Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 27. OKTOBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson Landbúnaöur er aðalframleiðslugrein Nýja-Sjálands. Ull, kjöt, mjólkurafurðir og trjávörur aðalútflutningurinn. Nýja-Sjáland á leið upp úr kreppudalnum Eftir að hafa verið í efnahagsleg- um öldudal í tíu ár sjást ýmis teikn á Nýja-Sjálandi um batnandi tíma og þrjár milljónir Ný-Sjálendinga, sem síðustu árin hafa þrælreyrt sultaról- ina, gera sér góðar vonir um betri kjör strax á næsta ári. — Aö baki hafa þeir verstu efnahagskreppu sem yfir þá hefur dunið í 40 ár. Robert Muldoon forsætisráðherra sem hefur haldið uppi verðstöðvun og launafrystingu síðan í júní í fyrra hefur í blaöaviðtölum látið skina í aukna bjartsýni og spáir efnahags- bata á næsta ári ef ekki kemur til launahækkunarskriöa þegar fryst- ingu launa verður aflétt í febrúar. Jafnframt tekur hann mönnum vara við því að hækka lánsvextina. Efnahagsstefna hans hefur orðið til þess að verðbólgan, sem nam 17% í júní, komst niður í 5,4% (í septem- ber, reiknuð á ársgrundvelli), og Muldoon gerir sér góöar vonir um að halda megi henni undir 4% á næsta ári. Efnahagslíf Nýja-Sjálands byggir mjög á landbúnaðinum. Aðalútflutn- ingsafuröir eru kjöt, mjólkurafurðir, ull og trjávörur. Efnahagsbatanum er þakkað að miklu leyti því aö þróun á útflutningsmörkuðum hefur verið hagstæð og útflutningstekjur Ný-Sjá- lendinga hafa aukist. Afgangur af útflutningsversluninni nam í ágúst (af 12 mánuðunum á undan) 860 milljónum Bandaríkjadala og er það nær 900% aukning frá seinni hluta ’81 og fyrri hluta ’82. Hallinn á fjárlögunum féll niður í 465 milljónir US-dala, sem er minni en oft hefur verið. 4% aukning hefur verið í smásöluversluninni, miðaö við ágúst í fyrra, og eru kaupmenn bjartsýnir á næstu framtíð. Raunveruleg aukning í þjóðar- framleiðslunni nam aö meðaltali 0,5% árin upp úr 1975, en síðustu spár gera ráö fyrir að aukningin á mánuðunumframundan nemi 1%. Kreppa síöasta árs á alþjóðamörk- uðum lék greiöslujöfnuð Nýja-Sjá- lands illa. Hallinn komst í tvo millj- arða Bandaríkjadala yfir tólf mán- uðina fram aö september 1982 og hef- ur aldrei áöur staðiö svo illa. Aftur- kippur kom í efnahagslífið og at- vinnuleysi lagðist yfir. I dag er at- vinnuleysi um 6% í landi þar sem oft- ast hefur verið full atvinna. Þrátt fyrir skattalækkanirnar á síðasta ári, sem Muldoon mat til 590 milljóna US-dala, lækkuðu ráöstöf- unartekjur fólks yfir árin 1982 og ’83 um 4% að meðaltali. Minnkandi tekj- ur landbúnaðar og samdráttur hjá fyrirtækjum jók þarna á. Hailinn á fjárlögunum sem stjómin lagði fram fyrir árið 1983—’84 bar eðlilega svip af þessu og var 2,1 milljarður Banda- ríkjadala sem sömuleiðis er met. Gagnrýnendur á efnahagsstefnu Muldoons sem jafnframt er fjár- málaráðherra hafa mestar áhyggjur af skuldum Ný ja-Sjálands við útlönd, en þær eru um 10 milljarðar dollara. „Miðaö við brúttóþjóðartekjur nema skuldirnar 47% en hjá öðrum OECD-ríkjum nema þær að meðal- tali um 20%, ” segir Len Bayliss, fyrrum aöalhagfræðingur Nýja-Sjá- landsbanka. „Nýja-Sjáland nýtur enn lánstrausts erlendis en alþjóöa lánastofnanir eru þó farnar að gefa þessuauga.” Muldoon bendir mönnum þó á að fagna beri minnkandi verðbólgu og bættum viðskiptajöfnuði sem skoða megi sem teikn um betri tíma fram- undan. Telur hann ekki ástæðu til þess að hafa áhyggjur af erlendu skuldunum. Þær hafa oröið til að mestu til þess að fjármagna stór- orkuframkvæmdir Ný-Sjálendinga sem eru byrjaðir að þreifa fyrir sér í olíu- og gasframleiðslu, en þeir hafa verið mjög háöir olíunni sem orku- gjafa. Olíureikningur þeirra hefur gleypt fjórðung af útflutningstekjun- um, en stjómin stefnir að því að Ný- Sjálendingar framleiði olíu sem full- nægt geti 50% af olíuþörfinni á sam- göngusviðinu árið 1987. I þessar framkvæmdir hefur fjár- magnið runniö, en á meöan hefur veriö stöðnun í annarri kaupsýslu, landbúnaði og íbúöarbyggingum. Búist er við því aö gróska hiaupi í íbúðarbyggingar á næsta ári. Muldoon telur að fjárlagahallinn verki hvetjandi og þá ekki síður skattalækkanirnar. Hann lét einnig lækka lánavextina í hlutfalli viö hjöðnun verðbólgunnar, en það varö til þess að létta á landbúnaöinum, sem er aðalframleiðslugrein Nýja- Sjálands. Hann setti takmarkanir á útlán bankanna og með útgáfu ríkis- skuldabréfa var reynt að soga um- framfjármagn úr peningaveltunni til að standa undir fjárlagahallanum. Síöustu skýrslur sýna að útlána- starfsemin