Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983. 7 Bandaríska list- idnadar- sýningin: 99 Viðtökurnar haf a verið frábærar” — segir Pamela Brement sendiherrafrii Bandariska listiðnaðarsýningin CRAFTS USA, sem nú stendur yfir ó Kjarvalsstöðum, hefur vakið mikla at- hygli allra þeirra sem hana hafa séð, bæði vegna þess að efni hennar er óvenjulegt og sýningin er mjög um- fangsmikil og falleg. Einn helsti upphafsmaður þessarar sýningar var frú Pamela Brement, eiginkona bandaríska sendiherrans hér á landi, Marshall Brement. I viðtali við DV sagði Pamela að hún hefði fengiö hug- myndina að sýningunni fljótlega eftir að hún kom til Islands í fyrsta sinn en vinna við þessa sýningu hefði hafist fyrir ári. — Hefðbundinn íslenskur listiön- aður er aö mörgu leyti svipaður amer- ískum listiönaði. Kringumstæðurnar voru fram á þessa öld þær sömu, þ.e. að verkkunnátta lærðist í fjölskyldum, þar sem hinir eldri kenndu hinum yngri, segir Pamela. — Bandarískur listiönaður er blanda. Listiönaöur indiána er auðvit- að elsta hefðin og sú sem hefur viðhaldist hvað lengst. En víðast í Bandaríkjunum fluttu innflytjendur með sér verkkunnáttu frá heimalönd- um sínum. Sú kunnátta var þó langt komin aö deyja út. — Með þjóðfélagsbreytingum og tækniframförum og síauknum tilflutn- ingum fólks hnignaöi listiðnaöi. Bandarikjamenn búa ekki eins og fólkið í „Dallas”, það eru engar stór- fjölskyldur þar sem margar kynslóðir búa undir einu þaki. Og þannig hætti verkkunnáttan að berast milli kyn- slóða Auk þess ríkd það viðhorf að tæknin tæki við. Það er bandarískt orðtæki að eitthvert fyrirbæri sé „þaö besta frá því niðursneitt brauð kom á markað”. Þaðlýsir viðhorfinuvel. eins og það var á fyrri hluta þessarar ald- ar. En nú er það breytt, eins og Pamela bendirá. — Það varð menningarbylting í Bandaríkjunum meö hippatímabilinu. Frú Pamela Brement. Listamaðurinn að verki. DV-mynd GVA. Fólk hneigðist til þess aö framleiða til eigin þarfa. Margir af þessum svoköll- uðu hippum voru nefnilega listamenn. Og smátt og smátt geröu aðrir sér grein fyrir því að þessi þróun var góð. Það er margt venjulegt fólk í Banda- ríkjunum nú sem ræktar sitt eigið grænmeti. Og Pamela víkur nú að sýningunni á Kjarvalsstöðum og ýmsu því sem gengið hefur á i kringum hana. — Við buðum hingaö listamönnum til þess að hitta íslenska kollega svo þeir gætu lært hver af öðrum. Og það hefur gengiö mjög vel. Eg hef haft mjög gaman af því að fylg jast með þvi, þegar bandarískir og íslenskir listiön- aðarmenn vinna saman, læra tækni- brögö og skiptast á hugmyndum. Svo er þetta auðvitað sölusýning. Við von- umst til þess að þegar allir reikningar hafa veriö greiddir verði afgangur sem dugar til þess að stofna styrktar- sjóð fyrir íslenska listiðnaðarmenn, sem vilja stunda framhaldsnám i Bandaríkjunum. Að lokum segir Pamela frá viðtök- unum sem sýningin hefur fengið. — Viðtökurnar hafa veriö frábærar. Opnun var ótrúlega vel sótt, sú stærsta sem haldin hefur verið að Kjarvals- stöðum. Það skiptir svo miklu máli hvað sýningin er vel upp sett. Það var Baltasar sem gerði það og hann er snillingur. Svo fengum við Kristin Daníelsson, ljósamann frá Þjóö- leikhúsinu, til að sjá um lýsinguna og það hefur tekist afburöavel líka. Enda hafa margir sagt mér að þetta sé fal- legasta sýning sem þeir hafa séð. Og aðsóknin hefur verið mjög góð, sérlega um helgar. A virkum dögum hafa líka komiö margir hópar frá skólum, elli- heimilum og öðrum. Viö erum mjög ánægð með það og tökum vel á móti öllum hópum sem vilja koma. Þess má geta að lokum að sýning- unni lýkur sunnudaginn 27. nóvember. ^8tíí°!fles verðlækkun á skrífstofuhúsgögnum 15% LÆKKUN1 ^"SgfíSSSSSSú, STAÐGREIDSLll AFSLÁTTUR SKJALA SKÁPAR A HJÚLUM RAÐBORÐ: v VINNUBORÐ FUNDARBORÐ Við bjóðum allargerðir skrifstofu- húsgagna í viðar- tegundunum: Ijós eik, dökk eik, tekk, Ijóstbeyki Veljum íslensk húsgögn — fyrír íslensk fyrirtæki LANDSÞJONUSTA SKálfiðSLA A. GUÐMUNDSSON Húsgagnaverksmiðja, Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími 73100 hOsgagn* "Vvebka- SÝN\Ng Verið velkomm sunnudag KL.1-*- Smiðjuvegi i 6 — s,m' 44544

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.