Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 10
10 Útlönd Útlönd Útlönd • DV. MÁNUDAGUR 24. OKTOBER1983. Utlönd Umsjón: Ólafur B. Guðnason Er valdaskeiö Yassers Arafats nú á enda runniö? Frá því í upphafi þessa mánaöar hefur sýrlenska rík- isstjórnin hert mjög baráttu sína gegn Arafat og tilraunir sínar til þess aö ná PLO, samtökum Palestínuaraba undan stjóm hans. Hin hernaðarlegu átök hófust 22. september síöastliðinn, þegar sýrlenskir hermenn, sem beittu skriödrekum, smöluðu saman um 1000 PLO-.kæruliöum í Bekaadal og fluttu þá brott ásamt fjölskyldum þeirra. Allir voru þessir skæruliöar liösmenn í A1 Fatah samtökunum, sem Arafat stjórnar og þar liggur þungamiöja valds hans til þessa. Skæruliöamir voru fluttir til einangrdðs svæðis í norö-austur Líbanon, án þungavopna sinna. Þar héldu Sýrlendingar þeim í tvo daga, án matar og vatns, en leyfðu þeim síðan aö fara fótgangandi yfir hæöirnar til Nahr el-Bared og Badwai flóttamannabúðanna noröur af Tripoli, en þar eru síðustu sterku vígi PLO-manna í Líbanon. Síöan hefur umsátur sýrlensku herjanna um búðimar verið hert. Arafat, sem nú hefur aðsetur í Badwai,hefur varað viö því að árás Sýrlendinga sé yfirvofandi. Til slíkrar árásar hefur enn ekki komiö, en á síðustu vikum hefur komið til átaka innan búöanna milli stuðnings- manna Arafats innan PLO og stuön- ingsmanna Sýrlendinga innan sam- takanna. Enn er nokkurt jafnvægi milli hinna deilandi fylkinga, því þó Sýrlendingum hafi tekist að ná á sitt band mörgum „hermönnum” PLO,. hefur Arafat enn um 6000 manns undir sinni stjóm. Þannig aö þaöyröi ekki átakalaust að uppræta PLO meö vopnaöri árás. Þegar Sýrlendingar höfðu einangraö Arafat og stuðningsmenn hans á litlu svæði umhverfis Tripoli sneru þeir sér aö því aö ná á sitt vald eöa uppræta allar stofnanir Palestínuaraba í Sýrlandi sem tryggarreyndust Arafat. Öllum skrif- stofum Ai Fatah í Damaskus, höfuö- borg Sýrlands, var lokaö 2. október. Þann 8. október réöust vopnaöir Palestínuarabar inn á skrifstofur blaöafulltrúa PLO og rændu þar bæöi skjölum og starfsliði. Síðan var þaö tilkynnt aö starfsliðið hefði nú snúiö PLO: Sýrlendingar sækjast eftir völdum Hér sitja þeir saman, Yasser Arafat leiötogi PLO, og Hafez Assad, forseti Sýr- lands, en nú eru þeir andstæöingar. baki viö Arafat og gengiö til liös við uppreisnarmenn innan PLO, sem Sýrlendingar styöja. Þessum frétt- um neitaði starfsliðið, og hélt áfram að dreifa efni til fjölmiðla, sem ljós- lega sýndi aö það studdi Arafat. Þann 10. október var ráöist á þrjár aðrar skrifstofur PLO, þar á meðal þá sem áður hafði verið aðal- aösetur Arafats. Árásarmennirnir voru reknir á brott eftir nokkra skot- hríð, og féllu tveir verðir sem gættu skrifstofunnar. Fyrir utan slíka valdbeitingu, hafa sýrlensk stjórn- völd reynt aö taka öll völd innan PLO. I sumum tilfellum hafa Palestínuarabar snúiö baki við Ara- fat, af frjálsum vilja, en oft hefur þeim verið hótaö valdbeitingu, ef þeir