Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983.
9
Ognvænleg slys hafa oröið hér á
landi eöa viö landið á mjög skömm-
um tíma aö undanförnu. Þrjú skip
hafa farist og með þeim fjórtán
sjómenn og í vikunni varð hörmulegt
flugslys er þyrla Landhelgisgæsl-
unnar fórst meö fjórum mönnum.
Sama þyrla hafði skömmu áður tekið
þátt í erfiðu björgunarstarfi er vél-
báturinn Haföm fórst á Breiðafirði
og aðstoðaö við björgun og leit er
Sandey n fórst rétt við Reykjavík.
Sjálfvirkan sleppi-
búnað strax
Ættingjar og vinir hinna látnu eiga
um sárt að binda og sendir DV þeim
samúðarkveðjur. Hin alvarlegu sjó-
slys minna okkur enn og aftur á þá
hættu sem er samfara sjósókn frá
Islandi, oft í viðsjárverðu veðri. Það
er því nauðsynlegt að bátar og skip
séu búin besta björgunarbúnaöi sem
völ er á hverju sinni. Gúmbjörgunar-
bátar eru oft eina lífsvon sjómann-
anna. Hannaður hefur verið sjálf-
virkur sleppibúnaður björgunar-
báta. Það má ekki dragast lengur að
slíkur búnaður komist í öll skip.
Nauðsyn nýrrar þyrlu
Þyrluslysið í Jökulfjörðum er hið
síðasta i langri röö óhappa i sögu
þyrluflugs á Islandi. Frá því að
fyrsta þyrlan kom til landsins hafa
sautján þyrlur farist eða brotlent.
Þar af eru ellefu þyrlur sem verið
hafa í eigu Islendinga, en sex hafa
verið á vegum varnarliðsins eða
Atlantshafsbandalagsins.
Þrátt fyrir þessa slysasögu getum
við ekki og megum ekki leggja árar í
bát. Þyrlur eru frábær björgunar-,
tæki og stundum einu tækin sem
hægt er að nota til þess að bjarga
mönnum úr bráðum lífsháska, eins
og hið nýja dæmi um björgun manna
af skerjum á Breiðafirði sannar.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar, sér-
staklega sú fullkomnasta þeirra, TF-
RAN, hafa margoft komið til bjargar
Slysog
slysafréttír
á örlagastundu þegar ekki voru
önnur ráð. Hið sama má segja um
þyrlur varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli. Til þeirra hefur verið grip-
ið þráfaldlega. Þeir eru því margir
sem eiga þyrlunum og þyrluflug-
mönnunum lif sitt að launa. Það má
því engin bið verða á því að keypt
verði ný og fullkomin þyrla til Land-
helgisgæslunnar í stað þeirrar sem
fórst.
Fréttaflutningur
fjölmiðla
Fréttáflutningur blaða, útvarps og
sjónvarps af þessum slysum hefur
orðið umræöuefni og jafnvel komist í
þingsali. Þingmaður harmaöi að
Ríkisútvarpiöhefði greint frá sjóslys-
inu á Breiðafirði áður en náðst hefði I
ættingja allra sem fórust. Stefán
Lárus Pálsson, stýrimaður á Akra-
nesi, kemur inn á sama mál i grein í
dagblaöinu Tímanum í fyrradag.
Það er galli á greir. Stefáns Lárusar
að hann skýtur yfir markið.
Umræðan um fréttaflutning fjöl-
miðla af slysum er sjálfsögð en
betra er ef^menn gæta hófs í gagn-
rýni sinni. Það er skylda f jölmiðla að
segja frá tíðindum og stórslys og
mannskaðar eru mikil tíðindi i okkar
þjóöfélagi. I framhaldi af frásögnum
blaða og Rikisútvarps fylgir oft gagn-
leg umræða um það sem betur má
fara. Fjölmiðlarnir eru vettvangur
frétta og nauðsynlegra skoðana-
skipta.
I fyrmefndri grein sinni segir
Stefán Lárus Pálsson m.a.: „Nú
hafa blöð og sjónvarp tekið að sér
óumbeðið að tilkynna fólki lát
ættmenna þess eins og sjá mátti í
fréttum af Hafarnarslysinu nú á
dögunum. Reynt er að lýsa í smá-
atriðum án nokkurrar tillitssemi
þeim hörmulegu atburðum sem
Jónas Haraldsson
fréttastjdri
skeðir eru. Þar standa fréttasnápar
á öndinni með nefið ofan í óhamingju
annarra og skeyta hvorki um skömm
né heiður til að geta matreitt fréttir í
æsifréttastíl, oft meira og minna
rangsnúnar sökum vanþekkingar og
ákafa í að slá sinni eigin persónu upp
í starfinu, og — að verða fyrstur með
fréttirnar. — Oft virðast jafnvel
rangar og öfugsnúnar fréttir taldar
betri en engar.” Ljósmyndarar og
kvikmyndatökumenn fá sinn
skammt frá Stefáni Lárusi. Þeir eru
sakaðir um að ryðjast inn í einkalíf
fólks á viðkvæmustu stundum.
