Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 26
26 . DV. MÁNUDAGUR 24, OKTOBER1983. íþróttir (þróttir íþróttir Íþróttir Moran borinn af leikvelli f sjúkrabörum — þegar United vann sigur (1-0) yfir Sunderland á Roker Park— sigur hjá Liverpool á gervigrasinu á Loftus Road íLondon Manchester United og Liverpool verma nú tvö efstu sæti deildarinnar, en því var almennt spáð að þau tvö kæmu til með að berjast um meistaratitilinn í vetur. Manchester United hefur sýnt mikinn stöðugleika í leik sínum undanf arið og Liverpool virðist vera komið á mikið skrið eftir slæma byrjun. Manchester United lék reyndar ekki vel í leik sínum gegn Sunderland á Roker Park en þrátt fyrir það tókst liðinu að sigra. Er þetta oft aðall meistaraliða að næla sér í stig þrátt fyrir slakan leik. Strax á 7. minútu leiksins varð United fyrir áfalli, en þá var Kevin Moran borinn af leikvelli á sjúkrabörum eftir að hafa lent í samstuði við CoHn West, framher ja Sunder- land. Fékk hann slæman skurð á höfuðið og verður United því án þessa sterka og ósérhiífna varnarmanns í næstu leikjum sínum. Manchester United skoraði síðan eina markið í leiknum og sigurmark sitt á 19. mínútu. Var þá dæmd víta- spyrna á Sunderland eftir aö stjakað hafði verið við Frank Stapleton innan vítateigs. Þótti þetta nokkuð harður URSLIT Orslit urðu þessi í ensku knattspym- unni á laugardaginn: X. DEILD: Arsenal-Nott. For. 4-1; Birmingham-Tottenham 0-1 Coventry-WBA 1-2 Everton-Watford 1-0 Ipswieh-Leicester 0-0 Luton-Southampton 3-1 Notts. C.-Stoke 1—1' QPR-Liverpool 0-1 Sunderland-Man. Utd 0-1 West Ham-Norwich 0-0 Sunnudagur: 1 Wolves-Aston Villa 1-11 2. DEILD: Barnsley-Leeds 0-2! Blackbum-Oldham 3-1' Brighton-Sheff. Wed. 1-3: Carlisle-Chelsea 0-0 Charlton-Swansea 2-21 Grimsby-C. Palace 2-01 Huddersfield-Derby 3-0 Man. City—Middlesb 2-11 Shrewsbury-Fulham 0-0 Það varð að fresta leik Portsmouth og Cambridge vegna veikinda leikmanna Cambridge. 3. DEILD: BournemouthOxford 2-1 Bradford-Walsall 0-0 Bristol R.-Scunthorpe 4-1 Exeter-Newport 1-2 Hull-Plymouth 1-2 Lincoln-Bumley 3-1 PortVale-Bolton 1-2 Sheff. Utd.-Brentford 0-0 Wigan-Gillingham 1-2 Wimbledon-Rotherham 3-1 4. DEILD: Aldershot-Bristol C 1—0 Blackpool-Chesterfield 1-0 Bury-Wrexham 2-0 Chester-Stockport 2-4 Crewe-Northampton 3-2 Darlington-Rochdale 1-0 Mansfield-Hartlepool 5-0 Petersborough-Tranmere 2-0 Swindon-Colchester 2-1 York-Reading 2-2 Torquay-Hereford 1-1 dómur hjá dómara leiksins og einnig það aö Stapleton hefði látiö sig falla meö þó nokkrum tilþrifum, og bauluðu 'láhorfendur í Roker Park á Stapleton í langan tíma á eftir í hvert skipti er hann snerti boltann. Það var Ray Wilkins sem skoraði af öryggi úr víta- spymunni. Fá marktækifæri litu dagsins ljós það sem eftir lifði leik- tímans. United var þó nálægt því að bæta öðru marki við undir lokin en þá átti Frank Stapleton skalla rétt yfir mark Sunderland eftir hornspymu ArthurGraham. Þreyta virtist sitja í leikmönnum United eftir erfiðan leik í Evrópu- keppninni í Tékkóslóvakíu á miðviku- daginn var. Fyrsta tapið á Loftus Road Queens Park Rangers tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli sínum á keppnistímabilinu og það á gervigras- inu á Loftus Road. Það vom meistar- amir sjálfir, Liverpool, sem urðu fyrstir til þess að leggja þá að velli. Það var engu líkara en Q.P.R. væri að leika á útivelli í leiknum því leikmenn beittu rangstöðuleikaðferð gegn Rauöa hemum” og léku stífan varnarleik. Rangstöðuleikaðferðin heppnaðist mjög vel í leiknum nema í eitt skipti og það hafði örlagarík áhrif. Þegar aðeins sjö mínútur voru til leiks- loka átti Graeme Souness sendingu fram völlinn, en þá var vöm Q.P.R. of sein á sér að gera