Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 34
34
DV. FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER1983.
DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL
JC OG
LEIKFIMI
Komiöi sælir, félagar og vinir, og viö bjóöum góöan
fimmtudag til frægöar.
JC og hressar háskólastúlkur í leikfimi eru við-
fangsefni okkar aö þessu sinni.
Um þrettán hundruö manns eru nú í JC hér á landi
en JC er fjölmennasta hreyfing ungs fólks í heimin-
um. Sem sé dægradvöl margra.
Af þessu tilefni lítum við inn til hans Steinþórs Ein-
arssonar, garöyrkjustjóra Hafnarfjarðar, en hann er
landsforseti JC.
Hún Guörún Skúladóttir, deildarstjóri í iðnaðar-
ráðuneytinu og sjónvarpsþulur, er einnig JC-maður
út í ystu æsar. Og þetta starfsáriö er hún forseti JC
Víkur.
Og þá er það innlitið til stúlknanna í Háskólanum
sem stunda leikfimi í hinu gamla íþróttahúsi Háskól-
ans undir líflegri stjórn Eddu Guögeirsdóttur.
Viö setjum þá punktinn meö einu heljarstökki.
Texti: Jón G. Hauksson Myndir:
Einar Ólason, Gunnar V. Andrésson
„Lyfta, krossa, upp og slaka.” .. .
„Munið aö blása þegar þið komið upp,
tæma loftið.”.....Síðan drögum við
hnén upp að brjósti og réttum, beygj-
um, réttum, beygjum.”... .Setjist
rólegaupp.”
Það vantaði ekki líflegheitin í hana
Eddu Guögeirsdóttur, íþróttakennara
Háskólans, er við heilsuðum upp á
frísklegar háskólastúlkur í leikfimi
síðastliðinn mánudag.
Æfingarnar gengu enda vel fyrir sig
þrátt fyrir að stúlkurnar væru yfir
sextíu talsins og örlítið þröngt væri um
þær í sal íþróttahúss Háskólans. Stór-
góöur söngur Natalie Cool hjálpaöi
einnig til við að ná þessari sönnu leik-
fimistemmningu.
„Jú, þetta eru allt stúlkur í Háskól-
anum,” svaraði Edda er við trufluðum
hana við æfingamar. „Þær eiga kost á
leikfimi hér á hverjum degi, nema um
helgar, og einnig jassleikfimi tvisvar í
viku.”
Edda sagði ennfremur að stúlkumar
væru mjög áhugasamar og þetta væru
yfirleitt sömu andlitin í hvert skipti.
,,Áhuginn á leikfiminni eykst sífellt
ár frá ári. Þegar ég byrjaði hér við Há-
skólann fyrir sjö ámm voru þetta um
tuttugu stúlkur í tímum en nú em þær
iðulegayfirsextíu.”
Dúndrandi tónlistin vakti athygli
okkar. — Alltaf tónlist? „Já. Og ég
held lika aö tónlistin viö æfingarnar
4C
Hún er með eindæmum lífleg kona hún
Edda Guðgeirsdóttir, íþróttakennari
Háskólans. „Teygja, blása, teygja,
blása.”
Guðrún Skúladóttír á skrifstofu sinnliiðnaðarráðuneytinu. „Mikið lagt
upp iir jákvæðu hugarfari og jákvæðum mannlegum samskiptum i
JC." DV-mynd: Einar Ólason.
„Skilað mér miklum
og góðum árangri”
- Guðrún Skúladóttir deildarstjóri, fréttaþulur og forseti í JC Vík í rabbi
„Ég hef haft mjög gaman af að
vera í JC og starfiö þar hefur skilað
mér mjög miklum og góðum árangri,
gefið mér mikið til baka,” sagði
Guðrún Skúladóttir, deildarstjóri í
Iðnaðarráöuneytinu og fréttaþuiur
hjá sjónvarpinu, er viö röbbuðum við
hana.
En Guðrún er einmitt þetta starfs-
áriö forseti í JC Vík, en það er eitt af
fimm JC-félögum í Reykjavík.
Félagiö er það eina í JC-hreyfing-
unni sem éingöngu er skipað konum
og era þær alls um sextíu í f élaginu.
)rEg gekk í JC í mars árið 1980 og
hef veriö svo heppin að fá að takast á
við mörg verkefni. Meðal annars
tekið þátt í ræðukeppnum og setið
mörg námskeið, en viö í JC Vík
höfum alltaf lagt mikið upp úr nám-
skeiðahaldi og að þjálfa fólk þannig
til st jórnunarstarfa.
Á eftir bofta kemur barn
Þá höfum við einnig lagt mikla
áherslu á verkefni sem snerta öryggi
barna. Gáfum út límmiða fyrir
nokkram árum sem hét: Á eftir bolta
kemur bam og á síðasta ári var það
annar límmiði sem hét: „Áttu barn í
umferðinni?””
Nú vöktuð þið í JC Vík athygli á
iönsýningunni þar sem þið sáuð um
veitingasöluna.
„Já, það var skemmtileg reynsla.
Við höfðum áður unnið við veitinga-
sölu á sýningum í Laugardalshöll en
að þessu sinni fengum við að hafa
reksturinn sjálfar og gátum því
bryddað upp á ýmsum nýjungum.
Drerföim bæk/ingi
á Iðnsýningunni
Og þetta var gott tækifæri til að
kynna félagið og hreyfinguna og
dreifðum við bæklingi um JC í um
tuttugu þúsund eintökum.”
Það hlýtur að fara nokkur tími í
JC-starfið, hvernig hefur þér gengið
að finna tíma þegar þú vinnur fullan
vinnudag og lest fréttirnar hjá sjón-
varpinu sjö sinnum í mánuði?
„Þaö er nú þannig að maöur hefur
alltaf tíma til aö gera það sem mann
langar til, ekki síst þegar maður
finnur aö ekki er veriö að eyöa tím-
anum til einskis. Maöurinn minn
hefur líka hvatt mig í þessu á allan
hátt.”
Jákvætt hugarfar
Guörún sagöist hvetja fólk til aö
kynna sér JC. Þar fengist þjálfun
sem kæmi mjög til góða í atvinnulíf-
inu og þess væra ótal dæmi aö fólk
hefði fengið betri störf fyrir bragðiö
og jafnvel auknar tekjur.
„Mig langar líka sérstaklega til að
geta þess að í JC er mikið lagt upp úr
jákvæðu hugarfari og jákvæðum
mannlegum samskiptum sem mér
finnst vera ákaflega mikilvægt. ”
-JGH.
Þær Vikurkonur voktu athygli á landsþingi JC á Hornafirði siðastíiðið vor en þœr mættu allar i eins
kjólum. Þetta gerðu þær til að vekja athygli á tílboði sem þær höfðu gert i að halda næsta landsþing.
Þeirra tílboð var samþykkt og þvi verður næsta landsþing í Bifröst á komandi vori.