Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 27. OKTÖBER1983. Erlendar rík isstjórnir borga undir borðið — til að laða viðskipti frá okkur til sín, segir Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar ,,Skipasmíðar eru sú iðngrein sem ■náð hefur hvað mestri framleiðniaukn- ingu allra greina að undanfömu og ég fullyrði að við höfum rekiö okkar fyrir- tæki betur en stjómvöld hafa rekiö þjóðarbúið á undanförnum árum,” sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Slipp- stöðvarinnar hf. á Akureyri, er DV ræddi við hann um erfiöleika stöðv- anna almennt vegna verkefnaskorts. Gunnar fullyrti að gæðamál þessar- ar iðngreinar hér væru á þann veg að islensk skip entust lengur en önnur, viðhald þeirra væri mun minna og þau þyrftu minni endurbóta við er að tíu ára mörkunum kæmi. Þar skorti því ekkert á samkeppnishæfnina. Islensk skipasmíði er oft gagnrýnd fyrir að vera of dýr og benti Gunnar á að Utgerðarfélagi Akureyringa hefði nýverið borist 19 tilboö frá 13 löndum í smíði togara. Japanskt og spánskt til- boð hefði reynst örlitið lægri en tilboð Siippstöðvarinnar og hún hefði átt svipað tilboð og tvær norskar stöðvar. Þvi væri verðlagið greinilega samkeppnishæft lika. Hins vegar hefur smíöatími íslensku skipanna yfirleitt reynst lengri en hinna erlendu og sagði hann að það stafaði m.a. af þvi aö oft drægist ýmis fyrirgreiðsla frá á smíöatímanum sem seinkaði smíðinni. Einnig væru flest skip hér smíðuð eftir nýrri sérteikn- ingu þar sem ekki hefði tddst að koma á raösmiöi sem stytta myndi byggingar- tímann verulega. En hvað veldur þá því að íslenskir útgerðarmenn vilja heldur láta smiða skipsín erlendis? „Lán til margra erlendra skipa- smiöastöðva eru hreinlega niðurgreidd til að halda stöðvunum gangandi og auk þess koma til beinir ríkisstyrkir sem viðskiptavinir stöðvanna njóta beint. Hefði UA t.d. tekið öðru hvoru norska tilboðinu hefði norska rikis-t stjórnin afhent ÚA fimm ára skulda- bréf á norska ríkið að andvirði 20% af verði skipsins. Svona gylliboð auðugra þjóöa eru því að verða þjóðfélags- vandamál hér ef þau verða til þess að leggja að velli íslenskar atvinnugrein- ar. Greinar sem væru fyllilega sam- keppnishæfar á jafnréttisgrundvelli en eiga ekki auðugan ríkiskassa á bak við sig. Auk þessa hefur svo óráösia íslenskra stjórnvalda í peningamálum undanfarin ár, m.a. of há skráning' krónunnar gagnvart dollamum, átt sinn þátt í hvemig komið er fyrir hin- um svonefndu vanskilaskipum sem flest eru íslensk,” sagði Gunnar að lok- um. Starfsmenn verslana Sláturfélags Suðnrlands gengu i gær á fund Magnúsar L. Sveinssonar, formanns Verslunarmannafélags Reykjavik- ur. Þeir afhentu honum undirskriftalista sem starfsfólk SS-búðanna hafði ritað nöfn sin á tH að mótmæla afgreiðslutima verslana. O V-mynd S Okeypis lögfræðiaðstoð Orators: Aftur af stað í kvöld — sfminn er 21325 Lögfræðiaöstoð Orators hefur á ný starfsemi sina í kvöld klukkan 19.30. Lögfræðiaðstoðin er opin til klukkan 22. Almenningur getur hringt á þessum tima og spurt um lögfræðileg vanda- mál og er reynt að greiða úr vanda hans í síma. Þjónustu þessa veita laga- nemar ókeypis. Lögfræðiaöstou Orators, félags laganema, hefur starf- að í þrjú ár og til hennar hefur mikill fjöldi manna leitað. Leyst er úr álita- efnum með aöstoð starfandi lögmanns. Síminn hjá lögfræðiaðstoðinni er 21325. Þrjú umferðaróhöpp urðu á Keflavíkurveginum í gœr vegna hálku. Á veginum mynd- ast hálkublettir sem erfitt er að sjá, auk þess sem erfitt er að aka um veginn eftir að rákir voru gerðar í efsta lag hans. Engin slys urðu á fólki íþessum óhöppum. Hér