Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR 24. OKTOBER1983. 11 „Hef áhuga á öllu sem snýst” — segir Halldór Úlfarsson, rallmeistari íslands 1983 Halldór Úlfarsson er rallkóngur Islands áriö 1983 og þaö kom honum kannski ekki tiltakanlega á óvart. „Mér hefði nægt 5. sætið í Bridge- Halldór er kvæntur Ingu Jóhönnu Birgisdóttur og þau eiga eina telpu, tæplega fjögurra ára. -GB „ Linurnar fóru að skýrast i siðasta rallinu og þá var keyrt i samræmi við það, "segir Halldór Úlfarsson. D V-m ynd Bjarnleifur. ► stone-rallinu til aö veröa Islandsmeist- ari og ég stefndi að því, hugsaði ekki um annað,” sagði Halldór Úlfarsson í viötali viö DV. — Stefndiröu kannski á Islands- meistaratitilinn alveg frá upphafi? ,,Ég spáöi ekki í þaö fyrst í staö en í þessu síðasta ralli fóru línumar aö skýrast og þaö var keyrt í samræmi viðþað.” — Hvernig h'öur nýbökuðum Is- landsmeistara? „Bara vel. Maöur verður ekki Is- landsmeistari nema einu sinni.” Halldór er gamalreyndur rallkappi því að hann tók þátt í fyrsta ralhnu sem haldið var á Islandi og síðan hefur hann veriö meö ööru hverju. Hann sagöi aö þaö heföi verið bifreiða- íþróttaáhuginn sem hefði att honum út í rallið. „Ég hef áhuga á öllu sem snýst,” sagöiHalldór. — Sem minnir á aö þú ert lærður úr- smiöur? „Þausnúast líka.” — Hvernig fer þetta saman? „Vel. Þess vegna gengur mér svo vel aö passa tímann, en ég hef ekki unnið við úrsmíði síðan ég lauk námi. ” — Þú starfar sem leigubílstjóri. Hættir þér ekkert til aö gefa aðeins í á götum borgarinnar? „Nei. Ætli ég sé ekki í rallinu til aö fá útrás.” Halldór sagði aö rallið væri mjög tímafrek íþrótt, en hann heföi verið einstaklega heppinn, Toyotan hans heföi ekkert bilaö og strákamir á verkstæðinu væru mjög liprir. — Er þetta ekki dýrt sport? „Jú, en viö höfum hjálpast aö viö þetta og höfum sloppið betur en margir aðrir,” sagöi Halldór Úifarsson, Is- landsmeistari í ralh 1983. Húsavík: Veðriðbjarg- aði rjúpunni Rjúpnaskyttur á Húsavík urðu fyrir vonbrigðum þegar þær vöknuðu aö morgni þess lang- þráöa 15. okt. í hríðarveðri og 20—30 metra skyggni. Arni Logi Sigurbjörnsson, skotfæraþjónustunni, sagöi aö svona veður mætti kaUa algjöra friðun á rjúpunni. Hann vissi þó um eina tuttugu sem heföu farið til veiða og fengiö svona 2—3, mest 4, r júpur. Mjög mikið af rjúpu hefur sést undanfariö og mörg ár eru síðan rjúpur hafa haldið sig innan bæjarmarkanna eins og í haust. Árni Logi og Þröstur Brynjólfsson yfirlögregluþjónn hafa undanfariö leiðbeint á nám- skeiöi um meðferð skotvopna, hvernig best má búa sig fýrir veiöar og komast hjá því að vUlast á heiðum uppi. 17 manns sóttu þetta námskeið í haust og 51 síðastliðið haust. Árni Logi sagöist vona aö veðurguðirnir bættu ráö sitt sem aUra fyrst. Ingibjörg Magnúsdóttlr, Húsavík. Nú fylgjum við glæsilegu sumri í hollensku sumarhúsunum eftir og hefjum strax sölu á sumarferðunum 1984, - og það á óbreyttu verði frá árinu 1983. í sumar var uppselt í allar ferðir, biðlistar mynduðust og margir urðu frá að hverfa. Við gengum því strax frá samningunum fyrir næsta sumar og opnum þannig öllum fyrirhyggjusömum fjölskyldum leið til þess að tryggja sér heppilegustu ferðina tímanlega og hefja strax reglubundinn sparnað með Eemhof Sumarhúsaþorpið sem sló svo rækilega í gegn á sl. sumri. Frábær gisting, hitabeltissundlaugin, fjölbreytt íþrótta-, leikja- og útivistaraðstaða, veitingahús, verslanir, bowling, diskótek, tennis, mini-golf, sjóbretti o.fl. o.fl. o.fl. Endalaus ævintýri allrar fjölskyldunnar. Vetrarsalan opnar þér greiðfæra leið Vetrarsala Samvinnuferða-Landsýnar a hollensku sumarhúsunum er okkar aðferð þess að opna sem allra flestum v>ðraðanlega oe areiðfæra leið í gott sumarfri með alla fiölskylduna. í erfiðu efnahagsastandi er ómetanlegt að geta tryggt sér harréttu ferðm með góðum fyrirvara og notfært ser obreytt verð frá árinu 1983, SL-ferðaveltuna og SL-kiörin til þess að létta á kostnaði og dreifa greiðsíubyrðinni á sem allra lengstan tíma. SL-ferðaveltunni. í henni er unnt að spara í allt að 10 mánuði og endurgreiða lán jafnhátt sparnaðinum á 12 mánuðum eftir heimkomu. Þannig má dreifa greiðslum á yfir 20 mánuði og gera fjármögnun ferðalagsins miklum mun auðveldari en ella. Og enn munum við bjóða SL-kjörin. Með þeim má festa verð ferðarinnar gagnvart gengisbreytingum og verjast þannig öllum óvæntum hækkunum. Þetta er okkar leið til þess að gera Hollandsævintýrið 1984 að veruleika hjá sem allra flestum fjöiskyldum. Kempervennen Nýtt þorp, byggt upp í kjölfar reynslunnar í Eemhof og af sömu eigendum. Öll aðstaða er sú sama og í Eemhof og í Kempervennen er síðan bætt um betur og aukið enn frekar við stærð sundlaugarinnar, veitingastaðanna og sameiginlegrar þjónustu auk þess sem bryddað er upp á ýmsum spennandi nýjungum fyrir börnin. Fyrirhyggja í ferðamálum- einföld leið til lægri kostnaðar og léttari greiðslubyrði Nýr Hollandsbæklingur á skrifstofunni oghjá umboðsmönnum um allt land Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 að bóka SUMARHOSINI HOLLANDI ★ Óbreytt verð frá 1983 ★ S-L ferðaveltan dreifir greiðslum á yfir 20 mánuði ★ Eemhof-Kempervennen stóraukið sætaframboð ★ Fjölskylduferðir í algjörum sérflokki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.