Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 32
32 DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983. ÍRSKU RISARNIR Sagt frá Liam Brady, Mark Lawrenson og Frank Stapleton sem allir leika með írska landsliðinu Þaö veröur að segjast eins og er að saga bresku knattspyrnunnar er aö mestu leyti samtvinnuö sögu ensku knattspyrnunnar. Fyrir utan Skota þá hefur engu af „heima- löndunum” („home countries” en til þeirra teljast England, Skotland, Wales og Norður-írland ) né írlandi tekist aö byggja upp sterka deildarkeppni. Og þaö er ekki fyrr en á allra síöustu árum aö Skotar hafa verið að eignast fleiri en tvö lið sem staðist geta evrópskan mælikvarða. Þessi staða breskra og írskra er að sjálf- sögðu fyrir þá staöreynd að hin fjársterku ensku félög eru fljót að veiða til sin hæfileikaríka leikmenn frá hinum löndunum. írar hafa ekki farið varhluta af þessu og eru allir leikmenn irska Iiðsins leikmenn með enskum iiðum, utan tveir. Hvorugur þeirra er þó á Írlandi heldur annar i Skotlandi (Pat Bonner, Celtic) og hin á ítalíu (Liam Brady, Sampdoria). i irska landsliðinu, er Iék hér á landi í haust, var margt um góða leikmenn. Það sást hins vegar að í liðinu voru þrír leikmenn er báru höfuð og herðar yfir alla hina. Þarna er að sjálfsögðu átt við Frank Stapleton, Mark Lawrenson og Liam Brady, þrjá leikmenn sem gætu labbað inn i hvaða landslið í heiminum sem er. Í þessari viku ætla ég að rekja feril þessara leik- manna i stuttu máli. Sigurbjörn G. Aðalsteinsson. I ■ I I I I I I Brady á leið til Englands eftir þriggja ára dvöl á Ítalíu Brady er elstur og reyndastur íranna þriggja sem hér er um rætt. Hann kom til Arsenal árið 1973 að- eins rúmra 18 ára. „Njósnarar” Arsenal höfðu tekiö eftir honum er hann lék með skólaliði sínu i heima- borg sinni, Dublin. Um svipað leyti komu þangað þrír aðrir irar og áttu tveir þeirra eftir að mynda ásamt Brady kjarnann i þvi Arsenal-liði sem hvað næst hefur komist „Double” liðinu 70—71 að styrkleika. Þessir tveir eru Frank Stapleton og David O’Leary en sá þriðji, Johnny Murphy, náði aldrei langt í knatt- spyrnuheiminum. Liam Brady lék sinn fyrsta leik með Arsenal-liðinu árið 1974, aöeins 19 ára að aldri. Á næsta keppnistíma- bili var hann svo orðinn fastur maður í liðinu, og það sem meira er, hann lék þá sinn fyrsta landsleik meö írska landsliðinu gegn Sovétríkjun- um. Leikurinn, sem háður var í Kiev, endaði með 2—1 sigri Sovétmanna en Brady átti góðan leik, þrátt fyrir ungan aldur (tvítugur) og var fljótt orðinn einn af fastamönnum liðsins. Lykilmaður Arsenal Brady var höfuð þess liðs sem náði í úrslit bikarkeppninnar þrjú ár í röð, eða frá 1978—1980. Arsenal tókst aðeins að vinna einn þessara leikja, en það var gegn erfiöustu and- stæðingunum, Manchester United. Þetta var árið 1979, en árið áður hafði Arsenal tapað fyrir Ipswich í úrslitunum og ári eftir sigurinn gegn United tapaði það fyrir West Ham sem þá var í annarri deild. Leikurinn gegn United var annars ansi sögulegur. Arsenal haföi forystu, 2—0, með mörkum frá Brian Talbot og Frank Stapleton. Leikmenn United komu aftur í leik- inn með hetjulegri baráttu og jöfn- uðu með mörkum Gordon McQueen og Sammy Mcllroy. Það leit því allt út fyrir að framlengja þyrfti leikinn en á síöustu sekúndunum urðu Gary Bailey á hræðileg mistök sem Alan Sunderland nýtti til hins ýtrasta og try ggði Arsenal bikarinn. Ari síðar komu leikmenn Arsenal aftur til Wembley og nú voru mót- herjarnir annarrar deildarliðið West Ham. Arsenal-liðið var þarna í svip- aðri aðstöðu og 78 er þaö mætti Ips- wich. Mótherjunum hafði gengið illa yfir keppnistimabilið og var því kallað „outsiders”, þ.e. litlar líkur taldar á að það ynni sigur á mótherjunum. En það fór eins með leikinn gegn West Ham og fór gegn Ipswich. Liðið tapaði 1—0 og leikmenn héldu heim og þótti súrt í brotiö. Sorgleg sögulok Brady var ekki vinsælasti leik- maðurinn hjá Arsenal-aðdáendunum um þessar mundir, þar eð hann hafði Liam Brady — leikur nú með Sampdoria á Italfu. tilkynnt að hann væri á leið úr landi eftir keppnistímabilið. Það skapaöist