Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 32
32
Andlát
Bóas Valdórsson bifvélavirki lést 23.
október sl. Hann var fæddur á Stuðlum
í Reyðarfirði 16.« .1911, sonur hjónanna
Herborgar Jónasdóttur og Valdórs
Bóassonar. Eftirlifandi eiginkona
Bóasar er Margrét Eiríksdóttir. Þau
eignuðust 3 syni. Utför Bóasar verður
gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
ámorgun.
Jón S. Eliasson lést 21. okt. sU Hann
var fæddur 19. febrúar 1930, sonur
hjónanna Kristínar Samúelsdóttur og
ELasar Jónssonar.Jón lauk námi frá
Verslunarskóla tslands vorið 1949 og
hóf þá að starfa hjá Feldinum, síðar
Rímu. Hann starfaði hjá sama aðila í
34 ár. Eftirlifandi eiginkona hans er
Lilja Hafliöadóttir. Þeim varð ekki
barna auöið en Jón ól upp son Lilju af
fyrra hjónabandi. Utför Jóns verður
gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.
Jónína Ingiríður Jóhannesdóttir lést
19. október sl. Hún var fædd í
Reykjavík 4. október 1900. Foreldrar
hennar voru Jóhannes Kristjánsson og
Málfríður Olína Lára Olafsdóttir.
Jónína var tvígift. Fyrri maður hennar
var Olafur Ingimundarson. Eignuðust
þau þrjú böm. Þau slitu samvistum.
Eftirlifandi maður Jónínu er Þórir
Runólfsson. Þau eignuðust þrjá syni.
Utför Jónínu verður gerð frá Fossvogs-
kirkjuídagkl. 13.30.
Útför Ölafs Frlðrikssonar,
Ljósheimum 20, sem lést 20. október,
verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl.
13.30. Olafur var fæddur 14. febrúar
1905, sonur Valgerðar Magnúsdóttur
og Friöriks Olafssonar, starfsmanns
Islandsbanka. Ungur kvæntist hann
eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríöi
Símonardóttur. Þau eignuöust þrjú
böm, Margréti, Ástu og Friðrik.
Barna- og barnabarnabörnin 11.
Olafur Friðriksson var mikið glæsi-
menni alla tíð, jafnt ungur maður sem
aidraður — fríður og spengilegur fram
í andlátið. Listrænn hæfileikamaður.
Tónlistin skipaði veglegan sess í lífi
hans. Var einn af stofnendum Karla-
kórs Reykjavíkur 1926. Kom fram sem
einsöngvari víða og var einn besti
barítonsöngvari höfuðborgarinnar á
millistríðsárunum. Listaskrifari, það
svo að fegurri rithönd hefur vart sést.
Bókari að atvinnu lengstum og færslur
hans beinlínis listaverk. Skák- og
bridgemaður góður. Forseti Skáksam-
bands Islands um árabil. Hlátur hans,
fagur, hlýr og smitandi hljómar nú
ekki lengur, brosið bjarta er brostið en
minningin um öðlinginn Olaf Friðriks-
son mun lifa lengi. hsím.
Eiríkur Helgason rafvirkjameistari,
Stykkishólmi, andaðist íSt. Francisku-
spítala Stykkishólmi, mánud. 24.
október. Utförin fer fram laugardag-
inn 29. október kl. 14 frá Stykkishólms-
kirkju. Sætaferö verður frá BSI sama
dag kl. 8.
Björn Halldórsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni,
föstudaginn 28. október kl. 13.30.
Elsa Magnúsdóttir, Álfheimum 38,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju
föstudaginn 28. október.kl. 15.
Benedikt Jóhannesson, Saurum,
Dalasýslu, lést i Landspitalanum aö
kvöldi 25. október.
Leifur Grímsson, Álfheimum 13,
andaöist 25. október.
Guðbjörg Maria Einarsdóttir, lést í
Landakotsspítala 20. október.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 28. október kl. 10.30.1
Sigurður Benediktsson, Hátúni 10'
Reykjavík, lést í Landspítalanum þann
14. október sl. Utför hans var þann 26.
október.
