Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983. 5 Stofnanir fatlaðra ogaldraðra njóta erfðafjárskattsins: Umdeildur skattur not aður til hjálparstarfa Sautján stofnanir sem starfræktar eru í þágu fatlaðra og aldraðra fá á þessu ári næstum 23 milljónir króna úr erfðafjársjóöi, þar af rúman helminginn sem styrki og hitt að láni. Einnig fær Heilsuræktin í Glæsi- bæ um 595 þúsund krónur í styrki og aörar 595 þúsundir að láni. Erfðafjársjóður er myndaður af erfðafjárskatti og erfðafé. Annars vegar er það skattur af verðmætum sem afhent eru að arfi, hins vegar erfðafé sem enginn erfingi finnst að. Þá hefur sjóöurinn vaxtatekjur af innistæöum og útlánum. Sá skattur sem innheimtur er af verðmætum sem afhent eru að arfi er umdeildur. Þykir ýmsum óréttlátt aö skattleggja eignamyndun viö þetta tilefni þar sem viðkomandi hafi að sjálfsögöu greitt sína skatta jafn- framt því að eignast það sem til arfs kemur. Þetta sé því í rauninni tví- sköttun. Engu að síður er erfðafjárskattur- inn innheimtur. Um þaö gilda í aðal- atriðum fjórar reglur: Af arfi til maka og niðja hans greiðast minnst 5% af verðmæti arfsins en 10% nemi það einhverri upphæð, af arfi til for- eldra og niðja minnst 15% en síðan 25% og af arfi til föður- eða móður- foreldra og niöja minnst 30% en síð- an 50%. Loks greiðist af arfi til stofn- ana eða mannúðarsamtaka 10% en fæst stundum lækkaö í 5 %. Eins og nærri má geta fellur mis- mikið fé í þennan sjóð ár frá ári. Það er þó jafnan umtalsvert. Því skal varið í samræmi við ákvæði laga frá 1952 „til lána og styrkveitinga til þess að koma upp vinnuheimilum og öðrum stofnunum fyrir öryrkja og gamalmenni í því skyni, að starfs- geta þeirra komi að sem fyllstum notum”. ,,Er heimilt að veita sveitarfélög- um, öðrum félögum og einstökum mönnum lán og styrki úr sjóðnum í þessu skyni,” segir einnig í lögunum. Þær 17 stofnanir sem fyrst er minnst á í fréttinni og fá tæpar 23 milijónir úr sjóðnum í ár eru aUar í eigu samtaka fatlaðra eða aldraðra eða sveitarfélaga. Heilsuræktin, sem f ær tæplega 1,2 miUjónir, er hins veg- ar s jálfseignarsto&iun. Til vemdaðra vinnustaða eru að- eins veittir styrkir. SIBS fær 710 þús- und vegna Múlalundar, Sunnuhlíð í Kópavogi 1.130 þúsund vegna vinnu- stofu, Skálatún í MosfeUssveit 469 þúsund vegna vinnustofu og Dvalar- heimUið í Vopnafirði 197 þúsund vegna vinnustofu. TU dvalarheirmla og endurhæfing- araðstöðu eru veittir styrkir að hálfu og lán að hálfu. Hússjóður öryrkja- bandalagsins fær 4.560 þúsund sam- tals, Reykjalundur 2.320 þúsund, Sjálfsbjörg Akureyri 1.880 þúsund, Sjálfsbjörg, Landssambandið, 3.530 þúsund, Gigtarfélag íslands 1.770 þúsund, Geðverndarfélag tslands 1.770 þúsund, BUndrafélag Isiands 800 þúsund, Styrktarfélag lamaðra og fatlaöra 740 þúsund, Styrktarfé- lag vangefinna 308 þúsund, Endur- hæfingarstöö heyrnarskertra 1.445 þúsund, Hvammur, dvalarheimiU aldraðra á HúsavUt, 100 þúsund og Þroskahjálp á Suöumesjum 500 þús- und samtals. Þessar 17 fjárveitmgar eru í sam- ræmi við tillögur endurhæfingarráðs sem tryggingaráð og ráðherra lögðu blessun srna yfir. Fjárveitingin til Heilsuræktarinnar í Glæsibæ, 595.272 krónur í styrk og sama upphæö að láni, byggist hins vegar á tUlögu tryggingaráðs og samþykki félags- málaráðherra. HERB Ný st jóm Framkvæmda- stofnunar Kosið var í stjórn Framkvæmda- stofnunar á Alþmgi í gær. Stjórnina skipa nú Eggert Haukdal, Olafur G. Emarsson, HaUdór Blöndal, Stefán Guðmundsson, Ölafur Þ. Þórðarson, Geir Gunnarsson og Olafur Björnsson. Jón Ásgeirsson tónskáld. Frumflutt kórverk eftir JónÁsgeirsson Leyfið bömunum að koma til mín Á tónleikum sem Dómkirkjukórinn heldur í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan fimm á morgun, sunnudag, verður m.a. frumflutt verk eftir Jón Ásgeirsson tónskáld. Verkið er samið fyrir barnakór, blandaðan kór og ein- söngvara. „Eg samdi þetta verk samkvæmt ósk fyrir Dómkirkjukórinn,” sagöi Jón í stuttu viðtaU við DV. „Verkið er sam- iö yfir texta úr Biblíunni: „Leyfið bömunum að koma til mín”. Þetta er samfeUt verk, tekur um 15 mínútur í flutningi, og í lok þess syngur barna- kórinn lag úr Bibliuljóðum Valdimars Briem.” Að auki verða flutt á tónleikunum verk eftir Hándel, Brahms, Pál Isólfs- son og fleiri. Á ÓLmPÍUSLÍHHJM. í AUSTURRIKI Þaö kom engum á óvart að Austurríkis- menn völdu Axamer Lizum skíöa- svæðiö fyrir vetrarólympíuleikana 1964 og 1976. Hæö þess (1600-2400 m) tryggir frábæran skíðasnjó aflan veturinn og glæsileg og fjölbreytt aðstaðan hæfir jafnt ólympíu- meisturum sem byrjendum. Við fljúgum í leiguflugi frá Keflavík beint á staðinn - því aðeins 20 mínútna akstur er frá flugvellinum í Austurríki að hóteldyrunum. Gist er á öndvegishóteli í Axams, vinalegum og fallegum skíðabæ, sem á kvöldin lifnar við með eldfjörugri Týrólastemmningu. Verð kr. 24.700 Innffalið: Flug fram og til baka, akstur til og frá flugvelli erlendis, fararstjórn, gisting i 14 nætur á Hotel Neuwirt með morgun- og kvöldverði. Munið hóp- og barnaafsláttinn. (Ef gist er í íbúðum í Natters er verðið 20.700) Brottfarardagar: 20. des. - 3. jan 22. jan. - 5. feb 5. feb - 19. feb (Fá sæti laus) 19. feb - 4. mar (Biðlisti) 4. mar - 18. mar (Fá sæti laus) Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.