Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983. 13 BókakymringDV Bókakynning DV honum sú staðreynd að setuliöiö sæti pikkfast á Miönesheiöi þar til skratt- inn yröi laus og sprengdi þaö út í hafs- auga. Þar sem Fjörðurinn var geig- vænlega nærri skotmarkinu var eins gott að vera viöbúinn aö taka á sig skellinn. Hraunkotið stóö í skjóli undir kletti og nakin klöppin skagaöi út úr norður- vegg kjallarans, sem var niöurgrafinn í hrauniö. Þarna niðri ákvað hann að innrétta byrgi með öllum nauðsyn- legum hægindum og tækjaútbúnaöi til aö lifa af sprengjuna. Hann breytti gömlu olíufýringunni í díselrafstöö og kom klósetti fyrir á bakvið hana, sem hann tengdi viö skólpúrtakið úr húsinu. öðrumegin við klöppina smíöaöi hann eldhúskrók en hinumegin innréttaöi hann lokrekkju. Hann lagöi parket á gólfiö og skrif- borði, sófasetti og ruggustól var hag- lega fyrir komið á þessu takmarkaða plássi. Meö fram veggjunum voru opnar hillur hlaönar mat og drykkjar- föngum fyrir tvær manneskjur í tvo mánuði. Auk þess sauö hann saman tvo stóra tanka og kom þeim fyrir undir tröppunni. Var annar fullur af vatni, en hinn díselolíu. Að lokum útvegaöi hann gamla stálhurö úr togara hjá Bæjarútgeröinni og setti hana á hjarir innan viö kjallarahurð- ina. Þannig áttu þau að vera örugg fyrir geislaregninu. Það tók þrjú ár aö koma kjallar- anum í sprengjuhelt horf. Landleg- urnar breyttust í kjallaralegur og Unnur smitaðist af áhuga Dóra, þó hún væri ekki eins svartsýn á f ramtíðina og hann. Hún einfaldlega neitaöi að trúa því aö manneskjan væri svo vitlaus að hún geröi allt sem í hennar valdi stæöi til aö tortíma sjálfri sér. Unnur sá um aö gera byrgið heimilislegt. Hún bar niöur bækur og hengdi málverk af Atlantshafinu bláa fyrir ofan rekkjuna. Auk þess flutti hún ýmsa persónulega muni niður og þegar verkinu var lokið göntuöust þau meö aö ekkert væri oröiö eftir uppi svo viturlegast væri aö leigja hjallinn og flytja í kjallarann. Nú var víst ekki um annað aö ræöa. Sprengjan var fallin og hún stóö Dóra- laus í efstu tröppunni og bisaði viö þungastálhuröina. Þaö var krafsaö í ytri huröina. Aumkunarvert mjálm smaug milli stafs og hurðar og snerti viö Samverj- anum í Unni. Hún opnaði fýrir kett- inum, þó aldrei heföu veriö miklir kærleikar meö þeim tveim. Stálhuröin skall aftur og jöröin byrjaöi aö skjálfa á nýjan leik. Drunurnar virtust fjar- lægari en í fyrra skiptiö og jaröskjálft- inn veikari. Samt féll hún í tröppunni og rak höfuöið utan í vegginn. Henni sortnaöi fyrir augum. Kötturinn vældi ámátlega. Þegar meövitundarleysisslikjan hvarf frá augum hennar sá hún ekkert. Það var kolniðamyrkur. Hún brölti á fætur og fálmaði eftir rofanum, en ekkert gerðist. Auövitaö var rafmagnslaust. Þaö var viöbúið. Utreiknaö af Dóra. Unnur tók vasaljós, sem hékk á krók við dymar. Sendi eiginmanninum hugljúfar þakklætis- kveöjur og óskaöi þess aö hann væri við hestaheilsu, þó allt benti til hins gagnstæða. Kveikti. Ljósgeislinn fálmaöi sig inn loftið, niöur norðurvegginn á klöppina. Eitt andartak lýsti hann upp Atlantshafið. Hún beindi ljósinu niöur fyrir fætur sér og fikraði sig niöur tröppumar. Hún settist í ruggustólinn og lét titringinn líöa fram í limina meö vasa- ljósiö logandi í kjöltu sér. Fjandakomið, hugsaöi Unnur, Dóri haföi þá eftir allt saman á réttu aö standa. Sjálf trúði hún því aldrei, ekki einu sinni núna þegar þaö var afstaöiö. Þó var þetta bara byrjunin. Upphafið á einhverju nýju spili og hún þekkti ekki leikreglurnar. Undirniöri gerði hún sér þó óljósa grein fyrir aö leikurinn gekk út á að reyna að lif a af. ERO CD 15 kr. 6.040.- Hæðarstiiling; og setu. Veltibak Veltiseta ERO stólarnir veita baki þínu réttan stuðning og koma í veg fvrir óeðlilega þreytu og spennu í hryggnum. Þeir hafa alla yfirburði &II![í?™iustu stóla en eru engu að síður á einstaklega lágu verui. * Stóðst gæðaprófun Teknologisk institut í Noregi. % STÁLHÚSGAGNAGERD STEINARS HF. SKEIFUNNI 6.SÍMAR: 33590.35110. 39555 UILTU UERHDR BBKHPÍ fáðuþérþí stólnf fullkomnustu gerð ERO I3 kr.3.050. Hæðarstilling á bak og sctu. Veltibak ERO DA I5 kr. 4.100.- Hæðarstilling á baki og sctu. Vcitibak - Veltiseta Dísilbílar Datsun 280 c disil érg. '81, ekinn 130.000 km, litur gullbrons, gófl dekk, útvarp + segulband. VerO kr. 335.000. Mercedes Benz 2401 órg. 1877, bíll í sórflokki, ekinn 220.000 km. VerO kr. 350.000. Skipti ó ódýrari. Citroén CX 2000 órg. 1977, ekinn 100.000 km. VerO kr. 200.000. Gullfallegur bíll. Skipti ó ódýreri eOa dýrari. Subaru 1600 4 x 4 órg. 1980, vetrardekk, ekinn 40.000 km. Skipti á ódýrari. Verfl kr. 250.000. Einnig fyrirliggjandi órg. 1981 - 1982 af Subaru 4x4. Econoline 150 órg. 1978, 6 cyl., sjólfskiptur, óslitinn bíll. VerO kr. 250.000. Einnig fyrirliggjandi órg. 1980, 6 cyl., beinskiptur, gott lakk, allur klæddur. VerO kr. 390.000. ekinn 140.000 km, góO dekk. VerO kr. 240.000. Skipti ó ódýrari efla svipuOu verOi. Cressida GL órg. 1981, ekinn 50.000 km, topplúga, raf- magn i öllu, sportfelgur, sjólf- skiptur, fallegur bill. Skipti ó ódýrari. VerO kr. 330.000. Bronco 79, 8 cyl. sjótfekiptur ekinn 80.000 km, klaeddur hjó R.V. Verfl kr. 390.000. Skipti ó ódýrari. Allir þessir bílar eru á staðnum BILASALAN GRENSÁSVEGI 11 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI 83150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.