Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 16
16 DV. MANUDAGUR 24. OKTOBER1983. Spurningin 'Á kirkjan að blanda sér í friðarumræðuna? held aö hún ætti aö halda sig utan við þaö. Þetta er pólitískt mál. Sveinn Agústsson húsasmiðameistari: Því ekki þaö, mér finnst þaö ekkert óeðlilegt. Guðmundur Kristjánsson starfsmaður Aburðarverksmiðjunnar: Eg held að allir eigi aö blanda sér i hana. Maria Maack húsmóðir: Hvers vegna ekki? Hvað ætti aö vera óeðlilegt viö þaö? Nina Guðmundsdóttir húsméðlr: Já, er þaö ekki sjálfsagt? Eru kirkjunnar menn ekki helstir til aö fjalla um slíkt. Elke Ardal húsmóðir: Alls ekki. Kirkjan ætti að vera friöur. Ef fólk fer í kirkju, þarf þaö ekki friðarhreyfingar. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hvað hefur ríkisstjórn- in gert fyrír okkur? Svar: Ekkert Guðrún H. Guðmundsdóttir skrifar: Viö erum ósköp venjuleg fjölskylda. Tvö smábörn í heimili, húsbóndinn á sjó áriö um kring og húsmóðirin heimavinnandi (það er ekki viölit aö greiða um tíu þúsund á mánuöi í dag- vistun). Viö álpuðumst til aö kaupa okkur 3ja herb. íbúö í blokk sumariö ’81. Hún var tilbúin undir tréverk og fyrri eigendur (ekki verktaki) höföu því fengiö húsnæðislán. Því varö úr aö |viö fengum ekki lán hjá Húsnæöis- [málastofhun ríkisins. Viö urðum aö yfirtaka lánið sem fyrri eigendur höföu ; fengiö og láta sem það væri okkar lán, sem sagt f áum bara að borga af því. Viö greiddum útborgunina í íbúöinni meö bílnum, sparimerkjum, einu líf- eyrissjóösláni og laununum. Þaö gekk og gekk ekki. Viö vorum blönk og höföum því freistast til aö kaupa íbúðina meö verötryggöum eftir- stöövum til sjö ára, en útborgunin var 50% á árinu. Við greiddum 250 þúsund fyrsta árið. Eftirstöðvamar aö nafnvirði kr. 219 þúsund hafa blossað svo upp á rúmum tveimur árum að þær nálgast 600 þúsund krónur. Þó er búið að borga 4 sinnum af þeim. Ekki þökkum viö ríkinu að viö skul- um halda íbúðinni ennþá, það hefur aldrei lánað okkur krónu. Viö þökkum það foreldrum, Sparisjóði vélstjóra og Utvegsbankanum sem hafa reynst okkur vel í vandræðum okkar. I dag skuldum viö þessum tveimur stofn- unum kr. 129.903. Þaö er mjög svipuð upphæð og viö höfum greitt yfir- völdum í skatt á þessu ári. Af því má sjá aö góöur möguleiki væri aö spjara sig ef þau létu okkur í friöi fyrir peningaplokki. Viö vorum á Sigtúnsf undinum fræga á dögunum, afskaplega ánægö yfir framtakinu og gífurlega baráttuglöö. Okkur veitti ekki af hjálp. Stór orö féllu hjá ráðamönnum fljótlega eftir fundinn, „allir sem eru aö kaupa í fyrsta skipti og hafa keypt sl. 2—3 ár f á hjálp”. Nei, þaö var of gott til aö vera satt og sú varö líka raunin. Þeir sem keyptu íbúöir eftir áramót ’81-’82 fá hjálp. Ekki skiptir máli hvort þaö er fyrsta íbúö eöa sú tíunda. Viö sem keyptum fyrr sitjum í nákvæmlega sömu súpunni. Þeir sem keyptu ’79-’81 mega allra vegna húka úti í kuldanum og lenda á köldum klaka. Það var heppni að kaupa fyrir 79 og glópalán „ Ifið vorum á Sigtúnsfundinum fræga, ánægð yfi' framtakinu og gifuriega