Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 1
Opinber rannsókn á meintu broti löggæslumanna á ísafirði: Þrem lögreglumönnum vikié frá störfum —rufu innsigli og tóku með sér ótollafgreitt vfn úr fíutningaskipi Þrem lögregluþjónum á Isafirði hefur verið vikið frá um stundarsak- ir á meðan verið er að ljúka rann- sókn á meintu broti þeirra í opinberu starfi og á meðan beðið er niðurstöðu Saksóknara ríkisins í málinu. Hann mun væntanlega fá þaö til meðferöar síðar í vikunni. Tildrög eru þau að þann 1. septem- ber voru mennirnir þrír í gleöskap um borð í flutningaskipi sem lá í höfninni. Einn lögreglumannanna er jafnframt tollvörður. Hann rauf innsigli á geymslu, sem. m.a. hafði að geyma ótollafgreitt áfengi, og hafði á brott með sér tvo bjórkassa og tvær flöskur af sterku víni. Að því búnu innsiglaði hann geymsluna aftur með innsigli hins opinbera, sem hann sótti i land til þess. Oljóst er hvenær hinir tveir vissu um þetta en þó er ljóst að þeir fóru með tollverðinum frá borði og neyttu vamingsins í áframhaldandi gleð- skap heima hjá einum þeirra. Að sögn Péturs Hafstein sýslu- manns hefur rannsókn einnig leitt í ljós að skipstjórinn vissi af þessu án þess að reyna aö koma í veg fyrir það eða láta vita af því. Alls eru 11 lögregluþjónar á Isafirði og því þarf ekki liðsauka annars staðar frá þar sem hinir átta taka á sig störf þremenninganna í aukavinnu. ,-GS „Svartur sjór afsíld” MOK- VEIÐI VIÐ EYJAR Mesti síldveiðidagur vertíðar- innarvarígær. „Hér er svartur sjór af síld,” var sagt í Vestmannaeyjum í morgun. Um fimmtán hringnótabátar hafa verið í mokfiskiríi í kringum Eyjarnar um helgina, aðallega út af Elliðaey. Einn báturinn, Sighvatur Bjarnason, reif nótina. Aflanum er landað í Vest- mannaeyjum, Grindavík og Þor- lákshöfn. Frá því í gærkvöldi og þar til í morgun hafði um níu þúsund tunnum af síld verið land- að í Grindavík. I Eyjum var land- að milli fimm og sex þúsund tunnum um helgina. I Þorláks- höfn voru tæpar tvö þúsund tunnur komnar á land. Frá Austfjörðum bárust einnig síldarfréttir í morgun. Á Reyðar- firði fékk Faxi um 1500 tunnur í nótt. Þá fengu nokkrir rekneta- bátar góðan afla í Húsavík eystri, fyrir noröan Loömundarf jörð. -KMU. Atliskoraði tvömörk — allt um íþróttir helgarinnar ^ í 8 síðna hlaðauka — — — Við slysstaðinn a Reykjavik- urflugvelli, klukkan að ganga sjö á laugardagskvöld. DV-mynd S. Hörmulegt banaslys á Reykjavíkurftogvelli á laugardag FARÞEGIGEKK í SKRUFU NÝLENTRAR FLUGVÉLAR Hörmulegt banaslys varð á Reykjavíkurflugvelli um klukkan tæplega átján á laugardag. Farþegi lítillar tveggja hreyfla flugvélar frá Flugskóla Helga Jónssonar opnaði dyr hennar skömmu eftir að hún hafði numið staðar á vellinum eftir lendingu, og steig hann út í aðra skúfuna sem enn var í gangi. Maður- inn lést samstundis. Tildrög þessa sviplega atburðar voru með eftirfarandi hætti, sam- kvæmt upplýsingum Flugmála- stjórnar ríkisins. Um klukkan 14.30, hálfþrjú á laugardag, var hringt frá Reyðar- firði til Reykjavíkur og flugmaður frá Flugskóla Helga Jónssonar beð- inn að fljúga til Egilsstaða til aö sækja tíu áhafnarmeðlimi af báti sem lá inni á Réyðarfirði og fljúga með þá til Reykjavíkur. Flugvélin TF-FHL, sem er af gerð- inni Mitsubishi MU 2, fór frá Egils- stöðum klukkan 16.38 og lenti á Reykjavíkurflugvelli rúmum klukkutíma síðar, eða 17.45. Flugvélin nam staðar fyrir utan af- greiðsluhús Helga Jónssonar og áður en hreyflar hennar höfðu stöðvast opnaði einn farþegi vélarinnar dyr hennar og gekk í vinstri skrúfuna, án þess að flugmaðurinn gæti nokkuð að| gert. Sem fyrr segir lést maðurinn samstundis. Málið er í höndum Flugmála- stjórnar ríkisins og Rannsóknarlög- reglu ríkisins sem vinna nú að gaum- gæfilegri athugun á því hvernig og hvers vegna svona hörmulegir at- burðir geta gerst. Þessir aðilar vörðust allra nánari frétta af málinu. -SER. 158 FRIÐARGÆSUILIÐAR DREPNIRISPRENGINGUM Björgunarflokkar leituðu í nótt í rústum tveggja bygginga, bæki- stöðva bandarísku og frönsku friðar- gæslusveitanna í Beirút, en þær voru eyðilagðar í sprengingum í gær. Vitað er um 158 sem liggja í valnum en fleiri kunna aö leynast enn í brakinu. — sjá erl. fréttir bls. 8 og 9. m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.