Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 30
30 DV. FDÆtótUDAGUR 27. OKTOBER1983. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti SæmundurR. Ágústsson kaupir Stensil Sæmundur R. Ágústsson hefur keypt hlut Magnúsar H. Jónssonar í fjölritunarstofunni Stensli hf. að Nóatúni 17. Sæmundur eignaðist hlut í Stensli 1977 eftir að hann seldi hlut sinn í Hjólbarðaviðgerðum Kópa- vogs. Til skamms tíma var fyrirtækið tii húsa að Oðinsgötu 4 en flutti í Nóa- túniö í vor og er þar í 200 fermetra húsnæði. Jafnframt flutningunum var aukið mikið við tækjakost. „Viö teljum okkur geta boðið upp á fullkomnustu fjölritun og frágang sem völ er á enda reynum við að fylgja þeirri þróun sem er aö eiga sér stað,” segir Sæmundur. „Þá hyggst ég leggja aukna áherslu á sölu pappírs sem ég kaupi inn í rísum, sker hér til og pakka. Sérstaklega ljósritunarpappír því að með þessu móti er hægt að ná verðinu verulega niður.” Fyrirtækið býður þá þjónustu aö sækja og senda sem Uð í því að veita sem skjótasta þjónusta Opna, loka eða bara afgreiða? Nýr auglýsingamiðill: Gísli B. tilbúinn í gerð lifandi aug- lýsinga fyrir rás 2 samvinnu myndarinnar, heldur aöeins tals og tóna. Því er hljóðsetning frábrugðin þeim og sömuleiðis textinn, sem einna helst væri hægt að líkja viö stutta leikþætti (20 til 30 sek.) ef marka má þau sýnis- horn er DV hlýddi á. Sýn er umboðsaðili tveggja hljóm- listarútgáfufyrirtækja, sem framleiða tónlist sérstaklega til notkunar í auglýsingum, þ.á.m. í útvarpi, og getur því fyrirtæki, sem ætlar að auglýsa oft, tileinkað sér eitthvert stef og gert það að séreinkenni annars mis- munandi auglýsinga sinna. Það kom fram í spjalli við forráða- menn fyrirtækjanna að þeir telja fyrir- hugað verð á auglýsingum í rás tvö, eða helmingsverð sjónvarpsauglýs- inga, alltof hátt. Viöbrögð viö dag- skránni væru með öllu óljós og svo næðu scndingar ekki til alls landsins í fyrstu. Þá er ekki endanlega búiö að ganga frá reglum varðandi svona auglýsingar, en þeirra er að vænta næstu daga. Bentu þeir á að þeir hafi lengi barist fyrir að svona auglýsingar yrðu leyfðar í útvarpinu og voru því hressir með þróun mála nú. Um leiö og hillti undir að rás tvö yrði að raunveruleika hófu þeir undirbúning að þessari auglýsingagerö og telja sig nægilega á veg komna til að hefja framleiðsl- una. Auglýsingastofa Gísla B. Björnsson- ar og kvikmyndagerðin Sýn hf, eru nú byrjaðar að framleiöa „pro- duceraðar” auglýsingar til notkunar í rás 2. Þær eru unnar með tali, tónlist og leikhljóðum eftir vild. Fyrirtækin sjá einnig um textagerð, hljóðsetningu og hverskonar vinnslu þeirra til að gera þær tilbúnar til flutnings. Þessi nýi auglýsingamiðill er að því leyti frábrugðinn sjónvarpsauglýs- ingum aö ekki er hægt aö treysta á Hjalti Jón Sveinsson, þraulreyndur dagskrárgerðarmaður frá utvarpinu, mun einkum sjá um gerð hinna lifandi útvarpsauglýsinga fyrir Rás tvö. — I umræðu um þann tíma sem versl- anir veita þjónustu sína á eru ýmis hugtök á. lofti og allir þekkja oröin afgreiðslutími, lokunartími og opnunartími. Eftir því sem næst verður komist ( eru þessi þrjú hugtök öll um sama ! hlutinn en eru notuð um hann eftir þvíhveráíhlut. Þannig er sagt að verslunarfólk sjálft tali um lokunartíma onda boðar orðið lokun, endaðan vinnudag i þeirra hugum. Viðskiptavinu nota hins vegar hugtakið opnunartími því þeirra hagur er að hafa sem lengst opiö og þurfa ekki að binda sig við ákveðinn tíma til innkaupa. Verslunarráö Islands notar svo orðið afgreiðslutími enda telur ráðiö ekki rétt aö skipa sér á bekk með öörum hvorum ofantalinna, heldur beri því að f jalla faglega um málið. Fjórir byggja við Skipholt Ákveðið er að byggt verði á svæðinu