Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 4
4
DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983.
Skipverji á togara á Skagaströnd:
Með lögheimili
sitt á útgerðar-
skrifstofunni
— til að hreppurinn fari ekki varhluta af útsvarinu
Utgeröarfyrirtækiö Skagstrend-
ingur á Skagaströnd hefur á undan-
fömum árum átt stóran þátt í því aö
auka viö íbúatölu staðarins og jafn-
framt aö auka tekjur hreppsins. Hef-
ur þetta gerst á þann hátt aö
aðkomumenn sem ráönir hafa verið í
skipsrúm á togurum fyrirtækisins,
Arnari og Örvari, hafa vinsamlegast
veriö beönir um aö flytja lögheimili
sín til Skagastrandar, annars veröi
aörir ráönir í þeirra staö.
Aö sögn Sveins Ingólfssonar, fram-
kvæmdastjóra Skagstrendings, hef-
ur þetta verið gert aö beiöni hrepp-
stjómarinnar á staönum sem hefur
ekkert haft á móti því aö fá útsvör
þessara manna í sinn sjóö.
Hafa menn yfirleitt tekið þessu vel
og flutt til Skagastrandar og sumir
meira aö segja án þess að hafa feng-
iö íbúö, til dæmis á einn skipverji nú
lögheimili á skrifstofu Skagstrend-
ings á meðan hann leitar sér aö hent-
uguhúsnæði.
Sveinn segist ekki vita til þess að
þetta sé óleyfilegt á nokkurn hátt,
þaö sé ofur eölilegt aö hreppstjóm-
inni sé umhugað um aö sem flestir
skipverja togaranna séu búsettir á
Skagaströnd því hreppurinn eigi 40
af hundraöi í útgerðarfyrirtækinu.
SþS
/ Vörumarkaðnum er nú hægt að kaupa fimm krónum ódýrari jógúrt „að
sunnan" en i öðrum verslunum. Og aðeins er hún ódýrari en Húsavíkur-
jógúrtin. DV-mynd: EÓ.
Kerlingar-
fjallakvöld-
vakaá
Hótel Esju
I kvöld, þann 12. nóv., heldur
Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum
skemmtun fyrir nemendur skólans
sem voru of ungir til þess aö vera
með á Kerlingarfjallaballinu á
Sögu umdaginn.
Skemmtunin veröur á Hótel
Esju, á annarri hæö, og hefst kl.
20.30. Sýndar veröa kvikmyndir frá
sumrinu og sungnir Kerlingar-
fjallabragir undir stjórn skíöa-
kennaranna. Og svo veröur dansaö
til miðnættis. Nemendur fyrr og
síðar og vinir þeirra eru velkomnir
á meöan húsrúm leyfir.
Verðlækkun á jógúrt
,,Þaö hefur ekki veriö nein sérstök
sala í jógúrt í þessum umbúöum aö
undanförnu svo viö lækkuöum álagn-
inguna og ætlum aö sjá til hvernig
gengur,” sagði Sigurður Tryggvason í
matvömdeild Vömmarkaðsins í
viðtali við DV í gær. Athygli okkar
vakti að verö á sunnlenskri jógúrt í 500
— að sunnan
gramma umbúöum haföi lækkað í
versluninni úr 33,50 krónum í 28,90
krónur sem er 3% álagning. Heildsölu-
verö á jógúrt í þessum úmbúðum er
27,92 krónur. Smásöluálagning hefur
veriö um20%.
„Viö höfum reynt aö fá jógúrt á
lægra veröi frá Mjólkursamsölunni en
þar er allt svo þungt í vöfum og ekkert
komiö út úr þeim viöræöum,” sagði
Sigurður Tryggvason.
Sem kunnugt er hefur jógúrt frá
Húsavík veriö til sölu í Hagkaupi í
nokkra mánuði. Húsavíkurjógúrtin í
hálfs lítra femum kostar 29,60 krónur.
ÞG
Niðurgreiðsl-
umar í launa-
umslagið
— segir Magnús Gunnarsson,
framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambandsins
„Þaö eru engin efni til aö auka
launakostnaö fyrirtækjanna ef viö
ætlum jafnframt að komast hjá at-
vinnuleysi. Viö verðum aö finna
leiöir til aö auka þaö sem í launa-
umslagið fer án þess aö auka launa-
kostnað fyrirtækjanna,” sagði
Magnús Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambands Is-
lands, er hann var inntur eftir því
hvað tæki nú viö er flestir kjara-
samningar yröu lausir innan
skamms.
„Þegar reynt hefur veriö aö bæta
hag þeirra lægst launuðu þá hefur
reynslan orðið sú að þaö hefur
sprengt sig upp eftir skalanum. Viö
veröum því aö finna nýjar leiðir. Eg
hef bent á aö viö borgum milljarö í
niðurgreiöslur á næsta ári sam-
kvæmt fjárlögum. Þaö er spuming
um þaö hvort ekki megi nota þetta fé
til aö bæta hag þeirra lægst launuðu í
staö þess aö vera aö borga niður
landbúnaðarafurðir fyrir alla
þjóöina.”
Magnús nefndi ennfremur að þaö
væri ýmislegur kostnaöur fyrir
atvinnurekandann aö hafa fólk í
vinnuannar ensásemgreiddurværi
í launaumslaginu. Þar mætti nefna
launaskatt, sem er 2,5% af launum,
sjúkrasjóö, sem er 1% af launum og
greiðslur í orlofsheimilasjóöi. ,,Við
höfum því spurt hvort ekki væri rétt
aö viö hættum aö safna í þessa sjóöi á
meðan viö förum í gegnum þetta
erfiðleikatímabil og greiöum þessa
peninga beint til fólksins,” sagöi
Magnús. Þess má geta aö á næsta ári
Magnús Gunnarsson.
eru tekjur ríkissjóðs af laúnaskatti
áætlaöar 890 milljónir króna sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Munu viöræður atvinnurekenda og
verkalýösfélaganna hefjast strax og
bráðabirgðalögunum um afnám
samningsréttar hefur veriö breytt?
