Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 22
22 Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Suðurgötu 40 í Sandgerði, þingl. eign Rafns Heiðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns Ingólfssonarhdl. miðvikudaginn 26. október 1983 kl. 14.45. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á Hraðfrystihúsi í Höfnum ásamt landi úr Kotvogi, þingl. eign íslenzku umboðssölunnar hf. og Langeyrar hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Garðars Garðarssonar hdl. miðvikudaginn 26. október 1983 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á vélbátnum Gunnjónu Jensdóttur ÍS- 117, þingl. eign Jens Jenssonar, fer fram að kröfu Atla Gíslasonar hdl. að Vatnsnesvegi 33 Keflavík fimmtudaginn 27. október 1983 kl. 16.15. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60., 64. og 65. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Lyngási 4 Garðakaupstað, þingl. eign Ómars Hallssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 27. október 1983 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstaö. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60., 64. og 65. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Hörgatúni 25 Garðakaupstað, þingl. eign Hilmars Loga Guðjónssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs og Brunabóta- félags íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 27. október 1983 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Kirkjubraut 5 í Njarðvík, þingl. eign Guðlaugs Guðjónssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl. og Jóns G. Briem hdl. fimmtudaginn 27. október 1983 kl. 15.45. Bæjarfógetinn í Njarðvík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Hólagötu 35, Njarðvík, þingl. eign Viðars Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Ara ísberg hdl., Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og bæjarsjóðs Njarðvíkur fimmtudaginn 27. október 1983 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Njarðvík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Njarðvíkurbraut 23 í Njarövík, þingl. eign Vals Þorgeirssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl. f immtudaginn 27. október 1983 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Njarðvík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Þórustíg 28, miðhæð, í Njarðvík, þingl. eign Lúövíks V. Ingvarssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Magnúsar Fr. Árnasonar hrl. og Jóns Ingólfssonar hdl. föstudaginn 27. október 1983 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Njarðvík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Þórustíg 12, efri hæð, í Njarðvík, þingl. eign Eyjólfs Hjörleifssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Sigríðar Thorlacius hdl. fimmtudaginn 27. október 1983 kl. 14.45. Bæjárfógetinn í Njarðvík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fastcigninni Fitjabraut 6a, Njarðvík, þingl. eign Lindu Bjarkar Sigurvinsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl. og bæjarsjóðs Njarðvikur fimmtudaginn 27. október 1983 kl. 15.15. Bæjarfógetinn í Njarðvik. DV.'MÁiíiíb'ÁölúíiÍ4?bk’i*óöÉk'i983:Y íþróttir íþróttir Slæm mistök hjá Pfaff kostuðu Bayern tap Ásgeir Sigurvinsson átti góðan leik gegn sínum gömlu félögum Frá Hilmari Oddssyni, fréttamanni DV í V-Þýskalandi: Alls mættu 202 þúsimd áhorfendur á knattspyrnuvellina i V-Þýskalandi um helgina. Þar af voru 70 þúsund á stór- leiknum Stuttgart-Bayern og þeir urðu ekkl fyrir vonbrigðum. Boðið var upp á skemmtilegan leik sem einkenndlst af hraða og spennu allan timann. Bayem byrjaði betur. Þeir pressuðu mjög stíft og allt annað var að sjá til liðsins miðað við Evrópuleikinn í Grikklandi á miövikudaginn. A 9. mín. geröist sá einstæði atburður að einn besti knattspyrnumaöur heims, Karl- Heinz Rummenigge, kinksaði heldur illa. Hann var þá í góðu færi 14 metra frá marki Bayem eftir sendingu frá Mathy. Rummenigge hristi höfuðið yfir þessum mistökum sínu, en áhorf- endum var skemmt. Eftir fyrri hálfleikinn var þaö mál manna að Bayem væri sterkara liðið og aðeins spurning hvenær þeir gerðu út um leikinn. Stuttgart mætti hins vegar mjög ákveðið til leiks í seinni hálfleiknum og leikurinn jafnaðist. Snilldarsendingar Ásgeirs Sigurvins- sonar settu góðan svip á leik Stuttgart. Það var svo á 57. mín. að fyrsta og eina mark leiksins kom. Bernd Förster gaf þá háa sendingu frá vinstri vallar- helmingnum, Pfaff misreiknaði bolt- ann heldur betur og taldi hann fara framhjá markinu hægra megin, en þar var þá staddur Walter