Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 21
- í slensk -amer ískt ævtntýri
um dollara og vísindi sem
hefst með merarmjölk og
endar í Raunvísinda-'
stofnun Háskðlans
„Það er mikilvægt að gera sér grein
fyrir eðli peninga. Peningar eru ekki
vara né verðmæti, heldur ávísun á
verðmæti og þegar fólk er að heimta
peninga þá er það að heimta ávísanir.
Ef verðmætin eru ekki til staðar, hvers
virði eru þá peningamir?”
Það er ekki laust við að Eggert
Briem, 88 ára gamall, glotti eilítiö þar
sem hann situr í kvistherbergi sínu við
Suðurgötu í Reykjavík. E.t.v. er þaö
vegna þess aö hann veit hvað peningar
eru, það voru ekki nema troðningar á
Islandi þegar hann fyrst sigldi utan
fyrir fyrra stríö og hann efnaðist svo
um munaði, alia vega nóg til aö hafa
séö sér fært að skenkja Raunvísinda-
stofnun Háskólans stórgjafir nær því
árlega undanfarin 25 ár.
Ekki milljónamæringur — og
þó
„Nei, ég er ekki milljónamæringur
nema ef vera skyldi í íslenskum krón-
um en aldrei í dollurum,” segir Egg-
ert.
„Eg er fæddur í Goðdölum í Skaga-
firði en alinii upp á Staðastaö á Snse-
fellsnesi þar sem faðir minn, séra Vil-
hjálmur Briem, og móðir mín, Stein-
unn Pétursdóttir, bjuggu um 10 ára
skeið.
Lengri varð dvölin á Staðastað ekki’
vegna þess að faðir minn var með blóö-
spýting og gat af þeim sökum ekki
ferðast um á hestum. Án hesta var
ógjömingur að sinna prestsstörfum á
Snæfellsnesi og því fluttum við þaðan.
Enginn bjóst viö að pabbi yrði lang-
lífur en þrátt fyrir að hann hefði aöeins
eitt Iunga náði hann því að verða 93 ára
gamall. Ef ég feta í fótspor hans á ég
enn nokkur góð ár eftir.”
Eggert hlýddi ungur á föður sinn
lesa upphátt úr dönskum blööum og
tímaritum fyrir móður sína og lærði
því dönsku allvel. Veitti sú kunnátta
honum aðgang að Menntaskólanum
þar sem hann stundaði nám í þrjú ár.
Síðan hófst utanferð hin fyrri sem tók
snöggan endi og annan en ráð hafði
veriðfyrirgert:
„Eg sigldi fyrst til Þýskalands, það
mun hafa verið 1915 og fyrri heims-
styrjöldin hafin. Hafði ég lofað móður
minni að vera ekki lengur í Þýskalandi
en óhætt væri og þar kom í styrjöldinni
að mér þótti sem ég yrði að standa við
loforðiö sem ég gaf mömmu og flutti.
mig því um set, reyndar alla leið til
Bandaríkjanna. Eg man þaö enn að ég
sigldi vestur meö fyrstu ferð gamla
Gullfoss og það var heldur hæg ferö.
Hann sigldi nefnilega með hálfum
dámpi til að spara kolin og þurfti fyrir
bragðið ekki að koma viö í Haiifax til
frekari kolakaupa. Eg held samt að
skipið hafi ekkert verið lengur á
leiðinni með þessu móti og sýnir þetta
reyndar mjög vel aö þaö er hægt að
flýta sérhægt.”
Eftir að hafa tileinkað sér tungumál
Bandaríkjamanna hóf Eggert nám í
vélfræðum við háskólann í Noröur-
Dakóta þar til örlögin gripu í taumana
og þar kemur móðir hans aftur við
sögu. „Mamma hafði þaö á tilfinning-
unni að mér liði ekki sem best þarna
úti og kom því í kring með aðstoö
stjórnvalda að mér var skipað að
koma heim. Þá gerðist það að ég sýkist
af spönsku veikinni á leiöinni til New
York, varð ákaflega veikur, vart hug-
að líf og vissi lítið af mér þennan tima.
