Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983.
23
Allar tUlögnr til
sparnaðar felldar
Ég hef verið að hugsa um það að
undanförnu hvemig ég geti sparað
eins og Steingrímur og Albert og allt-
af komist aö þeirri niðurstööu aö ég
verði annaöhvort að hætta einhverju
eða minnka eitthvað, sleppa ein-
hverju eða versla hjá heildsölum
sem eru kallaöir milliliðir og stund-
um óþarfir milliliöir þegar menn
hafa uppi stór áform um að skera
niður milliliðagróðann án þess að
gera það.
Hingað til hefur heimili mitt verið
rekið á svokölluðum núllpunkti sem
er fólginn í því að ég er allan mánuð-
inn að deila kaupinu minu til þeirra
sem ég skulda þangað til eftir eru
fimmtíu aurar einhvers staðar í hús-
inu og er það öruggt merki um að nú
fari mánaöamót að nálgast og þar
með nýr mánuður með meiri
deilingu.
Það er afskaplega hvimleitt að
þurfa að lifa samkvæmt þessari
reikningsaöferð þótt það sé í sjálfu
sér ekkert mjög slæmt ef dæmiö
gengur upp en nú eru auglýsendur
farnir að syngja bráöum koma bless-
uð jólin á síðum dagblaðanna og vilja
endilega selja okkur hjónarúm með
steríógræjum og talstöð, sjálfsagt til
að við getum kallað á flugbjörgunar-'
sveit til aðstoðar ef við getum ekki
sofnað, og svo eru aðrir sem bera
sérstaka umhyggju fyrir bömunum
okkar sem fara aö hlakka til aö fá
tölvuleikföng á ríkisstjómarverði í
jólagjöf.
Ég hef alltaf dálitlar áhyggjur af
Pósti og síma og hitaveitunni og raf-
magnsveitunni þegar jólin fara að
nálgast og þess vegna kom ég fram
með þá tillögu á fundi í fjölskyldunni
um daginn að spara í jólagjöfum að
þessu sinni. Ég lagði til að við gæfum
eins mörgum og mögulegt væri
hljómplötur og símtöl til útlanda, af
því að þetta er hvort tveggja á niður-
settu verði, en þeim sem hvorki ættu
hljómflutningstæki né síma.afslátt-
arkort frá KRON eöa einhverri ben-
sínstöö sem vilja endilega selja okk-
ur alla skapaöa hluti með 10% af-
slætti þessa dagana.
Margt fleira skynsamlegt lagði ég
til á fundinum og fannst mér það í
meira lagi skrítið aö allar þessar
skynsamlegu tillögur mínar vom
felldar, eiginlega jafnóðum og ég bar
þærupp.
öfund
Eg hef oft öfundað þá sem tala í út-
varpið af því að þegar þeir eru komn-
ir í þrot með það sem þeir ætla að
segja setja þeir einfaldlega plötu á
■ fóninn og láta hana snúast þangað til
verkefnið hefur þrútnað svo út í tím-
ann að þeir geta með góðri samvisku
sagt: Þakka þeim sem hlýddu, góðar
stundir.
Því miður get ég þetta ekki og verð
því að halda áfram viðstööulaust
þótt ég hafi minna en ekki neitt að
segja. Hver nennir t.d. að lesa um
eininguna í Sjálfstæðisflokknum sem
lýsir sér, samkvæmt blaöafregnum,
í því að landsfundarfulltrúar gengu
saman út af fundinum þegar honum
var lokið? Ætli það sé til sá maður í
veröldinni sem nennir að lesa um
flugmálastjóra sem fór á eigin kostn-
að til Ríó Desjaneró til að kynna sér
hvemig menn á þeim slóðum fara að
því að moka snjó af flugbrautum?
Égheld varla.
Nú til dags eru nefnilega allar
fréttir mjög fljótlega orðnar gamlar
fréttir en þó eru sem betur fer ein-
staka undantekningar frá þessari
reglu.
Benedikt Axelsson
Sú frétt sem mér fannst einna mest
spennandi í síðustu viku var um kúna
sem var og er reyndar enn að reyna
að setja íslandsmet í offramleiðslu.
Samkvæmt mynd af henni í blaði tók
hún hlutverk sitt mjög alvarlega,
einbeitnin í svipnum leyndi sér ekki
og þess vegna býst ég fastlega við að
gamla metið verði slegið og treysti
ég Bjarna til að sýna okkur þennan
merkisviðburð í íþróttaþætti sjón-
varpsins á sínum tíma.
Ég vil þó taka það fram að það
væri alveg nóg að sýna okkur síðustu
bununa en ekki allar mjaltirnar því
að eins og ég hef tekið fram áður er
næstum því óþolandi fyrir allt venju-
legt fólk aö horfa á menn hlaupa sex-
tíu og f jóra hringi í einhverju hlaupi
og síðustu f jóra hringina aftur, hægt,
þaraðauki.
En nú er sem sagt farið að spila
jólaóratóríuna á síðum dagblaðanna
og eins og vant er tökum við þátt í
spretthlaupinu á milli verslana í leit
að einhver ju sem vini og venslamenn
vantar.
Ég vona að engan í minni fjöl-
skyldu vanti hjónarúm með steríó-
græjum og talstöð.
Kveðja
Ben. Ax.
nóv. hefst hraðsveitakeppni. Skráning
er hafin hjá Hermanni keppnisstjóra í
síma 41507 og Baldri í síma 78055.