,,Viö höfum á undanfömum vikum
veriö aö undirbúa viöræður sem eru í
takt við þaö ástand sem nú ríkir í
efnahagsmálunum. Þeim viðræöum
má skipta í tvennt. Annars vegar er
verið að ræöa um framtíðarmögu-
leika íslensks atvinnulífs, hins vegar
erum viö að reyna aö finna skilgrein-
ingu á því hverjir eru verst staddir
og hverjar leiðir eru færar þeim til
úrbóta. Ég á von á aö þessar
viðræöur hefjist fljótlega,” sagöi
Magnús Gunnarsson. -ÓEF.
Ríkisspítalarnir:
Blaðsíðu vantaði
í útboðsgögnin
— og opnun tilboða
í rekstur mötuneyta var frestað
Ekki reyndist unnt aö opna tilboö í
rekstur mötuneyta ríkisspítalanna í
gær eins og fyrirhugaö hafði verið.
Ástæðan var sú aö blaðsíðu vantaði í
útboösgögnin þegar þau voru send
út. Haföi hún falliö niður í Ijósriti en
því máli hefur nú veriö kippt í liðinn.
Tilboö í rekstur mötuneytanna
veröa því ekki opnuö fyrr en eftir
hálfan mánuö.
Utboð í rekstur lyfjaþjónustu
fyrir spítalana voru auglýst fyrr í
vikunni og nú um helgina verður
auglýstútboöáræstingu.
LISTAHÁTÍÐ
Á KÓPASKERI
Frá Auöuni Benediktssyni, frétta-
ritara DV á Kópaskeri:
Nú um helgina, á laugardag og
sunnudag, sýna nemendur grunnskól-
ans á Kópaskeri myndverk sem þeir
hafa unniö undanfarnar tvær vikur
undir handleiöslu Arnar Inga mynd-
listarmanns og fer sýningin fram í
skólanum. Auk verka nemendanna
sýna verk sín fimm myndlistarmenn,
þau Öm Ingi, Olafur H. Torfason,
Guöný Marinósdóttir, Jónína Lára
Einarsdóttir og Olöf Erla Bjama-
dóttir. Þá koma fram viö opnun
sýningarinnar í dag, kl. 21, sex tón-
listarmenn frá Akureyri, þau Kristinn
Öm Kristinsson, Þuríöur Baldurs-
dóttir, Lilja Hjaltadóttir, Magna
Guömundsdóttir, Öm Viðar Erlends-
son og Kristjana Jónsdóttir.
I viötali viö Pétur Þorsteinsson,
skólastjóra á Kópaskeri, kom fram aö
vegna fæðar nemenda viö skólann
heföi ekki tU þessa verið hægt aö halda
uppi reglulegri myndmenntakennslu
þar en heföi í staðinn nýlega veriö
horfið aö því ráöi aö halda styttri nám-
skeið fyrir nemendur og fá þá aö
kennara. Væri námskeiö þaö sem Öm
Ingi hefur staöið fyrir undanfarnar
tvær vikur þaö annaö í röðinni. I þetta
sinn hefði þó námskeiöið hlaöið utan á
sig fyrir tilverknaö „galdramanns-
ins”, Arnar Inga, og væri nú orðiö aö
einskonar lítilli listahátíö.
öm Ingi sagöi í viðtali viö DV aö
vinna krakkanna væri mjög fjölbreytt
og mikil og yröu sýnd 80 tU 100 mynd-
„ Tröllaþingið ".
verk sem valin heföu veriö úr 300
verkum á sýningunni. Örn Ingi minnt-
ist sérlega á „TröUaþingiö”, safn leir-
mynda sem bömin heföu gert. „Viö
áttum dálítið af leirbútum, víöa aö, en
þaö var ljóst aö þaö var ekki nóg í eitt
stórt verk. Við ákváðum þá að þau sem
vildu skyldu gera andlitsmyndir úr
leimum og þau vora varla byrjuö
þegar ég sá aö þau vom aö móta tröll.
Þá var ákveöiö aö aUir sem geröu
tröllamynd ættu aö skýra tröUiö og
semja um þaö sögu. Þetta er eins og
Alþingi tröllanna,” sagöi Öm Ingi.
Auk myndverka nemendanna veröa
einnig sýndir gripir úr bókasafni,
byggöasafni og héraösskjalasafni.
594 millj-
ónir til tíu ára
Framkvæmdasjóður hefur tekiö
594 miUjóna króna lán hjá sjö
japönskum bönkum. Lán þetta er til
tíu ára og skal ekki borgaö af því
fyrstu fimm árin. Vextir eru „breyti-
legir”, 8,4 prósent, eins og segir í
fréttatUkynningu frá Framkvæmda-
stofnun riklsins. Rúmlega helming
lánsins á aö nota til aö endurgreiöa
bráðabirgðalán sem tekiö var hjá
Sumitómó bankanum í Japan 1982.
Aö ööm leyti er lániö tekið í sam-
ræmi viö lánsfjáráætlun þessa árs.
Framkvæmdastofnun fuUyröir í frétt
sinni aö lánakjörin á þessu nýja láni
séu meö því besta sem fáanlegt sé á
alþjóölegum lánamörkuöum um
þessar mundir. Tveir menn, Tómas
Arnason og Guðmundur B. Olafsson,
skrifuöu undir samninginn fyrir
hönd Framkvæmdastofnunar.
-óm