Hjartans þakklæti til ykkar allra sem
glöddu mig á 85 ára afmæ/i mínu með
heimsóknum, gjöfum og skeytum.
Erlendur Indriðason.
Hjartanlega þakka ég góðar gjafir, bíóm, skeyti og
þátttöku i samsæti er hreppsnefnd Eyrarbakka
efndi til i tiiefni af 80 ára afmæii mínu 13. októbersl.
Sérstakar þakkir vil ég færa hreppsnefndinni fyrir
að hafa valið mig sem heiðursborgara Eyrarbakka-
hrepps.
Megi blessun og farsæld veitast búendum og
byggð á Eyrarbakka um alla framtíð.
Vigfús Jónsson.
DV. FIMMTUDAGUR 27. OKTOBER1983.
í gærkvöldi_____ í gærkvöldi
Pam og Bobby borðuðu
íslandsloðnu í Sallad
Loöna og klipparar komu nokkuð
við sögu í sjónvarpinu í gærkvöldi.
Er það vel, svona að vissu marki.
I fréttatímanum var rabbað við
loðnukarl á aflaskipinu Hákoni ÞH.
Ekki það að maðurinn væri neitt sér-
staklega loðinn að s já heldur var það
hitt aö hann beið spenntur eftir
veiðunum og að verða loðinn um lóf-
ana. „Þetta er það eina sem við höf-
um j ú eitthvaö upp úr.”
Þegar ég heyri minnst á fiskveiðar
og fiskistofna dettur mér alltaf í hug
að ég eigi jú tæplega einn tvö
hundruð þúsundasta í öllu heila gill-
inu.
Þetta leiðir líka ósjálfrátt hugann
aö því sem margir vitrir og spakir
menn hafa sagt: Nota skulum við
framleiösluþættina, sérstaklega
fiskistofnana, með sem hag-
kvæmustum hætti því það leiðir til
hámarkslífskjara. Og láta verðið
stýranotkuninni.”
Finnst mér í öllum þessum loðnu-
fréttum að menn ættu að fara sér
hægt í sakirnar, næg hefur græðgi
okkar og ofveiði verið á undanförn-
umárum.
Vil ég að í sjávarútvegi verði farið
eftir orðum „elstu manna” og tekinn
upp auðlindaskattur sem allra fyrst.
Megi tími veiðileyfa hef jast. Þá er ég
viss um að eftir skamman tíma
veröur þjóðin öll, og lika loðnu-
sjómaðurinn á Hákoni, loðnari um
lófana.
Omar Ragnarsson bryddaði upp á
ljósum punkti í fréttunum þegar
hann fylgdist með lög og reglunni,
ásamt klippurunum frægu frá
Artúnshöfða, kanna hvort menn og
bílar væru með ökuljósin í lagi. Þörf
áminning í skammdeginu og vonandi
sjá þessir ágætu menn ekkert loöið
við nein númer um leið og þeir skoöa
ljósadýrðina.
Gaman var að sjá fyrstu
mínúturnar í handboltaleik „strák-
anna okkar” við tékknesku járnkarl-
ana. Því miður tapaðist leikurinn en
samt tókst strákunum að lauma
nokkrum boltum í gegnum járn-
tjaldiö í mark Tékkanna. Ágætt að fá
svona glefsur úr landsleikjum
skömmu eftir að þeir hefjast.
Dallasinu góða missti ég af eins og
oft áður. Þættirnir eru þó að minu
mati ágætis afþreying og hef ég
svona lúmskt gaman af þeim.
Hver slappar líka ekki af við að sjá
þau skötuhjú I love you Bobbý og
Kiss me Pam í góðum senum? Pam
hefur auk þess ágætis bobbinga en
þannig lagað á maður bara að hugsa
um en ekki tala.
