Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983. iiH'ii bast rtikita rtl strapatsi’v... sa Thomas Wassberg — vinter thatf rJ£Hdsh *«»■ öeí pyser och bubhhirJáJslnnWl Ferðamál Ferðamál Ferðamál Flett í gegnum erlendar bladagreinar um ísland: Spara brosin Þótt Islendingum sá yfirleitt hælt fyrir alúðlegheit í þessum greinum, er ekki óalgengt að þess sé getið að landsmenn brosi ekki nema nauðsyn beri til. „Það hlýtur að vera óðaverðbólg- an sem gerir Islendinga svona alvar- lega á svipinn — og svo óblíö náttúra auövitað,” skrifar breskur blaða- maöur. Norskur kollegi hans getur sér þess til aö það sé ómæld vinna sem orsakar hinn þungbúna svip. Þýskur greinarhöfundur kemst aö þeirri niðurstöðu að það skorti freyð- andi ölkollur til að kalla fram gleði- svip landsmanna. Rakaði sig daglega Danskur blaðamaöur skrifaöi grein sem birtist í ágúst þar sem hann lýsir ferð á Homstrandir. Hann kvaðst hafa keypt ferð með „hálf- brjáluðum” Englendingi að nafni Dick Phillips og munu margir kannast við manninn. Að sögn Danans var ferðin hin skemmtilegasta. Langflestir í hópn- um voru enskir. Auk þessa danska blaðamanns voru nokkrir Þjóðver jar og tveir Fransmenn. Ekið var meö rútu áleiðis norður á Strandir, eða allt þar til bílstjórinn neitaði aö fara lengra af ótta viö að geta ekki snúið við. Vegurinn var orðinn svo mjór. Þá tóku menn hafurtaskiö á bakiö og gengu það sem eftir var. Daninn segir að Englendingamir hafi greini- lega keppst um að vera í eldgömlum og snjáðum fötum. Buxunum hafi þeir haldiö uppi með snærum og stíg- vélin veriö að grotna utan af þeim sökum elli. Þeir hafi varla þvegið sér þessar þrjár vikur sem dvalið var á Homströndum. Ekki nema kattar- þvott. „Eg hefi aldrei verið myndaöur jafnmikið á ævinni eins og þennan Óspillt nátt úrahefur einna mest aðdráttarafl tíma. Ástæðan var sú að ég rakaði mig á hverjum morgni. Þetta þóttu mikil fádæmi og vakti mikla undmn samferðamanna minna sem vildu helst lifa eins og hálfgerðir villi- menn,” skrifar sá danski. Þegar hann fór að hugsa málið komst hann aö þeirri niðurstöðu aö í daglega lifinu stundaöi þetta fólk skrifstofu- störf sem útheimti stífan og fínan klæönað á hverjum degi. Þarna úti í óbyggðum notaði það tækifærið og velti af sér oki þess klæðaburðar. Sögueyjan I skrifum Norðurlandablaða, eink- um norskra, er Islandi gjaman lýst á sérstakan hátt. Sögueyjan í norðri, allir lesa fomsögurnar, djúpir dalir og spegilslétt vötn, há fjöll og ógleymanleg kyrrð og svo fram- vegis. Eftirfarandi tilvitnun í norskt s veitablað er gott dæmi: „Glitrandi sólargeislar slá töfr- andi grænum lit á umhverfið, kvöld- sólin dekkir lit hraunsins og eykur blámann á f jörðum og vötnum. Loft- ið er hreint eins og vatnið og fólkiö hefur nægan tíma til aö tala. Ekkert stress og það talar þá tungu sem viö töluðum í Noregi fyrir þúsund ámm.” Svona geta nú frændur vorir orðiö skáldlegir í skrifum sínum um land og þjóð. Svíamir láta gjarnan í ljós áhyggjur vegna þess að hér sé bandarískt varnarliö. Þeir telja sig sjá glögg merki um amerísk áhrif. Svo hlálega vill til að greinar Sví- anna em oftar en ekki skreyttar ýmsum enskum orðum sem fyrir löngu hafa áunnið sér fastan sess í sænsku tal- og ritmáli. Mér er sem ég sæi upplitið á ritstjórum íslenskra dagblaöa, ef fréttir og greinar væru útbíaðar í orðum eins og „veekend”, „baby”og „allthat”. Náttúran efst á baugi Það er greinilegt á öllum þessum skrifum að það er náttúra landsins sem hefur mest aðdráttarafl. Alia vega fyrir stóran hóp þeirra erlendu ferðamanna sem sækja okkur heim Margir veröa klumsa við