Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 18
18 FJÖLBRAUTASKÓLINN BREIÐHOLD FJÖLBRAUTASKOLBMN 1 BREIÐHOLTI Umsóknir um skólavist í dagskóla FB á vorönn 1984 skulu hafa borist skrifstofu skólans, Austurbergi 5, fyrir 15. nóv. nk. Nýjar umsóknir um kvöldskóla FB (öldungadeild) á vorönn 1984 skulu berast skrifstofu skólans fyrir sama tíma. Tekiö veröur á móti umsóknum nemenda sem eru í samningsbundnu iðnnámi hjá meistara en þeir sækja þá um bóklegar og fag- bóklegar greinar. Staðfesta skal fyrri umsóknir með símskeyti eða símtali á skrifstofu FB, sími 75600. Skólameistari. Ráðgjafi frá Mandeville of London verður þessa viku hér á iandi á eftir- töidum stöðum: REYKJAVIK: Rakarastofan Klapparstig, simi 12725, mánudaginn 24. okt. miðvikudaginn 26. okt., föstudaginn 28. okt. og /augardaginn 29. okt. AKUREYRI: Jón Eðvarð, rakarastofa, Strandgötu 6, simi 24408, þriðjudaginn 25. okt. KEFLAVÍK: Klippótek, Hafnargötu 23, simi 3428, fimmtudaginn 27. okt. 10% afsláttarkort Ákveðið hefur verið að gefa fé- iagsmönnum Kaupfélags Hafn- firðinga kost á 10% afslætti út á afsláttarkort. Kortin gilda frá október til 31. desember, eitt kort fyrir hvern mánuð. Nýir félagar fá einnig að njóta þessara viðskiptakjara. Hægt er að gerast félagsmaður í verslunum og skrifstofu Kaup- félagsins á Strandgötu 28, Miðvangi og Garðaflöt Garðabæ. Með félagskveðju og þökkum fyrir góð samskipti. Kaupfélag Hafnfirðinga DV. MANUDAGUR 24. OKTOBER1983. Myndin er frá Norrœnu ökuleikninni sem haldin var á Spáni i fyrra. Þar var keppt á Opel Corsa, sem þá hafði aðeins verið 8 daga á markaðnum. Ökuleikni ’83, Bindindisfélag ökumanna— DV: íslendingar senda 3 kepp- endur til Vínarborgar i Norræna ökuleikni Nú er endapunkturinn að nálgast í ökuleikni ’83 á bílum. Bindindisfélag ökumanna mun senda þrjá keppendur utan á morgun, þann 25. október næst- komandi, og munu þeir taka þátt í Norrænni ökukeppni sem haldin verður í Vínarborg. Þangað koma sig- urvegarar í ökuleikni af öllum Norður- löndunum. Keppt verður bæði í karla- og kvennariðli. lslendingar munu senda einn keppanda í kvennariðil og er það Islandsmeistari kvenna 1983, Auður Ingvadóttir frá Isafirði. Tveir keppendur munu taka þátt í karlariðli og eru þaö þeir Björn Björnsson frá Egilsstööum og Magnús Hermannsson fráHúsavík. Þrívegis hafa Islendingar orðið Norðurlandameistarar í Norrænni ökuleikni og eru forráöamenn keppninnar vongóðir um að Islending- ar verði framarlega í ár. Það er Bindindisfélag ökumanna sem kostar ferð keppenda út og hefur félagið leitað til nokkurra aðila til aðstoðar. Tryggingafélagiö Ábyrgð hf. mun ætla aö styrkja félagið á þann hátt að greiða fargjald tveggja keppenda til Amsterdam. Þá hefur Amarflug á- kveðiö aö styrkja keppnina með því aö gefa einn flugfarmiöa milli Keflavíkur og Amsterdam, en að sjálfsögðu mun hópurinn feröast með Amarflugi. Hópurinn mun ferðast með bílum frá Amsterdam til Vínarborgar og hefur Volvo-umboðiö á Islandi, Veltir hf., séð til þess að hópurinn fái tvo Volvo 360 GLE bíla til afnota í ferð sinni. Vill BFÖ færa þessum aöilum sérstakar þakkir en án framlags þeirra hefði orðið lítið af þátttöku Islendinga í Norrænu ökuleikninni. 