Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 20
20 DV. FIMMTUD AGUR 27. OKTOBER1983. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Auðvelt hjj m Kristján Arason reynir að brjóta sér leið gegnum vörn tékkneska liðsins. Hann náði sér ekki nægilega vel á strik í leikjunum. DV-Ijósmynd E.J. JóhannIngiog Wunderlich — á forsíðu v-þýska stórblaðsins Bild „Fyrrum landsUðsþjáiiari Islands, Jóhann Ingi Gunnarsson, scgir að V-Þjóð- verjar heföu án cfa sigrað í B-keppninni í HoUandi í febrúar og þar með næit sér í ólympíusæti í Los Angeles ef liðið hefði leikið þar án stórskyttunnar Erhards Wunderlich.” Þessu sló v-þýska stórblaðið „Bild- Zeitung” upp á forsíðu eftir 4-landa keppnina í Danmörku á dögunum þar sem V-Þjóðverjar sigruðu. Staðreynd málsins mun hins vegar vera sú aö Jóhann Ingi, sem staddur var í Dan- mörku á meðan keppnin fór fram, hafði þaö á oröi við v-þýska blaðamenn að þaö væri merkilegt hvað v-þýska landsliðið léki vel og myndaði sterka liösheild, án Wunderlich. Annaö sagöi hann ekki og minntist ekki einu orði á B-keppnina i HoUandi. -AA „Betri vörn, markvörslu og festu — vantar íleik okkar/’ sagði Þorgils Óttar „í ieik okkar vantar mun betri varnar- leik, betri markvörslu og mun meiri festu. Þetta var jákvætt í fyrri ieíknum en aftur á móti lélegt í kvöld,” sagði linumaðurinn Þorgils Óttar eftir leikinn gegn Tékkum. „Sóknin var ráðleysisleg hjá okkur enda erum við búnir að æfa saman i stuttan tíma. Mér finnst vanta hjá okkur aö við förum inn á völlinn og berjumst eins og að himinn og jörð séu aö farast. Við þurfum að gera þetta á móti öUum UÖum. Fara inná og gera bókstaflega allt tryllt af baráttu og „pcppa” hvem annan upp. Þá kemur þetta. Eg er ekki svartsýnn. Við eigum eftir aö gera mun betur í framtíð- inni. Hvað fannst þér um tékkneska liðið? „Þeir eru með gott Uð. Það er enginn einn leikmaður sem sker sig úr. Liðið er ótrúlega jafnt, aUir leikmenn Uðsins stór- hættulegir og þeir geta aUir skotið. Þá er markvörðurinn frábær,” sagði Þorgils Ottar. -SK. Ein breyting Bogdan Kowalczyk landsliösþjálfari gerði eina breytingu á landsliðshópnum í seinni leiknum. Jens Einarsson úr KR kom í stað Einars Þorvarðarsonar, Val. -AA „Bomber” fær gott kaup Gerd „Bomber” MiiUer, fyrrum marka- skorari Bayern Munchen og v-þýska landsUðsins í knattspymu, gerir það gott í' Bandarikjunum, peningatega séð. MiUler skrifaði undir fimm mánaða samning við Fort Lauderdale Strikers fyrir stuttu og fær hann 266 þús. pund í eigin vasa, eða um 11 milijónir íslenskra króna. Gott kaup það! -SOS Tékkar unnu auðveldan sigur 27—21 yfir islenska landsliðinu í handknatt- leik í LaugardalshölUnni í gærkvöldi eftir að hafa náð tíu marka forskoti þegar þrjár min. voru tU leiksloka. Leikmenn islenska Uðsins náðu þá aðeins að klóra i bakkann og skora fjögur síðustu mörk leiksins og bjarga sér þar með frá tveggja talna ósigri. Það var aðeins í byrjun leiksins aö Islendingar náöu að veita Tékkum Erhard WunderUeh, stórskytta V- Þjóðverja. Jakob Sigurðsson stekkur inn úr horainu og skorar. Þessir tveir fyrstu alvörule — þegar þeir unnu stórsif „Vörnin og markvarslan í molum” - sagði Stefán Gunnarsson, Val, eftir leikinn gegnTékkum „Þetta var frekar dapurt i kvöld. Það var ekki tU markvarsla og þá kannski aðaUega vegna þess að vöra íslenska liðsins var i molum,” sagði Stefán Gunnarsson, sem um langt ára- bU var einn af sterkustu handknatt- Ieiksmönnum okkar og lék með Val. ,3trákamir voru að afhenda