Það eru líklega ekki margir sem vita
að spánska veikin geisaöi harkalega í
New York og telja sumir að hún hafi
jafnvel átt upptök sín þar að hluta. Að
mínu mati brugðust Bandaríkjamenn
ákaflega skynsamlega við sjúkdómn-
um. Eins og kunnugt er er það siður og
venja að banna mannamót og annað
slíkt þegar farsóttir geisa til að koma í
veg fyrir útbreiðslu en þetta hefur
aftur á móti það í för með sér að sjúk-
dómurinn leggst þyngra á þá sem á
annað borð fá hann. Bandaríkja-
mennirnir beittu aftur á móti þeirri að-
ferð að opna t.d. kvikmyndahús með
jöfnu millibili til að smita fólk, fyrir
bragðiö fengu e.t.v. fleiri sjúkdóminn
en á móti kom að hann lagðist ekki eins
hart á fólk. Þetta þótti mér athyglis-
vert.”
Lahbrtúr um iandið
Eftir að heim kom var batinn hægur,
of hægur að mati Eggerts og greip
hann því til sinna eigin ráða. I stað
þess aö liggja í rúmi og biöa betri tíma
vatt Eggert sér fram úr, lagöi land
undir fót og gekk um Island þvert og
endilangt. „Þetta væri ekki hægt nú til
dags, það er of langt á milli gististaða.
Eg gekk aftur á móti alla leið austur á
Hérað, réði mig þar sem bílstjóri á bíl
sem ók milli Egilsstaða og Reyðar-
fjarðar, keyrði lengi og vel og batnaði
alveg.
Eftir dvölina á Héraði og heilsu-
bótina var ég staðráðinn í að verða
nýtur maður, hefja sjúkraflug hér á
landi líkt og Bjöm heitinn Pálsson
gerði síðar, og hélt meö þaö í huga til
Þýskalands öðru sinni. Þetta mun hafa
verið árið 1928 og ég hélt aö það væri
kominn endanlegur friður. En Þjóð-
verjar voru aftur á móti þeirrar
skoðunar aö hér væri einungis um
vopnahlé að ræða, styrjöld væri óum-;
flýjanleg og það og ýmsir aðrir at-
burðir uröu til þess að ég fylgdi ráðum
móður minnar og fór úr landi. I þetta
skipti einnig til Bandaríkjanna. Ég'
vann fyrir mér til að byrja með með
því að taka ýmis hlutastörf og sótti
bókasöfn óspart. Eftir á að hygg ja held
ég að það hafi verið bókasöfnin í
Bandaríkjunum sem héldu mér þar
vestra ÖU þau 40 ár sem ég bjó þar. I
Bandaríkunum er hægt að fá allar þær
bækur sem prentaöar eru, ef ekki í
einu bókasafni, þá í ööru. Síöan hef ég
veriðlesandi.”
Hugmyndir Eggerts Briem um að
starfrækja sjúkraflug mnnu út í sand-
inn ýmissa hluta vegna og sneri hann
sér þáaðöðru.
Ekki má svo gleyma því að
hann kvæntist bandarískri konu sem
var vellauðug og það gerði það að
verkum að Eggert hefur frá þeirii
stundu getað sinnt áhugamálum sínum
nær óskiptur, lesið og hugleitt vanda-
mál alls konar og þá helst þau er tengj-
ast eðlisfræði.
Gruf/náttúra
„Eg hef alltaf haft einhverja náttúru
fyrir grufli alls konar. Ég velti fyrir
mér vandamálum, reyni að leysa þau
og lestur minn beinist aö mestu að því
að fá staöfest á prenti að þær niöur
stöður sem ég hef komist að séu ekki
alvitlausar. Þaöer viss fullnæging sem
fylgir því aö sjá það á prenti að það
sem maöur hefur verið að hugsa sé
ekki alrangt.
