Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR 24. OKTOBER1983. íþróttir Iþróttir íþrótt íþróttir Shilton hafði nóg að gera Luton Town, sem tókst naumlega að bjarga sér frá falli á síðasta keppnis- timabili, er nú annað og mun betra lið en þá. Á sl. sumri fékk David Pleat, framkvæmdastjórí Luton, til Uðs við sig tvo leikmenn, þá Alan Sealey mark- vörð frá Coventry og Paul EUiott mið- vörð frá Charlton. TUkoma þessara leikmanna hefur styrkt mjög vöm liðs- ins og markvörslu sem var aðal- höfuðverkurinn á síðasta keppnistima- bUi. En sóknarleikur liðsins var og er einhver sá skemmtUegasti i 1. deUd. Framherjar liðsins em mjög sókn- djarfir með þá Brian Stein og Paul Walsh i fararbroddi, en þvi er spáð að þeir tvelr komi tU með að verða sóknarbroddurinn i enska landsliðinu á næstu árum. Það voru 12.390 áhorfendur sem mættu á Kenilworth Road, heimavöU Luton Town, þegar „Dýrlingamir” frá Southampton komu í heimsókn. Fyrir þennan leik hafði Peter ShUton aðeins fengið á sig tvö mörk í marki Southampton í sjö fyrstu leikjum Uðs- ins á keppnistímabiUnu. Paul Walsh var í leikbanni og lék Trevor Aylott í hans stað og átti hann eftir að koma mikið við sögu í leiknum. Luton hóf leikinn af miklum krafti og þegar aðeins 12 mínútur voru Uðnar af leiktímanum þurfti Peter Shilton að hirða knöttinn úr netinu hjá sér eftir glæsilegt skaUamark Trevor Aylott. Luton hafði gefið tóninn og tók nú öU Mariner er markhæstur Þeir leikmenn sem eru nú mark- hæstir í ensku 1. deildarkeppninni eru: Paul Mariner, Ipswich 7 Archibald, Tottenham 6 Stainrod, QPR 6 Swindlehurst, West Ham 6 Woodcock, Arsenai 5 Erik Gates, Ipswich 5 John Branes, Watford 5 -sos — í markinu hjá Dýrlingunum frá Southampton, sem töpuðu 1-3 íhattaborginni Luton völd á veUinum. Sóknarloturnar buldu á vörn „DýrUnganna” og á 35. mínútu bætti heimaUðiö við öðru marki og aftur var það Trevor Aylott sem þar var að verki eftir faUegan undirbúning Ricky HiU. Á síöustu mínútu fyrri hálf- leiksins fékk Luton síðan vítaspymu þegar David Moss var feUdur innan vítateigs af miöverði „DýrUnganna”, Mark Wright. Moss tók vítaspymuna sjálfur, en skaut yfir markið. I síðari hálfleUmum hélt stórsókn Luton áfram eins og í þeim fyrri og Steve Baker bjargaði á markUnu skoti frá Brian Stein á upphafsmínútunum. Á 72. mínútu leiksins bætti Luton við þriðja markinu og var þaö Brian Stein sem skoraði markið með þrumuskoti frá vítateig eftir snjallan samleik við Trevor Aylott en þeir prjónuðu sig í gegnum vöm Southampton. Aðeins nokkrum mínútum síðar þurfti Shilton að taka fram sparihanskana til að. verja hörkuskot frá Moss. En á 78. minútu tókst Southampton að minnka muninn aðeins þegar David Arm- strong skoraði með þrumufleyg eftir sendingu frá Steve Wiiliams. En síöasta marktækifæri leiksins féll Luton í skaut en þá skallaði David Moss fyrir markið af þriggja metra færi, einn og óvaldaður fyrir opnu marki. Sigur Luton var mjög öruggur í þessum, leik þeir yfirspiiuðu gestina nær allan leikinn og þeir Ricky Hill og Brian Stein áttu stórleik. Er Luton nú komið í fjórða sætið í 1. deild. Liðin sem léku á Kenilworth Road voru þannig skipuö: Luton: Sealey, Stephens, Donachie, Bunn, Horton, Eliiott, Hill, Aylott, Stein, Antic, Moss. Southampton: Shilton, Baker, Ken Armstrong, Williams, Wright, Ag- boola, Holmes, Wallace, Moran, Baird, David Armstrong. -SE Brian Stein, markaskor- arinn mikli hjá Luton, er nú einn af marksæknustu leikmönnum Englands. Færekki kaupið sitt — þótt hann hafi skoraðfjögurmörk David Caldweil, miöframherji 4. deildar liðsins Mansfield Town, var rekinn af ieikvelli í leik með liði sinu gegn Reading si. miðvikudag — fyrir að brúka kjaft viö dómara leiksins. 