Steve Nicol rang- stæðan og hann komst á auðan sjó og skoraði ömgglega framhjá Peter Hucker, markverði Rangers. Steve Nicol hafði komið inn á sem vara- maöur í stað Craig Johnston. Nicol þessi var keyptur til Liverpool frá skoska liðinu Patrick Thistle fyrir tveim árum og hefur aðeins leikið sjö leiki fyrir liðið á þessum tíma. West Ham og Ipswich gefa eftir Eftir glæsilega byrjun hafa hin skemmtilegu sóknarlið West Ham og Ipswich gefið mikið eftir i síðustu leikj- um sínum, en hvorugu þeirra tókst að koma knettinum í netið á laugar-| daginn. West Ham fékk Norwich City í heim- sókn á Upton Park. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur af hálfu beggja liða, mikið um miðjuþóf og fátt sem gladdi augaö. En í síðari hálfleiknum sótti West Ham síðan mjög stíft og reyndi að knýja fram sigur. Tvívegis var það nálægt því að skora. Fyrst björguðu vamarmenn Norwich á marklínu skoti frá Alan Devonshire og síðar varði Chris Wood, markvörður Norwich, glæsilega hörkuskalla frá Billy Bonds. En þrátt fyrir sókn „Hammers” í síðari hálfleiknum féll besta mark- tækifæri leiksins í hendur Norwich, þá [átti táningurinn efnilegi í liði þeirra, | Brian Donowa, fallega sendingu á Keith Bertchin sem stóð einn og óvald- aður fyrir opnu marki, en skot hans geigaði af sex metra færi. Urðu bæöi lið því að sætta sig viö markalaust jafntefli í leiknum, en Norwich hefur gengið mjög vel að undanförnu, skorað níu mörk í þrem leikjum. En lið West Ham er í öldudal um þessar mundir og nær ekki að sýna sinn létta og skemmtilega leik sem hefur verið aðalsmerki liðsins undanfarin ár. • Paul Mariner, miðframherji Ipswich og enska landsliðsins, vill örugglega gleyma leiknum gegn Leicester á Portman Road sem allra fyrst. Því þessi snjalli leikmaöur var gjörsamlega heillum horfinn í þessum leik. Hann klúðraði hverju marktæki- færinu á fætur öðru, og hefði undir eðli- legum kringumstæöum, ef hann hefði verið sjálfum sér líkur, getað skorað a.m.k. þrennu i leiknum. Einnig brást Eric Gates mjög oft bogalistin upp við markið. Eitt sinn stóð hann þrjá metra frá markinu en tókst að renna knett- inum framhjá þegar auðveldara var að skora. Leicester lék þennan leik af skynsemi. Þeir léku stífan varnarleik |með Bob Hazell sem besta mann, en hann var nýlega keyptur frá Q. P. R. fyrir f 100.000 og hefur hann treyst mjög varnarleik liðsins. Loksins sigur hjá Arsenal Eftir afleitt gengi undanfarið náði Arsenal loks ágætis leik. Terry Neil, framkvæmdarstjóri liðsins, krafðist þess af leikmönnum sínum fyrir leik- inn að þeir legðu sig meira fram í leiknum og sýndu betri baráttu en áður. Leikmennirnir tóku orð hans alvarlega og börðust sem ljón. Alan Sunderland náði forystunni strax á 7. minútu með föstu skoti frá vítateigs- horni. Ungur nýliði í liði „The Gunners”, Colin Hill, bætti ööru marki við á 20. mínútu með þrumufleyg af 25 metra færi. Staðan 2—0 í hálfleik. I upphafi síðari hálfleiks var miðverði Forest, Paul Hart, vikið af leikvelli eftir að hafa brotiö gróflega á Charlie Nicholas. Einum færri tókst Forest þó að minnka muninn með marki Peter Davenport úr vítaspyrnu. Enski lands- liösframherjinn^Tony Woodcock bætti síðan þriðja markinu við fyrir Arsenal og gerði vonir Nottingham Forest að engu er hann bætti því fjórða við og sínu öðru í leiknum með fallegum skalla eftir fyrirgjöf frá Graham Rix. Fjórði sigurleikur Tottenham í röð Tottenham vann sinn fjórða sigur í röð er liðið lagði Birmingham City að velli á St. Andrews, heimavelli Birmingham. Það var Steve Arcbibald Cyrille Regis skoraði mark fyrir WBA. sem skoraði sigurmarkið fyrir Spurs skömmu fyrir leikslok. Var þetta 9. mark Archibalds í síðustu sjö leikjum. • West Bromwich