 og hét í höfuöið á höfundi og síðan hafa komið út plötur frá honum á eins til tveggja ára fresti. Á ríflega tíu ára tímabili hefur Jakcson Browne ekki mikið breyst. Þegar hann var að gera sína bestu plötur jörmuöu poppgagnrýnendur í einum kór að hann væri gersamlega staðnaður og hvort sem það var fyrir þeirra orð eða annarra þá hafa tvær síöustu plötur hans veriö í áberandi léttari dúr en þær fyrri. Okkur gömlu aðdáendunum finnst þetta súrt í brotiö en því er ekki aö neita aö nýir hafa komiö í staöinn og sennilega fleiri en þeir gömlu. ; Plata frá árinu 1980, Hold Out, náði1 til dæmis prýðilegri sölu og eftir smá- skífuna Somebody’s Baby í fyrra er Browne einn fárra rokktónlistar- manna af gamla vesturstrandar- skólanum sem bætir við fylgi sitt. Titillag þessarar plötu hefur þegar gert mikla lukku og komst hátt á bandaríska listann fyrir fáum vikum og lagiö Tender Is The Night klíf ur listann heldur rösklega. En samt er Jackson Browne bara svipur hjá sjón. Eg kann ekki við hann svona. glaöhlakkalegan, hann sem var svo' yndislega þunglyndur og svartsýnn! 1 Þaö er engu líkara en bandariski' skemmtanaiðnaöurinn hafi rifið úr honum hjartað, — hvar er einlægnin og allt böl heimsins? En það verður ekki frá honum tekið að hann er flinkur lagasmiöur og sérstaklega gott skáld : (ég sakna þess að hafa ekki textablaö með þessari plötu). En hér skortir neistann og þetta nána samband miili höfundar og hlustanda sem gerir tónlist ómetanlega, — ef þér finnst hann ekki tala til þin fer hann þá ekki erindisleysu? Má vera mér lærist að skilja hann síðar. -Gsal. GULLKORN 12 af vinsœlustu lögum Magnúsar Eiríkssonar í léttum útsetningum fyrir hljómborðshljóðfœri ásamt gítarhljómum MAGNUS EIRÍKSSON Ual&g Fyrstu sex árin Það heyrir alltaf til tíðinda þegar ný plata frá Pink Floyd kemur á markaðinn, enda er hljómsveitin eitt af stærstu nöfnunum í poppheiminum og um leið njóta þeir mikillar virðingar. Þaö er metnaöarfull tónlist er frá þeim kemur og frægustu plötur þeirra Dark Side Of The Moon og The Wali eru og verða stúderaðar í náinni framtíð. Nýjasta platan frá Pink Floyd nefnist Works og er þar um safnplötu aö ræða. Eru þar lög frá fyrstu árum þeirra, byr jað á fyrsta iagi er gefið var út af Pink Floyd og endað á lögum af Dark Side Of The Moon er kom út árið 1973. Það kennir margra grasa á Work, bæði eru þar góð lög er hafa staðist tímans tönn og svo eru einnig lög er nokkuö hafa látið á sjá. Finnst mér fyrri hlið plötunnar áberandi betri. , Platan byrjar á þekktu stefi One Of These Days of Meddle er kom út árið 1971. Þetta lag er eingöngu leikið og strax á fýrstu tónunum er auöþekkjanlegt hverjir eru á ferðinni, svo einkennandi lag er þetta fyrir Pink Floyd. Næst er Arnold Layne og er þetta fyrsta lagið er kom út á plötu með Pink Floyd og er þar í aðalhlut- verki Syd Barrett er var aðalmaður hljómsveitarinnar í fyrstu og var með á fýrstu LP-plötu þeirra en eyðilagði 'sig fljótt á eiturlyfjum og varð að yfir- gefa hljómsveitina þegar allt virtist á uppleið hjá þeim. Þetta lag er dæmigert fyrir þann tíma er það kom út, árið 1967, en ekki dæmigert fyrir Pink Floyd, og hefur elst illa. Fearless er næst og er það kannski þekktasta lagið á Works, þaö er einnig af Meddle, rólegt og þægilegt með nokkuð óvæntum endi. Síðustu tvö lögin á fyrri hlið plötunnar eru svo af Dark Side Of The Moon, Brain Damage og Eclipse, tvö lög er renna út í eitt og sannast sagna eru þessi lög langbest á plötunni og verða til þess að mann langar strax til þess að setja Dark Side Of The Moon á fóninn. Seinni hlið plötunnar er minna varið í en segir þó sína sögu um þróun Pink Floyd. Set The Controls For The Heart Of The Sun er af þriðju LP-plötu Pink Floyd, A Saurcerful Of Secrets. Næst er See Emily Play frá Syd Barret tímabilinu. Síðan kemur eina verkið af Ummagumma og heitir þaö hvorki meira né minna en Several Species Of Small Fury Animals Gathered Togeth- er In A Cave And Grooving With A Pict og er það nokkurs konar stúdíóflipp sem manni virðist vera samiö undir á- hrifum frá einhverjum vímugjöfum. Sjálfsagt þótt merkilegt 1969 en orkar illa á mann í dag og er það synd að ekki skuli hafa verið valið annaö efni af Ummagumma, sem er með merkilegri plötum frá Pink Floyd. Pink Floyd sömdu á árum áður fyrir kvikmyndir og er eitt lag á Works samið fyrir kvikmyndina The Valley er það Free Four sem einnig var á Obscured By Clouds, undanfara Dark Side Of The Moon. Síöasta lagið á plöt- unni er áður óbirt lag, embryo, samið af aðallagahöfundi Pink Floyd, Roger Waters, í kringum 1976. Er það skiljanlegt að Waters skuli hafa látið lagið liggja á hillunni hjá sér. Embryo er ósköp litlaust lag og eykur lítið hróður Pink Floyd. Works er ágæt plata fyrir þá sem vilja kynnast þróun Pink Floyds fyrstu fimm árin, en það má samt sem áður margt finna að vali laganna á plötuna. Sakna ég einna mest að ekkert skuli vera á plötunni af Atom Heart Mother því að þrátt fyrir að hún verði ekki talin meö merkilegustu plötum Pink Floyd er hún með þeim skemmtilegri og svona er sjálfsagt hægt að halda áfram, hver hefur sinn smekk en þaö verður ekki annað sagt en að Works sýni vel þær breytingar er hljómsveitin fór í gegnum á sínum fyrstu árum. -HK. BYGGINGAMEISTARAR Óska eftir byggingameistara sem, fyrir fast tilboð, getur tekið að sér að skila sökklum ásamt gólfplötu að fjórum raðhúsum (öll lengjan fimm hús) fyrir 15. des. nk. Upplýsingar í síma 41944,28263. TÖLVUNÁMSKEIÐ Kópavogsbúar, Garðbæingar og ná- grannar. Tölvunámskeifl fyrir byrjendur verflur haldifl miflvikudags- kvöldið 26. október. Þafl geta allir verifl mefl. Látið skrá ykkur á grunnnámskeið fyrir 16 ára og eldri og unglinganámskeifl fyrir 11 — 15 ára i simum 43335 og 43380 á skrifstofutíma. TÖLVUMENNT SF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.