baráttuglöð," segir bréfritari, en er ekki ánægður með efndirnar. aö kaupa eftir ’81. Hvaö höfum viö, þrír árgangar af íbúöarkaupendum, gert svo að viö verðum aö sitja úti og horfa á gnægtirnar innan dyra? Þaö eru ekki til peningar segja stjórnvöld. Þaö eru til nægir peningar í þessu landi, en þaö kostar fórnir og þarf kjark til aö sækja þá. Er kjarkur stjórnmálamannsins svo lítill aö hann þori ekki aö blása á bákniö og bubbana á meöan hann heldur lýönum í helgreip sinni? Nú er fyrirsjáanlegt skipbrot á ólguströnd efnahagslífs heimilisins, lánsfjárlög fullnýtt og fjárlög þver- brotin eftir síðasta brotsjó kjara- skerðingar. Þá er bara aö bíöa eftir aö skipiö steyti á skeri. Ákalli okkar hefur ekki verið sinnt sem skyldi, hjálpar- sveitir mæta á staöinn og bjarga aö eigin geöþótta en aörir mega reka á land meö tvær hendur tómar eöa drukkna í stórsjó gjaldþrotsins. Þá er verknaðurinn fullkomnaður. Óréttlát lög um jólamat Jón Baldvinsson viii að ieyft verði að flytja hingað færeyskt skerpikjöt eins og við fáum að senda hangi- kjöt um allar jarðir. '< Jón Bald vinsson skrifar: I Hvers vegna mega Færeyingar, búsettir á Islandi, ekki fá sendan jóla- mat hingaö til lands á sama hátt og Islendingar senda hangikjötiö vítt og breitt umheiminn? Eg hef aldrei getað skiliö þá latínu að þaö sé í lagi aö senda kjöt frá Islandi meö það í huga aö hér hafa komið upp alls konar sjúkdómar í sauðfé. Hefur þurft aö giröa landiö þvers og kruss og fella heilu stofnana vegna smithættu. En ef Færeyingar vilja fá sinn jólamat er hann tekinn og brenndur. I Færeyjum hefur aldrei þurft aö fella fé vegna riöuveiki eöa smithættu, svo mér sé kunnugt. Þaö er eins og Islendingar séu í sérflokki hvaö þetta varöar. Frá Islandi er sendur saitfiskur sem þarf svo að sigla meö til Islands aftur vegna þess aö hann er fullur af ormum. Svo eru hafn ar verkamenn á haröa- hlaupum á eftir þorskhausum, sem senda á úr landi, vegna þess að þeir eru fullir af maðki. Eru þaö kannski lög frá 1929 sem leyfa þetta? Utlendingar, sem koma meö skipum hingað til lands, mega taka með sér mat ef þeir hafa stuttan stans. Ekki man ég betur en að fyrir nokkrum árum hafi komiö hingaö til lands færeysk skúta og að sjálfsögöu var þjóðarréttur Færeyinga um borö, skerpikjötið. Þar var Olafi Jóhannes- syni, ásamt fleiri þingmönnum, boðið um borð og þeir fengu aö boröa skerpikjöt. Er þetta ekki að mismuna mönnum? Eg segi fyrir mig aö ég er mjög sár yfir að ekki skuli vera hægt aö koma því við aö Færeyingar, búsettir á Isiandi, fái sendan jólamat frá Færeyjum. I dag eru allt aðrar aðstæöur en voru 1929. Meöferö og geymsla á mat er allt önnur og meö auknum rannsóknum ætti aö vera hægt aö fylgjast með smitberum. Frá Fær- eyjum til Islands hefur mér vitanlega aldrei komið sjúkt kjöt. Ég sendi þessa grein í þeirri von aö ráöamenn og sér- fræöingar sjái sér fært aö endurskoða þessi eldgömlu Iög þannig aö maöur fái nú einu sinni góöan jólamat, því fátt jafnast á við skerpikjöt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.