Albion vann góðan sigur gegn Coventry á Highfield Road. Það var Cyril Regis sem náði foryst-, unni fyrir gestina í fyrri hálfleiknum, en um miðjan síðari hálfleikinn jafnaði Graham Withey fyrir Coventry ogj Steve Perry skoraði síðan sigurmarkiö fyrir Albion undir lok leiksins. Steve Terry rekinn af leikvelli Everton tókst loks að sigra á heima- velli sinum, Goodison Park, í fimmtu tilraun. En þeir höfðu tapað þrem leikjum og gert eitt jafntefh i síöustu fjórum heimaleikjum sínum. Það var gamla kempan Davld Johnson sem skoraði sigurmarkið gegn Watford og eina mark leiksins i fyrri hálfleiknum. Everton var mun betra og hefði getaö unnið stærri sigur ef framherjar liðsins heföu verið á markaskónum. Undir lok leiksins var miðvörður Wat- ford, Steve Terry, rekinn af leikvelli fyrir gróft brot á Graeme Sharp. • Eftir sex tapleiki i röð náði Notts County loks stigi. Var það á heimavelli sínum; Medow Lane, gegn Stoke City. Ekkert mark var skoraö í fyrri hálf- leiknum, en í upphafi siöari hálfleiks- ins brá miðvörður Notts County Brian Kilcline, sér í sóknina og náði forystu fyrir lið sitt með skalla eftir hom- spyrnu. Allt benti síðan til þess að þetta mark mundi nægja Notts County til sigurs, en þegar aðeins fjórar mínútur voru tU leiksloka tókst bak- verði Stoke City, Steve Boulder, að jafna metin og tryggja liði sínu eitt stig. Eru Sheff. Wed. og Man City að stinga af? Sheffield Wednesday og Manchester City virðast vera yfirburðalið Í2. deild- inni það sem af er keppnistimabilinu. Wednesday vann mjög góðan sigur gegn Brighton á suðurströndinni. Þaö var Peter Shlrtllff sem náði forystu fyrir gestina strax i upphafi leiks og m Gary Bannlster einn af lykilmönn- í umSheff. Wed. Steve Madden bætti öðru við fyrir hlé. Gerry Ryan minnkaöi muninn fyrir heimamenn í siðari hálfleiknum en skömmu fyrir leikslok gulltryggði Gary Bannister sigurinn með stór- glæsilegu marki. Var byrjunin því ekki góð hjá Chris Cattling, hinum nýja framkvæmdastjóra Brighton, er kom í stað Jimmy Melia, sem var rekinn f rá liðinu í síðustu viku. • Malcolm AUison kom nú að nýju á Maine Road, en í þetta sinn sem fram- kvæmdastjóri Middlesborough og lið hans náði forystunni í leiknum með marki Alan Roberts eftir aðeins 15 sekúndur. En í siðari hálfleiknum skoraði Manchester City tvívegis og tryggði sér sigurinn. Derek Parlane jafnaði meö niunda marki sínu á leik- timabilinu og Jim Tolmie sá um sigur- markið. -SE. STAÐAN 1. DEILD Manchester Utd. 10 7 1 2 18—11 22 Liverpool 10 6 2 2 12—6 20 West Ham 10 6 1 3 20—10 19 Luton 10 6 1 3 19-9 19 Ipswich 10 5 2 3 20—11 17 QPR 10 5 2 3 17—9 17 Southampton 9 5 2 2 10-5 17 Tottenham 10 5 2 3 16-14 17 WBA 10 5 2 3 15—15 17 Aston Villa 10 5 2 3 13—11 17 Nott. Forest 10 5 1 4 16-16 16 Arsenal 10 5 0 5 17—12 15 Everton 10 4 3 3 7-8 15 Coventry 10 4 2 4 14—16 14 Birmingham 10 4 2 4 9—11 14 Norwich 11 3 4 4 17—16 13 Sunderland 10 3 2 5 9—16 11 Stoke 10 2 3 5 11—19 9 Watford 10 2 2 6 15—18 8 Notts C. 10 2 1 7 10—20 7 Wolves 10 0 3 7 8-23 3 Leicester 10 0 2 8 6-23 2 2. DEILD Sheff.Wed. 11 9 2 0 22-8 29 Man.City 11 8 1 2 22—10 25 Newcastle 11 7 2 2 21—11 23 Chelsea 10 6 3 1 20—9 21 Huddersf. 11 5 5 1 16-8 20 Shrewsbury 11 5 4 2 16—11 19 Charlton 11 4 5 2 11-14 17 Grimsby 11 4 4 3 17-12 16 Blackburn 11 4 4 3 18—20 16 Barnsley 11 4 2 5 19-16 14 Portsmouth 10 4 1 5 13-12 13 Carllsle 11 3 4 4 8-8 13 Leeds 11 4 1 6 15—20 13 Middlesbr. 11 3 3 5 14-16 12 Fulham 11 3 3 5 14-17 12 Brlghton 11 3 2 6 16-19 11 C. Palace 10 3 2 5 12—15 11 Cardiff 10 3 1 6 7-13 10 Oldham 11 2 3 6 8—19 9 Cambridge 10 2 2 6 10-17 8 Derby 11 2 2 7 8—25 8 Swansea 10 1 2 7 8-19 5 Íþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.