Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 42
42 DV. MÁNUDAGUR 24. OKTOBER1983. Firmakeppni Grottu í innanhússknattspymu verður haldin helgamar 29,—30. október og 5.-6. nóvember í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Upplýsingar og þátttökutilkynningar í síma 25769 (Sigrún) fyrir fimmtudaginn 27. okt. KNATTSPYRNUDEILD GRÖTTU. Rakaiastofan Klapparstíg Sími12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 Breyttar reglur um dagvistargjöld í Kópavogi: Námsmenn geta þurft að greiða fullt gjald RYÐVORN sf SMIÐSHOFÐA 1, S 30945 BÍLARYÐVÖRN UNDIRÞVOTTUR MÓTORÞVOTTUR j&?;> - • -.7 ^ ■ •:>t -ii . ... H -rtjíf HÁRGREIÐSLU STOFAN SPARTA NORÐURBRÚN2 Opið alla daga frá kl. 9—18. Fimmtudaga frá kl. 9—19. Laugardaga frá kl. 9—12. Tímapantanir í síma 31755. VERIÐ VELKOMIN. FÖGNUM LÍFI í SÓL TÍMASKEIÐS UPPLJÓMUNAR MAHARISHI MAHESH YOGI, STADDUR Á ÍSLANDI, býður lausn vandamála. í dag kl. 17.30 kynnir MAHARISHI MAHESH YOGI ðsamt þekktum visindamönnum aðferðir sínar, Innhverfa íhugun og ll-SIDHI kerfið ásamt áhrifum þeim sem þessar aðferðir hafa á heilsu og huga einstaklingsins og heil- steypta þróun samfélagsins. Öllum íslenskum vísindamönnum ásamt iðkendum Innhverfrar íhugunar og öðrum sem áhuga hafa er boðið til fundarins. FUNDARSTAÐUR: Hótel Borg í dag kl. 17.30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. „Pað er ekkert veriö að leggja þetta forgangsgjald niður, heldur aðeins veriö aö breyta gjaldheimtureglun- um,” sagöi Bragi Guðbrandsson, félagsmálastjóri Kópavogs, er við spurðum hann aö því hvort búið væri að fella niður forgangshópsgjaldið á dagvistunarheimilum í Kópavogi. Þeir sem notið hafa forgangshóps- gjalda eru einstæðir foreldrar og námsnenn. Greiða þeir 1800 krónur á mánuöi með hverju barni, en almennt gjald er 2970 krónur. Hin nýja reglu- gerð tekur gildi 1. nóvember nk. og samkvæmt henni eru námsmenn ekki lengur í forgangsgjaldshópnum. Hefur gripið um sig mikill ótti meðal námsmanna út af þessu. I Kópavogi þykir flestum þeirra nóg um aö búið sé aö skera af námslánum þeirra þótt ekki sé líka verið að krefja þá um fullt gjald fyrir böm þeirra á dagvistunar- heimilum í Kópavogi. „Þaö er ekki verið að útiloka náms- menn frá forgangsgjaldshópi með þessu,” sagði Bragi. „Það sem gerist er aö þeir þurfa nú að sækja sérstak- lega um. Einstæðir foreldrar verða eftir sem áður í hópnum og þurfa þeir ekki aðsækja sérstaklega um.” Ástæðuna fyrir þessu sagði Bragi vera fyrst og fremst þá að menn væru óánægöir með þróun á dagvistunar- gjöldum. Hefðu þau hækkað mun meira en sem nemur meðlagi, en það er nú 1553 kr. á mánuði. Dagvistunar- gjöld hækkuðu 1. september sl. en for- gangsgjaldið hefur staðið í stað. Námsmenn í Kópavogi verða nú aö sýna og sanna að þeir séu í námi og efnahagsstaöa þeirra sem sækja um verður nú könnuö. Eftir það verður ákveðið hvort þeir eiga að greiða for- gangshópsgjald eða fullt gjald á dag- vistunarheimilum þar. -klp- Reynir Björnsson, einn eigenda verslunarinnar Vinnan, ihinni ný/u versiun. DV-mynd GVA Ný verslun með vinnuföt Að Síöumúla 29 í Reykjavík hefur verið opnuö sérverslun með vinnu- fatnað og heitir hún Verslunin Vinnan. Þrátt fyrir mikla útþenslu borg-, arinnar og ný iðnaðarhverfi á þessu svæði, svo og í Skeifunni, austan Elliöaáa og víðar, hefur engin alhliöa vinnufataverslun veriö opnuð austan Hringbrautar. Verslunin mun leggja áherslu á að hafa á boðstólum allan vinnufatnað, hlífðarföt, skófatnað, öryggisskó, hlífðargleraugu, andlitsgrímur, hjálma og annað sem þörf er fyrir í flestum greinum iönaðar, þjónustu og almennrar vinnu, ásamt sportfatnaði ýmiss konar. Af fötum fyrir sérstakar atvinnugreinar, sem verslunin mun hafa á boðstólum, má t.d. nefna raf- suðugalla, málaragalla og kokkaföt. Verslunin getur einnig séð um merkingu á vinnufötum sé þess óskað. Lögð verður áhersla á að bjóða jafnt innlenda framleiðslu og innfluttar vörur. Ný mál á Alþingi: Bætur á móttöku sjónvarps fyrir Norðausturland? Þrjú mál voru lögð fram á Alþingi á fimmtudag. Ríkisstjómin lagöi fram frumvarp til laga um heimild til hækkunar á kvóta Islands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr 43,5 milljónum sérstakra dráttarréttinda sem svarar til um 1,3 milljarða króna í 59,6 milljónir sérstakra dráttarréttinda, sem svarar til tæpra 1,8 milljaröa króna. Með frumvarpinu leitar rikisstjómin heimildar til að taka þátt í áttundu almennu hækkun kvóta í Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, en kvótaaukning þessi var samþykkt af yfirstjórn sjóðsins hinn 31. mars 1983 og rennur f restur sá, er einstök aðildarriki hafa til þess aö staðfesta aukningu á kvóta sínum, út þann 30. nóvember næstkomandi. Ríkisstjórnin lagði einnig fram fmmvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjómina til að auka hlutafé Islands í Norræna fjárfestinga- bankanum um 4,4 milljónir sér- stakra dráttarréttinda, sem er sama og 130,2 milljónir króna. Er þetta vegna tvöföldunar hlutafjár bank- ans, sem stjóm hans samþykkti í fyrra að lagt yrði til við Norrænu ráöherranefndina, og hún hefur sam- þykkt. Þá lagði Steingrímur J. Sigfússon (Abl.) fram fimm fyrirspumir: Tvær til menntamálaráðherra um hvað fyrirhugað sé að gera til að bæta óviðundandi móttökuskilyrði sjónvarps víða í Norður-Þingeyjar- sýslu og hver sé stefna núverandi stjórnvalda hvað varðar uppbygg- ingu sjónvarpsendurvarpsstöðva til að bæta móttökuskilyrði á miðunum umhverfis landið? Þremur fyrirspurnum beindi hann til landbúnaöarráðherra um framkvæmd gróðurverndar og gerð gróðurkorta. I fyrsta lagi hvort gróðurvemdamefndir hafi verið kosnar alls staðar í samræmi við lög númer 17 frá 1965, með breytingum frá 1982. I öðra lagi hvort þörf hafi reynst á aö grípa til aögerða sam- kvæmt 23. grein áðurnefndra laga. Og í þriðja lagi hvemig gerð gróður- korta gangi og hvenær ætla megi að þeirri vinnuljúki. -SþS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.