Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 27. OKTOBER1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hvortsem heimilin eru fámenn eða fjölmenn, innkaupakörfurnar litlar eðe stórar, getur val á milli vörutegunda og verðflokka verið flókið. Hér eru tveir viðskiptavinir að velja og hafna i versluninni ,,Kópavogur". D V-myndir: Þ. G. Kópavogi. Þó má telja til fyrirmyndar þegar hver einasta tropicana — eða floridanafema er verðmerkt eins og reyndist í einni verslun. Við höfum breytt nokkuð um vöru- tegundir frá síðustu vikulegu verðkönnun. Núna könnuöum við verð á f jórtán vörutegundum. Ef við hefðum farið á milli versl- ana og keypt ódýrustu vöruna ein- göngu í hverri verslun heföum viö sparað rúmlega 460 krónur. Ef við aftur á móti hefðum keypt allar fjórtán vörutegundirnar í einni og sömu versl- uninni hefðum við borgaö hæst 1.743,80 krónur en lægst 1541,30 krónur. Egg Mismunur á lægsta og hæsta eggja- verði (kíló) eru 22 krónur. I einni verslun (sjá lista) erutvöverðá eggja- kílói, hærra verðið er á eggjum sem pakkaöeríversluninniípoka (lkg)og lægra verðið er á eggjum í bökkum. Fyrsta verökönnun okkar fór fram 11.7. sl. Til gamans má geta þess að þá kostaði eggjakíióið 69 krónur. Og ef viö tökum hæsta verð á eggjum nú, sem er 107 krónur kílóið, þá hafa eggin hækkað um 55%, miðaö við lægsta verð, 85 krónur, er hækkunin um23%. Smjörvi dýrari en smjör Á smjörva er leiðbeinandi verð, ekki lögbundiö verð eins og á smjöri. Misjöfn er álagningin á smjörvanum í verslunum, en eftir síðustu hækkun um mánaðamótin er smásöluverð á smjörvaöskjunni með fullri álagningu 64,45 krónur (300 g). Eitt kíló af smjöri kostar í smásölu 200,40 krónur. En miöað við aö ein 300 g askja af smjörva kosti 64,45 þá er kílóverð komið í 214,83 krónur. Lægsta verð á smjörva í könn- uninni nú var 61,75 kr., þá er kílóverðiö 205,80 krónur. Sýrður rjómi I öllum verslunum reyndist vera sama verð á sýrða rjómanum (200 g). Okkur lék forvitni á að kanna það vegna þess að leiðbeinandi verð er á sýröa rjómanum frá yfirvöldum (eins og smjörvanum). Safí Mikið úrval er á boðstólum af alls konar ávaxtasafa. Við könnuöum verð á þrem tegundum, reyndar ekki öllum í sama gæðaflokki. Svali í litlum pela- femum er miklu ódýrari en hreinn appelsínusafi, enda annað hráefni í svalanum. Nokkuð jafnt verð er á svala-appelsínusafanum, þó munar um 55 aurum á lægsta og hæsta verði. Á tropicana-appelsínusafanum (1/4 1, fernu) munar 1,10 kr. á lægsta og hæsta verði, en 80 aurum á flóridana- appelsínusafanum, sömu stærð. Bananar Verö á ávöxtum er mjög breytilegt í búöum, eða þaö hefur átt við um appel- sínur og epli. Nú könnuöum við kiló- verð á bönunum og reyndist það alls staöar þaösama. Kái og pylsur Sem fyrr er verömismunur mikill á innlendu og erlendu hvítkáli, það ís- lenska dýrara. Á því erlenda munar 8 krónum á lægsta og hæsta verði. Vínarpylsur kostuðu alls staðar þaö sama í öllum verslunum. Áiegg Álegg á brauðiö getur verið vanda- samt að kaupa, með tilliti til verðs. Ef neytandi fer í þeim hugleiöingum í verslun að kaupa hangiálegg getur hann stundum valið um þrenns konar verð. Dýrara er að kaupa áleggið í sneiöum en bitum. En svo skipta um- búðir einnig máli í verði. Hangiálegg í lofttæmdum umbúðum kostar 401,90 krónur (kilóverð) og er þá niöursneitt. 