Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 12
12
DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983.
HEILSURÆKTIN
17020
84023
SOL M7^n=------------NES
AUSTURSTRÖND 1
HÖFUM OPNAÐ LÍKAMSRÆKT
Á SELTJARNARNESI.
Opið frá kl. 10—20 e.h. alla virka daga.
5 vikna námskeið, 50 mínútna námskeið
fyrir konur á öllum aldri.
MORGUN ,DAG- OG KVÖLDTÍMAR
Námskeið byrja í nœstu viku.
Jane Fonda leikfimi, þjálfari
Laufey Gunnarsdóttir.
Þœr sem eru í megrun, 3 vikna kúr-
ar, 4 sinnum í viku. Vigtun — sér-
flokkar.
LAUSIR T/MAR
Karlatímar föstudaga kl. 5—8,
laugardaga kl. 3—8.
SAUNA — NUDD — ÞJÁLFUN —
LJÓSABEKKIR
Afsláttur af 10 tíma kortum fyrir
alla sem eru á námskeiðum. (50 mín.
námsk.)
Þjálfarar: Ingibjörg Haraldsdóttir íþrótta-
s kennari.
Laufey Gunnarsdóttir þjálfari.
Soffía Rósa íþróttakennari.
Tveir nuddþjálfarar.
ATLAS SNJÓDEKK
Stærð Verð m/sölusk.
600x12
P155/80D13
155R13
175R14
165R15
A78 x 13
B78 x 13
C78x14
E78 x 14
078x15
P175/80R13
P195/75R14
P205/75R14
P205/75R15
ATLAS JEPPADEKK
700x15 4.935
700 x 16 6.020
750x16 7.390
800 x 16,5 3.707
É3 BIFREIDADEILD SAMBANDSINS HJÓLBARÐASALA HÖFÐABAKKA 9-SÍMI 83490
gQQ GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM
2.072
2.038
2.397
2.846
3.139
2.629
2.673
3.112
3.291
3.753
2.848
3.549
3.711
3.980
Ikíkakviiiiiiig 1)V
S|ö fréttir
— sýnishorn úr ný|u smásagnasaf ni
Signrdar Á. Fridþjófssonar________
Sjö fréttir eru sjö ólíkar smásögur. Hin fyrsta þeirra nefnist Þegar sprengjan féll
og birtist upphafið að henni hér á eftir. Hún gerist, eins og nafn hennar gefur til
kynna, um það leyti sem sprengjan fellur á Keflavík.
önnur sagan heitir Eyða og fjallar um einsemd einstæðrar móður uppi í rúmi
um miðja nótt. Næst kemur lengsta saga bókarinnar, Varúlfur, sagan af Úlfi
Bersasyni á Vörtu. í þeirri sögu bregður Sigurður fyrir sig hefðbundinni íslenskri frá-
sagnarlist með kímilegum hætti.
Fjórða sagan nefnist Mannæturnar — eins dauði er annars brauð. Hún gerist í
húsinu sem var reist yfir sjálft sig einhvers staðar á Reykjanesi. í þeirri fimmtu,
Nápleisinu, segir Svíi nokkur af högum sínum á skerinu kalda. Sjötta sagan,
Sjálfsmynd, er um listamanninn sem leitaði fullkomnunar í list sinni og fann hana.
Loks er sjöunda og sfðasta saga bókarinnar, Væðing, en hún fjallar um innrás
tölvuvæðingarinnar í ónefnda stofnun og áhrif hennar á Finn, steinrunninn reglu-
gerðardýrkanda.
Til þess að draga ekki úr ánægju væntanlegra lesenda verður efni bókarinnar
ekki tíundað frekar. En hér á eftir fer, sem fyrr segir, upphafið að fyrstu smá-
sögunni, Þegar sprengjan féll.
Þegar sprengjan féll var Unnur aö
undirbúa kvöldveröinn. Saltkjöt og
baunir. Það var von á Dóra úr síöasta
túmum. Hann var loksins kominn á
ellilífeyrisaldurinn eftir áratuga puö á
togurum Bæjarútgeröarinnar. Héðan í
frá þurfti hún ekki að hafa áhyggjur af
skipssköðum þó fellibyljir aö vestan
villtust noröur í Ishaf. Engar langar
andvökunætur í beinu sambandi við
Gufunesradíó. Nú átti hún loksins aö fá
Dóra óskiptan eftir aö hafa deilt
honum í þrjátíu ár meö Atlantshafinu.
Þá, þegar Dóri sigldi inn lygnan fjörð-
inn og bölvaði eiturskýinu yfir
Álverinu, féll sprengjan.
Unnur heyröi það í útvarpinu. Ekki
formælingar bóndans yfir flúor-
menguninni. Nei, það var nokkuð sem
Itfin vissi. Herinn og Alúsviss voru
höfuðóvinir Islensku þjóðarinnar að
mati Dóra. Þriðji fjandmaðurinn var
þjóöin sjálf. Þeim var ég verst er ég
unni mest, fannst honum að ætti aö
höggva í grágrýtishleðsluna yfir
dyrum Alþingishússins. Þrátt fyrir það
hafði Dóri óbilandi trú á að maöurinn
væri í eðli sínu góður. Hans höfuðtak-
mark í lífinu var að vinna bug á
auðvaldsskipulaginu á Islandi og koma
á frjálsu, stéttlausu þjóöfélagi allra
vinnandi manna, og með aldrinum
varö hann staðfastari í trúnni á að ef
þjóðinni auðnaðist að lifa af kjamorku-
öldina, ætti morgunroði sósíalismans
eftir að baða ögur og tanga landsins.
