Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983. Frumvarp um breytingu á lögum um Framleiðsluráðið: Einokun ríkisins á grænmetissölu er tímaskekkja segirEiðurGuðnason Eiður Guönason og fleiri hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um Framleiðslu- ráö landbúnaðarins, veröskráningu, verömiðlun og sölu á landbúnaðar- vörum. „Tilgangur frumvarpsins er að grænmetisverslun verði færð í frjáls- ræðisátt frá því sem nú er,” sagði Eiöur Guðnason í samtali við DV. „Viö sem að frumvarpinu stöndum viljum að innflutningur á grænmeti verði frjáls þegar innlend fram- leiðsla fullnægir ekki eftirspurn. Samkvæmt núgildandi lögum hefur ríkisstjómin, þ.e. landbúnaðarráðu- neytið, einkarétt á innflutningi kart- aflna og grænmetis og er þaö fárán- leg tímaskekkja,” sagði þingmaður- „Ef frumvarpið veröur að lögum er líklegt að aukin samkeppni gæti leitt til lægra vöruverðs þar sem menn myndu kappkosta að ná sem hagstæðustum innkaupum. Þessi einokun á grænmetissölu er leifar frá kreppuárunum. Þaö er tómt rugl að vera með slíka einokun lögbundna,” sagði Eiður Guðnason. -HÞ. Japanir vilja rauðan karfa nýjar vinnslut ilraunir ígangi um borð* íHólmadrangi Japanskur fiskinnflytjandi, sem m.a. hefur keypt mikiö af hvala- afurðum héðan á undanfömum árum, er nú að gera tilraunir með verkun á karfa með það fyrir augum að hann verði nægilega rauður fyrir Japansmarkaö. Japanir borða mikiö af Kyrrahafs- karfa. Hann er mjög rauður. Vegna hörguls á honum er Japaninn aö leita fyrir sér hér, en Atlantshafskarfinn er ljósari en hinn. Þegar karfinn veiðist hér er hann mun rauðari en hann er þegar honum er landað. Því miðast tilraunir Japanans að því að fiskur- inn haldi upphaflegum roða sínum sem álitinn er nægilegur fyrir jap- anskar neysluveniur. I fyrra geröi hann tilraunir um borð í frystitogaranum örvari en þær gáfu ekki nægilega góöa raun. Þó gáf u þær vissar vísbendingar sem nú er unniö eftir. Fara tilraunir nú fram um borð í frystitogaranum Hólmadrangi. Um leið og fiskurinn kemur um borð er hann settur í C- vítamín upplausn, sem á að viðhalda roðanum, síðan hausskorinn, kviöskorinn og frystur í heilu lagi eftir það. Tilraunasending af þessari afurð mun væntanlega fara til Japans innan tíðar. Ef hún líkar vel vill Japaninn kaupa mikið af karfa héðan og er talað um hærra verö en við getum nokkurs staðar fengið fyrir frystan karfa nú. -GS. Ostöðugleiki togarans Hólmadrangs í rannsókn: RÖNG HLEÐSLA EÐA SKEKKJA í HÖNNUN? Hópur verkfræðinga og tæknifræð- inga hefur nú meö aöstoö tölvu yfir- farið alla stööugleikaútreikninga togarans Hólmadrangs og skilað skýrslu upp á liðlega 200 blaðsíður til Siglingamálastofnunar til frekari yfir- ferðar. Eins og DV skýrði frá fyrir viku virðist sem stöðugleika skipsins hafi veriö ábótavant þvi búiö er að auka kjölfestu þess þrisvar um samtals 100 tonn. Eftir því sem DV hefur fregnað, úr fyrsta reynslutúr skipsins eftir að síðustu 60 tonnunum var bætt í það, er