hefur samt aukist um 11,5% síðustu tólf mánuöi og kvíða menn því að það eigi eftir að örva verðbólguna og draga úr lækninga- mætti launa- og veröstöövunar. Allt veltur þó á því hvort stjórninni tekst að halda launa- og verðhækkunum niðri á komandi ári þótt verð- stöðvunarlögin falli úr gildi í febrú- ar. Kosningar eru fyrirhugaöar í nóvember á næsta ári og Muldoon hefur sagt að þeim verði ekki flýtt nema upp spretti vinnudeilur. Hinn 61 árs gamli forsætisráðherra nýtur enn mikils persónufylgis í skoöana- könnunum á meðan vinsældir ieiö- toga stjómarandstöðunnar, Robert Lange, formanns verkamanna- flokksins, hafa dvínað. Hart tekið á tölvufíkti á öryggisvandamálið sem við þetta hefur komið upp hjá bönkum og hernum. Lög um slík og ámóta tölvu,,af- brot” eru engin, en þeir sem sóttir eru til saka vegna afbrota á þessu sviði eru látnir sæta viðurlögum fyr- ir brot á lögum og reglum um mis- notkun pósts og síma. I sumum til- vikum hafa fyrirtæki eöa stofnanir fylgt á eftir með málsókn um skaöa- bætur. I rassíu FBI undanfamar vikur hefur verið lagt hald á heimilistölv- ur, diskettur, snældur, ritunarbúnað og ýmsar bækur og gögn sem tölvu- leikmenn hafa komið sér upp. Þessar húsleitir vom gerðar hjá ungmenn- um í Kaliforníu, New York, Michi- gan, Arizona og Oklahoma og víðar. Enginn var handtekinn, en erindrek- ar FBI sönkuöu aö sér tækjakosti fyrir þúsundir dollara, uppflettinga- bókum og tölvusímaskrám í bunk- um. Heimildir til húsleitar fengu lög- regiumennimir á grundvelli þess að viökomandi var grunaður um mis- notkun á tölvufjarskiptum, þjónustu sem síminn býöur fyrirtækjum og stofnunum upp á, bæði innan Banda- ríkjanna og eins við útlönd. Lögreglan haföi rakið slóðina í gegnum tölvúf jarskipti á milli slíkra tölvusnillinga innbyrðis þar sem þeir skiptust á upplýsingum um „lykla” tölvubanka og aörar uppgötvanir sínar á þessu sviði. Aöaltilgangur yfirvalda viröist vera sá að vekja foreldra þessara ungmenna til umhugsunar um hvað er að gerast innan veggja heimila þeirra. I sumum tilvikum er þegar farið að bera á árangri af því þar sem foreldrar, þótt þeir hafi leyft unglingnum að fá aðra heimilistölvu, hafa bannað þeim að vera í tölvuf jar- skiptum. Um leið eru þeir aðilar sem ráða yfir tölvumiðstöðvum eða tölvubönk- um byrjaðir að leggja heilann í bleyti um hvaða öryggisráðstafanir megi gera til þess aö hindra óviðkomandi aðgang aö tölvubanka þeirra. Yfirvöid í Bandarikjunum virðast ráðin í að taka tölvuinnbrot föstum tökum og hafa laganna verðir gengið vasklega fram til þess að sýna að yf irvaldinu er f ullkomin alvara. Að undanfömu hafa leynierindrek- ar alríkislögreglunnar bandarísku (FBI) komið eins og þjófar að nóttu og gert húsleit hjá þeim sem grun- aðir eru um aö fikta við að brjótast inn í tölvubanka stofnana og fyrir- tækja. Fjórtán ára ungmenni hafa verið vakin upp af FBI-mönnum sem komnir eru inn á gafl hjá þeim veif- andi leitarheimildum. Það hafa nefnilega verið mikil brögð að því að táningar í leik með heimilistölvur og síma hafa í stráksskap glímt við að ráða duimálslykla í tölvubönkum og grúskað þar í tölvuminni viðkomandi stofnunar. Frægt var í sumar þegar uppvíst varö að unglingar höfðu þannig fikt- aö í tölvubanka heilbrigðisstofnunar sem geymdi í tölvu sinni upplýsingar um sjúklinga. sjúkdóma þeirra, ástand og ráðleggingar um meðferð. Kvikmyndin „War Games”, sem frumsýnd var í sumar, vakti marga til umhugsunar um hvað slík bemskubrek gætu hugsanlega leitt af sér. Hún fjallaði um unga tölvu- snillinga sem eftir símaköplum og tölvufjarskiptum höfðu komist inn í tölvukerfi hersins og höfðu næstum með fikti sínu og prakkaraskap hrundið af stað styr jöld. Tölvukerfi stofnana eins og banka eru samtengd mörg með fjarskipta- kerfi sem er í rauninni ekkert annað en símalínur. Sömuleiðis tölvukerfi ýmissa heilsugæslustofnana. Og auðvitað tölvukerfi þess opinbera og þá tölvukerfi hersins. Fikt unglinganna hefur fært mönn- um heim sanninn um að það er unnt að „brjótast inn” í tölvubankana og hætta á spjöllum með því að rugla upplýsingum, má þær út eða vísvit- andi setja inn rangar í minni stóru tölvunnar er mikil. Að ekki sé minnst Nokkur ungmenni í Kalifomíu, áhugafólk um tölvur, á fundi með blaðamönnum þar sem þau bám sig upp undan harkalegri framgöngu yfirvaldsins. Heimilistölvur þeirra og margvíslegur útbúnaður hafði verið gerður upptækur vegna fikts við „tölvuinnbrot”.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.