gerðuþaöekki. Stærsta tilraun Sýrlendinga til þess aö ná pólitískum völdum innan PLO var gerö 8. október þegar til- kynnt var aö leiötogi uppreisnar- manna innan PLO, Abu Saleh, heföi kallað saman fund leiötoga allra aöildarsamtaka PLO, til þess að ræða „samvirka forystu” innan PLO, en þaö hefur veriö helsta krafa uppreisnarmanna til þessa aö enginn einstaklingur fái svipuð völd og Arafat hefur notiö. En þettá her- bragð Sýrlendinga tókst ekki, því Pólland: Efnahagslegur bati? Hvert er efnahagsástandiö í Pól- landi. Hópur 17 embættismanna frá vestrænum ríkisstjómum fór til Varsjár í byrjun október til aö kom- ast aö því. Embættismennirnir og Pólverjar vona að þessi heimsókn opni leiöina til formlegra viöræðna seinna á þessu ári eöa snemma 1984, um breytingar á greiöslum á þeim 14 milljörðum sem Pólverjar skulda ríkisstjómum Vesturlanda. Bankar á Vesturlöndum hafa þegar samiö um nýja greiðsluáætlun fyrir afborg- anir á pólskum skuldum sem greiða átti á þessu ári og sumir bankanna hafa gengiö svo langt aö veita Pól- verjum nokkur skammtímalán aö auki. Jaruzelski-stjómin í Póllandi vonast nú til þess, aö afléttum her- lögum, aö vestrænar ríkisstjórnir verði j afnhöföinglegar. Þaö sem ríkisstjórnir Vesturlanda vilja vita fyrst er þaö hvort sjáanleg- ur er efnahagslegur bati í Póllandi. Það kann að vera þessa stundina. En pólskir borgarar finna ekki fyrir því. Þeir hafa horft upp á rauntekjur sínar lækka og sjá ekki fyrir endann á erfiðleikunum. Þaö er skortur á húsnæði, eldsneyti og kjöti. En lífs- leiðir Pólverjar hafa aukiö áfengis- neyslu sína, sem skilar góðum tekj- um í ríkissjóð. Engu aö síöur er að færast líf í pólskan efnahag eftir hroöalega aft- urför frá 1979. Á fyrstu átta mán- uðum þessa árs jókst sala á iðnvarn- ingi um 8,5% miðaö viö sama tíma á fyrra ári. Framleiösla kolanáma er' Efnahagsástand i Póllandi hefur batnað eilítiö, en Pólverjar finna þó enn fyrir alvarlegri lifskjara- skerðingu. svo mikil nú aö 4,5 milljónir tonna veröa flutt út. Góð komuppskera, upp á 22 milljónir tonna, tryggir aö ekki veröur skortur á skepnufóöri. Og búist er viö hagnaði á erlendum viðskiptum, upp á einn milljarö doll- ara. Þetta virðast góöar framfarir af því aö ástandiö á síöasta ári var svo ótrúlega slæmt. Sambærilegar tölur á næsta ári munu reynast próf fyrir stjómvöld. Þaö sem mestum síðar kom í ljós að á fundinum hafði það mál alls ekki veriö rætt, heldur aöeins sættir innan PLO. George Habash og Nayif Hawatmeh, báðir vaidamiklir leiðtogar innan PLO, gáfu ljóslega til kynna aö þeir styddu Arafat og „sjálfræði PLO”, en þaö er einmitt „sjálfræði”, sem hefur orðiö kjörorö þeirra Palestínuaraba, sem tryggir hafa veriö Araf at. En þýðingarmest af öllu er, aö barátta Sýrlendinga gegn Arafat, og til þess að koma PLO undir eigin stjórn, hefur hlotiö lítinn sem engan stuðning frá Palestinuaröbum sem búa utan áhrifasvæðis Sýrlendinga, og þá sérlega á israelsku hemáms- svæðunum í Gaza og á