Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 36
DV. FIMMTUDAGUR 27. OKT0BER1983.
36
Sviðsljósið Sviðsljósið
Folinn var ekki á því að láta náttúru sína mótþróalaust. Jndriði bóndi Þóroddsson
heldur í klárinn og Gunnar Þorkelsson dýralœknir reynir að snúa hann niður.
Þrár var hann þótt áhrifa deyfilyfjanna gœtti. Ekki tókst að fella hann með þessum
hœtti.
En samrœmt átak dýralœknis og bœndanna kom klárnum af fótunum.
Sviðsljósið
Af geldingu á Langanesströnd:
Náttúran úr
fyrir fullt
og fast
Viöstaddir karlmenn fengu sting í
sig miðjan, nema helst dýralæknir,
hann var öllu vanur og lét smámuni
ekki á sig fá. Það sem olli þessum
sting í miðjum búk karlanna var
gelding á frískum fola. Sh'kt er að
sjálfsögðu eðlilegur hlutur til sveita
og raunar í bæjum í seinni tíð. En
óvönum finnst illa með þróttmikinn
folann farið og sjá eftir náttúru hans
fyrir folans hönd og annarra vanda-
manna. En svona skal það vera.
Temja átti folann og því skyldi hann
ekki graður vera.
Vettvangur er bærinn Miðfjarðar-
nes á Langanesströnd, kvöld eitt á
Uðnu sumri. Gunnar Þorkelsson,
dýralæknir á Þórshöfn, brá sér í
embættiserindum þennan spöl að
Miðfjarðarnesi og blaðamaöur fékk
að fljóta með. Raunar var þessi geld-
ing á Miðfjarðamesi eitt af síðustu
embættisverkum Gunnars á
norðausturhorninu því aö nokkrum
dögum síðar flutti hann sig og sina
að Kirkjubæjarklaustri þar sem
hann er nú héraösdýralæknir og
geldir því sunnlenska.
Indriði Þóroddsson, bóndi á Mið-
fjarðarnesi, tók á móti komumönn-
um. Þar sem fohnn var ekki á því að
láta náttúru sína mótþróalaust voru
kaUaðir til aðstoöar Sigurbjörn bóndi
Þorsteinsson á Hellulandi og sonur
hans. Þeir bændur gómuöu gripinn
og færöu hann í hús þar sem Gunnar
dýralæknir sprautaöi hann. Þannig
var hann meðfærilegri og í þeirri
vímu færður út í sumarnóttina. Þar
þurfti að grípa til aðferða sem í
augum tíðindamanns Uktust helst
snörunum villta vestursins. En sam-
ræmt átak dýralæknis og bænda kom
klárnum af fjórum fótum og í þá
stelUngu sem nauðsynleg var fyrir
aðgerðma.
Gunnar staðdeyfði folann og lauk
sínu verki hratt og fumlaust. Tangir
á sinn stað, rist á punginn og eistun
út. Náttúran var úr folanum fyrir
fullt og fast og áhorfendur ekki til
stórræðanna heldur þessa sumar-
nótt. Eftir nokkra stund var foUnn
reistur við og hann hljóp óstyrkum
fótum til annarra hrossa í girðing-
unni. Gunnar dýralæknir gaukaöi því
þó að tíðindamanni að ekki væri öll
nótt úti fyrir folann. Dæmi væru um
það aö folar gætu fyljað í aUt að f jóra
tU fimm daga eftir geldingu. Ekkert
skal um það sagt hvað gerst hefur
næstu dægur en ekki virtist róman-
tíkin efst í huga skepnunnar að loknu
skylduverkidýralæknisins. -JH.
Myndin er tekin af einum blaðsöludreng DV fyrir framan Landsbank-
ann i Hafnarstræti 13. júli. Hverer drengurinn?
ÓÞEKKTUR BLAÐ-
SÖLUDRENGUR DV
Myndina hér aö ofan sem er af
einum blaðsöludrengja DV í Reykja-
vík tók bresk kona sem hér var á f erð
í júU í sumar. Nú viU hún gefa
drengnum myndina sem þökk fyrir
aö hafa setið fyrir við myndatökuna.
Hún sendi því bréf til hótelstjórans á
Hótel Borg, þar sem hún bjó í sumar,
með þeirri ósk að hann kæmi mynd-
inni til eigandans. Þaðan er myndin
komin hingaö á DV og við birtum
hana í þeirri von að einhver þekki
þarsjálfansig.
I bréfi sem ljósmyndarinn skrifaði
meö myndinni segir að drengurinn'
hafi ekki skiUð ensku og hún ekki
íslensku, þannig að hún hafi ekki
getað fengið hjá honum heimUis-
fangið. En vegna þess hve hann hafi
stiUt sér vel upp fyrir ljósmyndunina
vUl hún að hann fái að halda einu ein-
taki af myndinni fyrir sjálfan sig.
Ljósmyndarhin heitir Mary E. Chick
og býr í Southampton. Myndrn var
tekinl3. júlí.
Nú er bara spurningin: Hver
þekkir þama sjálfan sig?