Allt liðið í Dallasfjölskyldunni er
ansi loöið um lófana. Þannig geta
loðnukarlar, og við hin á landinu
helga, orðið, ef rétt er á málum
haldið við hagnýtingu auðlinda
okkar. „Fiskurinn er okkar olía,”
sagði einhver einhvers staðar.
Jón G. Hauksson
Guðbjörg Kristófersdóttir, Stóra-Dal,
Eyjafjöilum, sem lést þann 18. þessa
mánaðar í Sjúkrahúsi Suöurlands,
veröur jarösungin frá Stóra-Dals-
kirkju laugardaginn 29. október kl. 15.
Sigríður Jónsdóttir, Ysta-skála, Eyja-
fjöllum, verður jarðsungin frá
Ásólfsskálakirkju, laugardaginn 29.
október kl. 11 fyrir hádegi.
Afmæli
70 ára afmæli á í dag, 27. október, Þ.
Ragnar Jónasson, fyrrverandi bæjar-
gjaldkeri á Siglufirði. Kona hans er
Guðrún Reykdal. Þau eru að heiman.
80 ára afmæli á í dag, fimmtudaginn
27. október, Salvör Jónsdóttir, Skúla-
götu 72. Hún mun taka á móti gestum á
heimili dóttur sinnar og tengdasonar
aö Hjallalandi 23, laugardaginn 29.
október eftir kl. 20.
Fimmtugur er í dag, fimmtudaginn 27.
október Reynir Lárusson, Vesturbergi
78 Reykjavík. Hann er sonur Lárusar
Knudsen Sigmundssonar og Sigríöar
Jónsdóttur. Reynir tekur á móti
gestum á heimili sinu eftir kl. 18 í dag.
Tónleikar
Orgeltónleikar og námskeið
í orgelleik
Bandaríski orgelleikarinn David Pizzarro er
nú staddur á Islandi á vegum Félags
íslenskra organleikara.
Hann heldur orgeltónleika í Fíiadelfíukirkj-
unni föstudaginn 28. október kl. 21 og nám-
skeið fyrir íslenska organista daginn eftir.
David Pizzarro hlaut menntun sína í orgel-
■ leik í Evrópu hjá Marcell Dupré og Michael
Schneider og lærði semballeik hjá Rolf Kirk-
patrick.
Hann er nú dómorganisti í kirkju St. John
the Divine á Manhattan í New York, en ferð-
ast jafnframt víða um lönd og hcldur orgel-
tónleika. Hann fer árlega, og stundum oftar
tii Evrópu í tónleikaferðir og hefur jafnan
hlotið m jög góða dóma og fengið verðlaun fyr-
irorgelleik.
Hann hefur gefið út öll orgelverk J.L.
Krebs.
1 ár eru 150 ár liðín frá fæðingu J. Brabms,
m.a. þess vegna verður fjallað um orgelverk
Brahms á námskeiðinu á laugardag.
Konsert með svartlist og
Fílharmoníusveitinni
í Safarí í kvöld
Svartlist og Fílharmoníusveitin verða með
KONSERT í Safarí í kvöld, fimmtudaginn 27.
október, kl. 22 og verður Svartlist einnig í
Þróttheimum föstudaginn 28. október.
Svartlist.
Fundir
Aðalfundur
Breiðabliks
Aðalfundur knattspymudeildar Breiðabliks
verður haldinn laugardaginn 29. október nk.
kl. 13 í Félagsheimili Kópavogs. Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kvenfélag
Langholtssóknar
heldur fund í safnaðarheimilinu þríðjudaginn
1. nóvember klukkan 20.30. Dagskrá: Venju-
leg f undarstörf. Skipulögð störf fyrir basarinn
5. nóv. Ostakynning, kaffiveitingar. Stjórnin.
Tilkynningar
Herrakvöld Valsmanna
Herrakvöld Vals, hið fyrsta sinnar tegundar
verður haldið föstudaginn 4. nóvember nk. í
Félagsheimili tannlækna, Síðumúia 35.
Miðaverð er kr. 350 og er veislumatur
innifalinn. Skemmtiatriði eru öll innanfélags
og munu allir helstu skemmtikraftar koma
fram. Einnig verður málverkauppboð.