Tékk- unum boltann og þeir þökkuðu fyrir sig meö því að bruna upp og skora hvað eftir annaö úr hraðaupphlaupum. Tékkneska liðið spUar mikið fyrir utan og hangir vel á boltanum og þeir reyna mikið gegnumbrot sem oft takast. Þá er markvörður þeirra frá- bær og mér fannst hann vera maöur þessa leiks í kvöld. En það er alveg ljóst og hefur verið það í gegnum tíðina, að viö verðum að bæta vamarleik okkar og markvörslu. V ið emm að skora í kvöld 21 mark. Það er út af fyrir sig ekki lélegt gegn jafn- sterku liði og því tékkneska en vömina og markvörsluna þurfum við að laga,” sagði Stefán Gunnarsson. „Gerðum margar vitleysur” sagði Jens Einarsson markvörður „Þegar vörain er ekki betri en hún var í þessum leik, þá er það ekki nota- leg tilfinning að standa fyrir aftan hana,” sagði markvörðurinn Jens Einarsson eftir ieikinn. „Við gerðum margar vitleysur í þessum leik. Létum boltann ekki ganga nægUega lengi, reyndum ótíma- bær skot, til dæmis þegar við vorum fjórir inni á gegn sex Tékkum. Þeir brunuöu síðan upp og skoruöu. Hvað mig varðar hef ég ekki leikið landsleik í tvö ár og það er allt annað að leika landsleik eða deildarleik. Bolt- inn gengur nuklu hraðar' og skotin koma svo snöggt að þú þarft að vera tvisvar sinnum sneggri í landsleik en deUdarieik til að verja eitthvað. Hvað Tékkunum viðkemur, þá era þeir með sterkt lið. Þeir láta boltann ganga mjög hratt á miUi sín og skjóta svo eldsnöggt á markið. Þeir hafa góða skotmenn og lið þeirra er mjög jafnt,” sagði Jens Einarsson. „Tékkarnir eru mjög samæfðir” — sagði Sigurður Sveinsson „Eg er ekkert afskaplega óánægður með þessa ferð mína tU tslands. Það kom mér að visu á óvart hvað ég fékk lítið að vera með í fyrri leiknum en það var þó betra í kvöld,” sagði Sigurður Sveinsson sem leikur i Þýskalandi og kom gagngert tU landsins tU að taka þátt í leikjunum gegn Tékkum. „Bogdan segir að ég spili ekki nægilega góöa vörn og það má vera að það sé rétt hjá honum. En það var gaman að koma heim og kynnast liðinu og Bogdan sem ekki hefur þjálfað mig áður. Hann er sn jaU þjálfari. „Liö Tékkanna er mjög rútinerað og leikmenn Uösins hafa leikið saman lengi.- Þeir leUca mjög agaöan hand- knattleik og láta boltann ganga tímun- um saman. Þaö sem fór úrskeiðis hjá okkur í þessum leik var fyrst og fremst vamarleikurinn og markvarslan. Þeir fengu að skjóta fyrir utan óáreittir og þaö bauð engu öðru heim en marki og mörkum,’ ’ sagði Sigurður Sveinsson. -SK. „Getum gert mun betur” — sagði Kristján Arason, „Það er ljóst að okkur vantar líkamlega æfingu tfl að standa i bestu liðum heims. Við lékum kerfisbundið i fyrri leiknum en vorum mjög lélegir í kvöld,” sagði Kristján Arason, fyrir- liði islenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Tékkunum. Við geröum margar vitleysur. En fólk verður að hafa í huga að þetta er aö byrja. Við eigum eftir aö verða betri. Svo eru menn að segja að þetta tékkneska lið sé ekki gott. fyrirliði íslenska liðsins Sannleikurinn er sá að þeir eru með mjög sterkt lið, sjötta besta lið í heimii dag. Það þýðir ekki að horfa framhjá þeirri staðreynd. En viö voram lélegir, það er ekki hægt að afsaka það. Við verðum að einbeita okkur að vamar- leiknum fyrst og fremst og það þýðir ekki annað en vera bjartsýnn á fram- haldið. Við vitum að við getum gert miklu betur en í þessum leikjum gegn Tékkunum,” sagði fyrirliöinn Kristján Arason. -SK. íþróttir íþróttir íþróttir Iþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.