Eg er ekki menntaður í eðlis-
fræði, hef aldrei unnið við fagið sem
slíkt — ég hef bara verið að leika mér.
og er þakklátur forsjóninni fyrir að!
hafa fengið að gera það. Núna reyni
ég að forðast að byrja að velta eölis-
fræðilegum eða öðrum vandamálum
fyrir mér. Ég er nefnilega þannig
gerður að þegar ég er byrjaður get ég
ekki sofnað fyrr en lausnin er komin og
ef það dregst eitthvaö bitnar svefn-
leysið að sjálfsögðu á heilsunni. Eg
er lítið fyrir að taka svefnpillur og ann-'
aö þvilikt en nota það ráö aö lesa
barnabækur ef ég þarf aö so&ia.
Bamabækur eru svo einfaldar, inni-;
haldslausar liggur mér við að segja, að^
ég sofna undantekningarlaust út frá
þeim. Gallinn er bara sá aö ég er búinn
að lesa nær því allar barnabækur sem
eru fáanlegar á bókasöfnunum.”
Þorbjörn Slgurgeirsson prófessor:
ÞRÁTT FVROR HÁAN ALDUR
t HUGIJR EGGERTS FRJÓR
— og ntargir hafa sött til hans ferskar og nýstórlegar hugmyndir
Eggert Briem hóf að færa Eðlis-
f ræðistofnuninni, er síðar varð Raun-
vísindastofnun, gjafir fyrir 25 árum.
Fyrsta gjöfin var bifreið sem hann
færði stofnuninni að gjöf árið 1958 og
síðan hefur hver gjöfin rekið aðra
nærþvíárlega.
„Meöan Eðlisfræðistofnunin starf-
aði hafði hún töluvert minni fjárráð
en Raunvísindastofnunin hefur nú og
höfðu stórgjafir Eggerts mikla
þýðingú fyrir eðlis- og jarðeðlisfræði-
legar rannsóknir,” sagði Þorbjörn
Sigurgeirsson prófessor aðspurður
um hlut Eggerts Briem í íslenskum
eðlisfræðirannsóknum. „Gjafir
Eggerts hafa gert okkur kleift
að hefjast handa um fjölmargar
rannsóknir sem ella hefði ekki verið
hægt. Og það er nú einu sinni svo að
þegar komið er af stað er auðveldara
að halda áfram. Eggert kemur dag-
lega hingað til okkar á Raunvisinda-
stofnunina og hefur vera hans hér
'haft á okkur mikil áhrif og er ég þá
ekki að ræða um fé hans og gjafir.
Þrátt fyrir háan aldur er hugurinn
frjór og margir hér hafa sótt til hans
ferskar og nýstárlegar hugmyndir.”
Sem 'dæmi um rannsóknir sem
byr jað hefur verið á fyrir áeggjan og
tilstuðlan Eggerts má nefna
þykktar- og íssjármælingar á Vatna-
jökli og rannsóknir við Grímsvötn.
Það hefur verið komið fyrir sendi-
tækjum á Grimsfjalli, millistöð á
Skeiöarársandi og svo endastöð í
Skaftafelli. Þessi búnaður sendir svo
1
Þoröjöm Slgurgoirsson prófessor:
— Eggert er valmenni og vítamin-
sprauta.
jarðeðlisfræðilegar mælingar sem,
gerðar eru sjálfvirkt á Grímsfjalli
niður í Skaftafell þar sem lesa má af.
Eins og stendur eru nú jarðskjálfta-,
og hallamælar á Grímsfjalli en að
sögn Þorbjöms má koma þarna fyrir
hverjum þeim sjálfvirku mæli-
tækjum sem er og sendibúnaðurinn
sér um að koma niðurstöðunum til
skila.
„Eggert hefur lífgað mikið upp á
rannsóknarstarfsemina hér á landi,
eiginlega miklu meira en fégjafir
hans og tækjakaup segja til um —
helst myndi ég líkja honum við víta-
mínsprautu,” sagði Þorbjöm Sigur-
geirrson prófessor.
. -eir.