1 einni verslun er þessi áleggstegund á 425,50 krónur, þá niöursneitt í verslun- inni og pakkaö þar. Eins og sjá má á meðfylgjandi lista er þrenns konar verð í sumum verslunum, sneiðar í lofttæmdum umbúðum, sneiðar í um- búðum frá viðkomandi verslun, yfir- leitt ekki lofttæmdar umbúðir og síðan er þriðja verðið á áleggi í heilum stykkjum, sem er ódýrast. Þó að keypt sé álegg í heilum stykkjum og niður- sneitt heima kom í ljós aö verðmunur er einnig mikill eöa frá 281 krónu og allt að 390 krónum, 109 króna mismun- ur. Kjöt I undanförnum verðkönnunum höfum viö haft verö á nautahakki en slepptum því nú. I staðinn höfum við kannaö verð á nautagúllasi og kinda- hakki. Kemur í ljós að allt að 54 króna verðmismunur er á einu kílói af kinda- hakki og 108 krónur á kílói af nauta- gúllasi. Rækjur Þaö borgar sig að líta vel á verðmiöa á rækjupökkunum í verslunum, því eftir þessari könnun okkar að dæma munar um 55 krónum á einu kílói af rækjum, og munar nú um minna. Tómatar Frá því fyrsta vikulega verðkönnun- in fór fram um miðjan júlí höfum við alltaf kannað verð á tómötum. Lægsta kílóverð á þeim í júli var 38 krónur, en er í dag tæpar 80 krónur. Viöskiptavinir Á leið okkar um verslanimar sex í Kópavogi tókum við nokkra viöskipta- vini tali. Fæstir höföu tölur á taktein- um yfir matarreikning heimilisins yfir mánuöinn. „Eg er alveg hætt að fylgj- ast meö tölunum, búin aö gefast upp,” sagði kona ein. Önnur nefndi þó töluna 12 þúsund krónur á mánuði fyrir f jögurra manna fjölskyldu. Aðspurðir hvort þeir spör- uðu viö sig í innkaupum sögðust flestir reyna það, og þá væri helst gripið til þess að sleppa því að kaupa dósamat, niðursoðna ávexti og „meðlæti” með steikinni. -ÞG. Styrkið og fégrið iíkamann DÖMUR OG HERRAR! NÝTT FJÖGURRA VIKNA NÁMSKEIÐ HEFST 31. OKTÓBER Hinir vinsœlu herratímar i hádeginu Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértimar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar i baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböð — kaffi — og hinir vinsælu sólaríum-lampar. Leikfimi fyrir konur á ölium aldri. Júdódeild Armanns Ármíila 19 Innritun og upplýsingar alla virka daga /imiu/d kL 13_22 Í síma 83295. llllllllPanasonic > A (Beint frá Japan!) Panesonic Panasonic nv-333 Nýtt tœki á betra veröi með f leiri möguleikum Hér eru nokkrir góðir punktar: • Quarts stýrður beindrifinn mótor. • Quarts klukka. • Myndskerpustilling. Nýtt. • 14daga upptökuminni. • 8 stöðvaminni. • Skyndi tímaupptaka OTR frá 30-120 mín. Nýtt. • Fín editering (Tengir saman truflanalaust nýtt og gamalt efni). Sjálfvirk fínstilling á móttakara. Góð kyrrmynd. Myndleitari. Hraðspólun með mynd, afturábak og áfram. Sjálfvirk bakspólun. Rakaskynjari. 8 liða fjarstýring fáanleg. Saíí^a löða 36.920; löiö ve UAPIS hf. Brautarholti 2 Akureyri: Tónabúóin. Seyöisfjörður: Kaupfélag Héraðsbúa. Reyðarfjörður: Kaupfélag Héraðsbúa. Vestmannaeyjar: Musik og myndir. Hafnarfjörður: Kaupfélag Hafnfiróinga. ísafjörður: Epliö. Djupivogur: Kaupfélag Berufjaróar. Eskifjörður: Pöntunarfélagió. Tálknafjörður: Bjarnarbúð. Hella: Mosfell. Akranes: Studioval. Borgarnes: Kaupfélagið. Hornafjörður: Radioþjónustan. llllllllPanasonic

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.