Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 25
DV. MÁNUDAGUR 24. OKTOBER1983. 25 íþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir KR flaug hátt í Hagaskóla í gær — að þessu sinni lágu ÍR-ingar í valnum „Það var fyrst og fremst góð liðs- heild og barátta sem færði okkur sigur- inn. Eg tel þetta besta varnarleik okk- ar til þessa, sérstaklega í fyrri hálf- leik. Okkur fer fram með hverjum leik og við verðum örugglega í toppbarátt- unni í vetur.” Svo mörg voru orð Garðars Jóhannssonar í KR eftir að KR-ingar höfðu sigrað ÍR-inga í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Hagaskóla í gærkvöldl með 63 stigum gegn 57. Staðan í hálf- leikvar 39-23, KRívil. Skemmst er frá að segja að KR- ingar höfðu alg jköra yfirburði á vellin- um. Sóknir þeirra gengu upp hver eftir aðra meðan allt fór í vaskinn hjá IR. Pressa KR-inga ruglaði iR-inga í rím- inu og þeir glopruðu boltanum í hendur KR-inga hvað eftir annað. KR-ingar gengu á lagið, þeir nýttu sínar sóknir STAÐAN Staðan í úrvalsdeildinni er nú þessi eftir leiki helgarinnar: Keflavík-Njarðvík KR-ÍR Valur-Haukar Njarðvík Valur KR Keflavik Haukar ÍR 70—78 63-57 72-69 3 3 0 246—222 6 3 2 1 244—222 4 3 2 1 201—211 4 3 1 2 207-216 2 3 12 213-219 2 3 0 3 192—207 0 Næstu leikir í deildinni verða um næstu helgi og lcika þá Njarðvík og KR í Njarðvík, á föstudagskvöld, og á sunnudag leika IR og Valur í Selja- skóla kl. 20.00 og í íþróttahúsi Hafnar- fjarðar leika Haukar og Keflavík og hefst sá leikur kl. 20.00. vel og höföu góða forystu í leikhléi.Þeir hófu seinni hálfleik af krafti og i miðj- um hálfleik voru þeir orðnir 20 stigum yfir; 55—35. Þá loksins fóru iR-ingar að taka við sér. Með Hrein Þorkelsson í fararbroddi skoruðu þeir 10 stig í röð án þess aö KR næði að svara fyrir sig, en síðan ekki söguna meir. Þeir héldu ekki höfði síöustu mínúturnar meðan KR-ingar héldu boltanum og sigur KR var í höfn; 63—57 eins og áður sagði. Hjá KR var Garðar Jóhannsson bestur. Jón Sigurðsson var seigur að vanda. Árin virðast litið hrína á honum og enn berst hann sem tvítugur væri. Hann þurfti að yfirgefa leikvöllinn með fimm villur þegar tvær mínútur voru til leiksloka, en hvatningarorðin dundu yfir leikmenn þann tíma sem eftir var. KR-ingar eru í öruggum höndum meöan hann heldur um stjómvölinn. Þorsteinn Gunnarsson, Olafur Guð- mundsson og Kristján Rafnsson kom- ust og vel frá leiknum. Hjá IR var fátt um fína drætti. Leikur þeirra í fyrri hálfleik var hreint ömurlegur á að lita og ekki lagaðist þaö í seinnihálfleik. Hreinn Þorkelsson og Hjörtur Oddsson áttu þó góða skorpu í seinni hálfleik en aðrir voru fremur daprir. Það vinnast fáir leikir með þessu áframhaldi. Þaö þýðir ekki að einn eða tveir klóri í bakkann, íeikirnir vinnast ekki nema allir leggist á eitt. Leikgieðina virðist gjörsamlega vanta og ekki fá leikmenn hvatningu af bekknum. Mætti ætla að sumir væm í þagnarbindindi. Það þýðir ekki að hengja haus og fara í fýlu þegar illa gengur. iR-ingar hafa tapað leikjum sínum í mótinu með þremur, fjórum og sex stigum og með smá átaki ættu þeir að geta unniö næstu leiki sina. Innáskiptingar hjá IR ollu ýmsum furðu. Mætti gefa fleirum tækifæri til að spreyta sig, sér í lagi þegar þeh sér als, igði n í rort ?sta lais >kal AA Ragnheiður og T ryggvi stóðu sig mjög vel Þau Ragnheiður Runólfsdóttlr úr IA og Tryggvi Helgason frá Sel- fossi stóðu sig vel þegar sundsveit Alvsbynskólans i Svíþjóð sigraði í þriggja sveita skólakeppni um helgina. Tryggvi keppti í 100 og 200 m bringusundi og vann báðar grein- ar. Tíminn í 100 m bringusundi varð 1.08,71 en þessa sömu vega- lengd synti hann á tímanum 1.07,10 i boösundi. 