1 framhaidi af þessari slæmu hegðun leikmannsins ákvað framkvæmda- stjóri liðsins að refsa honum með því aö fella niður laun hans í eina viku. En Caldwell Iét þaö litið á sig fá og skoraöi fjögur mörk á laugardaginn fyrir Mansfield i 5—0 sigri liðsins gegn Hartlepool. Eftir leikinn sagði Stuart Boam, framkvæmdastjóri Mansfield, að þessi frammistaða Davids breytti engu um fyrri ákvörðun sína. „Hann hefði aðeins unnið vel fyrir kaupinu sínu ef hann hefði fengið útborgað.” -SE Sjá umsagnir um leikiíensku knattspyrnunni ábls.26 It aðsmella saman li ijáol kkur” mörk Arsenal gegn Forest „Þetta var afar mikilvægur sig- ur (4—1) hjá okkur gegn Notting- ham Forest eftir slakt gengi und- anfarið og einkum eftir tapið gegnl Coventry á heimavelli á laugar-j daginn fyrir viku. Auk þess sem það var mjög gaman að skora tvö mörk gegn minu gamla félagi,” sagði Tony Woodcock, landsliðs- maður Englands, sem lék að nýju með Arsenal eftir meiðsli. Nú hefur Arsenal skorað litið af mörkum í síðustu leikjum sinum og Charlle Nichoias gengur enn erfiðlega? Nicholas þarf tíma til að finna sig íi leik liðsins og svo hefur það einnig háð honum mjög að meiðsli hafa verið tíö hjá meðspilurum hans í framlínunni. Ég hef átt við meiðsli að stríða undan- farið. En ég og Nicholas eigum að vera í fremstu víglinu en höfum ekki leikið nægilega mikiö saman til þess aö ná upp samvinnunni. Þetta háir Nicholas að sjálfsögðu og einnig það að Alan Sunderland er að reyna að finna sig í nýrri stöðu. Hann leikur nú sem hægri útherji eftir að hafa leikið sem fremsti maður undanfarin ár. Þetta á eftir að smella saman hjá okkur þegar líða tek- ur á keppnistímabilið.” Ertu búlnn að ná þér fullkomlega af meiðslunum sem hrjáð hafa þig undan- fariö? Já, ég hef náð mér fullkomlega og er vonandi laus við öll meiðsli í bili. Þetta hafa verið mikil vonbrigði að hafa ekki getaö leikiö með Arsenal og enska landsliðinu í mikilvægum leikjum und- anfariö.” „Erfitt Aylott út” — eftir leik eins og hann sýndi gegn Southampton, segir David Pleat „Eg verö í skemmtiiega erfiðri aðstöðu þegar Paul Walsh verður búinn að taka út leikbannið sem hann er í núna því að erfitt verður að setja Trevor Aylott á vara- mannabekkinn eftir slíkan leik sem hann sýndi gegn Southampton og skoraði tvö guilfalleg mörk, en við verðum að sjá hvað setur,” sagði David Pleat, framkvæmdastjóri Luton. „Trevor Aylott er frábær leik- maður sem ég keypti frá Millwall í fyrra á 80.000 pund til þess að taka stöðu Brian Stein sem þá var frá í þrjá mánuði vegna meiðsla. Hann hefur sannarlega veriö peninganna virði og er þægileg tilfinning aö hafa hjá sér þrjá fyrsta flokks framherja, þá Trevor Aylott, Paul Walsh og Brian Stein sem berjast um þær tvær framherjastöður sem í liöinu eru. Það eru örugglega margir framkvæmdastjórar ann- arra liða sem öfunda mig.” -SE Allar peninga- greiðslur stöðv- aðar hjá Berlín Tony Woodcock—skoraði tvö mörk. Leikmenn handboltaliðs Berlín i v-þýsku Bundesligunni fengu óvænt send bréf í pósti frá fjár- stuðningsmanni liðsins, Bendzko að nafni. Þar sagði hann skýrt og skorinort að allar greiðslur til þeirra væru ekki til umræðu fyrr en liðið hefði komið sér í fyrsta eða annað sæti í deildinni. Flestir leikmenn liðsins eru aðkeyptir og hafa ekki náð vel saman það sem af er vetri. Liðið er nú í 7. sæti deildarinnar. -AA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.