Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR 27. OKTOBER1983. 35 DÆGRADVÖL DÆGRAOVÖL DÆGRADVÖL „Lyfta, krossa, upp og slaka” — heilsað upp á hressar háskólastúlkur í leikfimi iafi mikiö aö segja. Þetta verður allt niklu léttara og skemmtilegra fyrir iragðið.” Nú er það Natalie Cool sem sér um 'önginn. Einhverjir fleiri sem fá að iyngja hér? Edda kímir. „Það heyrist mörgum góðum, mönnum eins oe David Bowie, Rod Steweart og Mike Oldfield, svo ég nefni nokkra.” Við fylgdumst áfram með stúlkunum og Edda kallaði: „Armbeygjur tíu sinnum, og ekki leggjast á gólfið á milli ”.. . )rAð rimlunum. Leggjast á bakið og taka 30 uppsetur (bolbeygj- ur) . Þær voru ekki nema 25 síðast. Og munið að blása um leið og þið komið upp.” Og við ljúkum þessu á sama hátt og Edda og segjum: „Takk fyrir tímann.” -JGH. ' .Lyftum hægri f æti, síðan vinstri f æti. Og hafið hökuna niðri við gólf. Rimlaæfingarnar hafa löngum heillað. Hér er það gott sving. Það var ekkert gefið eftir við æf ingaraar enda stúlkuraar m jög áhugasamar. Mæta flest-. aráhverjumdegiileikfiminahjáEddu. DV-myndir: Gunnar V. Andrésson.' „Pabbi, er nýi lands- forsetinn götusópari?” — rætt við Steinþór Einarsson, garðyrkjust jóra Hafnarfjarðar og landsforseta JC miníHmitít • ?; ■ •;'&m m!ki£iilí!iu ■ ;‘J|§i fyrst og DV-mynd: EinarÖlason. Steinþór Einarsson: „Flestir koma örugglega í JC fyrst og fremst út af nám- skeiðunum sem boðið er upp á.” Steinþór Einarsson, garðyrkju- stjóri Hafnarfjaröar, varð flestum landsmönnum kunnur, er hann spil- aði í hafnfirska söngflokknum Litiö eitt fyrir nokkrum árum. Tónlistin var helsta dægradvöl hans þá en nú er hún JC. Og þetta starfsárið er hann landsforseti hreyfingarinnar. ,,Eg hef fengið geysilega mikið út úr JC,” sagði Steinþór er við litum inn til hans nýlega og spuröum hann um þessi f élagasamtök. ,,Sennilega ber þar hæst persónu- leg kynni við gott fólk, hræðslan við púltið hefur horfið og vinnubrögðin eru orðin ansi skipulegri. ” Sannur gafíarí Steinþór er 31 árs aö aldri og er „sannur Gaflari” eins og hann segir sjálfur. Hann gekk í JC fyrir tíu ár- um, í mars 1973, og að sjálfsögðu í JC Hafnarfjörð. Við spyrjum hann á hvað þeir í JC leggi mesta áherslu. „Flestir koma örugglega í JC fyrst og fremst út af námskeiðunum sem boöiö er upp á. Við segjum oft að viö grípum inn í þar sem skólamir hafi brugðist. Og vinsælustu námskeiðin hafa tvímælalaust verið ræðunám- skeiöin. Eftir námskeiðin notfæra menn svo það sem þeir hafa lært með því að taka virkan þátt í stjórnun, sitja í nefndum og stjórnum félaganna.” Pabbi, er nýi landsförsetinn götusópari? Steinþór sagði að JC væri fy rir fólk á aldrinum átján ára til fertugs og að í JC væri fólk úr öllum stéttum. „Hjá lokkur í Hafnarfirði hefur til dæmis verið mikið af af iðnaðarmönnum.” „Talandi um þetta þá dettur mér í hug skemmtilegt atvik sem henti í sumar, skömmu eftir að ég var kjör- inn landsforseti. Hafnarfjarðarbær átti þá 75 ára afmæli og við vorum á síðasta snúningi við að leggja hellur fyrir framan íþróttahúsið í Hafnar- firði. Skyndilega kom Keflavíkur- rútan akandi framhjá okkur og í henni var dóttir eins JC-félaga. Hún sá hvar ég var að sópa stétt- ina og ganga frá. Um kvöldið þegar hún hitti pabba sinn spurði hún eftir- væntingarfull: „Pabbi, er nýi lands- forsetinn götusópari?”” Kom fram í útvarpi á íríandi Á JC-þingum erlendis hefur þaö oft vakið mikla athygli þegar Steinþór dregur fram plötur með Lítið eitt og gefur erlendum J C-félögum. „Á Evrópuþinginu í Wexford á Ir- landi í fyrra vakti þetta það mikla at-. hygli að lítil útvarpsstöð í bænum gerði heilmikiö tilstand út af þessu og fékk mig ásamt Arna Þór Áma- syni, fráfarandi landsforseta, í spjall og voru jafnframt spiluð lög af plöt- unni.” — Hvað hefur vakið mesta athygli erlendra JC-félaga á starfseminni hérlendis? Mikiii fjöidi í JC „Þeir hafa orðið mjög hissa á því hve mikill fjöldi er í JC hér, eða 0,6 prósent þjóðarinnar en það er eins- dæmi. Þá hefur hiö öfluga námskeiðahald vakið mikla athygli og við vorum reyndar að fá þúsund dollara styrk frá alheimshreyfingunni fyrir gott námskeiðahald.” Látum bjartsýnina ráða Steinþór er einn þeirra í JC sem hafa rekið hvað mestan áróður fyrir því að fók temji sér aö vera jákvætt og vinna bug á öllum kreppuhugs- unarhætti. „Við eigum alltaf að láta bjartsýnina ráða,” segir Steinþór um þetta atriði. — Og er engin þreyta komin í menn eftir tíu ára starf í JC? „Eg segi eins og einn vinur minn sem hefur haft það sem reglu að um leið og hann fái minna út úr JC heldur en hann leggi á sig þá sé hann hættur.” -JGH. í heimsókn hjá forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttur, í hittifyrra. Steinþór afhendir hér Vig- dísi fána JC Hafnarf jarðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.