hálfgerður múrveggur á milli Brady og stuðningsmannanna sem nokkru áður höfðu lofað manninn í hástert. Og vissulega kvaddi Brady ekki meö neinni reisn. Tap í bikaranum og einnig tap í úrslitum Evrópukeppni bikarmeistara. Arsenal hafði tryggt sér sæti í úrslitunum gegn spánska liðinu Valencia. Leikurinn sjálfur, sem háður var í Brussel, endaði með markalausu jafntefli. Það þurfti því að fara fram vítaspyrnukeppni, og þar sigraði Valencia 5—4. Og til að ýfa sárin ennfrekar þá var Brady annar þeirra sem skoruðu ekki. Sannarlega leiðinleg burtför það. 77/ kalíu Þaö var ítalska liðið Juventus sem , narraði Brady frá Bretlandi með frá- bærum samningi, þar sem launin sem í boði voru voru of há til að neita. Með liðinu lék hann í tvö ár við frábæran orðstír og hjálpaöi því að vinna meistaratitilinn í bæði skiptin. Þegar ljóst var að Brady þyrfti að fara frá félaginu vegna komu Zbignew Boniek og Michael Platini til liðsins, þótti líklegt að hann sneri aftur til Englands. Hann hafði lýst yfir áhuga sínum á að spila meö Manchester United, en það voru itölsku fyrstu deildar nýliðarnir Sampdoria sem fengu hann til sín ásamt Trevor Francis frá Manchester City. Vill koma aftur Sampdoria endaði í sjöunda sæti síðasta keppnistímabil og enn voru háværar umræður um að nú kæmi Brady til Englands. Liverpool, Manchester United, Arsenal og Tottenham sýndu áhuga. En Brady og Francis lýstu því yfir aö þeir tryðu því að Sampdoria yrði meöal þeirra liða sem hlytu verðlaun í ár, og fóruþvíhvergi. Það er allt eins líklegt að Brady komi til Englands í vor þar sem hann hefur lýst yfir áhuga sínum á því. Það yrði mikil lyftistöng fyrir enska boltann, því þeir sem séð hafa Brady á ferð eíast ekki um getu hans. Myndir: Eiríkur Jónsson STAPLETON SETTI Frank Stapleton — markaskorarlnn mlkll hjá Manchester United. Eins og áður segir kom Stapleton til Arsenal um svipað leyti og Liam Brady, en rétt eins og Brady þá er Stapleton fæddur í Dublin á trlandi árið 1956 og er því tveim árum yngri en Brady og tveim árum eldrl en Lawrenson, sem sagt mitt á milli. Það var enginn annar en marka- hrellirinn mikli, Malcom McDonald (nú stjóri hjá Fulham), sem kenndi Frank Stapleton öll sin bestu ráð í sambandi við knattspyrnuna. Þeir voru framvarðapar Arsenal á fyrstu árum Stapleton og þóttu leika frá- bærlega vel saman. Stapleton spUaði aUa þrjá úrsUtaleikina í bikarnum frá ’78—’80. Gegn Ipswich ’78 lék hann frammi með Malcom McDonald, en þetta var síðasta ár gamla meistarans í ensku knatt- spyrnunni, og árið eftir var Alan Sunderland keyptur frá Wolves tU að leika með Stapleton frammi. Þóttu þelr ágætir saman og skoruðu m.a. sitt markið hvor á Wembley árið eftir er Uðið sigraði Manchester Unlted. Ætlaði utan en... Frank Stapleton var einu ári lengur hjá Arsenal en Liam Brady og hann ætlaöi h'ka að feta í fótspor vinar síns og fara úr landinu. En það virtist bara enginn hafa áhuga á að fá þennan sterka leikmann til sín og það olU honum miklum vonbrigðum. En áhuginn var nógu mikiU í Eng- landi. Liverpool og Manchester United hófu enn eina baráttuna um leikmann og Arsenal hafði auðvitaö áhuga á honum. Það er eins og þessi hð ásamt Tottenham reyni að fá hvern einasta mann tU sín. Að þessu sinni var það United sem var hlut- skarpast. Sendurheim Það hefði að vísu getað fengið hann ókeypis nokkrum árum áður, þegar Stapleton kom til Old Trafford tU reynslu, en forráðamönnum United þótti lítiö í strák spunnið og sendu hann heim til mömmu. Þarna hafa þeir nagað sig i handarbökin sem áttu þau, en æskudraumur Stapleton varð að veruleika þar sem United var einmitt Uðið sem hann studdi sem strákur. Vildi fá tvœr milljónir Verðið sem United greiddi Arsenal fyrir Stapieton nam 900.000 pundum en sú upphæö sem Arsenal vildi fá fyrir hann var hvorki meira né minna en tvær miUjónir punda. Þetta þótti ekki svo fráleitt á þessum thna en þama var „verðlagiö” einmitt hvað hæst og kreppan í enska boltanum í aðsigi. Þess má geta að stuttu síðar borgaði United WBA 1.700.000 pund fyrir Bryan Robson og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.