Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 40
Beljandí Gullfoss á forsíðu Islandsútgáfu bandaríska vikuritsins TIME. Blöðin, sem áttu að vera komin til íslands fyrir 10 dögum, liggja enn í vöruhúsi í Glasgow. TIME með sérstakt , íslandsblað: Islandsútgáfa kom ekki til íslands Sérstök Islandsútgáfa fylgdi hinu virta og víðlesna vikuriti TIME í síö- ustu viku, 12 síður með greinum um land og þjóð og myndum af Gullfossi, jarðgufu, sundlaugum og forsetanum, svoeitthvaðsénefnt. Sérstakar útgáfur af TIME eru gefnar út í Bandaríkjunum, Evrópu og Mið-Austurlöndum og átti íslenska fylgiritið að fylgja þeim flestum. Er ekki að efa að Island hafi á þennan hátt farið víða, nema hvað að Islandsút- gáfan kom aldrei hingað til lands. Næsta tölublað á eftir kom aftur á móti í verslanir í gær. „Við hörmum þau mistök sem hér hafa oröiö,” sagöi Haukur Gröndal hjá Innkaupasambandi bóksala. „Islands- útgáfan situr föst í Glasgow vegna óskiljanlegra mistaka í flutningi og er blaöiö ekki væntanlegt hingað til lands fyrren umhelgina.” -EIR. Fengu vatn á tankinn í stað olíu Tveir bifreiðarstjórar í Reykjavik urðu fyrir því í síöustu viku að vatni var dælt á olíutanka bifreiöa þeirra en þær eru knúnar dísilolíu. Höfðu báðir bílstjórarnir nýlega keypt olíu á bensínstöð OLIS á Klöpp við Skúlagötu og var oh'udælan þar tekin úr sam- bandi strax og bílstjórarnir létu vita af þessu. Aösögn Friðgeirs Indriðasonar hjá OLIS er ekki ljóst hvemig þetta hefur átt sér stað, sýni hafi verið tekin úr við- komandi dælu og tanki en niöurstöður rannsókna á þeim ekki komnar enn. Engu að síður verður aö telja liklegt aö vatnið hafi á einhvern hátt komist í tankinn eða dæluna á Klöpp og er helst giskaö á að veðrabreytingar, sem áttu sér stað um þetta leyti, eigi sökina á þessu. SþS Maður nær nú sæmilegrí heilsu fyrír milljón. 27022 AUGLÝSINGAR SÍOUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR—ÁFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983. Heilsuræktin í Gíæsibæ: Fékk rúma milljón ur erfðafjarsjódi — helmingurinn óafturkræfur styrkur Um 595 þúsund krónur voru afhent- ar í júní í sumar sem styrkur til Heilsuræktarinnar í Glæsibæ, sem er sjálfseignarstofnun, og aðrar 595 þúsund krónur voru samtímis af- hentar stofnuninni að láni. Hvort- tveggja, styrkurinn og lánið, kom, úr erfðafjársjóði, samkvæmt tillögu tryggingaráðs og ákvörðun þáver- andi félagsmálaráðherra. Heilsuræktin í Glæsibæ hefur nú lagt inn nýja umsókn um viðbótar- f járveitingu úr þessum sama sjóði. Erfðafjársjóður á að notast í þágu öryrkja og gamalmenna „í því skyni, aö starfsgeta þeirra komi aö sem fyllstum notum”, eins og segir i lögum frá 1952. Síðustu 10 ár hefur fé úr sjóðnum verið varið í styrki og lán til ýmissa stofnana, eingöngu sam- kvæmt tillögum endurhæfingarráðs, sem síðan hafa hlotið samþykki tryggingaráðs og félagsmálaráð- herra á hver jum tíma. Fjárveitingarnar til Heilsu- ræktarinnar eru undantekning frá viötekinni reglu lengi undanfarið. Endurhæfingarráð fjallaöi ekki um þær og DV er kunnugt um ágreining í tryggingaráöi semlagðiþærþótil. Samkvæmt upplýsingum blaösins fá 17 stofnanir aldraðra og öryrkja rúmlega 22,9 milljónir úr erfðafjár- sjóði í ár og síðan Heilsuræktin næstum 1,2 milljónir. Sem sjálfseignarstofnun er Heilsu- ræktin nánast aö formi til sama og