Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 24. OKTOBER1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoóarritstióri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 8M11. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugeró: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. P rentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. ÁframSverrir Sverrir Hermannsson iönaðarráðherra tók hressilega upp í sig á dögunum og tók til bæna stóru fisksölusam- tökin, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sölusamtök frystihúsa SÍS. Hann talaði um einokunarfyrirtæki og taldi „aö þau hefðu ekkert aðhafst til þess að afla nýrra markaða, varla lyft hendi til þess að finna markað fyrir nýja vöru”. Sverrir lét þau orð falla, að fyrirtækin væru „löngu frosin föst í starfseminni”. Hér er ekki verið að skafa utan af hlutunum, enda maðurinn garpur til orðs og æðis og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Stundum hefur Sverrir Hermannsson tekið meira upp í sig en hægt er að standa undir, en hann hefur verið fljótur að ná vopnum sínum og staðið uppréttur eftir sem áður. Því er heldur ekki að neita, að ólíkt er meira spunnið í þá stjómmálamenn, sem láta vaða á súðum og tala tæpi- tungulaust, heldur en þann hópinn, sem ávallt er sléttur og felldur og siglir í lygnum sjó ládeyðunnar. Nú má auðvitað um það deila, hvort fyrirtæki þau, sem annast sölu sjávarafurða erlendis, séu frosin föst í starf- semi sinni. Það má einnig halda því fram, að einokun sé ekki rétta orðið yfir söluaðstöðu þeirra á Bandaríkja- markaði. Fiskvinnsluhúsum er frjálst að gerast aðilar að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og að forminu til hafa þau ekki ásamt með SÍS-samsteypunni einkarétt á sölu sjávarafurða til útlanda. Enginn neitar því, að sölusamtök þessi hafa unnið stór- virki á Bandaríkjamarkaði og samstaða íslenskra frystihúsa hefur gert þeim kleift að vinna sameiginlega að markaðsöflun og verðlagi. Sú samstaða hefur fært íslensku þjóðarbúi miklar tekjur. Framsýni og stórhugur hefur í upphafi og lengstum einkennt alla þessa sölustarf- semi. Segja má með sanni, að bandaríski markaðurinn og góð staða á honum hafi verið undirstaða velmegunar og velgengni Islendinga. Hitt er út í bláinn að halda því fram, að ummæli Sverris ráðherra séu ekki svaraverð. Voldugar sam- steypur, eins og SH og SlS, eru ekki yfir gagnrýni hafnar og rekstur þeirra er ekki einkamál örfárra manna, sem þeim samsteypum stjórna. Þeir verða sömuleiðis að gera sér grein fyrir því, að í skjóli stöðu þeirra og yfirburða er veruleg hætta á stöðnun. Fyrirtækin hafa máske ekki einokunaraðstöðu, en þau búa við forréttindi sem jafngilda eða jaðra að minnsta kosti við, að um einkarétt séaðræða. Það vita einkarekstursmenn ofur vel og eiga að skilja, að slík aðstaða býður hættunni heim; þeirri hættu að slakað sé á, að nýjum viðhorfum, nýjum söluaðilum verði mætt af tortryggni og óvild. Margt hefur breyst síðan Islendingar hófu sölu á frystum fiski. Markaðir hafa einnig breyst, svo og neysluvenjur. Hefur þessu verið mætt með opnum huga? Hvað um kúfisk, kinnfisk, maming eða nýtískulegar neytendapakkningar? Hefur nýjum hugmyndum, söluaðilum eða sjávarafurðum verið sinnt sem skyldi? Er ekki kominn tími til, að leyfisveitingar til út- flutnings verði rýmkaðar öðrum útflutningsaðilum til i aukins svigrúms og Islendingum til hagsbóta? Sverrir Hermannsson hefur tekið upp í sig, en hann vill | hrista upp í niðurnjörvuðu útflutningskerfi. Hann á að | halda því áfram. OPIÐ BRÉF TILASÍ Til hvers eru verkalýössamtök í lýðfrjálsu ríki? Svar: Til þess aö fjalla um kaup og kjör í frjálsum samningum. Hvaöa hlutverki gegna verkalýös- samtök ef samningsrétturinn er afnuminn? Svar: Engu. Er slíkt gert áIslandi? Svar: Já. Hvers vegna sitja verkaiýðs- samtökin aögerðalítil þegar tilveru- rétturinn er frá þeim tekinn? Svar óskast. Sama spurning — önnur orfl Til hvers eru stjórnmálaflokkar í milli framangreindra tveggja spurn- inga? Svar: Jú. Gerir upplýst fólk sér ekki ljóst, að ef kosningaréttur er tekinn gildur sem rök fyrir afnámi samnings- réttar er hætta á að samningsréttur geti veriö talinn gildur sem rök fyrir afnámikosningaréttar? Svar: Jú. Eru Islendingar ekki upplýst fólk? Svar óskast. Ekkert nýtt Ogilding íslenskra stjómvalda á kjarasamningum aöila vinnu- markaöarins er ekki nýtt. Slíkt hefur oft áður veriö gert. lýöfrjálsu ríki? Svar: Til þess aö vinna stefnumiðum fylgi í frjálsum kosningum. Hvaöa hlutverki gegna stjóm- málaflokkar ef kosningarétturinn er afnuminn? Svar: Engu. Er slíkt gert á íslandi? Svar: Nei. Myndu stjómmálaflokkarnir sitja aðgerðalitlir hjá ef tilverurétturinn væri frá þeim tekinn? Svar óskast. Enn spurt Sér upplýst fólk ekki samhengiö Afnám veröbóta á laun er ekki nýtt. Fjórtán sinnum var þaö gert á sl. f jórum árum. Enginn veröur þess nú var aö fjórtán kjaraskerðingar á sl. fjórum árum hafi haft minnstu frambúöar- áhrif til góös á íslensk efnahagsmál. Sú fimmtánda — hin síöasta og mesta — mun ekki frekar hafa frambúðaráhrif. Áriö 1985 veröur ekki hægt aö sjá á ástandi efnahagsmála að i árslok 1983 hafi launafólk fórnaö 40% af Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson peningaiaunum sinum á altari Stein- gríms Hermannssonar. Umburðarlyndið kemur í koll Á sl. f jórum árum hafðist verka- lýöshreyfingin ekki að þótt stjóm- völd afnæmu tvívegis kjarasamn- inga með lögum og felldu niöur verð- bætur á laun eða frestuðu verðbóta- greiöslum meö fárra vikna millibili. Ástæðan lá í augum uppi. Sama valdasamsteypa stjórnaði verka- lýðshreyfingunni og landinu. Þrætuhöfði gegn hesthöfða Menn hafa nú verið aö þræta og þvæla mismikið bull um land- nýtingu, ágang sauöfjár og hrossa á afrétti og fóðurþarfir þessara búf jár- tegunda síöan á miöju sumri. Mál er að linni og er ég löngu orðinn leiður á þessu þvargi. Stefán Aöalsteinsson knýr mig þó með þrætuþörf sinni í grein i DV þ. 19. október til aö gera nokkrar athugasemdir við skrif hans. Allar þessar fullyröingar bú- fræðinga um beitarþarfir sauöfjár og hrossa og hlutfallið þar á milli eru aö meira og minna leyti ágiskanir því að menn byggja þessar tölur á laus- legum athugunum en alls engum vísindalegum rannsóknum. Það er því sama þótt doktor Stefán vitni í beitartölur annarra búnaðardoktora eða kandídata, þaö eru jafnmiklar ágiskanir og hans eigin tölur. Það er nokkuð annaö aö hampa manni með doktorstitli eða embætti í „búskap- argeiranum” en tölufræðilegum staðreyndum, byggðum á rannsókn- um. Maður sagði við mig í síma nú á þessum morgni (20/10): „Það er nokkuð sama hvaö þið, þessir land-' búnaðarsérfræðingar, segið opin- berlega, alltaf kemur næsta dag einhver annar landbúnaðarsérfræð- ’ ingur og fuUyrðir eitthvað allt annað. Það er sama hvort hér er talað um fallþunga og arðsemi sauðfjár hér á landi eða á Grænlandi eöa hvort Kjallarinn GunnarBjarnason fjallað er um gróðurfar landsins og hvort sauöfé bæti land eða spilli landi eða hvort sauöfé eða hross noti meira beitarfóður eöa afurðafóður. Það stendur hér aldrei steinn yfir steini. Hvaö er aö ykkur öllum þessum ríkislaunuöu búfræðingum og hvað á þjóöin að gera lengi út þessar dýru stofnanir með þvarg- andi doktorum og kandidötum?” Ekki að undra þótt menn spyrji: Hverju gat ég svo sem svarað? Eg tók skýrt fram í grein minni að ég byggði fóðurþarfirnar aðallega á næringarefnaþörfum sauðfjár og hrossa til viðhalds. Þar er hægt aö byggja á alþjóðlegum staðreyndum' og þarfir þessar eru metnar eftir líkamsþunga dýranna i meðal- holdum. Uppeldisþarfir lamba og fbl- alda hljóta að verða ágiskunartölur „Hvað er að ykkur öllum þessum ríkíslaunuðu búfræðingum og hvað á þjóð- in að gera lengi út á þessar dýru stofnanir með þvargandi doktorum og kandídötum?” -ebs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.