Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983.
Húsgagnah.ö11in Bíldshöfða
Tölvusýningin Skrifstofa Framtíðar verður í Húsgagna-
höllinni Bíldshöfða dagana 10.-16. nóvember.
Opið kl. 15-21 hvern dag, fLmmtud. 10. nóv. kL 19 —21
21 aðili sýnir
það nýjasta á tölvumarkaðinum.
Margir sýningargripir hafa sérstaklega verið fluttir til
landsins í tilefni af sýningunni. Sýnlngaraðilar eru:
Benco hf. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar,
Félag íslenskra iðnrekenda, Hagtala hf., Heimilistæki
hf., IBM á íslandi, íslensk tæki hf., Kristján
Siggeirsson hf., Kó?istján Ó. SkagQörð hf., Konráð Axels-
son, Magnús Kjaran hf., Microtölvan, Míkró hf., Ólafur
Gíslason & Co. hf., Optima hf., Póstur og sími, Radíó-
búðin, Rafrás hf., Skrifstofúvélar hf., Tölvuútgáfan hf.
og Örtölvutækni sf.
Sýningargripir
eru af öllum sviðum tölvutækninnar, þ.á m. eru
glænýjar uppfinningar áður óþekktar hériendis.
Nefna má eftirtalin svið: Smátölvur, nettengingar,
húsgögn, skrifstofutæki og -áhöld, gagnaþjónustu,
skrifstofusj álfvirkni.
Fjölskyldan
En hvað hefúr fjölskyldan að gera á sýningu sem þessa?
Jú, allir hafa, nú þegar, komist í kynni við tölvur í ein-
hverri mynd. En hvað ber framtíðin í skauti sér? Er
tölvutækni skrifstofunnar í dag undanfari tölvuvæð-
ingar skóla, hins almenna vinnustaðar og heimilanna?
Skrlfstofan
Fullyrða má að flestöll skrifstofuvinna verði tölvuvædd
á næsta áratug eða svo. Hverjum starfsmanni er því
nauðsynlegt að átta sig sem best á tölvuþróuninni,
enda líklegt að sú þekking verði honum til framdráttar
í starfi. Á sýningunni gefst líka að líta hvernig framtíðar
vinnustaður hans gæti litið út.
Tölvan og framtíð þín
Hvort sem tölva vekur áhuga þinn eða ekki er það
staðreyud að hún kemur víða við í lífi þínu nú þegar.
J afn víst er að þú verðir hennar enn meira var í næstu
framtíð, það er óumflýjanlegt.
í Bíldshöfðamim gefst nú sýn inní framtið okkar allra
STJÓRNUNARFÉLAG
ISLANDS æS&i23
SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG fSLANDS
Pósthólf 681
121 Reykjavík