Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 16
16 DV. LAUÖÁRDÁ'G'tíít 12. NÖVÉMBÉR1983. ert hér ú Ustanum99 „Ég tilheyri Sjöstedt-hópnum,” sagöi ég örlítið eftirvæntingarfuUur viö stúlkuna í „lobbíinu” er ég bókaöi mig inn á Sheraton Skyline hóteliö í London sunnudagskvöldiö 14. ágúst síöastliöinn. Klukkan var tíu mínútur yfir sjö og ég aðeins of seinn, eins og reyndar svo oft áöur. „Allt í lagi, þú ert hér á list- anum,” sagöi stúlkan í „lobbiinu” og lét mig fá lykUinn aö hótelherberginu. Þannig hófst vikulöng ferö mín um England, Bandarikin og Kanada með tólf öörum blaðamönnum frá Noröur- löndunum, í boöi sænska fyrirtækisins Cerroths AB, en það fyrirtæki er um- boösaðUi fyrir kvöldvorrósarolíuna á Noröurlöndum. Ekki bara blaðamenn Meö í ferðinni voru einnig sænski prófessorinn Olov Lindahl, sænski læknirinn Gösta Bergman, starfsmenn Cerroths AB og umboösmenn fyrir- tækisins í Danmörku, Noregi og Finn- landi. Fararstjórarnir voru þeir Knut Eke- lund og Aulis Sjöstedt, frá Cerroths AB. Og þar er komin skýringin á nafn- gift minni, Sjöstedt-hópurinr.. TUgangur ferðarinnar var aö sýna okkur rannsóknarstöö Efamol-fyrir- tækisins í Englandi og Kanada. En Efamol er þaö fyrirtæki sem fram- leiöir kvöldvorrósarolíuna er Cerroths • AB selur á N oröurlöndunum. Skyline og skýin Þaö var á vissan hátt skemmtilega tU fundiö aö hefja feröina á Sheraton Sky- line-hótelinu því að á þessum sjö dögum átti hópurinn eftir aö vera í skýjunum, bæði í bókstaflegri merk- ingu og eins það aö feröin var hin skemmtUegasta í aUa staöi. I rauninni er þaö aö bera í bakkafull- an iækinn aö f jaUa um kvöldvorrósar- olíuna í þessari grein, slika umfjöllun fékk hún á síðastliðnum vetri — og reyndar þótti sú umf jöllun umdeild. En hvaö um það, aðalrannsóknir (farming research) Efamol-fyrir- tækisins í Englandi fara fram á Dom- sey-býlinu í Essex, um tólf kílómetra frá hafnarborginni Colchester. Ekið um stræti Lundúnaborgar. Í hópnum voru f jórir blaðamenn frá Sviþjóö, tveir fró Danmörku, þrir frá Noregi, þrír frá Finnlandi, einn frá íslandi, læknir prófessor, umboðsmenn og starfsmenn sænska fyrirtækisins Cerroths. Fremst á myndinni voru leiðsögumenn okkar á meðan gist var í Lon- don. Blaðamennirnir voru frá ýmsum þekktum blöðum eins og Berlingske Tidende, Borsen, Hjemm- et, Göteborgsposten svo að nokkur séu nefnd. Fjögur-eitt fyrir Finnland á móti Noregi á Sheraton Skyline-hótelinu í London. Talið frá vinstri: Leena Palosaari Finnlandi, Len Bordsen, umboðsmaður Finnlandi, Tuula Kinnarinen, Finnlandi, Eldbjorg Bach, Noregi og Isto Lysma, Finnlandi. Hér er það Tony Hender, aðstoðarframkvæmdastjóri á rannsóknarstöðinni á Domsey-býlinu sem „lóðsar” mannskapinn innan um allar kvöldvorrósarplönturnar. Slappað af á götum New York-borgar. Hér er það Noregur—Svíþjóð. Eldbjorg Bach, blaðamaður við timaritið Kvinnér og Klær í Noregi, og Allan Fredriksson, blaðamaður við Göteborgs-Posten í Svi- þjóð. Frá fyrirlestri framkvæmdastjóra Efamol á rannsóknarstöðinni á Domsey-býlinu, Leslie Smith. Til hliðar við hann er dr. Charles Stewart og dr. Caroline Shreeve, bæði starfsmenn Efamol. Og au? itað er það íslenski fáninn sem er fremst á myndinni. Þeir David Horrobin, til vinstri, og sænski prófessorinn Olov I .Indahl ræða saman utan við rann- sóknarstöð Efamol í Kentviiie í Kanada. Og umræðuefnið í þetta skiptið hefur bara verið eitt, kvöld- vorrósarolía. Dr. David Horrobin ásamt nokkrum af samstarfsmönnum sinum i rannsóknarstöðinni i Kentville. Talið frá vinstri: Dr. Horrobin, dr. Mehar S. Manku frá Uganda, dr. Michel Begin frá Ástralíu, dr. VicHuang frá Taiwan, dr. Masayoshi Soma frá Japan og Steve Cunnane fráKanada. Þeir dr. Vic Huang og dr. Mehar S. Manku að störfum i rannsóknarstöðinni. Þess má geta að hátt á annan tug starfsfólks vinnur þaraa við rannsóknarstörf. DV-myndir: J.G.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.