Kelsch og hann skallaði í netið úr þröngri stööu. Eftir markið sóttu liðLn á víxl en þegar upp var staðið fögnuðu leikmenn Stuttgart innilega og stemmningin á áhorfendapöllunum var eftir því. Þetta var fyrsti sigur Stuttgart yfir Bayem í 5 ár og 4. sigur liðsins gegn Bayem í 17 leikjum á heimavelli. Það var því ekki nema von að leikmenn fögnuðu. tlrslit leik ja um helgina urðu þessi: Urdingen-Bremen 0—3 Niimberg-Köln 1—3 Hamborg-Bochum 2—1 Kaiserslautem-Mannheim 2—0 Leverkusen-Offenbach 3—1 Dortmund-Braunschweig 0—2 Frankfurt-Mönchengladbach 1—1 Bielefeld-Diisseldorf 1—3 Stuttgart-Bayem 1—0 Atli Eövaldsson var heldur betur með á nótunum í leik Diisseldorf í Bielefeld. Tvö urðu mörkin hans, en hann var rétti maðurinn á réttum stað eftir fyrirgjafir félaga sinna. Fyrra mark sitt gerði hann á 13. mín. eftir aö fyrirliðinn, Gerd Zewe, haföi tekið aukaspymu, lyft knettinum vel inn í teiginn og Atli skallaöi í mark af 10 Yfirburðir hjá Ármanni Bikarkeppni Sundsambands tslands, annarrar deildar, fór fram um helgina. Sigurvegari varð sveit Ármanns með 202 stlg. KR varð í öðru með 108 stlg. Síðan komu UMFB með 99 stig, Vestri 76 stig, ÍBV 70 stig og B-sveit Ægis með 54 stig. Tvö sveinamót voru sett á mótinu. Hannes Sigurðsson synti 200 m fjór- sund á 2.47,63 og 100 m skriðsund á 1.07,77. -AA Aðalfundur HKRR Aðalfundur Handknattleiksráðs Reykjavík- ur verður haldinn að Hótel Esju mánudaglnn 31. október kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Manfred Kaltz — lék sinn 400. leik með Hamburger SV og hélt upp á það með því að skora mark. metra færi. Aðeins 90 sek. síðar fögn- uöu leikmenn Diisseldorf öðru sinni þegar Bockenfeld skoraði annað mark liðsins. Á19. min. minnkaði Pagelsdorf í 1—2 og var það mark fyrsta markið hjá Bielefeld i 238 minútur í Bundges- ligunni. Atli gerði svo út um leikinn á 37. min. Dusend óð þá upp á hægri kantinn á feiknarhraða og sendi góðan bolta fyrir markið og Atli átti auðvelt með að skora af 4 metra færi. Sann- gjarn og sætur útisigur var í höfn hjá Diisseldorf. Liðið hefur leikið ágætlega í síöustu leikjum og greinilegt aö leik- menn eru að finna sig betur sem liðs- heild. Atli, Zewe og Bommer léku best og Pétur Ormslev kom inn á sem vara- maðurá81. mínútu. Það var mikill heppnisstimpill yfirj sigri Evrópumeistara Hamborg gegn Bochum. Reyndar voru margir á því: að dómarinn hefði hreinlega gefiö Hamborg bæði stigin. Hann dæmdi meira en lítið vafasama vítaspymu á Bochum á 56. min. leiksins. Magath, sem átti aö hafa verið felldur innan vítateigs, vissi sjálfur ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar dómarinn benti á vítapunktinn. Ahorfendur hlógu að þessu atviki. Or vítaspymunni skoraði Manfred Kaltz og jafnaði metin 1—1. Áður hafði Bochum tekið forystuna með marki frá Zugcic á 32. mín. Sigur- markið fyrir Hamburg skoraði Hart- wig og var það nokkuö sérstakt. Hann hitti boltann hálfilla, eða vel, hvernig sem á það er litið, þar sem hann var staðsettur vinstra megin í vítateignum og knötturinn fór í miklum boga og datt niður í vinkilinn öllum á óvart, því stefna boltans var allt önnur. Hamborg lék afar illa í þessum leik og virðist áfallið í Evrópukeppninni á miðvikudaginn síðasta hafa setið í leik- mönnum. Kaltz lék sinn 400. Bundes- liguleik á laugardaginn. Ekkert virðist ganga hjá Dortmund og liöið lék heimaleik sinn gegn Braun- schweig eins og höfuðlaus her. Mikið vantar reyndar þegar Rúmeninn Raducanu er ekki með, en hann er meiddur um þessar mundir. Pahl og Hollman, úr víti, skoruðu mörk Braun- schweig. Kaiserslautern náði sér loks á strik og vann nýliða Mannheim á heimavelli sínum. Brehme og Svíinn Nilsson sáu ummarkaskorunina. Bremen vann öruggan sigur í Urdingen. Bremen var betra liðið allan tímann. Meier, Sidka og Völler skor- uöu. Þá vann Köln loks á útivelli. Allofs, Hönerback og landsliðsmaöurinn Litt- barski skoruöu fyrir Köln, en Heck svaröi fyrir Niimberg. -HO/-AA STAÐAN Staðan i V-Þýskalandi er nú þessi: Hamborg 11 8 2 1 24—10 18 Stuttgart 11 5 5 1 19-10 15 Bayern 11 6 2 3 22—12 14 Bremen 11 5 4 2 17—11 14 Diisseldorf 11 5 3 3 25—18 13 Gladbach 11 5 3 3 22—16 13 Leverkusen 11 4 4 3 19—15 12 Köln 11 5 1 5 19—17 11 Urdingen 11 5 1 5 22—24 11 Braunschweig 11 5 0 6 21-23 10 Bielefeld 11 4 2 5 13—17 10 Bochum 11 4 1 6 20—27 9 Mannheim 11 3 3 5 13-21 9 Kaiserslautem 11 3 3 5 17—27 9 Niiraberg 11 4 0 7 17—20 8 Dortmund 11 3 2 6 15—26 8 Offenbach 11 4 0 7 16-30 8 Frankfurt 11 1 4 6 16-24 6 Iþróttir Iþróttir íþróttir o

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.