Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 21
DV. FIMMTXJD AGUR 27. OKTOBER1983.
21
þróttir íþróttir íþróttir íþróttir
á Tékkum
Eftir landsleikina gegnTékkóslóvakíu:
Tékkar með yfirburði á
öllum sviðum handboltans
íslenskir handknattleiksunn-
endur yfirgáfu Laugardalshöilina í
þnngum þönkum eftir seinni lands-
leikinn gegn Tékkum. Erum við
virkUega svo slakir að við látum
Tékka, sem fræðimenn segja að
stiUi upp 6. besta handknattleiks-
Uði heims, hreinlega leika sér að
okkur og það á heimaveUi, var
spurning sem menn veltu fyrir sér.
Eða voru þetta bara „down'Teikir
sem við eigum að gleyma sem fyrst
því að raunveruleg geta íslenska.
liðsins er aUt önnur og meiri. Aðrir
bentu á nýjan þjálfara og það taki
aUtaf tima fyrir nýjan mann að
móta lið þar sem hver hefur sinn
stil. Mikið rétt.
Mikið rétt er lika sú staðreynd
sem blasti við mönnum á fjölum
Laugardalshallarinnar, en það
voru yfirburðir Tékkanna á hrein-
lega öUum sviðum handknattleiks-
ins. Vissulega er lið Tékka m jög vel
samæft, miklu betur en það ís-
lenska, en þegar litið er á ein-
staklingana og hvernig þeir vinna
bæði í sókn og vörn þá fer fyrst að
bera á algjörum yfirburðum. Fóta-
vinna og allar hreyfingar tékk-
nesku ieikmannanna voru betri og
markvissari en þeirra islensku.
Sendingar manna á mUli öruggari
sem skilaði sér með hverju hraða-
upphiaupsmarkinu á fætur öðru.
Þá var eitt stórt atriði áberandi og
það var hvað Tékkarnir komu
miklu betur á ferðinni á móti
boltanum í átt aö markinu á meðan
ísiensku strákarnir nokkuð
undantekningalaust tóku á móti
kncttinum og byrjuðu svo að taka
skrefin fram á við og vinna gegn
vöminni.
Markvarsla Marian Hirner í
marki Tékkanna var í algjörum
sérflokki, en hann hafði ágæta varaar-
menn fyrir framan sig. Samvinna
vamar og markmanns var sæmUeg
hjá Tékkunum, en oft hefur maður séð
þaðbetra.
Eins og markatalan 27—21 segir
til um stóð ekki steinn yfir stcini í
íslensku vörninni í seinni leiknum.
Leikmenn voru alltof ráðvilltir frá
byrjun leiks og kom það mér á
óvart þar sem daginn áöur hafði
liöiö látið i það skina að færsla og
samhjálp væri til staðar. Þeir voru
kannski ekki öfundsverðir, ís-
lensku markverðirnir Brynjar og
Jens, með hripleka vöraina fyrir
framan sig, en töluverður
gæðamunur var þó á markvörslu
liðanna.
Sóknarleikur íslenska liðsins var
langt frá þvi að vera nógu kryddaö-
ur. Leikmenn yfirgáfu varla stöður
sínar langtimum saman og erfitt
var að finna út með hvaða
leikkerfum liðið reyndi fyrir sér og
er þá átt við báða leikina. Yfirleitt
voru hlaupaleiðir okkar manna
stöðvaðar i tima af tékknesku vörn-
inni og kerfin þar með stöðvuð í
fæðingu.
Fall er fararheill, segir máltæk-
ið, og er vonandi að svo sé hjá Bog-
dan landsliðsþjálfara og hans
mönnum. Það er mikiö starf fyrir
höndum við að rifa handknattleik-
inn á íslandi upp i grúppu A, en þar
viljum við auðvitað sjá okkar menn
sem fyrst. Slíkt hefst aðeins ef aliir
ieggjast á eitt og leggja hart að sér
við æfingar og hafa þann metnað
að ná enn lengra í íþróttinni.
-AA
;ur 27-21 yfir íslendingum
keppni, en þegar 20 min. voru búnar af
leiknum og staðan 8—7 fyrir Tékka,
hrundi leikur íslenska liðsins.
Tékkar tóku þá Alfreð Gíslason úr
umferð og við það riðlaðist leikur
Islendinga, sem áttu ekkert svar við
þessari aðgerð Tékka, sem náöu fimm
marka forskoti 12—7 og voru síðan yfir
íleikhléi 14—10.
Tékkar náðu strax sex marka for-
skoti í upphafi seinni hálfleiksins —
16—10 og síðan juku þeir smátt og
smátt forskotið, sem var orðið tíu
mörk (27—17) þegarþrjármín. voru til
leiksloka.
Islenska liöiö var eins og höfuölaus
her og yfirburöir Tékka voru miklir,
þrátt fyrir aö Tékkar væru að leika
sinn fimmta landsleik á aðeins sex
dögum.
Aðeins einn leikmaður íslenska liðs-
ins veitti hinum 1.400 áhorfendum
ánægju. Það var Bjami Guömundsson,
sem skoraði sex mörk — fimm þeirra
skemmtilega af línu.
Það er greinilegt að það er harður
vetur framundan hjá íslenska landslið-
inu.
-SOS
„Verðum að
taka æfingar
alvarlega”
— sagði Bogdan landsliðsþ játfari eftir
landsleikinn gegn Tékkum
ikir hans í landsliðspeysunni lofa góðu um framtíðina.
DV-ljósmynd E.J.
Leikurinn nýbafinn og spennan leynir sér ekki hjá Jóbannesi Stefánssyni,
Sigurði Sveinssyni og markverðinum Jens Einarssyni.