200 m bringusund synti Tryggvi á 2.29,78. Ragnheiður synti 100 m bringusund á timanum 1.16,53 og varð í 1. sæti. Þá varð hún í fjórða sæti í 200 m baksundi á tímanum 2.33,11. Úrsllt kcppninnar í stigum uröu þessi. 1. Alvsbyn 198 stig 2. Hallberg 194 stig 3. Klippan lOlstig sem inni á eru vita ekkert hvað þeir eruaðgera. Stigin: KR: Garðar Jóhannsson 17, Jón Sigurðsson 11, Þorsteinn Gunnarsson 10, Olafur Guðmundsson 120, Agúst Líndal 6, Kristján Rafnsson 6, Guðni Guönason3. IR: Hreinn Þorkelsson 12, Hjörtur Oddson 12, Gylfi Þorkelsson 8, Jón Jörundsson 8, Benedikt Ingþórsson 7, Kristján Einarsson 6, Bragi Reynisson og Ragnar Torfason 2 hvor. Dómarar: Kristbjörn Albertsson og Ingi Gunnarsson. Þeir skiluðu sínu vel og voru alls óhræddir að dæma tækni- villur á KR-inga fyrir nöldur. Eilíft tuð og nöldur í garö dómara er nokkuð sem setur leiðinlegan svip á leiki og leik- menn mættu að ósekju ven ja sig af. Maður leiksins: Garðar Jóhannsson, KR. -Þ.S. Kristján Ágústsson átti bestan leik Valsmanna í gærkvöldi gegn Haukum. Barátta Hauka dugði næstum á Valsmenn Valur marði sigur á Haukum í úrvalsdeildinni ígærkvöldi. Lokatölur 72-69 „Það er alltaf sama gamla sagan. Þegar mann grunar að sigur vinnist þá kemur vanmatið til sögunnar og þá er erfitt að ná sér upp og sýna réttan lelk,” sagði Torfi Magnússon, þjálfari Valsmanna, I samtali við DV eftir leik sinna manna gegn Haukum í úrvals- delldlnni í körfu í Seljaskóla í gær- kvöldi. Sigur Valsmanna var í minnsta lagi en lokatölur urðu 72—69 Val í vil eftir að Haukar höfðu haft elns stigs forskot í leikhléi. Haukamir mættu til leiks eins og grenjandi ljón þó að ég hafi aldrei séð ljón grenja, og komu þeir Islands- meisturunum í opna skjöldu. „Það var sama hvenær við sendum boltann frá okkur. Það var alltaf kominn Hauka- maður með fingurna í boltann,” sagði Torfi eftir leikinn. Greinilegt var að Valsmenn van- mátu andstæðinga sina að þessu sinni og munaði ekki miklu að það yrði þeim aöfalli. StigVals: Kristján Ágústsson 24, Torfi Magnússon 14, Tómas Holton 11, Jóhannes Magnússon 8, Jón Stein- grímsson 7, Bjöm Zoega 4, og Valdi- mar Guðlaugsson og Páll Arnar skor- uðu sína körfuna hvor. StigHauka: Kristinn Krlstinsson 18, Pálmar Sig- urðsson og Olafur Rafnsson 16 hvor, Eyþór 8, Svelnn Sigurbergsson 5, Hálfdán Markússon 3, Reynlr Kristjánsson 2 og Guðlaugur skoraði eitt stig. Leikinn dæmdu þeir Gunnar Bragi og Jón Otti og var dómgæsla þeirra til fyrirmyndar. Maður lelksins: Kristján Ágústsson Val. -SK. Stórleikur Sigrúnar ÍR-stúlkurnar i körfuknattleik undir stjórn Kristins Jörundssonar áttu ekki i erfiðlelkum með að tryggja sér öruggan sigur á Hauka- stúlkunum er Uðin léku i 1. deild kvenna i íþróttahúsi Hafnarfjarðar í gær. Lokatölur urðu 64—43 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 31—23 ÍR í vil. ÍR-píurnar virðast vera á réttri ieið og ætti liðið að geta náð langt i vetur. Llð Hauka byggist of mlklð á getu einnar stúlku nefnilega Sóleyjar Indriðadóttur sem skoraðl 25 stlg fyrir Hauka og var langstiga- hæst. Hjá ÍR kom stórleikur Sigrúnar Hauksdótt- ur mest á évart og var hittni hennar frábær en þelta er fyrsti ieikurinn þar sem hún fær að spreyta sig að ráðl. Þá lék Emilia Sigurðar- dóttir sinn fyrsta leik fyrir tR og komst vel frá leiknum. Stigahæst hjá ÍR var Þóra Steffen- sen með 18 stig, Sigrún með 15 stig og Fríða Torfadóttir skoraði létt 14 stig. -SK. Ik 1 í ■AA Amsterdam ©f staðurinn er vingjarnleg og heillandi borg. Amsterdam hefur eitthvad fyrir alla og þadatí liggja leiðir til allra átta. Flug og gisting (morgunverður innifalinn) — verð frá kr. 10.340,- Afborgunarskilmálar. Fáið upplýsingar hjá okkur. Sérhœfð þjónusta - vingjarnleg þjónusta FERÐAMiÐSTÖÐIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.