Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 27
D^'liÍÁkbbÁÖtR'24faCTÓfefe'lHtó'J 27 SS íþróttir (þróttir Iþróttir íþróttir Njarðvíkingar slógu tvær flug- ur í einu höggi — þegar þeir unnu sigur 78-70 yfir Keflvíkingum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik Njarðvíkingar slógu tvær flugur í einu höggi með þvi að sigra fjandvini sina og nágranna i úrvalsdeildinni i Keflavík á föstudagskvöldið með 78 stigum gegn 70 eftir æsispennandi leik í viðurvist tæplega niu hundruð áhorf- enda. t fyrsta lagi tókst þeim loks að fagna sigri yfir ÍBK eftir að þeir unnu sig upp í úrvalsdeildlna og i öðru lagi eru Njarðvíkingar nú i efsta sætlnu i deildinni, með hreint borð eins og það er kallað, taplausir. Sigurinn var verð- skuldaður. UMFN hafði forustuna mestallan leikinn þótt heimaliðinu tækist stöku sinnum að jafna og merja eitt og tvö stig yfir, sem aldrei stóð þó lengi. t hálfleik höfðu gestirnir yfir, 41—36. Þeir Valur Ingimundarson og Þor- steinn Bjarnason léku aöalhlutverkin, hvor fyrir sitt lið, framan af leiknum á meðan taugaóstyrkurinn var aö fara úr leikmönnum. Valur hitti úr hverju skoti og átti mestan þáttinn í að UMFN náði 30—22 um miöjan fyrri hálfleik. Sturla Örlygsson lagði líka hönd á plóginn með öflugiun vamarleik og var drjúgur við að ná fráköstunum. Þorsteinn Bjamason, sem óðum er að komast í takt við körfuknattleikinn, skoraði mest fyrir IBK, úr hinum ólík- legustu færum og oft á hinn furðulega hátt, eins og um töfrabrögö væri að ræða. Jón Kr. Gíslason og Björn Vík- ingur veittu honum góöa aöstoð en þeir þrír vom burðarásar IBK-Iiösins í leiknum. Eftir góða byrjun hjá UMFN hljóp einhver deyfð í liðið þegar líða tók á fyrri hálfleik. Náðu Keflvíkingar þá mjög góðum leikkafla og breyttu stöð- unni sér í hag, 36—34, með hraða og haröfylgi Þorsteins og Björn Víkings. En þá og reyndar seinna í leiknum, þegar UMFN-liðiö var að tapa áttum, skellti Gunnar Þorvarðarson, þjálfari og leikmaður, sér inn á völlinn og kom þeim á rétt strik að nýju. Ekki má heldur gleyma þætti ungs leikmanns, sem lítiö hefur látið að sér kveða í UMFN-liðinu til þessa, Isaks Tómas- sonar, leikinn, áræðinn og hittinn pilt- ur. Skoraði hann 9 stig einmitt á þýðingarmiklum tíma. Keflvíkingum tókst að vinna upp for- skot UMFN á 8. mín. seinni hálfleiks 51—51 en Isak skoraði falleg körfu fyrir UMFN 53—51 og áfram halda gestimir — en Hafþór Oskarsson, efni- legur Keflvíkingur, reyndi að halda í horfinu með þremur körfum í röð, svo og Jón Kr. Gíslason. Samt var ekki séð hvor færi með sigur af hólmi fyrr en alveg undir lokin. Þegar 1:43 mín. voru eftir var staðan 70—69 fyrir UMFN en þá tóku þeir Vaiur, Gunnar og Júlíus Valgeirsson af skarið og skoruðu á víxl átta stig en IBK eitt, 78-70. Dómarar voru Jón Otti og Gunnar Guðmunds- son. Þeir voru ekkl með neina smámunasemi og skiiuðu vei nokkuð erfiðum leik. • Maðurleiksins: Valur Ingimundarson. Stigin. ÍBK: Þorsteinn Bjamason 23, Jón Kr. Gislason 17, Bjöm Víkingur 12, Óskar Nikulásson 6, Hafþór Óskarsson 6, Pétur Jónsson 2, Sigurður Ingimundarsson 2. UMFN: Valur Ingimundarson 31, Sturla Örlygsson 18, tsak Témasson 9, Gunnar Þor- varðarson 6, Júlfus Valgeirsson 6, Astþór Ingason 4, Ingimar Jónsson 2 og Kristján Jónsson 2. -emm. Góður sigur , hjá Jóhannesi og félögum — 2-1 yfir Glasgow á Ibrox Jóhannes Eðvaldsson og félagar hans hjá Motherwell unnu óvæntan sigur 2—1 yfir Glasgow Rangers á Ibrox í Glasgow. Það voru leikmenn Rangers sem voru fyrri til að skora — Ally McCoist, fyrrum leikmaður Sunderland, skoraöi markið úr víta- spyrnu á 24. min. Andy Ritchie jafnaði síðan fyrir MotherweU úr vítaspymu og sigurmarkið skoraði varamaðurinn Jim Burns á 82. min. og fyrsti sigur MotherweU var í höfn. Davie Dodds tryggði Dundee United sigur 1—0 yfir Hearts. Þeir John