DV Ljósmynd E.J.
„Leikur islenska liðsins var mun
slakari í kvöld en í fyrri leiknum.
Vörain var sérstaklega léleg og þar af
leiðandi markvarslan einnig,” sagði
Bogdan iandsliðsþjálfari eftir tapið
gegn Tékkum i Laugardalshöil í gær-
kvöldi.
I fýrri leiknum lékum við taktik og
þá notaði ég mikiö sömu leikmennina.
I leiknum í kvöld notaði ég alla leik-
mennina og þá fór allt í handaskolum.
Viö lékum óagaðan handknattleik,
skutum úr slæmum færum og létum
verja frá okkur úr mörgum dauðafær-
um. Við erum að byrja að æfa. Þetta á
allt eftir að verða betra og eftir eitt ár
getum við farið að ræða um árangur
minn með íslenska landsliðið. Við
sáum þó á þessum leikjum hvar viö
stöndum miðað við sterkustu hand-
knattleiksþjóöir heimsins og það er
ljóst að við verðum að taka okkur á til
að ná betri árangri, sem við getum
náð. Á því er ekki nokkur vafi.
Strákarnir geta gert mun betur. ”
Bogdan sagði að hann hefði nokkra
von um að Valsmaðurinn Þorbjöm
Jensson myndi gefa kost á sér í
landsliðið í framtiðinni og myndi hann
styrkja liðið mikið. Spurður um Þor-
berg Aöalsteinsson sagði Bogdan að
Bogdan landsliðsþjálfari
DV Ljósmynd E. J.
hann væri of þungur og þyrfti að æfa
mun meira en hann gerði ef hann ætti
að eiga möguleika á landsliðssæti.
..Aðalatriðið tel ég hins vegar það,”
sagði Bogdan, „aö við gerum okkur það
Tjóst fyrr en seinna að við verðum að
leggja meira á okkur á æfingum. Það
er gömul og gild regla að það sem þú
gerir á æfingu það gerir þú í leik. Ef þú
berst ekki á æfingu þá berstu ekki í
leik. Þetta verða strákarnir að gera
sérljóst,”sagöiBogdan. -SK.
þróttir íþróttir íþróttir íþróttir
íþróttir
Steindór Gunnarsson.
„Viljann
vantaði”
— sagði Steindór
Gunnarsson, Val
„Það var litið spennandi aö horfa á
þetta i kvöld. Þaö cr aldrei gaman að sjá
tsland tapa,” sagði linumaðurinn Steindór
Gunnarsson, Val, eftir landsleikinn í gær-
kvöldi.
„Það var eins og vantaði allan vilja í
leik islenska liðsins. Menn fóru í færi sem
þcir, að því er virtist, vissu að þeir myndu
ekki klára. En aðalástæðan fyrir þessu
stóra tapl var varaarleikurinn og þar af
leiðandi markvarslan. Þrátt fyrir að þetta
færi ekkl vel i kvöld þýðir ekki að hengja
haus því að við vitum aUir að við getum '
gert raun betur,” sagði Steindór. -SK.
21 mark úr
51 sóknarlotu
Arangur íslenska landsliðsins var þessi i
töium i gærkvöldi. Sóknarnýtingin var
41,1% — 21 mark skorað úr 51 sóknariotu.
10 mörk voru skoruð úr 25 sóknarlotum i
fyrri hálflcik, eða 40%, en 11 mörk úr 25
sóknarlotum í seínni hálfleik — 42.3%.
Arangur einstakra leikmanna var þessi
— fyrst mörk/víti, síðan úr hve mörgum
skotum og þá knettinum tapað:
Bjarni B...........6/10-7—2—66,6%
Alfreð 4/1-9-1-40 %
JakobS..............3/0-5—0-60 %
PáUÖl...............3/0-3—1—75 %
Sigurður Sv.........2/0-5—1-33,3%
Kristján............2/0-7-4—18,1%
Sigurður G..........1/0-2-0-50 %
Þorgils Ottar.......0/0—2—0
JóhannesS...........0/0—1—0
Jens E..............0/0—0—1
Sjömörkvoru skorað t icð langskotum,
fimm af línu, þrjú úr hraðupphlaupum,
fjögur úr hornuut, eitt með gegnumbroti
ogeitt úr vítakasti.
ÞorgUs Óttar fiskaöi vítakastið sem
tsland fékk. Sigurður Sveinsson átti tvær
línusendingar sem gáfu mark en þelr Páll,
Sigurður Gunnarsson og Kristján Arason
einahver. -SOS.
Tap hjá Kiel
Einn leikur var háður í v-þýsku
Bundcsligunni i handknattleik í gærkvöld.
Kiel, lið Jóhanns Inga Gunnarssonar,
tapaöi á heimaveUi stnum gegn Dankersen
12-14.
Næsta stórverkefni Jóhanns Inga er
Evrópukeppnin en þar mætir lið hans
Kares frá FinnlandL Kares sló danska
liðið Arhus KFUM út. Finnskur handknatt-
leikur hefur aldrei verið hátt skrifaður en í
liði Kares eru þó tveir afburðahandknatt-
leiksmenn sem bera leik liðsins uppi.
-AA
Melia til Portúgal
Jimmy Melia, fyrrum framkvæmda-
stjóri Brighton, sem var rckinn frá félag-
inu í sl. viku, hefur verið nefndur sem
þjálfari Belenenses í Portúgal. Belenen-
ses, sem er eitt af fjórum frægustu félög-
um Portúgal — hefur leikið í 2. deUd þrjú
sl. ár og hafa forráðamenn félagsins mik-
inn hug á að tryggja sér að nýju sæti i 1.
deUd. -SOS
Iþróttir