Stefán spyr síðan og sparar ekki
stóryrðin: „Haldið þið virkilega þið
skilningsvana og mér liggur við að
segja sálarlausu fréttafáráðar, að
aðstandendur okkar sjómanna hafi
engar taugar til okkar? Þið ættuð að
skammast ykkar ef þið kynnuð og
biöjast afsökunar opinberlega.”
fslenskir fjölmiðlar
em tillitssamir
Rétt er að segja Stefáni og öðrum
sjálfskipuðum siðapostulum að allir
íslenskir fjölmiðlar eru tillitssamir
og taka mið af smæð hins íslenska
samfélags. Vilji Stefán sönnun
þessa ætti hann að bera saman
frásagnir íslenskra blaöa og mynd-
birtingar og blaða i nálægum löndum
okkar í austri og vestri. Sama ætti
hann og að gera með útvarp og
sjónvarp. Slysin, sem hafa orðið
kveikja þessara umræðna, eru þess
eðlis að ekki verður beðið með
frásagnir af þeim. Fréttir af slíkum
atburðum fljúga milli manna í litlu
samfélagi án atbeina fjölmiðla.
Hættan er hins vegar sú að frásögn í
meðförum fólks brenglist. Þá er
betra að fá hina réttu sögu í fjölmiðli.
Fullyrðing Stefáns Lárusar um það
að rangar fréttir eða öfugsnúnar séu
taldar betri en engar, er ekki svara-
verð. Það hejrir til algerra undan-
tekninga ef ekki hefur náðst til
aöstandenda þeirra sem í slysum
lenda áður en frétt um slysið kemur
í fjölmiöli. Þar hjálpar smæð sam-
félagsins. Það er undantekningar-
lítið hægt að ná í fólk hér á landi
þegar mikið liggur við. Dagblöð
koma út einu sinni á dag og vinnsla
þeirra tekur talsverðan tíma eftir að
frétt hefur verið skrifuð. Sjónvarps-
fréttir eru einu sinni á sólarhring,
þannig að í raun gildir það sama um
þær og dagblaðafréttir. Utvarpið
hefur hins vegar möguleika á því að
skjóta inn nýjum fréttum frá morgni
til kvölds vegna fjölda fréttatíma.
Starfsmenn fréttastofu útvarpsins
vita hins vegar manna best aö oft er
beðið með fréttir af slysum þótt
fréttatími sé i nánd, einmitt af tillits-
semi við aðstandendur. Það er aftur
á móti hvorki hægt né rétt að bíða of
lengi með slíkar fréttir í útvarpi.
Sögurnar „grassera” þegar í
þjóðfélaginu.
Heiðarleg
vinnubrögð
Fjölmiðlun hefur tekið miklum
breytingum á undanfömum árum.
Sú þróun er eðlileg með aukinni
tækni. Þar munar miklu um viðbót
sjónvarpsins. Fólk fær fréttamynd-
irnar inn í stofu til sín. Þær myndir
eru bæði af jákvæðum og neikvæðum
atburðum. En fréttamyndin sem slík
er ekki neikvæð. Hún segir aðeins þá
sögu sem hefur gerst. Fréttir segja
frá því sem bregður frá hinu venju-
lega. Slíkur atburður getur verið nei-
kvæöur en þá er ekki við miðilinn að
sakast. Hann er aðeins að gegna
mikilvægu hlutverki sínu í nútíma-
samfélagi með frásögn sinni og
myndum.
Blöð, Ukt og útvarp og sjónvarp,
telja það skyldu sína að senda mann
á vettvang, ef alvarlegur atburður
gerist. Þar lýsir blaðamaðurinn
atburðinum í orðum og ljósmynd-
arinn í myndum. Rætt er við þá sem
stjórna aðgerðum og hafa besta yfir-
sýn yfir þaö sem gerðist og það sem
er að gerast. Þetta eru heiðarleg
vinnubrögð. Atburðurinn sjálfur er
alvarlegur. Frásögnin er í samræmi
við það og þær myndir sem fylgja.
Jafnframt ber að hafa í huga að
blaðamanninum ber að koma frétt-
inni sem fyrst frá sér. Fréttir á að
segja sem fyrst. Það er ekki neikvætt
heldur jákvætt að vera fyrstur með
fréttirnar.
SamhUða þeirri skyldu blaða-
mannsins að segja fljótt, satt og rétt
frá ber honum að hafa í hug missi og
sorg aðstandenda látinna eða
slasaðra manna. Það má fuUyrða að
þetta gera íslenskir blaða- og frétta-
menn. Stétt blaðamanna hefur sett
sér siðareglur og menn leitast við að
fara eftir þeim.
Jónas Haraldsson.