Spilaö er í Gerðubergi kl. 19.30 stund-
víslega.
Laugardaginn 22. okt. fór félagiö til
Þorlákshafnar og spilaði sveitakeppni
við Bridgefélag Þorlákshafnar. Fyrir-
tækið Mát hf. gaf veglegan bikar sem
keppt var um. Svo fóru leikar að
heimamenn sigruöu með 51 stigi gegn
49 og þakkar félagiö Þorlákshafnar-
búum fyrir jafna og skemmtilega
keppni.
Bridgedeild
Barðstrendinga-
félagsins
Mánudaginn 7. nóvember lauk aðal-
tvímenningskeppni félagsins (5 kvöld)
Staða lOefstupara:
stig
1. Sigurbjörn Ármanns.-Helgi Einarsson 1189
2. Hannes Guðnas.-Reynir Haraldss. 1136
3. Þórarinn Árnas.-Ragnar Björnss. 1123
4. Viðar Guðmundss.-Arnór Olafss. 1094
5. Ingólfur Lilliendahl-' Jón Björnsson 1093
6. Ingvaldur Gústavss.-Þröstur Einarss. 1089
7. Stefán Olafsson-Kristján Olafsson 1088
8. Benedikt Bcnediktsson-
Guðni Sigurbjamason 1088 .
9. Birgir Magnússon-Björn Bjömsson 1085
10. Hermann Olafsson-
Gunnlaugur Þorsteinsson 1079
Mánudaginn 14. nóvember hefst
hraðsveitakeppni félagsins og er þegar
fullbókað. Spilað er í Síðumúla 25 og
hefst keppni stundvíslega kl. 19.30.
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Aðalsveitakeppni félagsins stendur
nú sem hæst og er keppnin að venju
afar jöfn og spennandi. Fjórar sveitir
virðast ætla að bítast um sigurinn, en 6
umferðir eru enn eftir, svo allt getur
gerst. Staöa efstu sveita aö loknum 6
umferðum er þá þessi:
1. Sveit Ölafs Gíslasonar 92stig.
2. Sveit Bjöms Halidórssonar 89 stig.
3. Sveit Kristófers Magnússonar 88 stig.
4. Sveit Georgs Sverrissonar 86 stig.
Alls taka 12 sveitir þátt í mótinu, en
spilað er á mánudögum kl. 7.30 í
Iþróttahúsinu við Strandgötu. Keppn-
isstjóri er Hermann Lárusson.
Bridgesamband Suðurlands
Laugardaginn 5. nóv. og
sunnudaginn 6. nóv. fór fram Suður-
landsmót í tvímenningi. Mótið var
haldiö í Þorlákshöfn. Spilaö var í
félagsheimilinu. Til leiks mættu 26 pör,
spilaður var barómeter, 4 spil á milli
para.
Keppnisstjóri var Sigurjón
Tryggvason.
Suðurlandsmeistarar urðu Sigfús
Þórðarson og Kristmann Guðmunds-
son Bridgefélagi Selfoss með 152 stig.
Annars varð röðin þessi:
1. Sigfús Þórðarson-
Kristmann Guðmundsson
] 152 stig BB.
2. Vilhjálmur Pálsson-
Þórður Sigurðsson 141stigB.S.
3. Jón Hauksson-Olafur Týr.
96 stig B.V.
4.-5. RagnarÖskarsson,
HannesGunnarsson 82stigB.Þ.
4.-5. Gísli Guðjónsson-
Jón Guömundsson 82stigB.Þ.
6. KristjánGunnarsson-
Gunnar Þórðarson 79 stig B JS.
7. Bryn jólfur Gestsson-
HelgiHermannsson 73stigB.S.
8. Leif-Runólfur 70stigB.S.
9. Sigurpáll-Hreinn 59 stig B.L.
10. Guðjón-Hrannar 37 stig B.S.
11. Júlíus-Ölafur 36stigB.L.
12. Birgir-Ingvar 28 stig B .HV.
13. Karl-Jóhannes 14stigB.HR.
14. Dagbjartur-Sigurjón lOstigB.Þ.
Keppnin fór í alla staði vel fram.
MeöalskorO. I mótslok voru verðlaun
afhent. I móti þessu gefa sjö efstu
sætin silfurstig. Þökkum öllum þátt-
takendum komuna.
Bridgedeild
Skagfirðinga
Eftir tveggja kvölda keppni í
barometer er staöa efstu para þessi:
Erlendur Björgvbisson-Sveinn Sveinsson 110
Lúðvík Olafsson-Reynir Lárusson 106
Bjarni Pétursson-Ragnar Björnsson 102
Jón V. Jónmundss.-Svcinbjöm Egilss. 80
Áraar Ingóifsson-Magnás Eymundsson 72
Björa Hcrmannsson-Lárus Hermannsson 40
Spilað er á þriðjudögum, kl. 19.30
stundvislega. Keppnisstjóri er
Guðmundur Kr. Sigurðsson.
EINSTAKT TÆKIFÆRI:
Við þurfum að rýma fyrir nýjum vörum og bjóðum því þessi húsgögn á ótrúlega hag-
stæðum kjörum.
borðstofusett í íslenskum
sögualdarstíl.
Framleitt úr valinni
massifri furu.
Fæst í Ijósum viðarlit
eða brúnbæsað.
FCIRUHÚSÍÐ
Suðurtandshraut 30 105 Reykjavík • Simi 86605. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
E
EUPOCABO
HF.