Raunvísindastofnun og do//-
arar
Þegar eiginkona Eggerts lést 1958
kom hann heim til Islands og hitti þá i
fyrsta skipti Þorbjörn Sigurgeirsson
prófessor í Raunvísindastofnun Há-
skólans. Varð það upphaf afskipta
Eggerts af málefnum Eðlisfræðistofn-
unarinnar og síðar Raunvísindastofn-
unar Háskólans. Á þeim 25 árum sem
liðin em síöan hefur Eggert gefið stór-
fé til tækjakaupa deildarinnar og em
gjafirnar nú orðnar fleiri en svo að tölu
verði á komið án þess að flett sé upp i
skýrslum. „Ég á enga erfingja og þrátt
fyrir langa útlegð hef ég ekki gleymt
uppruna mínum og með þessum tækja-
kaupum get ég endurgreitt landinu þá
skuld sem ég á þvi að gjalda og um leið
stutt við rannsóknir i eölisfræði hér
heima er allt of lengi hafa liðiö vegna
féleysis. Þó ég sé nú búsettur hérlendis
á ég lögheimili á lögfræöiskrifstofu í
Bandarík junum og get því gefið g jafir í
dollurum. Með því að gefa tækjabún-
1 aðinn verður meira úr peningunum en
ella því gjafir era ekki tollaðar á
meðan lúxustollar eru á öllum
tækjum til vísindarannsókna. Mér er
sagt að Island sé eina inenningarríki
veraldarinnar sem setur rannsóknar-
tæki í tollflokk með lúxusvörum.”
Ekki er nóg með að Eggert Briem
ausi dollurum í Raunvisindastofnunina
hann er þar daglegur gestur, hefur
meira að segja lykil að stofnuninni og
ber starfsmönnum hennar saman um
þaö að vera hans þar hafi mikii áhrif á
bæði verk og menn, eða eins og Þor-
björn Sigurgeirsson prófessor kemst
aðorði: „Hann virkar eins og vítamín-
sprauta hér innan veggja. Þrátt fyrir
háan aldur er hugur hans frjór og hafa
margir starfsmenn hér sótt til hans
ferskar og nýstárlegar hugmyndir.
Hann hefur lífgaö mikið upp á starf-
semina hér, bæði með fégjöfum svo og
nærverusinni.”
Þrátt fyrir háan aldur er hugurinn
frjór sagði prófessorinn um Eggert
Briem og það eru orð að sönnu. „Held-
urðu að fólk viti að jaröhitinn við
Grimsvötn bræði 20 tonn af ís á sek-
úndu? spyr Eggert viömælanda sinn.
- Nei!
Eggert Briem býr undir súð é Suöurgötunni en á lögheimlli é lögfrœðiskrifstofu i Bandaríkjunum. Þar
geymlr hann einnig fé sitt „sumt l rikisskuldabrófum, annað i fyrirtækjum, ég reyni að hafa þetta dreift
svo það tapist ekki allt i einu, "seglr hann rólegur þar sem hann situr við skrifborð sitt.
,,Bjóst heldur ekki við því,” segir
Eggert þá og byr jað að tala um veðrið:
„Eg held að það þurfi að rannsaka
veðráttu og veðurfar meira en gert er
sérstaklega hér við land. Það hafa
aldrei búið fleiri hér á Islandi en ein-
mitt nú og ég hef verið að velta því
fyrir mér hvort landið þoli það. Eftir
að samgöngur urðu eins góöar og raun
ber vitni er hefðbundinn landbúnaður
ekki neitt til að byggja á. Hitastig sjáv-
ar er að lækka og þá minnkar vaxtar-
hraði þorsksins, með því aö veiða loðn-
una er tekið frá þorskinum og þá
minnkar stofninn. Eg veit ekki al-
mennilega á hverju Islendingar ætla
að lifa í framtíöinni ef þeir halda
áfram að gera sömu kröfur til lífsins
og fólk á Noröurlöndum svo dæmi sé
tekið. Islendingar verða að skilja að
uppbygging kostar fé. Það sem sett er í
fyrirtæki verður að fá að vera þar en á
ekki að étast upp samstundis. Islend-
ingar verða aö skilja að lífshættir og
TILAB
FMJÓR
„Þeimsem sjá Eggert Briem ganga upp Suðurgðtuna um hódegi hvern virkan dag dettur líklega ekki i hug að þar fari auðmaður é heimsmælikvarða.
