Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983. 11 ur ákveöna samúö, sérstaklega í loka- senunni. Þaö hefur farið fyrir brjóstiö á mörgum aö annar eins misindismaö- ur skyldi fá svo sympatíska umfjöllun. Don Giovanni þótti á þessum tímum mesti skúrkur og illmenni. ” Ein af vinsælustu óperum sögunnar „Þrátt fyrir aö óperan kolfélli í Vín hefur hún síöar orðið ein af vinsælustu óperum sögunnar. Kannski aö þaö hafi hresst upp á móralinn aö eftir dauða Don Giovannis er hnýtt aftan viö óper- una kafla þar sem allar aörar söguper- sónur syngja um örlög þeirra sem illa breyta gagnvart meðbræðrum sínum. Þessi endir verkar dramatískt sem hálfgert antiklæmax. I raun og veru ætti óperan aö enda á því að Don Gio- vanni hverfur í logana. ” — Hvemig finnst þér svo persónan Don Giovanni? „Þrátt fyrir alla sína galla er hann fyrst og fremst maður. Og mjög mann- legur. Þaö er eitthvaö við hann sem höföar mjög sterkt til mín.” — Þú færö mikið lof fyrir frammi- stööuna. „Þaö er kominn tími til eftir alla vinnuna sem ég er búinn að leggja í þetta. Þaö heföi veriö mjög einkenni- legt ef þetta hefði ekki gengið sæmi- lega. Þaö liggur í þessu heils árs vinna.” — Og hvaö nú. Ertu búinn aö fá nóg af Don Giovanni? Langar þig til aö leggja hann til hliðar núna og hitta hann aldrei aftur? „Nei, ég vona að ég eigi eftir aö syngja hann einhvern tíma aftur. Eg er mjög heppinn meö aö fá þetta hlut- verk. Það er eins og skrifaö fyrir mína rödd. Þaö er ekkert í því sem mér finnst tæknilega erfitt. Þess vegna get ég einbeitt mér aö leiknum. Ég þarf ekki eitt einasta augnablik aö hugsa um það hvemig ég á aö beita röddinni. Þetta er allt annað en aö syngja Verdi. Þá þarf ég allan tímann að hugsa um tæknina.” Bern í Sviss Daginn eftir að við Kristinn áttum spjall saman hélt hann til Bern í Sviss. Þar átti hann að syngja fyrir stjórn óperunnar. Veriö var aö athuga hvort hann hentaði í tvö hlutverk þar næsta vetur. Þaö em hlutverk Wolframs í óperunni Tannhauser eftir Wagner og hlutverk Marcello í La Bohéme eftir Donnisetti. Honum bauðst líka í vor sem leið aökoma til Fíladelfíu í Banda- ríkjunum til aö syngja þar fyrir stjóm óperunnar. ,dír maður syngur fyrir hjá svona óperum veit maöur ekkert fyrirfram. Ailra síst hvort maöur fær hlutverk. Og alls ekki hvenær maður fréttir það ef maöur fær þaö. Ég hef skrifað til ópemnnar í Fíladelfíu og beöið um upplýsingar þaðan. Enn hef ég engin „Ég vildi hvergi annars staðar vera en á íslandi," seglr óperusöngvarlnn kunni, Kristinn Sigmundsson, i viðtali þessu vió blaðamann DV i Vín. svör fengið. En ef ég fæ vinnu í Bern mun ég hafa samband vestur aftur til aö athuga hvort eitthvaö betra bíði mín þar. Aðalatriðið er að komast í ein- hverja vinnu.” Þegar þetta viötal birtist á prenti verður Kristinn kominn heim til Is- lands. Æfingar á óperanni Rakaranum frá Sevilla eru aö hefjast hjá Islensku ópemnni. Þar fer Kristinn meö hlut- verk rakarans. I öörum tveim stærstu hlutverkunum era þau Júlíus Vífill Ingvarsson og Sigríöur Ella Magnús- dóttir. Stjórnandi óperunnar er Marc Tardue. Operan veröur frumsýnd í janúarbyrjun. Aöur fá landsmenn aö hlusta á Krist- in í Jólaóratoríunni eftir J.S. Bach sem kór Langholtskirkju færir upp. Sinfónían fær hann síöan til liðs viö sig í vor þegar flutt veröur óperan Lucia de Lammenmor. Auk þess ætlar Krist- inn aö halda tónleika bæöi á eigin veg- umogannarra. „Ef marka má þær viötökur sem ég fékk heima núna í haust gæti ég komist langt meö þaö aö lifa á söng mínum. En ég geri mér grein fyrir aö þetta stendur ekki til edíföar. Þaö eru ekki alltaf jólin. Fólk yröi sjálfsagt leitt á mér eftir stuttan tíma. Ef ég fengi tryggingu fyrir því aö ég gæti starfaö sem söngvari eingöngu á Islandi myndi ég ekki hika við aö grípa tæki- færiö. Því hvergi annars staöar vildi ég vera,” sagði Kristinn Sigmundsson. DS FLOGIÐTIL LDNDON 1.FEBRCIAR Þessi sautján daga sælureisa hefst á flugi. Flogið er með Flug-1 leiðum til London, gist þareinaj nótt á góðu hóteli og síðan haldið um borð í hið glæsilega norskættaða I úxusfley Ms. Black Watch. SANNKALLAÐ SKEMJvm FERÐASKIP Ms. Black Watch er 9.500 tonna skip, smíðað árið 1966 og rúm- ar um 300 farþega. Um borð eru öll hugsanleg þægindi og séð er fyrir yfirdrifinni afþreyingu og skemmtun alla dagana, má t.d. nefna sundlaug, tennisvöll á þil- 'fari, borðtennis, leikfiminám- skeið, bókasafn, hárgreiðslu- klasans, þá á Tenerife, sem er stærst Kanarí- eyjanna og að lokum á GranCanaria VERÐSEM KEMCIR /SKEMMTILEGA ÁÓVART stofu, kvikmynda- sýningar, bari, nætur- klúbb með dansi og skemmtiatriðum, spilavíti, grímudans- leikjahaldi, kvöldvökur| þar sem gestir sýna kunnáttu sína o.fl. o.fl. Svo er auðvitað fríhöfn um borð og klefaþjónusta opin allan sólar- hringinn. SIGLT SGÐCIR ÍSÓUNA Ferðinni er auðvitað heitið til heitu landanna. Sólareyjarnar undan vesturströnd Afríku eru áfangastaðurinn. Á hverjum stað sumars og sólar notið í ró og næði. Fyrst er höfð viðdvöl á sjálfri „perlu Atlantshafsins" - Madeira, síðan Lanzarote, - sérstæðustu eyju Kanaríeyja- 3 nætur í London og 13 daga sigling í sól og sumri er ódýrari en flestir halda. Hér koma nokk- ur dæmi: Aðal-þilfar, 4ra koju inniklefi m/sturtu og salerni. Verð kr. 34.885,- fyrir manninn. Aðal-þilfar, 2ja koju inniklefi m/salerni. Verð kr. 41.500,- fyrir manninn. Aðal-þilfar, 2ja manna lúxus- svíta. Verð kr. 65.755,- fyrir manninn. Innifalið er: Flugfar Keflavík- London-Keflavík, aksturfrá flugvelli að hóteli og að og frá hótelitil skips. Gisting í þrjár nætur í London á góðu hóteli með morg- unverði, siglingin með fullu fæði, þjónustu og aðgangi aðöllum skemmtunum og öðru um borð. íslenskur fararstjóri. FERÐASKRIFSTOFAN ORVAL^^p VIÐAGSRIRVÖUL SÍMI-26900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.