Upplýsingar og miðapantanir eru hjá Lár-
usi Loftssyni, s. 71359/86880, og Halldóri Ein-
arssyni, s. 31515/18355.
Frá Reykvíkingafélaginu
Gerist félagar fyrir aðalfundinn 7. nóvember.
Upplýsingar í simum 12371 og 18822.
Aldarafmæli Hellnakirkju
Hellnakirkja á Snæfellsnesi á 100 ára afmæli
um þessar mundir. Afmælisins verður minnst
á sunnudaginn kemur, 30. október, í Hellna-
kirkju og mun biskupinn yfir Islandi flytja
þar hátíðarræðuna.
Frá skrifstofu forseta fslands
Nýskipaður sendiherra Grikklands, hr. Nikos
Kyriazides, og nýskipaður sendiherra
Indónesiu, hr. Usodo Notodirdjo, afhentu 19.
október, forseta Islands trúnaöarta'éf sin aö
viöstöddum Geir Hallgrímssyni utanrikis-
ráðherra.
Síðdegis þáðu sendiherramir boð forseta Is-
lands á Bessastöðum ásamt fleiri gestum.
Sendiherra Grikklands hefur aðsetur í Lon-
don en sendiherra Indónesíu hefur aðsetur í
Osló.
Verkakvennafélagið
Framsókn
heldur sinn árlega basar laugardaginn 19.
nóvemberkl. 14aðHallveigarstöðum. Tekiðá
móti munum á skrifstofu félagsins að Hverfis-
götu 8—10.
Basamefndin.
Húnvetningafélagið
í Reykjavík
Vetrarfagnaður Húnvetningafélagsins í
Reykjavík verður haldinn í Domus Medica
næstkomandi föstudag, 28. okt., og hefst hann
með félagsvist kl. 8.30. Gunnar Sæmundsson,
bóndi í Hrútatungu, stjómar vistinni og segir
fréttir að heiman. Dansað til kl. 2.
Fyrsta myndakvöld Útivistar
í vetur
Vetrarstarf ferðafélagsins Utivistar hófst um
síöustu helgi með því að vetri var heilsað inni
■ í Veiðivömum. Fastur liður í vetrarstarfinu
eru myndakvöldin. Það fyrsta verður í kvöld,
fimmtud., kl. 20.30 í sal Sparisjóðs vélstjóra
að Borgartúni 18 (kjallara). Ætlunin er
einmitt að myndakvöldin verði síðasta
fimmtudag hvers mánaðar á þessum stað,
nema í desember verður það sunnudags-
kvöldið ellefta. 1 kvöld verða sýndar myndir
úr Hornstrandaferðum síðastliðins sumars.
Valdar hafa verið bestu myndimar sem
teknar vom í þessum ferðum. Sérstök áhersla
verður lögð á svæðið frá Hornvík í Reykja-
fjörð. Lovísa Christiansen, sem var farar-
stjóri í nokkram ferðanna, útskýrir myndim-
ar. Kvennanefnd félagsins sér um
kaffiveitingar í hléi. Allir era velkomnir að
mæta og kynnast ferðum félagsins. Sjáumst.
Utivist.
Tapað -fundið
Veski tapaðist
Svart karlmannaseðlaveski tapaðist á leið frá
Glæsibæ og vestur í bæ á laugardaginn sl. 1
veskinu vora öll skilríki. Finnandi vinsamleg-
ar hringi í síma 77941. Fundarlaun.
Siglingar
Akraborgin
siglir nú fjórar ferðir daglega á milli Akra-
ness og Reykjavíkur en að auki er farin
kvöldferð á sunnudögum. Skipið siglir:
FráAk. FráRvík:
Kl. 08.30 Kl. 10.00
Kl. 11^0 Kl. 13.00
Kl. 14.30 Kl. 16.00
Kl. 1730 Kl. 19.00
Kvöldferöir á sunnudögum frá Ak. kl. 20.30
ogfrá Rvik kl.22.