það orðið vel stööugt en þykir hins vegar þungt í vöfum. Forráðamenn Stálvíkur, sem smíðaði skipið, halda því fram aö óstöðugleikinn stafi af rangri hleðslu en Magni Kristjánsson skipstjóri, sem var með togarann um 'tíma, neitar aö svo sé. Því er nú beðið úrskurðar Siglingamálastofnunar ummáliö. -GS. „Menn mega ekkigefast upp, "segir Benóný Ásgrímsson. Myndin var tekin afhonum um borð i TF-RÁN fyrir nokkru. D V-mynd: Loftur. Landhelgisgæslan fái aðra sams konar þyrlu — segir Benóný Ásgrímsson þyrluflugmaður „Eg mæli með þvi að Landhelgis- gajslan fái samskonarþyrlu aftur,” sagði Benóný Ásgrímsson þyrluflug- maður. Hann flaug TF-RÁN mikið, Sikorsky-þyrlunni sem fórst í Jökul- f jörðum síðastliöið þriöjudagskvöld. „Þyrlan hafði reynst okkur sér- staklega vel fram að þessum hörmu- lega atburði,” sagði Benóný. „Við Islendingar höfum verið sér- staklega óheppnir. En menn mega ekki leggja árar í bát og gefast upp.” Benóný hefur trú á þyrlurekstri hérlendis þrátt fyrir það sem á und- an er gengiö. Hann segir aö ekkert þýði að stööva þróun þyrlureksturs hér á landi frekar en annars staðar. „Það eru skýringar á öllum þess- um þyrluslysum nema þessu síðasta sem á vonandi eftir að koma í 1 jós. Menn eru að blaðra um aö Island sé erfitt þyrluland. Eg veit ekki bet- ur en að þyrlur hafi gengið ljómandi vel til dæmis á Grænlandi og í Norður-Noregi,” sagði Benóný Ás- grímsson þyrluflugmaður. -KMU KAUPUM EKKI KANÍNUR — segja Suðurnesjaverktakar Eins og fram kom í fréttum DV sl. miðvikudag hefur verktakafýrirtæki eitt á Suðurnesjum í hyggju að hefja kanínurækt í stórum stíl. I framhaldi af birtingu kanínu- og verktakafrétt- ar þessarar hafði forstjóri fyrir- tækisins Suðumesjaverktakar sam- band við blaöið og óskaði eftir að koma því á framfæri að hér væri ekki um að ræða fyrirtæki hans, Suður- nesjaverktaka. Fjölmárgar fyrirspurnir un kanínur hafa borist fyrirtækinu sím leiðis og starfsmenn þess verii stöðvaðir á götum úti og spurðii kanínuspurninga. Héfur allt þett; kanínutal haft truflandi áhrif á starf semi Suðurnesjaverktaka . og ska það því ítrekað hér að fyrirtækið hef ur aldrei og ætlar aldrei að kaupí kanínur. -EIB TILBOЗ NOTAÐIR BILAR 10 © "ö i Oi o teg. árg. km verð útb. eftirst. til 1 Skoda 120 GLS '81 6 mán. áb. 29.000 120.000 40.000 8 mán. 1 Skoda120 LS '82 6 mán. áb. 26.000 130.000 40.000 8. mán. Plymouth Volaré 78 57.000 160.000 50.000 10 mán. 1 Plymouth Volaré 79 6 mán. áb. 17.000 250.000 80.000 10 mán. §1 Dodge Omni '80 6 mán. áb. 46.000 260.000 90.000 10 mán. É Plymouth Volaré St. '80 6 mán. áb. 74.000 270.000 90.000 10 mán. Plymouth Duster 70 130.000 65.000 15.000 8 mán. Talbot Samba '82 35.000 185.000 60.000 10 mán. Oldsmobile dísil 79 60.000 260.000 90.000 10 mán. Wartburg '80 18.000 60.000 15.000 8 mán. Econoline 79 100.000 350.000 150.000 10 mán. o D s a B> (Q JC Eða og semjum um gamla bílinn upp milligjöfina ssr \ I JÖFUR HF. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.