hlutafélag. Ábyrgðir gagnvart við- skiptavinum takmarkast við eignir stofnunarinnar og félagsmenn bera ekki persónulega ábyrgð á skuld- bindingum, nema þeir taki þær á sig sérstaklega. Skráður tilgangur Heilsuræktar- innar er almenns eölis á sviði heilsu- ræktar. En stofnunin mun hafa lagt áherslu á þjónustu við aldraða seinni árin. I vor keypti stofnunin hluta af leiguhúsnæði sinu í Glæsibæ, um 344 fermetra, en þá höfðu um skeið staöiö á stofnuninni tvö útburðar- mál. HERB Sjá einnigbls.5. Fyrsta alþjóðlega danskeppnin sem haldin hefur verið hér ó landi fór fram á Hótel Sögu i fyrrakvöld. Þar 'kepptu fjögur erlend pör. Siðari umferð keppninnar fer fram i kvöld. Sigurvegarar i fyrstu umferö keppn- innar voru Colin James og Lene Mikkelsen frá Danmörku. DV-mynd GVA. Vandasamt verk að snúa Sandey II: Fer skipið í brotajárn? I næstu viku verður tekin ákvörðun um hvort ráðist verður í að snúa Sandey n sem hvolfdi á Viðeyjar- sundi fyrir skömmu. Könnun sf., sem sér um björgunaraögerðirnar, mun leggja niöurstöður athugana sinna fyrir Lloyds tryggingafélagið í London snemma í næstu viku og þar verður ákvörðun tekin um hvort skipinu veröi snúið og reynt að gera við það eða hvort gripið verði til þess ráðs að draga það á land og selja í brotajárn. „Það er vandasamt verk og getur veriö hættulegt að snúa skipinu,” sagði Þórir H. Konráðsson hjá Könnun sf. „Viö vitum ekki hvaö gerist og ekki er ástæða til að hætta fleiri mannslífum í þessu máli. En aðalkostnaðurinn liggur ekki í því að snúa skipinu heldur frekar í viögerð- inni sem óumflýjanlega veröur að gera á því. Þaö getur hver maður sagt sér sjálfur hvemig ástand véla er eftir að þær hafa ient heitar í köldum sjó, rafeindatæki eru ónýt, kranabóman brotin og allar innrétt- ingar úr lagi færðar. Ef endur- tryggingaaðilar erlendis komast að þeirri niðurstöðu að ekki svari kostnaöi að snúa skipinu og gera við það þá er ekki um annað að ræða en draga það á land og selja í brota- járn,” sagði ÞórirH. Konráðsson. -Ent. ÞYRLAN HEILLEG — reipi komiðá aðalhjól Ekki hefur tekist að greina hvort áhöfn þyrlunnar TF-RÁN er inni í flakinu sem liggur á hvolfi á sléttum leirbotni á um 85 metra dýpi. Nef þyrlunnar virðist laskað en að öðru leyti er skrokkur hennar nokkuð heil- legur. Þrátt fyrir aðeins sjötíu sentí- metra skyggni á botninum tókst, meö aðstoö neðansjávarmyndavél- ar, að fá fyrrgreindar upplýsingar um flakið. Einnig tókst í gær að koma reipi á annað aðalhjól þyrlunn- ar. I dag verður reynt að koma fest- ingu á hitt aðalhjólið. Afstaða verður ekki tekin til þess hvemig eöa hvenær flakinu verður lyft frá botni fyrr en öruggum fest- ingum hefur veriö komið á það og all- ar aðstæður verið kannaðar til hlitar. Það veröur meöal annars gert með litmyndatökuvél sem fengin var vestur í gær. I frétt frá Landhelgisgæslu, Flug- málastjórn og flugslysanefnd segir að án aðstoðar vamarliðsmanna heföi tekið mun lengri tíma að stað- setja og kanna flak þyrlunnar. Varnarliðsmenn munu áfram vinna að verkinu ásamt varðskips- mönnum af Oöni, fulltrúum Flug- málastjórnar og sjómönnum við Isa- fjarðardjúp. Sérhæfð björgunarsveit frá banda- ríska flotanum mun væntanlega koma til aðstoðar við lokaáfanga verksins. Hún mun koma frá Norfolk í Bandarikjunum. -KMU/Valur, ísafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.