Hvítt strokið hérið og augnsvipur geta að vísu gefið til kynna að þar só á ferð veraldarvanurmaðurImeira lagi — en féttannað." DV myndir E.Ó.
lifsafkoma Norðurlandabúa byggja á
aldagömlum gæðum sem þetta fólk
fékk í arf. Við emm nýbyrjuð að
byggja upp, alla vega vom ekki nema
troðningar á tslandi þegar ég fór í
mína fyrstu utanlandsreisu fyrir 69
árum.”
Stórt og htið,
gott og vont
Islenska veðráttan fer ekki í taug-
arnar á Eggert Briem nema síður sé.
„Það er kaldara á mörgum stöðum í
" Bandaríkjunum yfir vetrar-
mánuðina,” segir hann. „Einn aöal-
kosturinn við Island og um leiö helsti
gallinn er smæð þjóðarinnar. Eg hefði
vafalítið búið enn í Bandaríkjunum ef
ég heföi getað stundaö áhugamál mitt,
eðlisfræðina, þar úti. Eg gerði ítrek-
aðar tilraunir til aö komast í samband
við prófessora við bandaríska háskóla
til að ræða málin og bera undir þá
niðurstöður eigin rannsókna og vanga-
veltna. En það var eins og aö ganga á
vegg, allir toppmenn i Bandaríkjunum
eru múraðir inni í fílabeinsturni og
veita ekki almúgamönnum aögang að
sér. Hér á Islandi get ég aftur á móti
hitt fremstu vísindamenn þjóðarinnar
hvenær sem er, jafnvel spjallað viö þá
um heima og geima i kaffitimanum.
Það þykir mér óborganlegur kostur á
íslensku þjóðlífi enda fer ég daglega
upp í Raunvísindastofnun og reyni að
fylgjast grannt með. Eg þræti heldur
ekki fyrir að stundum hleyp ég undir
bagga með þeim sem þar starfa.’ ’
Þeim sem sjá Eggert Briem ganga
upp Suðurgötuna upp úr hádegi hvem
virkan dag dettur líklega ekki í hug að
þar fari auðmaður á heimsmæli-
kvarða. Hvítt, strokið hárið og augn-
svipur geta að vísu gefið til kynna að
þar sé á ferð maður sem veraldar-
vanur sé í meira lagi, en fátt annað.
Kvistherbergið hans á Suðurgötunni
rúmar aðeins skrifborð og rúm, einnig
hefur hann yfir að ráða minnsta eld-
húsi á landinu þar sem hann eldar mat
sinn sjálfur: „Eg borða hvað sem er
svo lengi sem líkaminn mótmælir ekki.
Meira að segja sykur þegar ég fer að
léttast en hætti snarlega þegar kílóin
faraaökoma.”
Peningar og merarmjó/k
— Hefurðu gaman af peningum?
„Peningar geta bæði verið góðir og
slæmir. Þaö er gaman að eiga peninga
þegar maður er að koma sér upp heim-
ili, þá er hægt að gera þaö bæði fallegt
og skemmtilegt. Peningar em líka
góðir þegar þeir gera manni kleift að
leggja rækt við áhugamál sín. Þannig
hef ég notið þeirra. Eg bjó í sama
húsinu í Pennsilvaníu í 40 ár og þegar
ég seldi það var ekki einn einasti nagli
í þvi ryðgaður. Það var gott hús. En
peningar geta svo verið slæmir þegar
menn sem þá hafa geta ekki um annaö
hugsað en að eignast fleiri. Eins og ég
sagði fyrr þá eru þeir ekki verðmæti í
sjálfu sér.”
Þá má geta þess að þegar Eggert
Briém kom í þennan heim norður í
Skagalirði fyrir 88 árum var honum
vart hugaö líf. Hann þyngdist ekkert,
ekki einu sinni af móðurmjólkinni, og
var honum því gefið nafn í snarhasti og
beðið til guðs. Og viti menn, þá kastaði
hryssa á túninu framan við bæinn,
Eggert litli fékk að súpa á merar-
mjólkinni og byrjaði að stækka. Að
vísu er hann ekki með hæstu mönnum í
dag — en á móti kemur að nú nálgast
hann óðum tiræðisaldurinn. -EIR.
DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983.
DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983.