Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983. ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN Plötuútgáfa furirjóUn Skyggnst um h|á Fálkanum, Grammtnu, Steinum og Skífunni I tilefni af því að nú fer að líða aö jólum og annatími hjá hljómplötuút- gáfunum alveg eins og bókaforlögun- um, slógum viö á þráöinn til útgef- enda til að heyra af því helsta. Halldór Ástvaldsson hjá Fálkan- um upplýsti okkur um að þeir hefðu fyrir hálfum mánuði gefið út plötu með Rögnvaldi Sigurjónssyni píanóleikara. I næstu viku er væntanleg safnplata frá Fálkanum sem heitir Milli tveggja elda og sagöi HaUdór að efnið skýrði sig af albúm- inu og innihaldinu, vonandi. Á þess- ari plötu yrði eitt lag eftir Gunnar Þórðarson. Þá sagði hann að Fálkinn myndi gefa út bamaplötu með sögum Bakkabræðra í leikritsformi. Sögumaður yröi Siguröur Sigurjóns- son leikari sem færi með hlutverk Gísla, Eiríks og Helga. Þá kemur út hjá Fálkanum plata með lögum Gunnars Thoroddsen: Helstu dísku hljómsveitinni Sögu. Ásmundur í Gramminu sagði að þeir hefðu gefið út í samvinnu við Stereo nýju plötuna með Tappa tíkarrassi. Hann sagði að í vinnslu væri nú plata meö Ikarusi en vissi ekki hvort hún kæmi fyrir jólin. Hann sagði aö þeir væru að vinna að tónleikunum með Psycic TV 23. nóvember, sem yrðu í Hamrahlíðar- skólanum. Ýmislegt væri í gangi sem ekki væri alveg ljóst eins og væri. Hann sagði að hópurinn sem var með tónleikana Við krefjumst framtíðar yrði með tónleika með Lynton Kwesi Johnson fyrst í desember. „Viö höldum áfram að keyra á sömu stefnu og við höfum gert,” sagði Ásmundur. „Vera meö inn- flutning frá smærri útgáfum í heiminum jafnt í rokki sem jassi og þjóðlegri tónlist.” Grammið er flutt á Laugaveginn, þar sem Plötuportið JHRKUR r íw k i»«aiK^MVK SWWCh'h 1 nýrri hljómplötuverslun Grammsins. Hljómplötuverslun Fálkans. Hljómplötuverslun Karnabæjar. flytjendur eru Gunnar Kvaran, Sigríður Matthíasdóttir og Kristinn Sigmundsson. Þá sagði Halldór aö Fálkinn gæfi út eina klassíska plötu til viðbótar sem væri 22 einsöngslög sungin af Einari Kristjánssyni sem sungið hefði Hamraborgina lengur en nokkur annar maður í útvarpi. Af erlendum plötum nefndi Halldór stóra plötu með Jakobi Magnússyni og hljómsveit hans. Genesis-plötu, Kiss-plötu, nýja plötu með Paul McCartney, Duran Duran-plötu sem kæmi um miðjan mánuðinn, nýja plötu með Queen sem kæmi fyrstu viku í desember, ÁBC, Classix Nou- veaux og nýlega plötu meö kana- var einu sinni. Jón í Skífunni sagði að þeir yrðu með eina íslenska barnaplötu , Þætti úr brúðubílnum. Þá sagði hann þau ætla að endurútgefa jólahljómplötu með Pálma, Ladda, Diddú, Ragn- hildi og Magnúsi Kjartanssyni, syngjandi jólalög við undirleik Brunaliðsins. Hann sagði að þau yrðu meö tvær safnplötur með er- lendu og innlendu efni. Sú fyrri héti Án vörugjalds. Af erlendum plötum nefndi hann Eurtihmics, safnplötu með Hole and Oates, nýja plötu Kenny Rogers, nýja plötu með Lionel Richie og líklega nýja plötu með Stevie Wonder. Plötu með Thomas Ledin, plötu með South side Jonny. Endur- útgefnar plötur með Jimmy Reeves, White