má sjá lögregluna velta við bíl sem fór út af í Kúagerði. Konan sem ók honum var í öryggisbelti og bjargaðiþað henni. -klp/DV-myndS. Guðrún Helgadóttir: Skorar á Albert að standa sig betur en Ragnar Þaö vakti athygli í umræöum á Alþingi í gær er Guðrún Helgadóttir hvatti Albert Guömundsson fjár- málaráðherra til aö standa sig betur í að uppræta skattsvik en forveri hans og flokksbróðir Guðrúnar, Ragnar Amalds, hefði gert í embætti fjármálaráðherra. Kjartan Jóhannsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í upphafi fund- ar í neðri deild og vísaði til nýlegrar fréttar í Alþýöublaðinu um að menn gefi ekki upp rétt söluverð hrossa. Var sú staðhæfing höfð eftir Þorkeli Bjarnasyni, hrossaræktarráðunauti Búnaðarfélags Islands. Beindi Kjart- an þeirri fyrirspum til fjármálaráð- herra hvort hann hefði gert einhverj-' ar ráöstafanir til að rannsaka skatt- svik. Albert Guðmundsson kvaðst engar slikar ráðstafanir hafa gert síðan hann tók viö embætti. Guðrún Helgadóttir kvaddi sér hljóðs og kvað umræðu um skatta- mál á þingi mjög tímabæra. Kvaðst hún aldrei hafa séð þingmenn jafn- vandræðaiega og þegar Vilmundur heitinn Gyifason heföi hafið umræðu um skattsvik á sl. ári. Sagði Guðrún að nú væri svo komið að enginn depl- aöi auga vegna frétta af skattsvlkum þótt umtalsverður hluti þjóðartekna væri svikinn undan skatti. „Fyrrverandi rikisstjórn lofaði að taka upp staðgreiðslu skatta en hún sveik það að sjálfsögðu,” sagði Guðrún. Taldi hún tímabært að hátt- virt Alþingi íhugaöi þessi mál í al- , vöru svo að, ,menn geti hætt að fyrir- verða sig.” „Eg skora á Albert að taka ekki á þessu af sömu liðleskju og forverar hans,” sagði Guðrún Helgadóttir. HÞ Alþingi: Breytingar á lögum um kaupgjald I umræðum um launamál i neðri deild Alþingis í gær kom fram í ræðu Geirs Hallgrímssonar um launamál að breytingar á lögum um kaupgjald væru ekki útilokaðar. Sagði Geir Hallgrímsson að ríkis- stjórnin teldi það eðlilegt og sjálfsagt að frumvarpið fengi þinglega meðferð og kannað yrði hvort rétt væri að falla frá eða breyta því ákvæði frumvarps- ins aö nýir samningar um kaupgjald tækju ekki gildi fyrr en 1. febrúar 1984. Kvað ráðherrann slíkt alls ekki útilok- að með tilliti til þess að rikisstjórnin hefði náö settum markmiðum í bar- áttunni viö verðbólguna. I umræðum um ráöstafanir i sjávar- útvegsmálum í efri deild spuröi Olafur Jóhannesson fjármálaráðherra hvort hann teldi mögulegt að strika yfir skuldir sjávarútvegsins. Sagðist Olaf- ur þekkja það af eigin raun að freist- andi væri fýrir ráðherra að gefa stórar yfirlýsingar. Albert Guðmundsson kvaðst ekki vera aö verja þessa hugmynd sem vak- ið hefði slíka athygli en teldi aö þarna væri einn hugsanlegur möguleika til að ráöast að vanda sjávarútvegsins. Sagöi Albert að það væri ekkert nýtt að rikissjóður tæki á sig skuldabagga en þyrfti fljótt ef bjarga ætti undirstöðu- það væri augljóst að djarfar aðgerðir atvinnuvegilslendinga. HÞ Þrir fimmtu af þeim sem leika í kvöld. Skúli Sverrisson á bassa, Stein- grimur Óli Sigurðsson á trommur og Bjöm Thoroddsen. Gammar á Borginni • Fimmtudaginnþann27.októbermun saxófónleikari Stefán S. Stefánsson Bjöm Thoroddsen halda tónleika á leika með þeún félögum. Þetta er í Hótel Borg ásamt hljómsveit sinni fyrsta skipti sem Stefán leikur Gömmunum sem skipuö er Hirti Hows- opinberlega síðan hann sneri heim frá erhljómborð, SkúlaSverrissynibassa, námi. Á dagskránni verða að mestu Steingrími Ola Sigurðssyni slagverk. leyti frumsamin verk. Tónleikamir Auk þess mun hinn kunni, hefjastkL 22.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.