Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 18
18
DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983.
Þýsk bókasýning
Bækur frá Sambandslýðveldinu Þýskalandi frá 11. nóv. til 30.
i nóv. 1983, opið daglega frá 14—22 aö Kjarvalsstöðum Reykja-
| vík.
> Sýning 1.600 bóka og tímarita 150 bókaforlaga Sambands-
| lýöveldisins Þýskalands. Skipulagt af Ausstellungs — und
l Messe — GmbH des Börsenvereins des Deutschen Buchhand-
| els (sýningarsamtök þýskra bóksala og bókaforlaga).
i Tónleikar Grube tvíleikaranna — Michael Grube, fiðla, Helen
Grube, píanó —11., 12. og 13. nóvember ’83 að Kjarvalsstöðum
kl. 20.30.
Upplestur Riener Kunze hinn 24. nóvember ’83 kl. 20.30.
Tilkynning
frá Fiskveiðasjóði íslands
Umsóknir um lán á árinu 1984 og endumýjun eldri
umsókna.
Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði Islands á árinu 1984 hefur
eftirfarandi verið ákveðið:
Vegna framkvæmda í fiskiðnaði.
Engin lán verða veitt til byggingarframkvæmda nema
hugsanleg viðbótarlán vegna bygginga, sem áður hafa verið
veitt lánsloforð til, eða um sé að ræða sérstakar aðstæöur að
mati sjóðsstjómar.
Eftir því sem fjármagn sjóðsins þar með talið hagræðingarfé
hrekkur til verður lánað til véla, tækja og breytinga, sem hafa
í för með sér bætt gæði og aukna framleiðni.
Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiða-
sjóðs liggur fyrir.
2. Vegna fiskiskipa.
Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til
skipta á aflvél og til tækjakaupa og endurbóta, ef talið er nauð-
synlegt og hagkvæmt.
Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiða-
sjóðs liggur fyrir.
3. Endumýjun umsókna.
Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endumýja.
Gera þarf nákvæma grein fyrir hvemig þær framkvæmdir
standa sem lánsloforð hefur verið veitt til.
4. Umsóknarfrestur.
Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 1983.
5. Almennt.
Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðublöðum,
ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem þar er getið, að öðr-
um kosti verður umsókn ekki tekin til greina (Eyðublöðin fást
á skrifstofu Fiskveiðasjóðs Islands, Austurstræti 19, Reykja-
vík, svo og í ýmsum bönkum og sparisjóðum utan Reykjavík-
ur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða
ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1984, nema um
sé að ræða ófyrirséð óhöpp.
Reykjavík, 5. október 1983
FISKVEIÐASJÓÐUR íslands
Nýtt dansæði í sjónmáli
með
Staying Alive-myndinni:
„Dans-
arrir
drnumur
dans■
kemarans"
— segir Heiðar
Ástvaldsson sem
nýkominn erfrá
Danaveldi hvar hann
lærði taktana
„Þá má segja um þessa dansa, alla
sjö, að þeir eru frábærir,” sagði
Heiðar Ástvaldsson danskennari í
samtali við DV á dögunum.
Heiðar er nýkominn frá Danmörku
ásamt Hörpu Pálsdóttur danskennara.
Þau voru á námskeiði þar sem dansar
úr kvikmyndinni Staying Alive voru
kenndir. Nú um helgina eru aö hefjast
sérstök námskeið hjá Dansskóla
Heiðars í þessum dönsum.
„Danslega séð er kvikmyndin Stay-
ing Alive „superfín” sagði Heiðar. „Og
um dansana má víst segja að þeir séu
draumur danskennarans. Því þeir eru
allir auðveldir í uppbyggingu og fyrir
alla, fólk á öllum aldri. Til dæmis hann
Jón, sem áttar sig ekki alltaf á því að
hann hafi ekki tvær vinstri lappir,
hann getur auðveldlega lært þesssa
dansa.”
Margir muna líklega enn dansæðið
sem fylgdi í kjölfar kvikmyndarinnar
Saturday Night Fever fyrir nokkrum
árum, með John Travolta í broddi fylk-
ingar. Sá hinn sami Jón dansar af
miklum eldmóði og fótafimi í Staying
Alive. Engu minna æði hefur gripið um
sig í fótamenntinni úti í heimi vegna
þessarar kvikmyndar. Sögur ganga af
fólki sem kemur dansandi út úr kvik-
myndahúsunum þar sem Staying Alive
er sýnd. Sumt kvenfólk með stjörnur í
augum.
Heyrst hefur að nýja Travolta-
myndin verði jólamynd í einu kvik-
myndahúsanna í Reykjavík. Því má
búast við að landsmenn verði komnir
vel á skriö á dansgólfum með Travolta
sveif lur í þorrabyrj un.
Námskeiðin hjá Heiöari standa yfir í
tíu vikur og þeir sem byrja nú verða
strax um jól komnir í takt við sjálfan
dansarann í Staying Alive þegar hann
birtist á breiötjaldinu. Við litum inn
eitt kvöldið hjá danskennurum Heið-
ars. Þar var Svanhildur Sigurðardóttir
að útlista sveiflumar nýju og nem-
endumir voru fljótir að komast í réttan
taktvið hana.
-ÞG.
S i 1 S t i.1 i £ X1 i S i'l tf S f-161S í 11V S 13 S'. ft' il