1 Vínarborg verður keppt á Opel Corsa, nýjum smábíl frá Opel og mun keppnin fara fram í Opel verksmiöjum sem era í Vínarborg. Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er sú að Opel á Norðurlöndum er í náinni samvinnu við Bindindisfélag ökumanna á hinum Norðurlöndunum um framkvæmd keppnanna. Þessu hefur veriö háttað á annan veg hér á Islandi þar sem Bindindisfélag ökumnanna hefur alfarið séö um framkvæmd keppnanna, en Sambandið, véladeild, hefur séð um að útvega bíla í úrslita- keppnir ásamt einhverjum fjárhags- legum stuðningi. Auk beinnar aðildar að keppnunum hafa umboö Opel-GM á hinum Norðurlöndunum alfarið kostað keppendur í Norrænu ökuleiknina. Við vonum að þrátt fyrir fjárhags- áhyggjur muni Islendingunum vegna vel í Vín og mun DV fylgjast náið með framvindu mála þar og birta fréttir jafnskjótt ogþærberastþaðan. ísiandsmeistarakeppnin i Okuieikni '83, þar sem vaidir voru þeir keppendur er keppa úti fyrir íslands hönd. Þarvarkepptá Opel Kadett frá Véladeild SÍS. Steinullarverksmiðja skilar 18% arðsemi — kostnaðarverð nú áætlað 640 milljónir Steinullarverksmiðja á Sauðár- króki er áætluð skila 15 til 18% arðsemi eftir skattgreiðslur sam- kvæmt nýjustu útreikningum að því er Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra upplýsti á fundi í Þorlákshöfn. Sagði ráðherrann að þetta teldist viðunandi arðsemi. Á fundinum kom fram gagnrýni á ráðherrann að halda áfram fram- kvæmd við steinullarverksmiðjuna á Sauðárkróki þegar sýnt væri að rekstur hennar yrði miklu hagkvæm- ari í Þorlákshöfn. Sögöu heimamenn að Þorlákshöfn væri miklu nær markaðnum en flutningskostnaður frá Sauðárkróki yrði niðurgreiddur af Skipaútgerð ríkisins. Sverrir Hermannsson sagði að samningar stæðu yfir um að flutn- ingar fyrir steinullarverksmiðjuna færu fram meö skipum Skipaút- gerðarinnar á lægra verði. En hann sagði ennfremur aö lögin hefðu verið 'komin til framkvæmda þegar hann tók við ráðherraembættinu og tölu- veröum fjármunum verið varið til framkvæmda á Sauðárkróki. Því hefði það veriö álit ríkisstjórn- arinnar að veriö væri að kasta f jár- munum á glæ ef hætt yrði við að staösetja verksmiðjuna á Sauð- árkróki. Sverrir upplýsti að kostn- aðarverð verksmiðjunnar væri nú áætlað um 640 milljónir. Eggert Haukdal alþingismaður sagði á fundinum að sér þætti leitt aö Sverrir væri nú orðinn talsmaður hallareksturs sem væri fyrirsjáan- legur með steinullarverksmiðjuna á Sauðárkróki. Sagði hann að sem betur færi stefndi nú í það aö Skipaút- gerðin yrði lögö niður.Sagðist hann vona aö ríkissjóður reiddi ekki fram sitt hlutafjárframlag fyrr en heima- menn á Sauðárkróki hefðu uppfyllt sín skilyrði um hlutafjárframlag og sýnt fram á markaö fyrir fram- leiðsluna. ÖEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.