Hewitt, Alex McLeish skoruðu sitt markiö hvor og Gordon Strachan þriðja mark Aberdeen úr vítaspymu, þegar félagið vann Celtic 3—1. Þess má geta að Pat Bonnar, markvörður Celtic, varði einnig vítaspymu frá ' Strachan í leiknum. Roy Aitken skor- J aði mark Celtic. Hibs vann Dundee 2—1 og St. John- stone lagði St. Mirren að velU. Staðan er nú þessi í Skotlandi: Dundee Utd. 8 7 0 1 20-« 14 Aberdeen 9 6 1 2 23-6 13 Celtic 9 5 2 2 22-12 12 Hcarts 9 5 2 2 11—8 12 Hibemlan 9 5 0 4 14-15 10 G. Kangers 9 3 15 15-16 7 Dundee 9 3 15 13-20 7 Motherwell 9 1 3 5 6-16 5 St. Mlrren 8 0 4 4 6—15 4 St. Johnstone 9 2 0 7 10-26 4 -SOS. Níu leikmenn frá Dukla Prag með Tékkum — þar af snjallasti markvörður heims, Michal Barda Þorsteinn Bjamason, besti maður Keflvíkinga, skoraði 23 stig. Uppistaðan í tékkneska landsliðinu í handknattleik, sem kemur hingað tU lands í næstu viku, er frá meisturum landslns, Dukla Prag. Af 15 manna| iandsUðshóp Tékka em 9 leikmenn frá Dukla. Tékkar sigmöu í síðustu B-keppni sem haldin var í HoUandi í febrúar sl.j Þar meö unnu þeir sér rétt til þátttöku á Olympíuleikunum i Los Angeles á næsta ári. Tólf af sextán leikmönnum, sem þátt tóku í. B-keppninni, koma hingaö til lands. Leikreyndasti maður liösins er Jaroslav Papiernik (169 landsleikir). Þá hefur markvörðurinn Marian Hirner mikla leikreynslu, hefur 124 landsleiki að baki. Þegar lið- ið kemur hingað tU lands verður samanlagður landsleikjafjöldi orðinn tæplega 850 leikir. Auk þessara tveggja em 3 aðrir heimsklassaleikmenn í liðinu. Mark- vörðurinn Michal Barda er án efa einn allra sterkasti markvörður heimsins, þaö sýndi hann og sannaöi í Heims- meistarakeppninni í V-Þýskalandi 1981, svo og í síöustu B-keppni í Hol- landi. Josef Toma og Tomas Bartek eru þegar komnir í fremstu röð þótt ungir séu. ' „Tékkarnir leika og hafa alltaf leikið grófan leik í gegnum tíðina. Þeir verða mjög erfiðir viðureignar fyrir okkur því að þeir hafa á að skipa frábærum einstaklingum sem allt kunna á sviði handknattleiksins. Við þurfum að leggja áherslu á að ná toppleik og förum í leikina gegn þeim með því hugarfarí einu aö sigra, sagði lands- liðsþjálfarinn, BogdanKowalczyk. Síöan 1977 hafa Islendingar og Tékkar leikið 7 landsleiki og hefur oftast verið mjög mjótt á mununum. Islendingar hafa unnið einn leik, tveir hafa endað með jafntefli og fjórir hafa tapast. Markatalan er 120—124 Islend- ingum í óhag, en það sýnir hversu leik- irnir hafa veriö jafnir. Vonandi tekst íslensku strákunum að laga marka- töluna í leikjunum kl. 20 á morgun og kl. 19.30miðvikudaginn. Eftirtaldir leikmenn skipa landsliðs- hóp Tékka. Michal Barda, Dukla Prag Marián Hirner, Lokomotiva Trnava Jaroslav Vít, CH Bratislava Ladislav Krajclr, Skoda Plzen Josef Toma, Dukla Prag Jifi Kotrc, Dukla Prag Ladislav Salivar, Dukla Prag Jiri Homolka, Dukla Prag Frantisek Stika, Dukla Prag Tomás Bártek, Dukla Prag Jan Novák, Dukla Prag Milan Ceraý, Dukla Prag Milan Brestovansky, Lokomotiva Trnava Jaroslav Papieraik, VSZ Kosice Jirí Barton, Skoda Plzen Jafntefli hjá Úlfunum og AstonVilla 13 þús. áhorfendur sáu Úlfana og Aston Villa gera jafntefli, 1—1, í ensku 1. deildarkeppninni í gær. Ástæðan fyrir svo fáum áhorfendum var að leiknum var s jónvarpað beint. Olympia compact Rafeindaritvél í takt við tímann Hraði, nákvœmni og ýtrasta nýtni á skrifstofurými. Vél fyrir þá sem gera kröfur um afköst og hagkvœmni ekki síður en heilsusamlegan og hljóðlátan vinnustað. Prenthjólið skilar áferðarfallegri og hreinni skrift. Leiðréttingarminnið hefur 46 stafi. Pappírsfœrslu og dálkasetningu er stjórnað án pess að fœra hendur af lyklaborði. Endurstaðsetning, leturpétting og ýmsar leturgerðir. KJARAIM ARMÚLI 22 - REYKJAVÍK - SÍMI 83022 E Gleymum ekki geðsjúkum 29.10.’83

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.