þegar þeir sjá ekkert einasta tré á leiðinni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Þá skortir orð til aö lýsa þeim áhrif- um sem þeir verða fyrir í Náma- skarði og við Mývatn. Öræfaferðir þykja gjarnan hápunktur Islands- ferðar og baö í Landmannalaugum er öllum ógleymanlegt. Akureyri, Vestmannaeyjar, Þingvellir, Geysir, Dettifoss og Snæfellsnes eru einnig vinsælir viðkomustaöir og flestum finnst Reykjavík lítill og skemmti- legur bær. Sem fyrr segir ber lítið á neikvæö- um tón í þeim skrifum sem Ferða- síöan hefur lesið. Ekki virðist mikið kvartað undan dýrtíð í landinu og lögð er áhersla á að Islandsferð sé svo sérstök að ekki sé hægt aö líkja viðaðrarferöir. Þau skrif sem hér er vitnað í hafa birst í dönskum, norskum, sænskum, breskum, þýskum og amerískum blööum og tímaritum í sumar. Skrif sem þessi styrkja og styðja þá land- kynningu sem haldið er uppi af íslenskum og erlendum aöilum. —SG I bresku blaöi kvartaði blaða- maður undan köldu og votu veöri á íslandi. Og það var ekki aö sökum aö spyrja. Strax eftir aö greinin hafði birst barst blaðinu bréf frá öðrum Breta sem hafði heimsótt Island. Sá sagði það lygimál að það væri kalt og votviörasamt á Islandi. Þvert á móti væri oft heitt yfir sum- arið og hægt að synda í sjónum í glampandi miðnætursól. (!) Auk þess væru vetumir mildir og enginn skyldi hætta við Islandsferð af ótta viö kulda og vosbúð. Ritstjórinn birti bréfiö en bætti viö orðsendingu frá sér þar sem bent var á að sumarið heföi verið mesta rign- ingarsumar á Islandi í 100 ár. Átta dráttarvélar Margir af þessum Islands- skríbentum undrast ríkidæmi lands- manna. Sænskur blaöamaður sagðist hafa talið 8 dráttarvélar við einn sveitabæ og þótti mikið til koma. Alla dnign' iiiudbanK;j.ojjn^ sá%n* SCENES Oi By Annette, ‘Sívpilsland Om .. ■'LC vega væri slík vélvæðing ekki algeng í Svíþjóð. GlæsUeg íbúöarhús og stór- verslanir yfirfullar af dýrum vam- ingi vekja greinUega undmn margra og aðdáun. Sama má segja um aðbúnað á hótelum í Reykjavík og víðar. Þá dásama margir gestrisni Islendinga, alúðlegheit viö erlenda ferðamenn og hreina loftið. I sumum greinum hefur mátt lesa að Reykja- vík sé hreinlegasta höfuðborg í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Den svenska "iristreklamen talar om n fantastiskt. om de som n detta tar besökt ■ hár í som itext ‘orts av Benqt S jer med belágg för att at ár fantastiskt! \u vill Island inbjuda skidákare till sonunarsnö Þegar blaöað er í erlendum grein- um um Island þarf að leita lengi tU aö finna nokkrar aðfinnslur um land og þjóð. Það er helst að hinir erlendu greinarhöfundar geri athugasemdir um veðrið, alla vega þeir sem komu í heimsókn í sumar sem leið. Fátt er hins vegar neikvætt í þessum grein- um og í sumum tilfellum er greini- lega stuðst við lofrollur úr túrista- bæklingum. En þeir sem lýsa yfir óánægju með eitthvað geta allt eins búist við að fá athugasemdir á opinberum vettvangi frá íslands- vinum í heimalandi höfundanna. I norsku dagblaði birtist grein um ísland í sumar þar sem greinarhöf- undi varð það á að segja að GuUfoss vekti enga athygli Norðmanna. Þeir hefðu nóg af fossum heima fyrir. Þetta reitti Islandsvin þar í landi tU reiði og hann skrifaði blaðinu skorinort bréf. Hann taldi það af og frá aðGuUfoss liktist eitthvað norsku fossunum. Nei og aftur nei. Gullfoss væri svo sérstakur aö hann ætti ekki sinn líka í veröldinni, nema ef tU vUl Niagarafossa. En það væri klárt mál aö enginn norskur foss stæðist Gull- fossi snúning. Þar meö var það mál afgreitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.