Christmas m/Bing Crosby og Musical Youth. Aö lokum nefndi Jón nýja plötu með David Bowie sem héti Ziggie Live. Hann sagði að þetta væri tónlist úr kvikmynd sem aldrei hefði verið gefin út áður. Pétur Kristjánsson hjá Steinum hf. sagði að þeir hefðu byrjað með að gefa út Jóa Helga í síðustu viku. Plata hans heitir Einn. Hann sagði hana unna í London og nú þegar væri búið að selja hana til tveggja, þriggja landa fyrir utan Island. Þá sagði hann að gefin yrði út plata með úrvali af lögum Bubba Morthens. Hún héti Línudans. Þar væru auk þess tvö ný lög. Graham Smith væri með plötu núna þar sem aðallega væru tekin skosk og írsk lög. Þetta er mikil stuðplata, sagði Pétur. ,,En inn ámillieruhugljúfarballöður.”! næstu viku kæmi út þriðja plata Bara flokksins sem héti Gas. Hún væri tekin viö bestu aðstæður í Lundún- um. Pétur sagöi aö bæta mætti við að flestar þessar útgáfur væru þannig gerðar að möguleiki væri á sölu er- lendis lika. Jólaplata Steins sagði Pétur að væri tvöföld en á verði einnar. Annars vegar plata með vinsælum söngvurum frá síöustu 5—6 árum, hins vegar plata með barnaefni. Rúsínuna í pylsuendanum sagði Pétur vera Mezzoforteplötu meö nýju efni að undanskildu laginu Rockall. Þá sagði hann að brátt kæmi út plata með Ladda sem hefði ekki gefiö út plötu frá því hann gerði Deijó um árið. Af erlendum plötum hjá Steinum nefndi Pétur: Yes-plötu, plötu meö David Knopffler, bróður þess í Dire Straits, nýútgefna plötu Culture Club, Bob Dylan, Adam Antk, Shaking Stevens, Eddie Grant, Alan Parson project, Joan Armatrading bestu lög og fleira og fleira. SGV Milsíktilraunir 983 ad hefjasí Um þessar mundir eru að fara af stað músíktilraunir í Tónabæ á veg- um SATT og Tónabæjar. Fyrsta kvöldiö verður 9. desember. Hljóm- nóvember. Síðan verður þaö 24. nóv., 1. desember, 8. desember og úrslita- kvöldið verður 9. desember. Hljóm- sveitir geta tilkynnt þátttöku sína í Músíktilraunum ’83 bréflega eða símleiðis í Tónabæ, Skaftahlíð 24, sími 35935. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 15. nóvember fyrir fyrsta kvöld- ið. Annars 5 dögum fyrir hvert kvöld. Músíktilraunirnar hafa það mark- mið að gefa tónlistarmönnum tæki- færi á að koma á framfæri frum- 4f Hljómsveítin Dron sigurvegari músíktilrauna ’82. sömdu efni og gera tilraunir í hljóð- verum. Sex hljómsveitir spila hvert kvöld og tvær komast til úrslita á loka- kvöld. Áheyrendur gefa hverju verki stig og þrjár stigahæstu hljóm- sveitimar á lokakvöldi fá tuttugu tíma í hljóðveri í verðlaun. Hver hljómsveit má flytja 4 frumsamin lög. Reynt verður að aöstoöa hljóm- sveitir utan af landi á einhvern hátt. Til dæmis með því að fá lækkaðan feröakostnað og með útvegun hljóð- færa. Ef meira framboð verður á hljóm- sveitum en mögulegt verður að koma fyrir á þessum kvöldum mun nefnd á vegum SATT og Tónabæjar sjá um forval. Sama nefnd sér um niðurröö- un hljómsveita fvrir fcv^iKvöld. ^eKKtar íslenskar hljómsveitir spila sem gestir á hverju Músíktil- raunakvöldi. Kynnir á kvöldunum verður Ásgeir Tómasson. -SGV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.