Slík hugsun átti aldrei upp á pallborðið
í Firðinum. Sjálf tók Unnur tilvemna
ekki jafn alvarlega og eiginmaðurinn
og trúði því mátulega aö þau tvö gætu
haft áhrif á gang veraldarsögunnar.
Felmtri slegin þulan í útvarpinu stað-
festi þann grun hennar.
Hún stóö viö eldhúsvaskinn og horfði
út yfir nýmalbikaða götuna. Skömmu
áður lufsaðist Sæli kostulegi upp
brekkuna. Kleprað hárið ofan í augu og
mánaðar slor úr frystihúsinu í gall-
anum. Þá hlaut klukkan aö vera fimm
yfir sjö og ósjálfrátt gaut hún augun-
um upp á eldhúsklukkuna. Það brást
aldrei. Gatan var einsog alfræöibók og
hún kunni hana utanbókar, en daglega
gat hún þó lesið eitthvað nýtt í henni.
Brekkan var henni allt í senn:
klukkan, veöurstofan og almanak
Þjóðvinafélagsins.
Nú þagöi brekkan. Ekkert varö lesið
úr álbikinu, einsog Dóri kallaði varan-
lega slitlagið á götum bæjarins. Þaö
var tekið aö skyggja. Suðvestan
strekkingur. Himinninn hyldjúpur og
tær.
Fjörðurinn er mér kær, hugsaöi
Unnur viö vaskinn. Reisulegt Oðalið á
móti, falið í limgerði á þessum
árstíma, róluvöllurinn í gjótunni,
skeljaklæddu verkamannabústaðirnir,
gráa dagheimiliö á klettinum og
hraunklungrin allt í kring. Um leiö
setti að henni ákafan hnerra. Haust-
hnerrinn? Varla 21. ágúst? Þó lýsti
hann sér nákvæmlega eins. Bakterí-
urnar ertu hárin í nefinu og þau sendu
taugaboö til heilans. Á svipstundu
gerði heilinn hernaðaráætlun. Gagn-
sókn er áhrifamesta vörnin. Lungun
þöndust út og það strekktist á þindinni.
Svo var skotinu hleypt af. Loftgusan
braust meö átta vindstiga hraöa
gegnum nefgöngin og reif með sér
bakteríumergð.
Unnur réð ekkert við hnerraköstin,
sem komu svo ört að hún rétt náði að
stynja „Guð hjálpi mér” milli hvið-
anna.
Þegar hún náði loks aftur stjórn á
líkamsstarfseminni, tók hún eftir því
að almannavarnaflautan vældi í út-
varpinu. Hennar fyrsta viðbragð var
að slökkva á tækinu. Hún hafði aldrei
þolað þetta ýlfur. En eymdarlegt
náveinið ruddist ínn um opna rifu á
eldhúsglugganum. Hún brölti upp á
stól og krækti aftur gluggaborunni.
Þama uppi undir rjáfri gerði hún sér
f yrst grein fyrir því sem gerst hafði.
— Guð hjálpi mér, stundi hún, guð
hjálpi okkur, muldraði hún svo, guð
hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir,
botnaði hún að lokum meininguna.
Ekki svo að skilja aö hún byggist viö
yfirnáttúrulegri hjálp að ofan. Þaðan
var bara djöfuldóms að vænta nú til
dags. Hún efaöist um tilveru himna-
föðurins, og væri hann til efaöist hún
nú um tilverurétt hans. Nei, það var
ekki honum að þakka ef hún kæmist af,
heldur forsjálni, hugvitssemi og hag-
leik Dóra, svo og sjálfsbjargarhvöt
hennarsjálfrar.
Hún varð að loka öllum gluggum.
Loftvogin féll ört og Unnur fann til
þyngsla fýrir brjóstinu.
Þegar hún lokaði stofuglugganum
horfði hún niður að höfn í von um að sjá
September leggja að. Þá byrjuðu drun-
umar. Hún flýtti sér inn i svefnher-
bergi. Gnýrinn jókst og hún varð að
grípa dauðahaldi í gluggakistuna svo
hún félli ekki. Jörðin skalf. Helgafellið
sveigðist einsog ballettdansari,
hraunið ýfði sig og húsin titruðu.
Hraunkotið lék á reiðiskjálfi einsog
herskari trylltra noma riði röftum.
Jarðskjálftinn gekk yfir og Unnur
staulaöist að k jallaradyrunum.
I lok áttunda áratugarins gaf Dóri
upp vonina um úrgöngu Islands úr
NATO og brottför hersins. Á sjónum
fylgdist hann meö vígbúnaðarkapp-
hlaupinu gegnum fréttaskýrendur
BBC og smám saman opinberaðist
Sigurður Á. Friðþjófsson er liðlega þrítugur Hafn-
firðingur. Hann lauk stúdentsprófi frá Kennarahá-
skóla Islands vorið 1974 og hélt að því búnu til Sví-
þjóðar þar sem hann dvaldi næstu sjö ár. Þar nam
hann meðal annars kvikmyndafræði, vann að rit-
störfum og starfaði á ýmsum stöðum. Frá því hann
kom heim hefur hann unnið á Bókasafni Hafnar-
fjarðar.
Sigurður kvaddi sér fyrst hljóðs árið 1975 með
ljóðabókinni Fúaveggir. Síðan hafa komið út eftir
hann skáldsögurnar Þjóðleg reisn árið 1978 og
Heimar sem Skuggsjá sendi frá sér á síðasta hausti.
Bókaforlagið Svart á hvítu gefur út á þessu ári
smásögur hans, Sjö fréttir.