við Skipholt, fyrir sunnan Tónabíó og norðan Sjómanna- skólans, þannig að samfelld byggð verður sunnan við Skipholtið. Fjögur fyrirtæki og stofnanir hafa fengið byggingaiiétt þar og er fyrsti’ aðilinn, Verkakvennafélagið Sókn, þegar byrjaður á sínum fram- kvæmdum á staönum. Hin fyrirtækin eru Skrifstofuvélar hf„ Frjálst framtak hf. og Auglýsingastofa Kristínar. Munu þau eitt af öðru fara að hefja framkvæmdir eftir efnum og ástæðum og eru fyrirtækin þrjú öll að fyrirhuga aukið olnbogarými og umsvif með þessum framkvæmdum. Verkakonurnar í Sókn eru þær einu sem hafa pcninga til að hef ja byggingarfram- kvæmdir strax. — Óii í NESCO um starfsemi fyrirtækisins á alþjóðavettvangi: Vinnugleði íslendinga og rígur Norðurlandabúa gera gæfumuninn Oli Anton Bieltvedt, forstjóri Nesco, hélt erindi á stjórnarfundi í Verslunarráði nýverið þar sem hann sagði m.a. að Islendingar ættu að láta meira að sér kveða í alþjóðaviö- skiptum og þeir væru ekkert síður til þess fallnir en aðrir. I nánari út- skýringum vék hann að starfsemi sinni á þessum vettvangi og sagði að forsendur fyrir henni væru þær breytingar sem orðið hefðu á heims- viðskiptum og iðnaði í Evrópu á síðustu árum. Framleiðslufyrirtæki í Evrópu heföu æ meira leitaö til Austurlanda fjær, einkum Japans, um framleiðslu og þjónustu. Starf- semin heima fyrir heföi að sama skapi breyst í verslunarrekstur. Sagði hann þetta m.a. opna leiö fyrir íslensk fyrirtæki til aö snúa sér beint til Japans og hafa milligöngu um viðskipti viö Evrópu. Nýir aöilar hefðu þann kost að þurfa ekki aö laga yfirbyggingu að breyttum aðstæðum, smæð þeirra væri aö þessu leyti styrkur. Loks gat hann þess að Islendingar hefðu ýmsa kosti umfram aöra Norð- urlandabúa á þessu sviði. Islending- ar væru vinnufúsari og tilbúnir til að leggja mikið á sig eins og Japanir sjálfir. Því gengi samstarfið vel. Rígur milli hinna Noröurlanda- þjóöanna væri svo mikill aö þær væru oft miklu viljugri að versla við íslendinga en hver viö aðra. Oli Anton samræmir norrænar kröf- ur, lætur framleiða í Japan og býður svo vöruna annaðhvort með eigin vörumerkjum eða með vörumerkj- um versianasamsteypa á Norður- löndum. Kristinn Halldórsson yfir viðhalds- og verkfræðideild Flugleiða Kristinn Halldórsson hefur nú tekið við stöðu forstöðu- manns viðhalds- og verkfræði- deildar Flugleiða af Kristjáni Friðjónssyni, sem er á förum til Svíþjóðar. Kristinn lauk prófi í flugvélaverkfræði frá tæknihá- skólanum í Stokkhólmi ’74 og starfaði hjá Cargolux ’74 til ’82, þar af deildarstjóri í verk- fræöideild félagsins í þrjú ár. Árið 1982 hóf hann störf hjá verkfræðideild Flugleiða. Kristinn er 35 ára. Guðmundur Gunnarsson sölustjóri Hampiðjunnar Guðmundur Gunnarsson hefur tekið við starfi sölustjóra Hampiðjunnar hf. Hann byrj- aöi að vinna við netagerð 1963 og lauk sveinsprófi frá Guðmundi Sveinssyni neta- geröarmeistara árið ’68. Þar vann hann við flestar gerðir veiðarfæra. Árið ’71 hóf hann störf hjá Hampiöjunni og hefur starfaö þar síöan utan eitt ár aö hann sá um netaverkstæði í Fuglafirði í Færeyjum. Guðmundur er 36 ára. Tómas Óli Jónsson yfirmaður bifreiðadeildar SÍS Með skipulagsbreytingum innan SlS, var stofnuö sérstök bifreiðadeild, sem er til húsa aö Höfðabakka 9. Tómas Oli Jóns- son veitir deildinni forstöðu. Hann er stúdent frá M.H. og lauk viðskiptafræðinámi frá H.1.1974. Þá hélt hann til starfa og náms í Kaupmannahöfn og stundaði þar nám í verslunar- háskólanum. Árið ’77 kom hann heim og hóf störf hjá skipulags- deild SlS og varð aðstoðar- maður framkvæmdastjóra véladeildar SIS í ársbyrjun ’82. Tómas er 35 ára. Umsjón: Gissur Sigurðsson Ólafur Geirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.