Vesturbakk- anum. Arafat bendir andstæöingum sínum einfaldlega á það aö hann er kjörinn leiðtogi samtaka, sem eiga sér rætur, fylgjendur og skipulag, sem ná langt út fyrir landamæri Sýr- lands og Líbanon. Þaö má segja að tími Sýrlendinga renni út 2. nóvember næstkomandi. Þá mun næsti leiðtogafundur Araba- ríkja hefjast í Riyadh í Saudi-Arabíu Hafi Sýrlendingum ekki tekist aö losa sig við Arafat fyrir þann tíma, og endurbyggja PLO-samtökin, veröa þeir eflaust gagnrýndir harö- lega af öörum Arabaríkjum. Dag- blaö í Kuwait sendi Sýrlendingum þessaáskoran: „Drepiö Arafatefþiö viljið, en drepið ekki palestínsku byltinguna”. Fylgismenn Arafats meöal Palestínuaraba halda því fram, aö herferö Sýrlendinga gegn PLO stafi af samkomulagi milli Sýrlendinga, Bandaríkjamanna og Israelsmanna. Fjögur meginmarkmiö þess sam- komulags séu, aö Sýrlendingar sjái um aö brjóta PLO á bak aftur, eöa nái afgerandi völdum yfir samtökun- um; að Israelsmenn haldi stjóm sinni yfir suöurhluta Líbanon; aö Sýrlendingar fái viðurkenningu á því aö þeir eigi áhrifasvæöi í Líbanon; og aö lokum, aö Bandaríkjamenn muni reyna að telja Israelsmenn á aö skila Sýrlendingum aö nýju hluta Golanhæöanna, sem Israelsmenn hafa haft á valdi sínu frá 1967. Er hér aðeins um aö ræða sjúklegan sam- særisótta Palestínuaraba, eöa gæti eitthvert slíkt samkomulagi hafa veriögert? áhyggjum veldur er aö engin af þeim grundvaliarvandamálum sem hrjáðu efnahagslíf Pólverja áöur en herlög voru sett hafa veriö leyst. Verðbólga er nú um 30% á ári en vonast er til aö henni verði haldið niöri viö 15% á þessu ári. Launa- hækkanir hafa unnið gegn verðhækk- unum, sem áttu að draga úr peninga- magni í umferö. Pólsk stjómvöld verða einnig að finna aðferð til þess að tengja laun við afköst. Það er lítið að hafa af neysluvörum, og því tii lít- ils að vinna sér inn miklar tekjur. Meginvandamálið er að ráögjafar Jarazelskis koma sér ekki saman um aðgerðir. Þau úrræði sem þeir hafa gripið til til þessa eru haldlaus. Um- bætur sem gerðar vora 1982 áttu að veita fyrirtækjum meira frelsi og átti framtíö þeirra að ráöast af því hvort þau skiluðu hagnaði eöa ekki. En til að slíkar umbætur gagnist þarf stööugleika. I þeirri óreiöu sem ríkir í Póllandi tryggir miðstýring aöeins aö undirstööuiðngreinar fái nauðsyn- leg hráefni. Þeir sem vilja frekari umbætur telja að til aö bjarga efna- hagslífinu veröi Pólverjar að þola frekari erfiðleika, þó svo það kunni aö ieiöa til þess aö mismunur í tekju- skiptingu kunni að aukast. Harðlínu- menn innan kommúnistaflokksins eru þessu mótfallnir en hafa engar betri tillögur sjálfir. Þar er það sem vestræn afstaða skiptir máli. Því fyrr sem samiö er aö nýju um pólskar skuldir því betri líkur era á efnahagslegum um- bótum. Samkomulag um lána- breytingu myndi auka stöðugleika í pólsku efnahagslífi. En geta Vestur- veldin og ættu þau aö styöja ríkis- stjórn sem er svo óvinsæl með þjóö- inni?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.